Morgunblaðið - 09.05.1999, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 09.05.1999, Blaðsíða 8
8 SUNNUDAGUR 9. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Plastendur við íslands- strendur? BANDARÍSKUR sérfræðing- ur í rekaldi á úthöfum telur að innan skamms muni baðleik- að Islandsströndum. vV NÚ fær R-Iistinn kjörið tækifæri til þess að skipta um andastofn á Tjörninni og ná sér í endur sem ekki þarf að gefa brauð. ® Husqvarna Husqvama heimilistækin eru komin aftur til landsins. Þau taka á móti gestum í verslun okkar alla virka daga frá 9:00 - 18:00. Endurnýjum góð kynni! Sigríður Guðmundsdóttir ►Sigríður Guðmundsdóttir er fædd 2. aprfl 1973 í Reykjavík. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Sund 1993 og BA;prófi í sálfræði frá Há- skóla íslands 1997. Hún hefur starfað með námi á sumrin hjá Tryggingastofnun rfldsins en starfar nú sem upplýsingafull- trúi Miðgarðs, þjónustumið- stöðvar fyrir Grafarvogsbúa. Sigríður er í sambúð með Þór Sigurðssyni framkvæmdastjóra og eiga þau einn son, Sindra Þór. Hverfisvefur Miðgarðs tekinn í notkun Samræmdar upplýsingar Miðgarður, þjón- ustumiðstöð fyrir Grafarvogsbúa, opnaði hinn 30. apríl sl. hverfisvef. Þetta er upp- lýsingavefur þar sem fram koma upplýsingar um þá þjónustu sem veitt er í Miðgarði og fjöldamargt annað. Sig- ríður Guðmundsdóttir er upplýsingafulltrúi Mið- garðs. Hvers vegna var talin nauðsyn á sérstök- um upplýsingavef fyrir Grafarvogsbúa í Reykja- vík? Miðgarður er tilrauna- verkefni sem felur í sér tilraun með íbúalýðræði og að okkar mati er mjög mikilvægt að fólk fái upp- lýsingar um það sem er að gerast í hverfinu til þess að það geti haft áhrif á það. En með íbúðalýðræði er ætlunin að veita fólki tækifæri til að hafa áhrif á skipulag nánasta umhverfisins og fyrirkomulag þjónustu Reykjavíkurborgar í hverfinu. -Hverjar eru helstu upplýs- ingarnai• sem þið teljið þörf á að miðla á þennan hátt? I fyrsta lagi er mikil áhersla lögð á að gera alla þjónustuna sýnilega þannig að fólk sjái hvernig mál eru afgreidd. í öðru lagi eru þarna upplýsingar um þá þjónustu sem er í boði og hvemig á að sækja um hana. Hverfisnefnd Grafarvogs er einnig með sérstakt pláss á vefn- um og þar eru birtar nýjustu fundargerðir nefndarinnar og Grafarvogsbúar geta sent nefnd- inni fyrirspurnir gegnum vefinn. Sérstakt svæði á vefnum er til- einkað Grafarvoginum og þar má finna upplýsingar um íbúafjölda, kort af hverfinu og upplýsingar um fyrirtæki sem eru starfrækt í Grafarvogi, svo eitthvað sé nefnt. Unglingaráðgjafi Mið- garðs verður með ráðgjöf á spjallrás alla fimmtudaga frá klukkan 15 til 16. - Hvenær var Miðgarður stofnaður? Miðgarður tók til starfa 13. september 1997. Þetta er til- raunaverkefni á vegum Reykja- víkurborgar og hlutverk Mið- garðs er að veita þverfaglega og samræmda þjónustu. Þetta er hluti af því að Grafarvogur er reynslusveitarfélag, en þau eru til úti um allt land. Miðgarður sinnir verkefnum sem í öðrum hverfum borgarinnar er sinnt af fjórum stofnunum, þ.e. Félags- þjónusta Reykjavíkur, Dagvist bama, íþrótta- og tómstunda- ráði og Fræðslumiðstöð. -A Miðgarður sér fyrirmynd erlendis? Ég veit til þess að Miðgarður á sér hliðstæður, t.d. í Saupstad í Þrándheimi. Þangað ____________ hafa starfsmenn héð- an farið til þess að kynna sér starfsem- ina þar með góðum árangri. Gert er ráð fyrir áframhaldandi samstarfi þessara tveggja upplýsingamið- stöðva. - Hvernig hefur árangur af þessari starfsemi Miðgarðs ver- ið? Viðtökur þeirra sem ég veit um hafa verið mjög jákvæðar en tilrauninni lýkur um næstu ára- mót og þá verður árangur af starfseminni metinn. Miðgarður - tilraun með íbúalýðræði - Hvers konai• upplýsingum sækist fólk mest eftir hjá ykkur? Mjög mikið er spurt um mál- efni sem tengjast umferðar- og skipulagsmálum og svo auðvitað um atriði eins og fjárhagsaðstoð, heimaþjónustu, leikskóla, dag- mæður og íþrótta- og tóm- stundamál. - Getið þið svarað öllum þess- um fyrirspurnum fullnægjandi? Auðvitað eru ákveðnir mála- flokkar sem heyra undir Mið- garð en þeim erindum sem ekki heyra beint undir okkur vísum við rétta leið í kerfinu, þannig styttum við fólki leið ef við get- um ekki leyst úr málinu sjálf. - Hvað margir starfa hjá Mið- garði? A vegum Miðgarðs starfa rúmlega sextíu manns, 21 á skrifstofu, 40 manns vinna að jafnaði við heimaþjónustu, lið- veislu, tilsjón og sem stuðnings- fjölskyldur. - Hvaða málaflokkar eru mest aðkallandi af þeim flokk- um sem Miðgarð gefur upplýs- ingar um? Það sem Miðgarður leggur mesta áherslu á er að vinna með fjölskyldunni sem heild en ekki að vinna með einstök vandamál. Við fáum góða yfirsýn yfir stöðu hinna ýmsu málaflokka. í stað þess að unnið sé með fjárhags- mál t.d. í einni stofnun og ýmiss _________ konar úrræði á öðr- um stöðum þá erum við að vinna með ólíka málaflokka í _______ einum pakka. Þjón- ustan verður þannig markvissari og hagkvæmari, bæði fyrir fólkið og Reykjavík- urborg. Nálægðin er miklu meiri fyrir fólkið þegar þjónust- an er í hverfínu. Fólk úr öllum hverfum Reykjavíkur og hvar sem er raunar getur fengið mjög margvíslegar upplýsingar með því að leita til hverfisvefs Miðgarðs en vefslóðin er http://www.midgardur.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.