Morgunblaðið - 09.05.1999, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 09.05.1999, Blaðsíða 16
16 SUNNUDAGUR 9. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Að kasta lífi sínu á glæ á stórkostlegan hátt Svíþjóð. Morgunblaðið. ÞEGAR leikverkið Ormstunga - Astarsaga, eftir leikar- ana Benedikt Erlingsson og Halldóru Geirharðsdóttur og leikstjórann Peter Engkvist, nú er sýnt í sænskum búningi er undirtitillinn ekki „ástarsaga" heldur: „Að kasta lífi sínu á glæ á stórkostlega hátt“. Ylva Hellerud hefur þýtt verkið fyrir Peroleikhúsið í Stokkhólmi og upphafleg hlutverk Benedikts eru nú leikin af Stalle Ahrreman en hlutverk Halldóru eru í höndum Báru Lyngdal Magnúsdóttur. Leikstjóri er sem fyrr Peter Engkvist. Ormstunga - Að kasta lífi sínu á glæ á stórkostlegan hátt verður meðal sýninga á Leiklistardögum í Hallunda á vegum Rikisleikhússins, leiklistarhátíðar sem íslenskar leiksýningar hafa oftar en einu sinni notið sín á. Sænska sýningin hóf göngu sýna í lok febrúar s.l. og verður sýnd áiram í haust að loknu sumarhléi á Peroleikhúsinu. Bára Lyngdal Magnúsdóttir kvað sig ánægða með ár- angurinn sem og móttökurnar. „Ég held þetta sé mjög heppileg sýning fyrir fólk sem ekki er með neinn leikhús- vana, eða fer sjaldan í leikhús. Við höfum m.a. leikið fyrir menntaskólanema og um daginn lékum við fyrir vand- ræðaunglinga og urðum ekki vör við nein vandræði. Viss- um ekki af þeim fyrr en eftirá þegar okkur var sagt frá þeim. Athyglin var á fullu.“ Bára var aðstoðarleikstjóri þegar Ormstunga - Astar- saga var á sínum tíma spunnin, út frá Gunnlaugssögu Ormstungu, í vinnustofu leikara í Skemmtihúsinu. - Þvældist það ekkert fyrir þér að fara í hlutverk Hall- Ljósmynd/Martin Skoog STALLE Ahrreman leikur hlutverk Benedikts en hlutverk Halldóru eru f höndum Báru Lyngdal Magnúsdóttur. dóru, eftir að hafa fylgst með hennar kúnstum og séð hana gera vel? „Jú, ég var skelfingu lostin! Var hálfan æfingartímann að ná mér. Halldóra var svo frábær. Eftir hálfan æfinga- tímann fór ég að ná mér á strik, ná tökum á því sem var mitt og stela bara því sem við átti.“ Söngveisla í Vinaminni KVENNAKÓRINN Ymur frá Akranesi og Söngbræður úr Borg- arfirði halda sameiginlega tónleika í safnaðai-heimilinu Vinaminni á Akranesi í dag, þriðjudag, kl. 20:30. Á efnisskránni verða bæði inn- lend og erlend lög. Stjórnandi Kvennakórsins Yms er Dóra Lín- dal Hjartardóttir og undirleikari Heiðdís Lilja Magnúsdóttir. Stjómandi Söngbræðra er Jerzy Tosik-Warszawiak. Á uppstigningardag, 13. maí, mun Ymur einnig syngja á tónleik- um í Logalandi í Borgarfirði ásamt Freyjukórnum og Kvennakór Hafnaríjarðar. Þeir tónleikar hefj- ast kl. 17:00. Vortónleikar Samkórs Vest- mannaeyja SAMKÓR Vestmannaeyja heldur vortónleika sína á morgun, mið- vikudag, kl. 20.30, í Safnaðarheim- ilinu í Vestmannaeyjum. Á efnisskrá eru m.a. Eyjalög, bítlalagið Follow the Sun, Bragga- blús, Austurstræti og Capri Katar- ína. Hljómlistarmenn koma fram i nokkrum laga kórsins. I kórnum em um 40 söngfélagar og stjómandi er Bára Grímsdóttir. Opnunarhátíð myndlistarsýn- ingar barna í Mjóddinni ÁRLEG myndlistarsýning á verk- um leikskólabama í Bakkahverfí, sem haldin er í göngugötunni og húsnæði SVR í Mjódd, verður opn- i uð í dag, þriðjudag kl. 14. Sýningin er liður í samstarfi leikskólanna í Bakkahverfi. Myndlistarsýningin er sýnishorn af afrakstri vptrarstarfsins í leik- skólunum. Á opnunarhátíðinni syngja leikskólabörn nokkxn- lög, Hattur og Fattur koma í heimsókn og leikskólaböm bjóða gestum að skoða sýninguna sem stendur til 30. maí. Nú er um að gera að grípa tækifærið og gera það sem við köllum GÓÐ KAUP! Sunnud. 13-17 W Sími581-2275 f- 568-5375 U Fax568*275 aí sola- hovoso bovsto oÁ'- ° Hjá okkureru Visa- og Euroraösamningar ávisun á staögreiöslu Ármúla 8 - 108 Reykjavík Hönnun, kvæði og klæði í Lista- klúbbnum LJÓÐ í litum sumars er yfir- skrift dagskrár í Listaklúbbi Leikhúskjallarans á morgun, mánudag, kl. 20.30. Fatahönnuð- ir frá Gallerí Mót sýna verk sín við íslensk samtímaljóð. Ljóðin em valin af Lindu Vilhjálms- dóttur, en nemendur úr Leiklist- arskóla Islands leggja hönnuð- unum lið með framsetningu, módelstörfum og flutningi ljóða. Hönnuðirnir sem taka þátt í sýningunni em: Alda Kristín Sigurðardóttir, Ásta Guð- mundsdóttir, Björk Baldurs- dóttir, Guðrún Kristín Svein- bjömsdóttir, Heiðdís Jónsdóttir og Olga Gunnarsdóttir. I dagskrárlok koma svo nem- endur frá Myndlistar, og hand- íðaskóla íslands með myndlist- ar- „sjóv“. Endurmenntunarstofnun Háskóla íslands Nám samhliða starfi hefst í september. Umsóknarfrestur er til 17. maí. Stjórnun og rekstur í heilbrigðisþjónustu - Þrjár annir Inntökuskilyrði: Háskólamenntun á heilbrigðissviði. Námsgreinar: Starfsumhverfi íslenskrar heilbrigðisþjónustu. Hagfræði. Heilsuhagfræði. Siðferðileg álitamál í heilbrigðisþjónustu. Stjómun, áætlanir, skipulag. Starfsmannastjórnun. Gæðastjórnun í heilbrigðisþjónustu. Upplýsingatækni - tölvunýting. íslensk heilbrigðisþjónusta í alfDjóðlegu samhengi. Forvarnir og forgangsröðun. Fjármálastjórn. Stefnumótun stofnana. Valgrein: Námsferð til Norræna heilbrigðisháskólans í Gautaborg, ásamt verkefni (1 ein.). Kennslutími 300 klst. Verð 235.000 kr. Rekstrar- og viðskiptanám - Þrjár annir Inntökuskilyrði: Háskólapróf eða sambærileg menntun, eða stúdents próf og mikil reynsla af stjórnun. Námsgreinar: Rekstrarhagfræði. Reikningshald og skattskil. Fjármálastjórn. Upplýsingatækni í rekstri og stjórnun fyrirtækja. Sölu- og markaðsmál. Framleiðslu- og birgðastjórnun. Lögfræði. Inngangur að þjóðhagfræði. Stjórnun fyrirtækis. Starfsmannastjórnun. Stefnumótun og áætlanagerð. Kennslutími 360 klst. Verð 235.000 Markaðs- og útflutningsfræði - Tvær annir Inntökuskiiyrði: Stúdentspróf eða sambærileg menntun, auk starfs- reynslu. Námsgreinar: Rekstrarhagfræði. Stjórnun og stefnumótun. Markaðsfræði. Sölu- og samningatækni. Upplýsingaöflun, markaðsrannsóknir og hagnýt töl- fræði. Fjármál milliríkjaviðskipta og gerð viðskiptasamninga. Flutningafræði. Utanríkisverslun, hagræn landafræði og áhrif menningar á viðskiptavenjur. Kennslutími 260 klst. Verð 165.000 kr. Rekstrar- og viðskiptanám, FRAMHALD - Tvær annir Inntökuskilyrði: Nemendur þurfa að hafa lokið rekstrar- og við’ skiptanámi hjá Endurmenntunarstofnun. Námsgreinar: Stjórnun II. Tölfræði. Gæðastjórnun. Fjármálastjórn II. Reikningshald II. Markaðsrannsóknir. Auglýsingar. Utanríkisverslun. Kennslutími 240 klst. Verð 160.000 kr Umsóknum skal skilað á sérstökum eyðublöðum sem fást á skrifstofu Endurmenntunarstofnunar, Dunhaga 7. Nánari upplýsingar eru síma 525-4232.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.