Morgunblaðið - 09.05.1999, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 09.05.1999, Blaðsíða 64
pggBsa Alvöru þjónusta fyrir alvöru fólk Landsbankinn MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLANI, 103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181 PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 SUNNUDAGUR 9. MAÍ 1999 VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK Framkvæmd alþingiskosninganna fór alls staðar vel af stað Morgunblaðið/RAX DAVÍÐ Oddsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, kona hans, Ástríð- ur Thorarensen, og sonur þeirra, Þorsteinn koma á kjörstað. Morgunblaðið/Kristinn HÉR koma Margrét Frímannsdóttir, talsmaður Samfylkingarinnar, og Jón Gunnar Ottósson á kjörstað á Stokkseyri. Kjörsókn betri víða úti á landi en í Reykjavík FRAMKVÆMD alþingiskosninganna fór vel af stað og um hádegisbilið í gær höfðu engin vanda- mál komið upp hjá kjörstjómum, „aðeins smámál sem við leysum strax,“ eins og einn kjörstjórnar- maður orðaði það. Á hádegi höfðu 10.752 kosið eða 13,04% kjósenda en í síðustu þingkosningum höfðu 13,45% kosið á hádegi. Kjörsókn var hins vegar orðin meiri í nokkrum landsbyggðarkjör- dæmanna. jt, Kjörfundur hófst víðast klukkan 9 en á minni stöðunum víða um landi á hádegi. Hægviðri var víðast hvar á landinu og ekki útlit fyrir að veður myndi nokkurs staðar trufla kjörsókn eða tefja flutning kjörgagna eftir að kosningu lýkur. Á Vesturlandi höfðu 233 af 1.729 kjósendum kosið í Borgarbyggð eða 13,5% og á Akranesi 529 sem er 14,1% kjósenda. I Snæfellsbæ höfðu 85 af 1.140 kosið á hádegi og 105 af 827 í Stykkishólmi eða 12,6%. Kjörsókn fór betur af stað víðast í Vesturlandskjördæmi í gær en við síðustu kosn- ingar. I Vestfjarðakjördæmi höfðu 229 af 2.928 kosið í Isafjarðarbæ eða tæp 8% og 287 utankjörfund- aratkvæði höfðu borist. í Vesturbyggð höfu 6,4% kjósenda kosið á hádegi en þar var 801 á kjör- skrá og var það um 2% meiri kjörsókn en í síð- ustu þingkosningum. Veðrið of gott? Á Norðurlandi vestra höfðu 109 kosið á Blönduósi laust fyrir klukkan 13 eða 16% kjós- enda sem kjörstjórnarmenn sögðu svipað og síð- ast. Á Sauðárkróki höfðu 290 eða 14% kosið um hádegi en nærri tvöfalt fleiri höfðu kosið á sama tíma við síðustu kosningar og kjörsókn var einnig mun dræmari á Siglufirði nú en þá en í gær höfðu 210 af 1.140 kosið um hádegi. Töldu kjörstjórnar- menn líklegast að blíðuveður hægði á kjósendum í þessu efni. í Norðurlandskjördæmi eystra höfðu 12,62% kjósenda eða 1.398 skilað sér á kjörstað á Akureyri sem er nokkru meira en við síðustu þingkosningar. Liðlega 8,1% höfðu kosið í Fjarðarbyggð í Austurlandskjördæmi laust fyrir hádegi eða 190 manns auk þess sem borist höfðu 247 utankjör- fundaratkvæði. Á Suðuriandi var kjörsókn orðin meiri í Vestmannaeyjum en árið 1995 eða 8,7% miðað 7,9%, í Árborg höfðu 13,3% kosið, 14,8% á Hvolsvelli og 17,7% í Þorlákshöfn. Kjörsókn í Reykjanesi var all misjöfn eftir kjörstöðum en 6,8% í heildina á stærstu stöðunum. í Grindavík og Gerðahreppi höfðu 3,6% kosið en á Seltjamar- nesi hafði hæst hlutfall kjósenda kosið á hádegi eða 9,2% og 7,6% í Kópavogi. í Hafnarfirði var kjörsókn orðin 6,7% og 7,8% í Garðabæ. ■ Gæti ráðist/2 Ferskur fiskur fluttur að nýju til Belgíu DÓTTURFÉLAG Sölumið- stöðvar hraðfrystihúsanna, Icelandic Benelux NV, hefur hafið að nýju vikulegt frakt- flug með ferskan fisk til Ostende í Belgíu eftir tveggja ára hlé. Flogið er á laugardög- um með 737-300 Boeing vél Flugleiða, sem leigð er til verkefnisins. Fyrsta fraktflugið var í gær- morgun með 16 tonn af fersk- um fiski, sem dreift er til Belg- íu, Frakklands, Englands, og Hollands. Tíu ár eru síðan fyrst var hafið reglulegt fraktflug með ferskan fisk milli Keflavíkur og Ostende en fiuginu var hætt um mitt ár 1997 þegar Flug- leiðir hófu ferðir til nýrra áfangastaða í Evrópu sem hafði þær afleiðingar að flókn- ara varð að flytja ferskan fisk til Belgíu. ■ Flogið með/4 Slasaður eft- ir bílveltu UNGUR ökumaður bifreiðar var fluttur slasaður á sjúkrahús Heilsu- gæslunnar í Neskaupstað eftir bíl- veltu á Austurvegi á Reyðarfirði ná- lægt miðnætti á föstudagskvöld. Hann hlaut háls- og höfuðáverka og brjóstholsáverka en meiðsli hans voru ekki það alvarleg að talin væri þörf á aðgerð á honum við komu á sjúkrahús. Að sögn læknis hans horfir vel með líðan hans, sem er nú með atvikum góð. Pilturinn var í bíl- belti er slysið varð og er það talið hafa bjarga miklu. Tildrög slyssins eru til rannsókn- ar hjá lögreglunni á Eskifirði. Bifreiðin er gjörónýt eftir veltuna. Vísindamenn Krabbameinsfélags íslands fá háan bandarískan styrk í aiinað sinn > Um 40 milljónir veittar til nýrra rannsókna VISINDAMENN hjá Krabbameins- félagi Islands hafa nú fengið í annað sinn bandarískan styrk að upphæð 40 milljónir ki'óna til þess að rann- saka brjóstakrabbamein. Styrkir þessir eru eingöngu ætlaðir til rann- sókna á brjóstakrabbameini og sjaldgæft er að þeir séu veittir til að- „Tgþ-utan Bandaríkjanna. Islenska rannsóknin sem styrkur- inn er veittur til mun beinast að samspili umhverfis og erfða. I sam- vinnu við Samhjálp kvenna verður leitað til allra íslenskra kvenna sem greinst hafa með brjóstakrabbamein og þær beðnar að taka þátt í rann- ,sókninni með því að svara spurn- '5pgalistum og gefa blóðsýni. Einnig 'riierður leitað til ættingja þeirra kvenna sem hafa fjölskyldusögu um brjóstakrabbamein, að sögn Lauf- eyjai- Tryggvadóttur, sérfræðings í faraldsfræði hjá Krabbameinsfélag- inu, en hún sótti um styrkinn ásamt Jórunni Erlu Eyfjörð erfðafræðingi og Helgu M. Ögmundsdóttur, lækni. Ein af ástæðunum fyrir því að þessi styrkur fæst er sú að niður- stöður rannsóknahóps Krabba- meinsfélagsins hafa þegar vakið mikla athygli erlendis. Þar má m.a. nefna grein sem birtist á síðasta ári í læknatímaritinu Lancet. Þai- sýndi hópurinn fram á áhrif þess að það að hafa meðfædda stökkbreytingu í brjóstakrabbameinsgeni er ekki eins alvarlegt og talið hefur verið fram að þessu. Einnig kemur fram í greininni að þessi áhrif eru mjög breytileg milli einstaklinga. Styrkur sá er hér um ræðir er til- kominn vegna baráttu bandarískra kvenna sem greinst hafa með brjóstakrabbamein. Fyrr á þessum áratug hófu þær að berjast fyrii- auknum fjárveitingum til rannsókna á brjóstakrabbameini og tilraunir þeirra bái-u þann árangur að mikið fé er nú veitt í þennan málaflokk: Það er rannsóknadeild bandaríska hersins sem veitir styrkina og til þeirra sendu þær Jórunn, Laufey og Helga umsókn sína. Nýgengi brjóstakrabbameins hef- ur aukist mikið síðustu áratugi á ís- landi, sem og í hinum vestræna heimi almennt og fær ein af hverjum tólf konum sjúkdóminn hér. ■ Stór styrkur/10 Morgunblaðið/Árni Sæberg Hundi vísað af kjörstað ÁRVÖKULIR lögreglumenn sem stóðu vörð við í Hagaskóla í Reykjavík tóku eftir þessu Iymskulega „áróðursbragði" írsks setters sem eigandinn ætl- aði að skilja eftir fyrir utan skól- ann. Þar eð áróður á og við kjör- stað er stranglega bannaður var hundinum snarlega vísað á brott með X-D merkið í ólinni og varð að dúsa inni í bíl meðan eigand- inn greiddi atkvæði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.