Morgunblaðið - 05.03.1999, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 05.03.1999, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 5. MARZ 1999 5 7; + Sveinn Frímann Ágúst Bærings- son fæddist að Furufírði í Grunna- víkurhreppi í Norð- ur-Isafjarðarsýslu 18. ágúst 1906. Hann lést 23. febrú- ar síðastliðinn. For- eldrar hans voru Bæring Bær- ingssson, bóndi í Furufírði, f. 15.7. 1863, d. 10.4. 1925 og Guðrún Tómas- dóttir, f. 11.9. 1868, d. 19.12. 1948, hún var seinni kona Bærings; fyrri konu sína Halldóru Gísladóttur missti hann unga, með henni átti hann soninn Bæring Magn- ús Svein, sem var fæddur 26.10. 1890 og dáinn 1918 úr spönsku veikinni, og dóttur Guðrúnu Helgu, f. 11. 2. 1892 og d. 13.06. 1935. Bæring Magnús Sveinn lét eftir sig einn son Eyþór Magnús, hann var fæddur 15.6.1916 og dáinn 2.9. 1972, hann ólst upp með föðursystk- inum sínum og fluttist með þeim til Reykjavíkur árið 1925, hann var síðar kaupmaður í Bróðir minn Sveinn er nú lagður af stað í hinstu ferðina. Ekki hafa kennimennirnir upplýst okkur um samastað framliðinna þó þeir séu á þokkalegu kaupi hjá almættinu. Hann var elskulegur bróðir hjálp- fús og nærgætinn. Seint þótti hon- um ganga að upplýsa verkalýðs- stéttina um samtakamátt sinn og lítill árangur af löngum verkfóllum. Hann vildi kenna það andstæðing- unum en mér fannst oft verkalýðs- forustan bregðast á ögurstund. Það er margs að minnast frá gömlu dög- unum, við vorum yngst systkina okkar og við urðum að fínna okkur viðfangsefni. Okkur þótti gaman að spila við jafnaldra okkar á næstu bæjum, þá Ágúst og Jón Guðjóns- syni og Halldór Jónmundarson. Það var mjög ánægjulegt að minnast þeirra stunda og er ég þakklát fyrir allar þær gleðistundir. Þegar áhyggjulaus bernskan hamaðist við að vinna þó spilin sem gefín voru réðu mestu um hlutskipti í þeim leik og útsjónarsemi spilaranna, en bróðir minn var ofurlítið tapsár, það er að segja honum fannst hann ekki geta spilað nógu vel þó að hann fengi hunda eins og við nefndum lágu spilin. Við spilamennskuna höfðum við kvarnir úr þorskhausum í stað peninga. Guðmunda systir okkar, Sveinn og ég, sem þessar lín- ur pára, höfðum mikla ánægju af að kveðast á, sem kallað var, það var mikill metnaður að verða fyrstur að kveða þann í kútinn sem ekki hafði vísu sem byrjaði á sama orði síðustu hendingar. Þetta voru stundum há- værar orða orustur sem enduðu í hlátrum. Uppáhaldsvísan var; Exið skartar ýtum hjá Eins og besta silki tau Þegar kappar kveðast á Kunna þeir að bjóða au. Hólmfríður eldri systir okkar sá um að við færum eftir þeim reglum sem eru í þessum leik. Já þetta voru ærslafullir glaðir dagar sem lifa og minningin ornar sér við. Bróðir minn var farsæll í sínu starfi bæði á sjó og landi, smiður af guðs náð eins og eldra fólkið sagði um þá menn og konur sem engan skóla höfðu hlotið annan en skóla lífsins. Ég kveð kæran bróður með innilegu þakk- læti fyrir hans framlag til meiri jafnaðar og ofurlítið betri heims. Brjóstvitið er undirstaða þess sem á eftir kemur. Davíð Stefánsson seg- ir: Hver lítil stjarna sem lýsir og hrapar er Ijóð sem himinninn sjálfur skapar. Hvert lítið blóm sem ljósinu safnar er ljóð um kjarnann sem vex og dafnar. Hvert lítið orð sem lífinu fagnar Er ljóð um sönginn sem aldrei þagnar. Helga Bærings. Reykjavík. Guðrún Helga Bæringsdótt- ir var lengi sauma- kona í Reykjavík. Alsystkini Sveins voru Halldóra Frið- gerður Bjargey, f. 4.4. 1895, d. 15.7. 1981; Guðni Jón, f. 30.12. 1896, d. 18.12. 1971; Tómas Elías, f. 5.4. 1898, d. 24.10. 1973; Einar Aðalsteinn, f. 5.11. 1899, d. 4.8. 1962; Hólmfríður Guð- rún, f. 10.11. 1901, d. 30.5. 1990; Guðmunda Jens- ína, f. 22.10. 1904, d. 27.12. 1994; Helga Friðrika, f. 27.8. 1908, hún er ein eftirlifandi systkina Sveins. Sveinn kvænt- ist Jarþrúði Bjarnadóttur 28.10. 1948. Hún var fædd 2.2. 1902, d. 13.9. 1996. Áður hafði hann eignast soninn Birgi, f. 6.4. 1944, með Margréti Frið- bjarnardóttur frá Grunnavík. Sveini og Jarþrúði varð ekki barna auðið. Útför Sveins fer fram frá Fossvogskapellu í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Það er ekkert auðvelt fyrir okkur sem nú lifum við þægindi og góðan aðbúnað að setja okkur inn í þær aðstæður sem ríktu í byrjun þessar- ar aldar norður við ysta haf. En hörð lífsbarátta fólksins sem þar bjó mótaði það og skapgerð þess. Um annað var ekki að gera en að duga eða drepast eins og rammís- lenskt máltæki orðar það, og þeir sem þraukuðu gegnum erfiðleikana uppskáru síðar árangur erfiðisins. Sveinn eða Svenni frændi, eins og við systkinin kölluðum hann, var einn af þessum harðduglegu mönn- um sem komu út úr þeim járnharða skóla lífsins sem hinar vestfirsku aðstæður sköpuðu ungum mönnum í þá daga. Hann var vel greindur að eðlisfari og handlaginn og hafði mjög gott verksvit. Sveinn stundaði sjó framan af ævi, var með Sigurði Guðmundssyni mági sínum frá Bæjum fyrir vestan, og hann stundaði einnig sjó- mennsku eftir að hann fluttist til Reykjavíkur í 15-20 ár og var þá lengst af á línuveiðurum. Hann byrjaði síðan að vinna fyrir Reykja- víkurbæ á fimmta áratugnum, og vann svo alla sína starfsævi hjá Reykjavíkurborg. Hann vann við hin ýmsu störf fyrir borgina, mikið með loftpressur og sprenginga- vinnu, kunni vel til verka við að hlaða sprengiefni og sprengja berg úr grunnum og skurðum. Það var til þess tekið hvað hann var trúr starfsmaður og gætinn við spreng- ingastarfið og aldrei urðu nein óhöpp hjá honum. Hann fékk úthlutað garðlandi á Kinnglumýrarbletti og þar byggði hann sér sitt fyrsta hús. En hann var maður hagur vel og gat smíðað og gert hvað sem var. Hann bjó nokkur ár í litla húsinu á Kringlu- mýrarbletti og fékk síðar úthlutað lóð við Múlakamp eða Suðurlands- braut 107 h eins og það hét. Þar reisti hann sér tveggja hæða hús sem hann byggði að mestu leyti með eigin höndum. Viðbygging var við húsið þar sem hann hafði vinnu- aðstöðu til smíða og fleira. Þarna var heimilið hans og Þrúðu lengst af þar til borgin keypti af honum húsið vegna nýs skipulags og útvegaði honum góða íbúð í staðinn í Hólm- garði 39. Við minnumst margs frá gömlum tíma og heimsókna til þeirra Svenna og Þrúðu, Þrúða passaði okkur systur um tíma og kölluðum við þau þá Þrúðu ömmu og Svenna afa. Þau voru bæði sérstaklega bamgóð, gjafmild og elskuleg. Við minnumst Svenna þegar hann tók okkur í bílt- úra á gamla pallbílnum og dekkin voru alltaf að springa. Þá vora ekki dekkjaverkstæði alls staðar eins og nú, svo gera þurfti við á staðnum þegar sprakk. Taka undan og drífa fram felgujám og slöngubætur. Við minnumst líka margra heitra um- ræðna um stjórnmálin, en Svenni var ör í lund og sanntrúaður sósí- alisti og trúði á alræði öreiganna og rauðu stefnuna. Hann studdi flokk- inn og Þjóðviljann og var Dags- brúnarmaður af lífi og sál. Hann lagði líka á sig Keflavíkurgöngu til að mótmæla herstöðinni í Keflavík. En hann var líka skemmtilegur og hress, glaðsinna og sagði skemmtilega frá, hann hafði einnig mikla réttlætiskennd. Trúlega hefur skömm skólaganga í bernsku háð honum nokkuð og valdið ákveðinni minnimáttarkennd eins og fleirum er ólust upp við harðbýlið við hið nyrsta haf. Áðstæður leyfðu þá ekki að afla þeiraar menntunar sem hug- urinn girntist, en sá missir var að nokkru bættur með góðri greind. Hann fór sína fyrstu ferð til út- landa á efri árum eftir að hann hætti að vinna. Það var honum mik- il upplifun að sjá framandi lönd og lifa nýja veröld. Þórey frænka hans fór með þeim hjónum til Noregs í tilefni áttræðisafmælis hans og gleymir aldrei augnablikinu þegar hann tók utan um gildan trjástofn sem faðmur hans náði ekki utan um, hann naut þess svo ríkulega að sjá allt þetta nýja sem við höfum ekki hér á íslandi. Síðar fór hann í sólar- landaferðir og er til mikið af mynd- um sem hann tók í þessum ferðum. Hann var einnig duglegur að ferð- ast innanlands og fór meðal annars oft með í ferðir sem flokkur hans bauð til. Þórey minnist þess h'ka með þakklæti, þegar hann fór norð- ur til Akureyrar og dvaldi um hríð í Bakkahlíðinni og hjálpaði meðal annars við að mála sumarbústaðinn á Ytri-Tjömum. Mataraenjur Sveins vora einnig þrauthugsaðar. Hann borðaði krúska á hverjum morgni á síðari árum, kvaðst halda heilsu og hreysti betur með því móti, og við erum ekki frá því að hann hafi haft rétt fyrir sér í þeim efnum, svo vel sem honum entist þrek og heilsa. Krúskað hefur þó trúlega aðeins átt hluta af þeim heiðri, því auk erfiðis- vinnu um langa ævi stundaði Sveinn sund og var svo vel á sig kominn lík- amlega um áttræðisaldur að lærðir menn tóku eftir. Hann hafði mikið yndi af tafl- mennsku og var skákmaður góður, einnig lærði hann að spila brids á seinni áram og spilaði mikið við vini sína. Reynir Ásmundsson og Elísa- bet Brynjólfsdóttir voru hans bestu vinir og eiga þau miklar þakkir skildar íyrir hversu vel þau reynd- ust Sveini síðustu æviár hans. Við systkinin og fjölskyldur og móðir okkar, Fjóla Jósefsdóttir, þökkum Sveini fyrir samfylgdina og allar góðu stundirnar sem við áttum saman. Sigtryggur Rósmar, Þórey og Hildur Guðrún. „Eitt sinn verða allir menn að deyja.“ Þessi laglína kom upp í huga mér þegar hringt var til mín frá hjúkranarheimilinu Grund og mér tilkynnt um andlát Sveins Bær- ingssonar. Mig langar með nokkram minningabrotum að kveðja vin. Sveinn hét fullu nafni Sveinn Frímann Ágúst Bæringsson. Svein sá ég fyrst fyrir u.þ.b. fimmtíu ár- um eða í kringum 1950. Það bar þannig til að ég var beðin um að koma með leigubíl að litla húsinu þeiraa sem stóð í garðlöndum Reykvíkinga. Svæðið var óraflýst og vont fyrir ókunna að rata og því var mér fengið það hlutverk að vísa bílstjóranum veginn. Það er mér enn í fersku minni þegar þau hjón gengu að bílnum í sínu fínasta pússi. Mér varð starsýnt á Svein því hann var sá fallegasti maður sem ég hafði augum litið. Augnatillit mitt lejmdi sér ekki því kona hans sem jafnan gekk undir nafninu Þrúða, hallaði sér strax upp að mér og hvíslaði: „Finnst þér hann sætur?“ Ég svar- aði að bragði ,jahá“, og það þótti mér. Þrúða varð eins og feimin fermingarstúlka og kinkaði til mín kolli. Þar vorum við Þrúða sam- mála. Ferðinni var heitið að nýju Þjóðleikhúsi landsmanna að sjá ís- landsklukku Kiljans. Fljótlega eftir þessi kynni hafði ég á orði við tengdamóður mína sál- ugu þ.e. systur Þrúðu hversu • Sveinn væri fríður. Hún játti því en fannst greinilega hallað á son sinn því hún sagði, „væna mín, þú átt nú unnusta. Hvemig finnst þér hann?“ Ég skammaðist mín og svaraði, ,jú, en hann er öðruvísi". Sveinn kvæntist Jarðþrúði Bjarnadóttur ættaðri af Síðu, Vest- ur-Skaftafellssýslu 28. október 1948. Eins og fyrr var getið hófu þau búskap í litlu húsi í gróðurvin og bjuggu þar fyrstu búskaparár sín. Síðar byggðu þau sér hús á Suðurlandsbraut 107 og vora þar í mörg ár eða allt til ársins 1980 er þau fluttust að Hólmgarði 39. Á sínum yngri áram stundaði Sveinn sjóinn en varð að hætta vegna lasleika og kann að vera að sjóveiki hafi komið þar við sögu. í mörg ár vann hann ýmis störf hjá bænum sem seinna varð að borg. Sveinn vann við jarðvinnu hvers konar og hafði umsjón með spreng- ingum við gatnagerð hjá borginni. Slík störf krefjast nákvæmni og varfæmi enda hættulegar fram- kvæmdir í eðli sínu. Sveinn gætti þess að enginn yrði fyrir slysi og vora störf hans unnin af trú- mennsku og kostgæfni. Sveini var margt til lista lagt. Þótti hann bæði ágætur skák- og 't bridgemaður og handverksmaður góður. I huga mínum kemur upp mynd. Sveinn að rýja veggteppi. Ég hafði aldrei fyra séð karlmann við þessa iðju. Áhugasviðið var vítt og allt unnið af miklum eldmóði. Sveinn hafði yndi af ferðalögum að ógleymdum veiðiferðum og ferð- uðust þau hjón víða innanlands sem utan. Sveinn var sannur Al- þýðubandalagsmaður og verka- lýðssinni. Fóru þau hjón margar ferðir með Alþýðubandalaginu hér um landið og ófáar Keflavíkur- göngur eiga þau að baki enda illa við allt hermang. Ekki get ég sagt til um álit Sveins á Samfylkingunni en má þó segja að gamli Sveinn og gamla Alþýðubandalagið hafi fjar- að út sama árið. Heilsu Jarðþrúðar hrakaði. Þurfti hún að leggjast inn á sjúkrahús árið 1991 og átti ekki þaðan afturkvæmt. Sveinn varð ósköp einmana og fór- um við hjónin ekki varhluta af því. Sveinn dvaldi um tíma á heimili okkar þar til hann fluttist á hjúkr- unarheimilið Grund þar sem hann lést. Sterkustu eðlisþættir Sveins vora eljusemi, greiðvikni og ósérhlífni. Hann var ekki allra en hann var vinur vina sinna. Við hjónin nutum vináttu og góðvildar hans alla tíð. Blessuð sé minning hans. Elísabet Brynjólfsdóttir, Reynir Ásmundsson. + Hjartkær bróðir okkar og frændi, JÓN BJÖRGVIN SIGURÐSSON, Kársnesbraut 27, Kópavogi, lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur laugardaginn 20. febrúar sl. Minningarathöfn og bálför fór fram í kyrrþey. Greftrun duftkers verður að Árbæ, Holtum, Rangárvallasýslu, síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Bjarni Sigurðsson Elskuleg móðir okkar og tengdamóðir, INGIBJÖRG GUÐRÚN ÁRNADÓTTIR frá Reykjum, verður jarðsungin frá Sauðárkrókskirkju laugar- daginn 6. mars kl. 14.00. Fyrir hönd barna okkar og annarra vandamanna, Gísli Geir Hafliðason, Ólöf Jónsdóttir, Árni Gunnarsson, Elísabet Beck Svavarsdóttir. t Elsku mágur okkar og svili, HOLGEIR NIELSEN, Bronshoj-Kirkevej 9A, Kaupmannahöfn, lést á heimili sínu mánudaginn 1. mars. Jarðarförin fer fram frá Bronshoj Kirke föstu- daginn 5. mars kl. 11.00. Áslaug Sigurbjörnsdóttir, Björn Sigurbjörnsson, Hanna Sigurbjörnsdóttir, Helga Sigurbjörnsdóttir, Hjalti Sigurbjörnsson, Sólveig Sigurbjörnsdóttir Þorkell G. Sigurbjörnsson, Magnús Guðmundsson, Helga I. Pálsdóttir, Steinunn Pálsdóttir, Ólafur Tryggvason. + Innilegar þakkir fyrir sýnda samúð og vinsemd við andlát STEFANÍU KATRÍNAR ÓFEIGSDÓTTUR, Brávallagötu 6, Reykjavík. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Guðrún Ófeigsdóttir Hjaltested. SVEINN FRIMANN ÁGTJST BÆRINGSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.