Morgunblaðið - 09.05.1999, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 09.05.1999, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. MAÍ 1999 23 heim og deildin fékk aukið fjármagn hafa rannsóknir eflst. Eitt dæmið um árangurinn er að lyfjaútflutning- ur hefur margfaldast á undanfömum árum, en margir þeir sem hafa byggt upp þessi lyfjafyrirtæki og starfs- menn í þeim hafa fengið menntun sína hér. Kennararnir við lyfjafræð- ina eru frekar ungir. Fólk er mest skapandi á árunum 40-50 ára og flestir kennarar við deildina eru á þeim aldri. Við komum heim þegar farið var að veita einhverja peninga til þessara rannsókna. Eldri kynslóð- in var hins vegar kaffærð. Hún hafði ekki tækifæri til að stunda rann- sóknir og flestir úr þeim hópi festust í nefndarstörfum og við stjórnun. Við hinir yngri komum í annað og uppbyggilegra umhvei-fi.“ Gjörólíkt rannsóknum ÍE Nú hafa rannsóknir Islenskrar erfðagreiningar á MS-sjúkdómnum verið mikið í sviðsljósinu. Erað þið í samkeppni? „Þetta eru gjörólíkar rannsóknir. Við erum að rannsaka ákveðna efna- blöndu sem hugsanlega getur slegið á sjúkdóminn. Hjá IE er verið að leita að geninu sem stjórnar sjúk- dómnum og hugsanlega þegar það er fundið verður hægt að þróa lyf til að lækna sjúkdóminn. Það gleymist oft í umræðu um lyfjarannsóknir hvað þetta er langt ferli. Fyrir hvert 5-10 þúsund nýrra efnasambanda sem rannsökuð eru með tilliti tO lyfjaá- hi'ifa eru aðeins 250 þeirra prófuð á fólki og aðeins eitt þeirra verður að nothæfu lyfi og markaðssett. Það er ekki óalgengt að það taki um 15-20 ár að þróa nýtt lyf. Það eru fjölmörg fyrirtæki sem eru að leita að lyfjum gegn þessum sjúkdómum og það rík- ir mikil samkeppni á þessum mark- aði. Það má búast við að eitt eða fleiri lyf komist á markaðinn. Kannski verðum við fyrstir með það, hver veit. Rannsóknir á genum eru enn lengra ferli og ekki ólíklegt að það geti tekið IE langan tíma að finna genið og þróa lyf út frá þeim rannsóknum. Rannsóknir á gena- lækningum eru ennþá skammt á veg komnar og óvíst hvað hægt verður að gera þegar genið er fundið.“ Þorsteinn segir ekki óhugsandi að samstarf verði milli hans og ís- lenskrar erfðagreiningar. „Það er vel hugsanlegt og við höf- um talað saman. Kári var fyrstur til að senda mér heillaóskaskeyti þegar fréttin um samninginn birtist, sem mér þótti mjög vænt um.“ Meira samstarf æskilegt Þorsteini verður tíðrætt um sam- vinnu íslenskra vísindamanna. „Það er mikili akkur að samstarfí ólíkra rannsóknarhópa. Hið nána samstarf sem hefur verið milli okkar Einars Stefánssonar, prófessors, og okkar rannsóknarhópa hefur skilað mjög miklu. Oft er of litil samvinna milli manna og of mikið um að menn séu að bauka hver í sínu horni. Þannig verða til smákóngaveldi. Það eru hins vegar auknai' líkur á árangri þegar menn leggja saman.“ Hvernig er hægt að hvetja til frekara samstarfs? „Rannsóknarráð íslands gæti gert meiri ki'öfur um samstarf þegar sótt er um styrki og fjölmargt mætti gera til að fá fólk til að starfa saman. Eg held að það hafi verið gerð mikil mis- tök þegar rannsóknarstofnanir voru teknar út úr Háskólanum eins og gert var við rannsóknarstofnanir at- vinnuveganna. Það er miklu meiri styrkur að slíkum stofnunum innan HÍ.“ Þrátt fyrir að bylting hafí orðið í rannsóknaraðstöðu undanfarin ár kvartar Þorsteinn undan því að há- skólamenn eigi ekki nógu greiðan að- gang að gagnabönkum. „Það er mjög erfítt að vinna heim- ildarvinnu hér enda er lítið til af bók- um og tímaritum. Hægt væri að gera mikla bragarbót á þessu ef ríkið keypti aðgang að erlendum gagna- söfnum, sem heimilaði okkur notkun. Slíkt hefur tií dæmis verið gert á hin- um Norðurlöndunum. I stað þess verðum við helst að leita út fyrir landsteinana við heimildaleit." Og það er einmitt það sem Þor- steinn ætlar að gera. Hann er á leið til Flórida eftir nokkrar klukku- stundir en þar ætlar hann að dvelja og leita í gagnasöfnum háskólans. Starfi vísindamannsins er aldrei lok- ið. ■ fhtpuint Kilbec nr TL52PE HOTPOINT ÞURRKARI 5 kg •m/barka »veltir í báðar áttir. GeneralBecthc TFG20JRX GENERAL ELECTRIC AMERÍSKUR ÍSSKÁPUR með klakavél og rennandi vatni •h: 170, b: 80,d: 77,5 »491 lítra. Hotpuint mbei lir lii(>cÍ Itr. / lutpumt WWH7109T GENERAL ELECTRIC ÞVOTTAVÉL •4,5 kg «1000 snúninga.^ TC72PE HOTPOINT ÞURRKARI •6 kg »barkalaus »m/rakaskynjara •veltir í báðar áttir. DF23PE HOTPOINT UPPÞVOTTAVEL •12 manna «8 kerfi •b:60,h:85,d:60. ELECTRIC RAFTÆKJAV E R S LU N HEKLA LAUGAVEGI 172 • 105 REYKJAVÍK • SÍMI 569 5770 AÐRIR SÖLUAÐILAR: Heimskringlan Kringlunni •Rafmætti Miðbæ, Hafnarfirði *K Á Selfossi Austurvegi 3, Selfossi *Verslunin Vík Egilsbraut 6, Neskaupstað *Reynisstaðir Vesturvegi 10, Vestmannaeyjum *K.Þ. Smiðjan Garðarsbraut 5, Húsavík *Jókó Furuvöllum 13, Akureyri ‘Verslunin Hegri Sæmundargötu 7, Sauðárkróki «Verslunin Straumur Silfurgötu 5, Isafirði *Rafstofan Egilsgötu 6, Borgarnesi •Hljómsýn Stillholti 23, Akranesi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.