Morgunblaðið - 05.03.1999, Blaðsíða 39
MORGUNB LAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 5. MARZ 1999 39,
inni hefur slæm áhrif á fólk og forystumenn í Norðurlandskjördæmi vestra
Morgunblaðið/RAX
flutt frá Norðurlandi vestra. Myndin er tekin á Sauðárkróki, og eru stúlkurnar á leið heim úr skólanum.
Gunnar
Ríkharðsson
Páll Orri
Kolbeinsson Hlöðversson
framboð af hæfu starfsfólki fyrir slík
fyrirtæki. Ljóst er að laun og annar
launakostnaður er um helmingi lægri
á Sauðarkróki en á Norðurlöndunum,
ódýrari orka og ýmislegt annað já-
kvætt í umhverfinu fyrir hin erlendu
fyrirtæki.
Orri segir einnig á stefnuskránni að
búa í haginn fyrir fyrirtæki sem bjóða
upp á hærra launuð störf, tO dæmis í
þekkingariðnaði, en það taki lengri
tíma. „Mér finnst vanta meira frum-
kvæði frá okkur heimamönnum," segir
Gunnar Ríkharðsson á Blönduósi. „Af
hverju er fólk ekki að vinna hér með
tölvur, í hugbúnaðargerð, við skoðana-
kannanir og símasölu. Það eru áreið-
anlega tældfæri á þessu sviði en við
erum ekki nógu dugleg við að grípa
þau. Kannski er það vegna þess að
ungt og framtakssamt fólk hefur flutt í
burtu og ekki næg þekking eftir til að
fást við þetta.“
Iðnþróunarfélag fýrir kjördæmið
allt er starfandi og nú er verið að
stofna sjóð innan þess tO að stuðla að
atvinnuuppbyggingu.
Valdimar Guðmannsson, verkalýðs-
formaður á Blönduósi, segir að svæðið
Ólafur
Magnússon
Snorri Björn
Sigurðsson
Brynjólfur Haukur
Gíslason Ómarsson
búi yfir miklum möguleikum sem þurfi
að nýta. Hins vegar hafi sveitarstjórn-
armenn þurft að eyða orkunni í varn-
arbaráttu, meðal annars við að verjast
niðurskurði á þjónustu ríkisvaldsins
og því verið minni tími til að huga að
nýsköpun. Sem dæmi um möguleikana
nefnir hann að Húnavatnssýslur séu
vel settar gagnvart samgöngum, stutt
sé tO Reykjavíkur og Akureyrar og
flutningslína hráefnis hggi um héraðið.
Einkageirinn ekki aðlagast
Eftir því sem fólkinu fækkar versn-
ar hagur þjónustu- og verslunarfyrir-
tækja á landsbyggðinni. „Veltan
minnkar en við þurfum eftir sem áður
að veita ákveðna þjónustu og hafa gott
vöruúrval. Við hættum að vera sam-
keppnisfærir. Ef fólki heldur áfram að
fækka er ekki bjart framundan í
rekstrinum," segir Ólafur Magnússon,
kaupfélagsstjóri Kaupfélags Húnvetn-
inga á Blönduósi.
Fram kemur í samtölum við for-
ystumenn í héraði að erfitt er að fá
fyrirtækin til að líta í kringum sig eftir
verkefnum. Adolf H. Berndsen, odd-
viti hreppsnefndar á Skagaströnd,
bendir á að fyrirtækin séu lítO og
í þau vanti markaðsþekkingu.
Þau hafi setið að verkefnum í
sinni heimabyggð en að þeim
loknum vanti kraft til að sækja
verkefni á almennan markað. Frá
þessu eru þó ýmsar undantekn-
ingar. Ágúst Þór Bragason, for-
seti bæjarstjórnar á Blönduósi og
formaður Sambands sveitarfé-
laga í Norðurlandskjördæmi
vestra, tekur í sama streng.
„Einkageirinn hefur ekki náð að
aðlagast samkeppnisumhverfinu.
Fyrirtækin hafa verið að leysa
staðbundin verkefni en hvað tek-
ur svo við?“ Hann segir að vinna
þurfi að sameiningu og samstarfi
fyrirtækjanna því litlar einingar eigi
erfiðara uppdráttar en áður.
Sveitarfélög sameinast
Stórir áfangar hafa náðst í samein-
ingu sveitarfélaga á Norðurlandi
eystra á síðustu árum. Þannig hafa öO
sveitarfélögin í Vestur-Húnavatns-
sýslu runnið saman og öll nema eitt í
Skagafirði. Enn eru þó 10 sveitarfélög
í Austur-Húnavatnssýslu. Ágúst Þór
Bragason telur að kominn sé tími til að
stíga það skref að sameina sveitarfé-
lögin í sýslunni. Fram kemur í viðtöl-
um við Húnvetninga að fólk er jákvæð-
ara fyrir slíkri sameiningu en fyrr,
meðal annars á báðum þéttbýlisstöð-
unum, Blönduósi og Skagaströnd. Hins
vegar mun vera andstaða, að minnsta
kosti meðal forystumanna, ýeinum eða
tveimur sveitahreppum. Ágúst Þór
vonast tO að vinna við undirbúning
sameiningar hefjist fyrir alvöru á
næstunni.
Adolf H. Berndsen vill ganga lengra
í sameiningu. Hann tekur undir hug-
mynd sem fram kom á spástefnu á
Sauðárkróki á dögunum, um að skoða
beri sameiningu allra sveitarfélaganna
Valdimar
Guðmannsson
AdolfH.
Berndsen
í Skagafirði og Húnavatnssýslu í eitt.
Með því móti myndaðist þrýstingur á
að framkvæmdum við nýjan veg yfir
Þverárfjall yrði flýtt enda myndi veg-
urinn tengja byggðirnar betur saman.
Hugmyndir um skattaívilnanir
Flestir viðmælendur telja að að-
gerðir heimafólks og sveitarstjórna
dugi ekki einar og sér til að snúa þró-
uninni við. Vandinn sé of mikill og snúi
reyndar að allri landsbyggðinni. „Það
býður nýrrar ríkisstjórnar að taka
stórar ákvarðanir,“ segir Valdimar
Guðmannsson. Hann telur að gera
þurfi svipað átak og ríkisstjórn Olafs
Jóhannessonar réðst í árið 1971 með
togarabyltingunni. Átakið nú fælist
ekki í kaupum á togurum heldur í stór-
átaki við að koma verkefnum í tölvu-
vinnslu út um land, meðal annars fyrir
ríkisstofnanir.
Adolf H. Bemdsen á Skagaströnd
talar um yfirvofandi byggðabrest og
segir að nóg sé komið af skýrslum, all-
ar upplýsingar um stöðuna liggi fyrir
til að unnt sé að taka nauðsynlegar
ákvarðanir um það að bæta stöðu
landsbyggðarinnar. „Umræðan er haf-
in og fólk bíður eftir aðgerðum ríkis-
valdsins. Öll óvissa er slæm. Það verð-
ur að gera eitthvað í málinu nú þegar,
við höfum ekki nein ár upp á að
hlaupa,“ segir Adolf.
Stjórn Svæðisvinnumiðlunar Norð-
urlands vestra sendi nýlega frá sér
áskorun til ríkisstjórnar og Alþingis
um að séð verði til þess að íbúar og
fyrirtæki hafi meiri fjárhagslegan
ávinning af því að búa og starfa úti á
Iandsbyggðinni en á þéttbýlissvæðum.
Beinir skattar og hlunnindi verði að
vera verulega hagstæðari. Starfshópur
sem ríkisstjórnin skipaði til að gera til-
lögur um efiingu atvinnulífs í kjör-
dæminu lagði meðal annars til að
svæðið yrði reynslusveitarfélagaverk-
efni í byggðamálum þannig að kannað
yrði hvort unnt væri að bjóða 5-10 fyr-
irtækjum tímabundnar skattaívilnanir
gegn því að hefja eða flytja starfsemi
sína að verulegu eðá öllu leyti á svæð-
ið.
Viðmælendur úr hópi sveitarstjóm-
armanna nefna flestir aðgerðir af
þessu tagi þegar þeir eru spurðir um
æskilegar aðgerðir ríkisvaldsins í
byggðamálum. Ýmist er talað um
lægri tekjuskattsprósentu, hærri per-
sónuafslátt eða virðisaukaskattsíviln-
anir, bæði til einstaklinga og fyrir-
tækja á landsbyggðinni. Bent er á að
til séu ýmsar sérreglur af þessu tagi,
meðal annars fyrir álver, sjómenn og
kvikmyndaframleiðslu.
Adolf Berndsen á Skagaströnd tel-
ur að íhuga eigi vandlega skattaleið-
ina til að jafna búsetumun fólks.
Ágúst Þór Bragason á Blönduósi
bendir á að skattkerfið sé notað til
jöfnunar, meðal annars með barna-
bótum og sjómannaafslætti. Telur
hann ekki fráleitt að breyta sjó-
mannaafslættinum í almennan skatta-
afslátt landsbyggðarfólks. „Menn
hafa náð samstöðu um ólíklegustu
hluti. Við höfum lagt okkar lóð á vog-
arskálarnar og ég vonast til að unnt
verði að ná samstöðu um byggð í
landinu öllu. Vinna þarf að því að
þjóðin eflist saman því ekkert vinnst
með því að við séum að berja hvert á
öðru,“ segir Ágúst Þór þegar hann er
spurður að því hvort hann óttist ekki
andstöðu vina sinna og fjölskyldu í
Kópavogi en þar er hann fæddur og
alinn upp.
Ekki annars flokks þegn
„Landsbyggðin þarf að standa sam-
an og láta af þrálátum hrepparíg.
Frumkvæðið þarf að koma héðan,“
segir Páll Kolbeinsson, sveitarstjórn-
armaður í Skagafirði. Hann segist
ekki trúa því að handstýrðar aðgerðir
ríkisvaldsins breyti miklu.
Eins og margir aðrir útilok-
ar Páll ekki aðgerðir í gegn
um skattakerfið til að skapa
fyrirtækjum og einstakling-
um á landsbyggðinni betri
aðstöðu tU að lifa og starfa. Hann segir
að fyrir því séu ákveðin rök. Til dæmis
sé dýrt að fara til Reykjavíkur og
dvelja í þeim tilgangi að sækja þjón-
ustu sem þar er veitt, meðal annars
starfsemi menningarstofnana sem
styrktar eru af ríkinu. „En ég vil fara
varlega í þetta. Ég hef engan áhuga á
að vera talinn annars flokks þegn í
þjóðfélaginu," segir Páll.
Páll er fæddur og uppalinn í
Reykjavík og kom til Sauðárkróks fyr-
ir nimum fimm árum til tímabundinn-
ar dvalar sem körfuknattleiksþjálfari.
Hann hefur ílengst á staðnum enda
segir hann afar gott að búa á Sauðár-
króki, ekki síst fyrir ungt fólk með
börn. Þó segir hann ekki óeðlUegt að
ungt fólk nýti þau tækifæri sem nú
gefast á höfuðborgarsvæðinu en von-
ast til að það snúi aftur heim. „Ég trúi
því ekki að fólk vUji hrúga öllum á einn
stað. Gefa þarf fólki möguleika um allt
land þannig að það geti búið þar sem
það vUl,“ segir Páll.
Haukur Omarsson, formaður bæjar-
ráðs á Siglufirði, er ekki spenntur fyr-
ir hugmyndum um sérstakan skattaaf-
slátt landsbyggðarfólks. Bendir á að
tekjur séu víða góðar úti á landi, meðal
annars á Siglufirði. Telur hann reynd-
ar að einfalda mætti skattkerfið og
breyta því en allir landsmenn ættu að
njóta breytinganna. Hann nefnir aðrar
jöfnunaraðgerðir, tU dæmis að færa
opinber störf út á landsbyggðina í stað
þess að byggja alla þjónustuna upp í
Reykjavík, jafna kostnað við nám
barna í framhaldsskólum og bæta
samgöngur. Hann segir að sveitarfé-
lögin ráði ekki við sum af nýju verk-
efnunum sem þeim eru falin nema í
stærri einingum og bættar samgöngur
séu víða forsenda þess að hagræði ná-
ist við sameiningu sveitarfélaga. Sigl-
firðingar taka til dæmis þátt í viðræð-
um um sameiningu sveitarfélaga við
Eyjafjörð og segir Haukur að jarð-
göng milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar
myndu auðvelda hagræðingu í kjölfar
slíkrar sameiningar.
Hrein og klár nýlendustefna
Sumir sveitarstjórnarmenn sem
rætt er við tengja jöfnun búsetukostn-
aðar beint við jöfnun atkvæðavægis
sem unnið er að. Snorri Björn bæjar-
stjóri á Sauðárkróki er einn þeirra:
„Ég er ekki á móti því að atkvæðavægi
verði jafnað en spyr mig stöðugt að því
hvers vegna verið er að gera það núna.
Það fólk sem ég hitti í Reykjavík talar
aldrei um óréttlæti vegna mismunandi
vægis atkvæða og ég er sannfærður
um að krafan um breytingar kemur
ekki úr grasrótinni heldur úr pólitísk-
um kreðsum. Það leiðir síðan til þess
að breyta þarf kjördæmamörkum nán-
ast með reglustiku og skorið á félags-
leg tengsl. Þetta er að mínu mati
óheppilegt og skaðar félagsmynstrið á
landsbyggðinni."
Snorri Björn segir að ef ríkisvaldið
vildi gera eitthvað til að efla Norður-
land vestra ætti það að afhenda heima-
mönnum Blönduvirkjun, láta þá reka
hana og njóta arðsins af starfrækslu
virkjunarinnar. Síðan ætti að afhenda
sveitarfélögunum hlut í Landsvirkjun
til að jafna hlut þeirra við þau sveitar-
félög sem eiga í stofnuninni enda
hefðu þau fengið hlut sinn fyrir ekki
neitt. „Þetta er hrein og klár nýlendu-
stefnu. Landsvirkjun hefur fengið alla
bestu virkjanakosti landsins fyrir ekki
neitt. Síðan fær höfuðborgin helming
arðsins en héruðin þar sem orkan
verður til fá ekki neitt í sinn hlut,“ seg-
ir Snorri Björn Sigurðsson.
Alþjóðlegt vandamál
„Það væri helst að við færum í
smiðju til Norðmanna, hefðum per-
sónuafsláttinn hærri úti um landið og
fólk sem ekki nýtti hann tO fulls fengi
hann greiddan út,“ segir Brynjólfur
Gíslason, sveitarstjóri í Húnaþingi
vestra. Hann segir umræðuna oft ein-
kennast af því að byggðavandinn sé
nýtilkominn og bundinn við ísland. í
því sambandi vekur hann athygli á því
að fólksflutningar frá landsbyggð tO
höfuðborgarsvæðis hafi staðið yfir
lengi og séu auk þess alþjóðlegt
vandamál, ef vandamál skyldi kaUa,
það væri reyndar skilgreiningaratriði.
Sjálfur telur hann þessa þróun óæski-
lega vegna þess að búið er að koma
upp framleiðslutækjum um
allt land sem standi illa
nýtt og ónýtt. „Víða um
heim er verið að reyna að
draga úr fólksflutningum.
Ég veit'þó ekki tO þess að
nokkurs staðar hafi tekist að stöðva
hann með stjórnvaldsaðgerðum," segir
Brynjólfur.
Snorri Björn Sigurðsson, bæjar-
stjóri á Sauðarkróki, segir að ríkis-
valdið hafi magnað upp fólksflóttann
með því að beina öllum opinberum
framkvæmdum á höfuðborgarsvæðið
og hann gerir sér ekki vonir um mikla
hjálp úr þeirri átt. „Við verðum að
bjarga okkur sjálf enda stendur eng-v
um það nær.“
Góðærið hefur
ekki skilað
sér norður