Morgunblaðið - 09.05.1999, Blaðsíða 8
8 SUNNUDAGUR 9. MAÍ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
Plastendur
við íslands-
strendur?
BANDARÍSKUR sérfræðing-
ur í rekaldi á úthöfum telur að
innan skamms muni baðleik-
að Islandsströndum.
vV
NÚ fær R-Iistinn kjörið tækifæri til þess að skipta um andastofn á Tjörninni og ná sér í
endur sem ekki þarf að gefa brauð.
® Husqvarna
Husqvama heimilistækin eru
komin aftur til landsins.
Þau taka á móti gestum í
verslun okkar alla virka daga
frá 9:00 - 18:00.
Endurnýjum góð kynni!
Sigríður Guðmundsdóttir
►Sigríður Guðmundsdóttir er
fædd 2. aprfl 1973 í Reykjavík.
Hún lauk stúdentsprófi frá
Menntaskólanum við Sund 1993
og BA;prófi í sálfræði frá Há-
skóla íslands 1997. Hún hefur
starfað með námi á sumrin hjá
Tryggingastofnun rfldsins en
starfar nú sem upplýsingafull-
trúi Miðgarðs, þjónustumið-
stöðvar fyrir Grafarvogsbúa.
Sigríður er í sambúð með Þór
Sigurðssyni framkvæmdastjóra
og eiga þau einn son, Sindra
Þór.
Hverfisvefur Miðgarðs tekinn í notkun
Samræmdar
upplýsingar
Miðgarður, þjón-
ustumiðstöð fyrir
Grafarvogsbúa,
opnaði hinn 30. apríl sl.
hverfisvef. Þetta er upp-
lýsingavefur þar sem
fram koma upplýsingar
um þá þjónustu sem
veitt er í Miðgarði og
fjöldamargt annað. Sig-
ríður Guðmundsdóttir er
upplýsingafulltrúi Mið-
garðs. Hvers vegna var
talin nauðsyn á sérstök-
um upplýsingavef fyrir
Grafarvogsbúa í Reykja-
vík?
Miðgarður er tilrauna-
verkefni sem felur í sér
tilraun með íbúalýðræði
og að okkar mati er mjög
mikilvægt að fólk fái upp-
lýsingar um það sem er
að gerast í hverfinu til þess að
það geti haft áhrif á það. En með
íbúðalýðræði er ætlunin að veita
fólki tækifæri til að hafa áhrif á
skipulag nánasta umhverfisins
og fyrirkomulag þjónustu
Reykjavíkurborgar í hverfinu.
-Hverjar eru helstu upplýs-
ingarnai• sem þið teljið þörf á að
miðla á þennan hátt?
I fyrsta lagi er mikil áhersla
lögð á að gera alla þjónustuna
sýnilega þannig að fólk sjái
hvernig mál eru afgreidd. í öðru
lagi eru þarna upplýsingar um
þá þjónustu sem er í boði og
hvemig á að sækja um hana.
Hverfisnefnd Grafarvogs er
einnig með sérstakt pláss á vefn-
um og þar eru birtar nýjustu
fundargerðir nefndarinnar og
Grafarvogsbúar geta sent nefnd-
inni fyrirspurnir gegnum vefinn.
Sérstakt svæði á vefnum er til-
einkað Grafarvoginum og þar má
finna upplýsingar um íbúafjölda,
kort af hverfinu og upplýsingar
um fyrirtæki sem eru starfrækt í
Grafarvogi, svo eitthvað sé
nefnt. Unglingaráðgjafi Mið-
garðs verður með ráðgjöf á
spjallrás alla fimmtudaga frá
klukkan 15 til 16.
- Hvenær var Miðgarður
stofnaður?
Miðgarður tók til starfa 13.
september 1997. Þetta er til-
raunaverkefni á vegum Reykja-
víkurborgar og hlutverk Mið-
garðs er að veita þverfaglega og
samræmda þjónustu. Þetta er
hluti af því að Grafarvogur er
reynslusveitarfélag, en þau eru
til úti um allt land. Miðgarður
sinnir verkefnum sem í öðrum
hverfum borgarinnar er sinnt af
fjórum stofnunum, þ.e. Félags-
þjónusta Reykjavíkur, Dagvist
bama, íþrótta- og tómstunda-
ráði og Fræðslumiðstöð.
-A Miðgarður sér fyrirmynd
erlendis?
Ég veit til þess að Miðgarður
á sér hliðstæður, t.d. í Saupstad í
Þrándheimi. Þangað ____________
hafa starfsmenn héð-
an farið til þess að
kynna sér starfsem-
ina þar með góðum
árangri. Gert er ráð
fyrir áframhaldandi samstarfi
þessara tveggja upplýsingamið-
stöðva.
- Hvernig hefur árangur af
þessari starfsemi Miðgarðs ver-
ið?
Viðtökur þeirra sem ég veit
um hafa verið mjög jákvæðar en
tilrauninni lýkur um næstu ára-
mót og þá verður árangur af
starfseminni metinn.
Miðgarður -
tilraun með
íbúalýðræði
- Hvers konai• upplýsingum
sækist fólk mest eftir hjá ykkur?
Mjög mikið er spurt um mál-
efni sem tengjast umferðar- og
skipulagsmálum og svo auðvitað
um atriði eins og fjárhagsaðstoð,
heimaþjónustu, leikskóla, dag-
mæður og íþrótta- og tóm-
stundamál.
- Getið þið svarað öllum þess-
um fyrirspurnum fullnægjandi?
Auðvitað eru ákveðnir mála-
flokkar sem heyra undir Mið-
garð en þeim erindum sem ekki
heyra beint undir okkur vísum
við rétta leið í kerfinu, þannig
styttum við fólki leið ef við get-
um ekki leyst úr málinu sjálf.
- Hvað margir starfa hjá Mið-
garði?
A vegum Miðgarðs starfa
rúmlega sextíu manns, 21 á
skrifstofu, 40 manns vinna að
jafnaði við heimaþjónustu, lið-
veislu, tilsjón og sem stuðnings-
fjölskyldur.
- Hvaða málaflokkar eru
mest aðkallandi af þeim flokk-
um sem Miðgarð gefur upplýs-
ingar um?
Það sem Miðgarður leggur
mesta áherslu á er að vinna með
fjölskyldunni sem heild en ekki
að vinna með einstök vandamál.
Við fáum góða yfirsýn yfir stöðu
hinna ýmsu málaflokka. í stað
þess að unnið sé með fjárhags-
mál t.d. í einni stofnun og ýmiss
_________ konar úrræði á öðr-
um stöðum þá erum
við að vinna með
ólíka málaflokka í
_______ einum pakka. Þjón-
ustan verður þannig
markvissari og hagkvæmari,
bæði fyrir fólkið og Reykjavík-
urborg. Nálægðin er miklu
meiri fyrir fólkið þegar þjónust-
an er í hverfínu. Fólk úr öllum
hverfum Reykjavíkur og hvar
sem er raunar getur fengið
mjög margvíslegar upplýsingar
með því að leita til hverfisvefs
Miðgarðs en vefslóðin er
http://www.midgardur.is