Morgunblaðið - 09.05.1999, Blaðsíða 22
22 SUNNUDAGUR 9. MAÍ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
Rannsóknir eins og
þær gerast bestar
Mikil gróska er í vís-
indarannsóknum hér-
lendis. Til marks um
það er tækifæri sem
hafa opnast erlendis.
Rannsóknarhópur
Þorsteins Loftssonar,
prófessors í lyíjafræði,
er eitt dæmið um þessa
grósku en hann gerði
nýlega samning við
sænska lyfjafyrirtækið
Astra-Zeneca um rann-
sóknir á lyfjum við MS
sjúkdómnum og
Alzheimer. Salvör
Nordal hitti Þorstein
að máli en þessi viður-
kenning á rannsóknar-
starfi hans er enn ein
fjöður í hatt íslenskra
vísindamanna.
Ég held að líftæknirannsókn-
irnar eigi á næstu árum eftir
að skila þessu fjármagni
margfalt til baka. í rannsókn-
um er það svo að árangurinn
getur komið mörgum áratugum
seinna. Þetta eru langtíma-
verkefni sem krefjast mikillar
þolinmæði.
RANNSÓKNIR í lyfja-
fræði hafa átt allan hug
Þorsteins Loftssonar,
prófessors, á undanförn-
um árum. Til marks um
það er langur listi íræðigreina og
einkaleyfa sem hann hefur komið að.
Nú síðast hefur Þorsteinn fengið
samning við sænskt lyfjafyrirtæki
um rannsóknir á þróun lyfja gegn
MS sjúkdómnum og Alzheimer, sem
kemur til með að efla enn frekar
rannsóknarstarf hans næstu árin.
Þetta er mikil viðurkenning fyrir
Þorstein og rannsóknarhóp hans
sem hefur síðustu 14 ár unnið að
rannsóknum á sýklódextrínum.
Mikil viðurkenning
„Það er auðvitað mikill fjárhags-
legur ávinningur af svona samningi
en fyrst og fremst er þetta viður-
kenning á okkar starfi,“ segir Þor-
steinn Loftsson, prófessor, þegar
hann er spurður um samninginn.
Þorsteinn lauk doktorsprófi í
lyfjafræðum frá Kansas háskóla í
Bandaríkjunum árið 1979 og stund-
aði síðan rannsóknir á forlyfjum en
það eru efnasambönd sem breytast
úr líffræðilega óvirkum efnasam-
böndum í virk í líkamanum. Nokkr-
um árum síðar hóf Þorsteinn hins
vegar rannsóknir á sýklódextríni og
þær rannsóknir eru nú að skila mikl-
um árangri.
„Sýklódextrín eru náttúruleg
efnasambönd, sykur- eða sterkju-
sambönd. Þau eru eins konar hringir
í uppbyggingu og mjög heppileg til
að flytja önnur efni. Þannig hafa
rannsóknir sýnt að hægt er að auka
vatnsleysanleika margra lyfja með
því að koma þeim fyrir í sýklódextrín
sameindunum. Okkar rannsóknir
hafa meðal annars beinst að augn-
lyfjum og þá er markmiðið að tengja
þau sýklódextrín sameindum til að
geta flutt þau til augans. Sýkló-
dextrín-efnasamböndin hafa verið
þekkt nokkuð lengi en þau myndast
þegar ákveðin tegund baktería melt-
ir sterkju. Með líftækninni er hins
vegar hægt að framleiða þau í stór-
um stíl og því hafa rannsóknir á
þeim aukist mjög að undanförnum
árum. Mest hafa þau verið notuð í
matvælaiðnaði en einnig í þvottaefni
og sólvamarefni. Þróun þessara
efnasambanda er hins vegar
skemmra á veg komin í lyfjaiðnaði
en til dæmis í matvælaiðnaði og þar
hafa verið gerðar meiri kröfur til
notkunar nýrra efna. Á síðasta ári
samþykkti hins vegar Food and
Drug Administration í Bandaríkjun-
um sveppalyf sem innihalda þessi
efni. Þetta varð til þess að lyfjafyrir-
tækin tóku við sér og fóru að leita að
hópum sem hefðu stundað rannsókn-
ir á þessum efnasamböndum til
lyfjagerðar.“
Og það var leitað til ykkar?
„Síðastliðið haust komu fulltrúar
írá Astra-Zeneca í Svíðþjóð í heim-
sókn, en Astra á íslandi hafði vitað
af þessum rannsóknum okkar. Eftir
að hafa rætt við fulltrúa þeirra sendi
fyrirtækið okkur tvö efnasambönd
og gáfu fyrstu rannsóknir á þeim
góða raun. Þeir óskuðu svo í mars
eftir frekara samstarfi. Með svona
samstarfi er lyfjafyrirtækið að nýta
sér ákveðna þekkingu sem við höfum
aflað okkur á löngum tíma í stað
þess að byggja hana upp frá grunni
innan fyrirtækisins."
Rannsóknir á MS og Alzheimer
Þorsteinn segir að rannsóknirnar
með Astra-Zeneca muni fyrst og
fremst beinast að lyfjum gegn
Alzheimer og MS-sjúkdómnum.
„Astra hefur fundið upp tvö efna-
sambönd sem þeir telja að geti kom-
ið að gagni í baráttunni við þessa
sjúkdóma. Vandinn hefur hins vegar
verið sá að finna leiðir til að gera
þessi efnasambönd virk í líkamanum
og flytja þau til miðtaugakerfisins.
Forrannsóknimar á sýklódextríni
benda til að þar sé að finna lausnir á
þessum vandamálum. Rannsóknir
okkar á lyfjum til augna nýtast við
að koma þessu til heilans."
Hvemig verður samstarfinu hátt-
að á næstunni?
„Við munum nú skipta rannsókn-
unum í ákveðna verkþætti. Sumir
þættir verða framkvæmdir í Svíþjóð
en aðrir hér heima. Við munum veita
ákveðna þekkingu en þeir veita okk-
ur aðgang að ákveðinni tækni en þeir
em mun betur tækjum búnir en við.
Þessi samningur hefur mikla fjár-
hagslega þýðingu. Við getum sent
námsmenn út til að vinna hjá lyfja-
fyrirtækinu og getum kostað laun og
tækjabúnað. Þetta kemur því til með
að virka mjög örvandi fyrir þessar
rannsóknir. Afrakstur þessarar
vinnu verður væntanlega í formi
greina í fagtímarit og hugsanlega
einkaleyfi á okkar niðurstöðum. Eg
get vel séð að þetta verði þriggja ára
samvinna og kannski lengri ef vel
tekst til.“
Þorsteinn er greinilega stoltur af
árangrinum.
„Það var mjög gaman að fá svona
viðurkenningu á því sem við höfum
verið að gera,“ segir hann, „og heyra
frá þeim að okkar rannsóknir séu
sambærilegar við það besta sem gert
er annars staðar.“
Aðstaðan engin í upphafi
Þorsteinn bætir við að árangur 1
rannsóknum komi ekki af sjálfu sér
og rifjar upp þróun rannsókna hér
frá því hann kom heim frá námi 1979.
.Áðstaðan í lyfjafræði á þessum
tíma var nánast engin. Námsbrautin
var í kjallara aðalbyggingar í hús-
næði sem einhvem tíma hafði verið
notað sem líkhús. Þama var nánast
enginn tækjakostur eða nokkur að-
staða til rannsókna. Þá áttu nemend-
ur ekki þess kost að ljúka nema fyrri
hluta BS-náms hér en flestir nem-
endur luku því í Danmörku. Ég var
svo heppinn að komast inni í rann-
sóknarhóp í Flórída og var þar hluta
af ári við rannsóknir. Með því móti
gat ég haldið mér við efnið þrátt fyrir
aðstöðuleysið hér heima. I Flórída
tók ég meðal annars þátt í rannsókn-
um á forlyfjum sem em notuð til að
koma lyfjum inn í heila og auga. Síðar
komu rannsóknir á sýklódextrínum."
Smátt og smátt byggðist upp
rannsóknaraðstaða hér og Þorsteinn
setti upp sinn eigin rannsóknarhóp.
„Það þurfti að byggja upp rann-
sóknaraðstöðu frá granni, kaupa
tækjabúnað og ráða aðstoðarfólk. Eg
fór til Þórs Sigþórssonar hjá Lyfja-
verslun ríkisins og við sóttum um
styrk hjá Tæknisjóði. Eftir að lyfja-
fræðin fékk aðstöðu í nýju húsnæði í
Haga við Hofsvallagötu hefur að-
staðan gjörbreyst og nú era stund-
aðar hér öflugar rannsóknir. Núna
höfum við ekki bara tök á að mennta
lyfjafræðinga til BS-náms heldur er-
um við farin að taka við mastersnem-
um og doktorsnemum. Það hefur því
orðið algjör bylting á starfseminni
frá því ég kom heim.“
Þorsteinn hefur um nokkurt skeið
verið í samstarfi við Einar Stefáns-
son, prófessor í augnlækningum, og
þeir reka meðal annars lyfjaþróun-
arfyrirtækið Cyclops ehf.
„Þegar kom að því að prófa lyf
sem við vorum að vinna að leitaði ég
til Einars Stefánssonar, prófessors,
sem var mjög áhugasamur. Hann
hafði stundað rannsóknir á augnlyfj-
um um nokkurt skeið og uppúr
þessu varð mjög skemmtilegt sam-
starf. Rannsóknarhópar okkar hitt-
ast reglulega og bera saman bækur
sínar og hefur samstarfið verið mjög
gefandi fyrir alla aðila. Með mér
starfa núna um átta manns. Minn
nánasti samstarfsmaður er Már
Másson, dósent, en að auki era tveir
mastersnemar, einn doktorsnemi,
einn útskrifaður lyfjafræðingur og
tveir lyfjafræðinemar.
Rannsóknir eru
langtímafjárfesting
Þorsteinn segist hafa komið heim í
mun betra starfsumhverfi en forver-
ar hans því uppúr 1980 vora íslend-
ingar að vakna til vitundar um mikil-
vægi rannsóknarstarfs.
,Á þessum tíma vora Tæknisjóð-
ur, Vísindasjóður og Rannsóknar-
stjóður HÍ efldir og nú era þeir fjár-
munir að bera ávöxt. Frá því um
1980 hefur verið veitt um 500 millj-
ónum í líftæknirannsóknir. Af þess-
um fjármunum höfum við líklega
fengið um 20 milljónir í styrki. Sum-
um hefur fundist lítið hafa komið út
úr þessu rannsóknarstarfi en nú er
þetta farið að skila sér til baka og
menn gera sér grein fyrir að eftir
allt saman þá var þetta ekki svo vit-
laust. Ég held að líftæknirannsókn-
irnar eigi á næstu áram eftir að skila
þessu fjármagni margfalt til baka. I
rannsóknum er það svo að árangur-
inn getur komið mörgum áratugum
seinna. Þetta era langtímaverkefni
sem krefjast mikillar þolinmæði. Við
megum ekki gleyma því að stór hluti
þessa fjármagns hefur faiáð í að
mennta fólk og starfsfólk Islenskrar
erfðagreiningar hlaut mai-gt þjálfun
fyrir þessa peninga.“
Uppbygging lyfjafræðinnar er
auðvitað gott dæmi um þær breyt-
ingar sem hafa orðið á síðustu áram í
rannsóknarstarfi.
„Eftir að námið var flutt alfarið