Morgunblaðið - 09.05.1999, Blaðsíða 30
30 SUNNUDAGUR 9. MAÍ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
nú trú á því sem við erum að gera. |
Peir sem höfðu tækifæri á sínum p
tíma en kusu að halda að sér hönd-
um eru núna sjálfsagt að skoða
þessi mál í nýju ljósi. Við vitum
ósköp lítið hvað menn eru að spá.
En aukin samkeppni er hið besta
mál. Þegar við fórum af stað var
ætlunin ekki að slíta úr viðskipta-
grunni annarra, heldur að stækka
markaðinn, auka þjónustuna og ,
vera með í örri framþróun marg-
miðlunar í heiminum.
Ekki er endalaust hægt að láta
fyrirtæki vaxa á því einu að selja
síma í fámennu þjóðfélagi?
„Nei, vitanlega ekki, en skoðum
tölui'nar. Við höfum selt 12.000
síma og erum með 16.000 áskrif-
endur. Það hefur ekkert slegið á
eftirspurnina. Farsímaeign Islend-
inga nemur nú 35-40% og sem
dæmi þá hefur Finnland vinning- |
inn með 60%. Þar er ekkert lát á
nýskráningum og má því segja að
það sé óþekkt stærð hve lengi er
hægt að halda áfram. Svo má búast
við því að þegar vissu marki er náð
þá hljóti þjónustu- og endumýjun-
arþátturinn að aukast að því
ógleymdu að símarnir sjálfir eru
sem óðast að breytast, tækninni
fleygir svo gi-íðarlega ört fram og
Islendingar hafa sýnt sig vera afar
nýjungagjarna og fljóta að tileinka í;
sér tækninýjungar."
Þórólfur heldur áfram og ræðir |
um tæknimálin og segir síðan frá
því með hvaða hætti umhverfið hér
á landi stuðlar að öflun þekkingar
sem þegar er orðin útflutningsvara
og stendur sem slík sem gott dæmi
um þá vaxtarbrodda sem geta
sprottið út úr starfseminni og gefið
fyrirheit um vöxt og viðgang í
framtíðinni.
Vegna þess hve ísland er smátt, |
segir Þórólfur, hefur Tali tekist að I
hanna og setja upp kerfi sem I
byggja á sértækri þjónustu, svo
sem Talhólf, textaskilaboð, tölvu-
pósttengingu, FarTal, auk skipu-
lagningar á fræðslu fyrir notendur.
Með þessa sértæku þekkingu í
farteskinu hefur Tal verið beðið
um að setja upp Talfrelsiskerfl,
sem byggir á fyrirframgreiddu
símakorti, á Haiti, og er Þorleifur t
Jónasson verkefnisstjóri tæknis-
viðs Tals á leið utan á næstu dög- |
um til að stýra þeirri vinnu sem *
þar er framundan. Þorleifm- hefur
átta ár að baki sem verkefnis- og
tæknistjórí hjá Eriesson í Svíþjóð
og segir Þórólfur hann gott dæmi
um þann mannauð sem Tal hafi að
geyma. „Fyrirtækið væri ekki mik-
ið án þessa frábæra hóps,“ segir
forstjórinn
Þórólfur segir markmiðið á Haiti j
vera 10.000 áskrifendur á fyrsta
árinu. Það sé heldur minna átak 1
heldur en hér var staðið fyrir, en á
eyjunni búi 9 milljónir manna og
því séu möguleikarnir miklir.
„Þetta er hins vegar nokkuð van-
þróað og það þarf að kenna eyjar-
skeggjum að nota fjai’skiptamögu-
leikana. Mér finnst þessi tenging
okkar við Haiti annars kristalla
hvað best að heimurinn er bara eitt
fjarskiptasvæði," bætir Þórólfur f;
við.
Annan vaxtarbrodd segir Þórólf- f
ur vera fólginn í þeirri hröðu þróun
þar sem farsíminn virðist vera að
gleypa í sig tölvurnar ef þannig
mætti að orði komast. „Það fer
fram þjöppun á gögnum, svo mikil,
að gagnaflutningsgeta GSM er
núna um 9,6 kílóbit á sekúndu. En
innan þriggja ára munum við sjá
þriðju kynslóðina í GSM sem verð- ,
ur með flutningsgetu 2 megabit á
sekúndu. Þá erum við að tala um
lifandi mynd, tal og tón. Það má 1
segja að tölvan sé orðin að farsíma
og nú þegar erum við byrjaðir að
bjóða ýmsar lausnir á þessu sviði.
„Ytra er þetta gjarnan kallað „the
big squeeze", eða stóra þjöppunin
þar sem verið er að þjappa mörg-
um af þáttum Netsins inn í farsím-
ana. Þar er stórkostleg og hröð
þróun í gangi, einmitt þróun sem j
hentar Tali vel að fylgja eftir og í
því skyni festi fyrirtækið kaup á
fyrirtækinu Islandia Internet fyrir
skömmu. Það er eitt af stærri Net-
þjónustufyrirtækjum landsins og
Morgunblaðið/Golli
FJARSKIPTAKERFI
Eftir Guðmund Guðjónsson
Talsmenn", eins og for-
stjórinn orðaði það, miða
afmælið við daginn sem
fyrirtækið „fór í loftið,“
en fyrirtækið sem slíkt var annars
stofnað 26. mai-s 1997, því augljós-
lega þurfti að inna af hendi mikla
og flókna undirbúningsvinnu til
þess að koma fyrirtækinu af stað
og standast þær kröfur sem stjórn-
völd gerðu til væntanlegra fyrir-
tækja sem vildu reyna sig á þessu
sviði.
Þórólfur kom ekki að fyrirtæk-
inu fyiT en undirbúningsvinna var
langt komin. Hann er fæddur árið
1957 og alinn upp á Snæfellsnesi til
15 ára aldurs. Hann er stúdent fi’á
MH 1975 og vélaverkfræðingur frá
HÍ 1979. Meistaragráðu í iðnaðax--
og rekstrarverkfræði tók hann við
Danmarks Tekniske Hojskole árið
1981. Þórólfur vann að ýmsum
störfum sem verkfræðingur og
rekstrarráðgjafi. I sjö ár var hann
markaðs- og framleiðslustjói-i hjá
Marel og síðustu fímm árin áður en
hann gekk til liðs við Tal var hann
ft'amkvæmdastjóri markaðssviðs
Olíufélagsins hf. Hann hefur auk
þess verið í stjórn Lífeyrissjóðs
verkfræðinga frá 1985 og foxmaður
tvö síðustu árin og í stjórnum Is-
lenska járnblendifélagsins hf. og
Marel hf., auk þess að vera formað-
ur markaðsnefndar Knattspyrnu-
sambands Islands.
Þórólfur segir frá því, að í upp-
hafi hafi hérlendir áhugamenn um
stofnun fjarskiptafyrirtækis verið í
nokkrum vandræðum að finna fjár-
fesoa sem treystu sér út í ævintýr-
ið, það hafi ekki hvað síst stafað af
mjög miklum kröfum sem stjórn-
völd settu sem skilyrði fyrir stofn-
un slíks fyrirtækis, en þar var
kveðið á um að ný fyrirtæki næðu í
upphafi til 70% landsmanna og fyr-
ir árið 2002 skyldu þau vera búin
að hífa töluna upp í 80%.
„Fjölda fjárfesta leist ekkert á
þetta, en svo komu til skjalanna
fyrirtækin Westeru Wireless
International og The Walter
Group, sem bæði hafa höfuðstöðv-
ar í Seattle. WWI er dótturfyrir-
tæki Westem Wireless Cor-
uppsveitir Suðurlands og þai' með
taldar stórar sumarhúsabyggðir
víða á svæðinu. Aður höfðum við
náð höfuðborgai'svæðinu og Suður-
nesjum. Ekki má heldur gleyma að
við erum að taka í notkun nýjan
sendi í Borgarnesi sem stækkar
enn svæði okkar. Tæknilega erum
við með mjög íúllkomið kerfi.“
Hvernig standið þið í samkeppni
við fyrirtæki með forskot?
„Það er rétt, Landssíminn hefur
fjöguiTa áx'a forskot og hefur
byggt á og í aðstöðu Pósts og síma.
Þeir hafa notað möstur, mannvirki
og landspildur P&S. Við höfum
hins vegar iðulega lent í seinkun-
um við að koma sendum okkar þar
sem best færi að hafa þá. Það var
t.d. ótrúlega erfitt verk að fá leyfi
til að setja sex metra hátt mastur á
Þorbjamarfell fyrir ofan Grinda-
vík. Eg held að hugarfarið sé miklu
jákvæðara hjá öllum aðilum í dag.“
Getið þið ekki nýtt ykkur að-
stöðu hvor annars?
„Það er ekkert tæknilegt í vegin-
um fyrir því. Núna sé ég ákveðin
tímamót og er viss um meira sam-
starf í fi’amtíðinni til að bi'egðast
jákvætt við sjónarmiðum heima-
manna á hverjum stað.“
Nú þekkja allir þessi „dauðu
svæði“ þar sem GSM-símarnir
draga ekki. Hvenær verðið þið
komnir hringveginn ?
„Þessu get ég ekki svarað og
annað er, að það þarf að skoða út-
breiðslumálin mjög vandlega frá
markaðslegu sjónarmiði. Hjá mínu
gamla fyrirtæki, Olíufélaginu, vor-
um við meðal annars að kljást við
erfiðan rekstur á sumum fámenn-
ari svæðum þar sem greinilegt var
að engin arðsemi var fyrir tvo eða
fleiri reksti-araðila. Hvað okkm- hjá
Tal vai'ðar, þá er stefnan að dekka
nánasta umhvei'fi höfuðborgar-
svæðisins, fara svo í stæi'stu kjarn-
ana úti á landi. Eftir það sjáum við
hvað setur.
Aukiii samkeppni - sóknarfæri
Eru menn núna að naga sig í
handarbökin yfír að hafa ekki tekið
þátt íævintýrinu?
„Við finnum það vissulega að nú
vilja margir vera með. Það byggist
á góðum viðtökum og menn hafa
VlÐSIflPn AIVINNULtF
ÁSUNNUDEGI
► Tal á eins árs afmæli um þessar mundir, en fyrirtækið er
fyrsta einkarekna fjarskiptafyrirtækið á Islandi eftir að sam-
keppni á símamarkaði var gefín frjáls 1. janúar 1998. Umsvif
fyrirtækisins hafa farið fram úr björtustu vonum þeirra sem
að því standa og menn huga að nýjum markmiðum mun fyrr
en reiknað hafði verið með. Þórólfur Árnason er forstjóri
fyrirtækisins og hann ræddi við Morgunblaðið á afmælisdag-
inn, miðvikudaginn 5. maí.
FYRIR ári. Halldór Blöndal samgönguráðheri'a og Finnur Ingólfsson
viðskiptaráðherra klippa á vígsluborða hins nýja farsímafélags, Tals,
en á milli þeirra stendur Brad Horwitz, forsljóri Western Wireless.
poration sem á og starfrækir þráð-
laus fjarskiptakerfi í Bandaríkjun-
um. Fyrirtækið hefur sérhæft sig í
að setja á stofn GSM farsímakerfi
um allan heim og má þar nefna
Lettland, Ghana, Georgíu, Haiti og
Irland. The Walter Group er al-
þjóðlegt ráðgjafafyrirtæki á sviði
fjarskiptatækni og hefur víðtæka
reynslu af hönnun, þróun og starf-
rækslu farsímakerfa víða um heim.
Fyrirtækið hefur m.a. staðið að
uppbyggingu farsímakerfa í
Mexíkó, Hong Kong, Lettlandi,
Georgíu, írlandi, Þýskalandi, Ind-
landi og Brasilíu. Síðast en ekki
síst kom til skjalanna Islenska út-
varpsfélagið. Þessi þrjú fyrirtæki
eiga í dag langstærsta hlut í Tal,
WWI á 48%, íslenska útvarpsfé-
lagið á 34,5% og WG á 16%. Þetta
eina og hálfa prósent sem eftir eni
eigum við Ragnar Aðalsteinsson,
ég á eitt og hann hálft.
Mikill hraði - stækkandi svæði
Pið hafíð þá náð þessum 70% eða
hvað?
„Já og gott betur. Utbreiðslan
hjá okkur hefur verið mun hraðari
heldur en nokkurn óraði fyrir. Nú
stefnir í að útbreiðslusvæðið nái til
80% landsmanna í sumar er við
tökum nýja senda í notkun, m.a. í
Eyjafirði og á Suðurlandi, senda
sem ná Eyjafjarðarsvæðinu, þ. m.t.
Akureyri, Suðurlandi allt að 25
kílómetra austur fyrir Hvolsvöll og
HEIMURINN ER EITT