Morgunblaðið - 05.03.1999, Blaðsíða 22
22 FÖSTUDAGUR 5. MARZ 1999
UR VERINU
MORGUNBLAÐIÐ
Sérstakur vefur um ferð mbl.ÍS á leik_
Manchester United og Chelsea.
Ferðin hefst í dag, fylgstu með frá upphafi!
Þú getur skoðað upplýsingar um félögin,
liðsmenn, völlinn, aðdraganda leiksins og fylgst
með ferðasögunni eftir því sem henni vindur fram.
Samvinnuferðir
Landsýn
kostar gerð vefjarins.
Fylgstu með á mbl.is.
0mbl.is
^ALLTAH e/TTH\/A,-E> tJÝTl
Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson
NÝTT húsnæði Fiskmarkaðar Vestmannaeyja sem tekið var í notk-
un fyrir skömmu.
Fiskmarkaðurinn
í Eyjum er fluttur
í nýtt húsnæði
Vestmannaeyjuni -
FISKMARKAÐUR Vestmannaeyja
flutti fyrir skömmu í nýtt húsnæði en
á sama tíma og nýja húsnæðið var
tekið í notkun voru sjö ár liðin frá
fyrsta uppboði markaðarins. Fisk-
markaðurinn keypti 400 fermetra
húsnæði við Friðarhöfn af Eimskipa-
félaginu og byggði síðan 280 fer-
metra við það. Húsnæðið hefur verið
hannað og standsett fyrir starfsemi
Fiskmarkaðarins og er öll aðstaða
fyrir starfsemina nú eins og best
verður á kosið.
Páll Rúnar Pálsson framkvæmda-
stjóri segir að öll vinnuaðstaða á
markaðnum breytist mikið til batn-
aðar við flutninginn í nýja húsnæðið.
Það uppfylli allar ströngustu kröfur
sem Fiskistofa geri til starfseminnar
og aðstaða til lestunar flutningabíla
sé önnur og betri þvi við húsið séu
þrír rampar til að lesta slíka bíla. Þá
segir hann að allt svæðið í kringum
markaðinn hafi tekið stakkaskiptum.
Búið sé að malbika og ganga frá lóð-
um í kring svo að svæðið í heild sé
orðið til fyrirmyndar.
Páll segir að Fiskmarkaðurinn
hafí fest kaup á slægingarbúnaði af
fískverkuninni Kútmagakoti og geti
markaðurinn því nú boðið viðskipta-
vinum sínum upp á slægingarþjón-
ustu.
Sama dag og flutt var í nýja hús-
næðið var haldinn aðalfundur Fisk-
markaðarins. Páll segir að á fundin-
um hafí komið fram að um 40% sam-
dráttur hafi orðið á síðasta ári miðað
við árið á undan. Á síðasta ári hafi
verið seld 6.200 tonn á móti 10.200
tonnum árið á undan. Helstu ástæð-
ur þess sagði hann vera gífurlegt
gæftaleysi við suðurströndina en
einnig hefði haft áhrif að Isfélag
Vestmannaeyja, sem hefði farið með
stóran hluta af afla sínum gegnum
markaðinn, hefði tekið fískinn beint
inn til sin í stað þess að fara með
hann á markaðinn. Páll segir að
þrátt fyrir þennan samdrátt hafí
reksturinn gengið sæmilega. Fyrir
utan afskriftir og fjármagnsliði hafí
reksturinn verið nánast á núlli en að
teknu tilliti til fjármagnsliða og af-
skrifta hefði tap ársins verið 3,8
milljónir og mætti rekja stærsta
hluta þess taps til gengistaps, vegna
óhagstæðrar þróunar japanska jens-
ins.
Páll segist vera bjartsýnn á rekst-
ur nýbyrjaðs árs. Kvótastaða Eyja-
báta sé þokkaleg, gæftir hljóti að
verða betri en á síðasta ári og verð á
fiskinum sé mjög hátt um þessar
mundir. Hann segir að fyrstu 15
daga febrúar hafi verið seld 260 tonn
á markaðnum fyrir 28 milljónir á
móti 177 tonnum fyrir 14 milljónir á
sama tíma í fyrra sem segi allt um
hversu miklu betra verðið sé núna og
því sé ekki ástæða til annars en
bjartsýni varðandi rekstur ársins.
Morgunblaðið/Agnes
Fylgst með upp-
boði í Bremerhaven
NÝLEGA var Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra á ferð í
Þýskalandi, þar sem hann sótti m.a. heim fyrirtæki sem eru að
hluta eða öllu leyti í eigu Islendinga. Förin var farin í tilefni þess
að sjávarútvegsráðherra var beðinn um að vera ræðumaður á aðla-
fundi Þýsk-íslenska verslunarráðsins, sem haldinn var í Hamborg.
Fyrsta morguninn í ferðinni var byrjað árla dags á fiskmarkaðn-
um í Bremerhaven, sem Islendingurinn Samúel Iireinsson stýrir.
Eins og fram kom hér í blaðinu þann 19. janúar sl. þá taldi Samúel
stjórnvöld í Bremerhaven á það að einkavæða fiskmarkaðinn í
Bremerhaven og rekur Samúel fiskmarkaðinn nú, með góðum ár-
angri. Morguninn sem sjávarútvegsráðherra og fylgdarlið staldraði
við á markaðnum, stóð uppboð á um 57 tonnum af ýmsum tegund-
um fersks fisks í tæpan hálftíma og þegar uppgjörið lá fyrir
nokkrum minútum síðar, kom á daginn að fyrir fiskinn höfðu feng-
ist rúm 199 þúsund þýsk inörk, eða tæpar átta milljónir króna.