Morgunblaðið - 09.05.1999, Blaðsíða 34
34 SUNNUDAGUR 9. MAÍ 1999
SKOÐUN
MORGUNBLAÐIÐ
FLUGRABB
Hnefaleikar og
áfengisauglýsingar
LAGT af stað frá
Keflavíkurflugvelli kl.
10.20 þriðjudaginn 6.
apríl á vegum Urvals-
Utsýnar með Grön-
landsfly, 737-400. Við
<erum hálfnuð áleiðis til
Gran Canaria kl. 13.15.
Hugurinn leitar
heim til Islands. Hvað
lá þér á hjarta í vetur,
en hafðir ekki tíma til
að rita um? Tvennt ber
hæst:
1) Samþykkt lands-
fundar Sjálfstæðisflokksins að
leyfa hnefaleika (ólympíska).
2) Askorun Verslunarráðs Islands
um að leyfa áfengisauglýsingar
(stjómarsamþykkt VI.)
Um 1.
Ég hefi verið áhorfandi á tvenn-
um Ólympíuleíkum um ævina, í
Helsinki 1952 og í Róm 1960. Auk
þess safnaði ég öllum Ólympíu-
myndum frá leikunum í Berlín
1936, en þær fylgdu kaffipökkun-
um frá kaffibrennslu O. Johnson &
Kaaber hf.
I Helsinki sigraði í þungavigt í
hnefaleikum Bandaríkjamaðurinn
E. Sanders, en andstæðingur hans
í úrslitaviðureigninni var enginn
annar en Svíinn Ingemar Johans-
son. Þannig segir Pétur Haralds-
son frá í bók sinni Ólympíuleikam-
ir 1896-1956, Reykja-
vík MCMLVII: „Jo-
hansson var dæmdur
úr leik og eigi veitt
silfurverðlaunin vegna
framkomu sinnar í úr-
slitaleiknum." Hér
mun Pétur eiga við þá
frammistöðu
Ingemars að hlaupa
stöðugt undan and-
stæðingi sínum kaðla á
milli og varð þar með
að athlægi um allan
heim. Samt varð þessi
maður heimsmeistari í
þungavigt, en var samt
bestur í því að brjóta
múrveggi með hanska
sínum og hefði átt að halda sig við
það. Cassius Clay sigraði í iétt-
þungavigt í leikunum í Róm, gekk
þá undir nafninu „Cassius Killer
Clay“. ítölum stóð ógn af nafni
þessu og hvísluðu óttaslegnir:
„assassino" (morðingi). Það var
margt vel um Cassius Clay, líkleg-
ast mesti hnefaleikari, sem
nokkum tíma hefur verið uppi.
Heimsmeistari í þungavigt ámm
saman. Síðar nefndi hann sig Mu-
hamed Ali og tók Islamstrú. Hann
er nú sjúklingur, heilaskaðaður
m.a. af þeim þungu höggum, sem
hann varð fyrir í hringnum. A vel-
mektardögum sínum jók hann
mjög sjálfstraust hins þeldökka
manns, svo sem áður hafði gert Joe
Louis, sem varð heimsmeistari í
þungavigt er hann sigraði hinn
þýska meistara Max Schmeling
Heilinn er eitt við-
kvæmasta líffæri lík-
amans, segir Leifur
Sveinsson. Þung högg
á höfuðið, hvort sem er
í hnefaleikum eða
knattspyrnu, geta vald-
ið ævarandi skaða.
eftir að hann hafði orðið heims-
meistari 1936 (vann Louis).
II.
Þann 27. desember 1956 voru
samþykkt á Alþingi lög nr. 92 um
að banna hnefaleika. Flutnings-
menn voru tveir, þeir Kjartan Jó-
hannsson læknir (1907-1987) og
Gísli Guðmundsson þingmaður
Norður-Þingeyinga (1903-1973).
Alfreð Gíslason læknir (1905-1990)
var formaður og framsögumaður
heilbrigðis- og félagsmálanefndar
Efri deildar, sem lagði til að frum-
varpið yrði samþykkt. Islenska
þjóðin stendur í ævarandi þakkar-
skuld við þessa þingmenn og vakti
framtak þeirra athygli um allan
heim. Fram að banninu var það því
miður allt of algengt, að þeir sem
stunduðu hnefaleika á vegum
þróttafélaga gerðust sekir um lík-
amsárásir, venjulega undir áhrif-
um áfengis. Um það vitna margir
hæstaréttardómar, sem menn geta
Leifur
Sveinsson
kynnt sér á söfnum. Þó eru til heið-
arlegar undantekningar frá þessu
og þekki ég a.m.k. tvo fyrrverandi
Islandsmeistara í þungavigt, sem
eru sómamenn. Nú er fyrir dóm-
stólum sakamál, þar sem menn
hafa verið kærðir fyrir brot á lög-
unum nr. 92 frá 1956 og er dóms að
vænta á næstunni.
III.
Heilinn er eitt viðkvæmasta líf-
færi mannslíkamans. Þung högg á
höfuð, hvort sem er í hnefaleikum
eða knattspyrnu geta valdið ævar-
andi skaða. I Englandi er rætt um
að banna að „skalla“ knött í knatt-
spymu. Þrír knattspymumenn
villtust inn á Alþingi, en skölluðu
sig allir út af því aftur.
IV.
Um nr. 2: Áfengisauglýsingar
og Verslunarráð Islands
A menntaskólaámm mínum árið
1943 fól faðir minn okkur bræðmm
að innheimta árgjöld Verslunar-
ráðs Islands. Taldi hann okkur
ekkert of góða til þess að vinna ei-
lítið með náminu, en við vomm þá
allir samtímis nemendur í Mennta-
skólanum í Reykjavík.
Þetta var mikil lífsreynsla fyrir
okkur bræður, við kynntumst
fjölda fyrirtækja og forstöðumönn-
um þeirra og viðhorfum þeirra til
VÍ. Nú rann upp 17. júní 1944.
Lýðveldi var stofnað á Þingvöllum.
Haraldur bróðir minn og Geir
Hallgrímsson urðu stúdentar frá
MR og árgangur þeirra nefndur
„Lýðveldisstúdentarnir". Hall-
grímur Benediktsson var þá for-
maður VI, en faðir minn Sveinn M.
Sveinsson varaformaður. Við
bræður og Björn og Geir Hall-
grímssynir voram stoltir af feðrum
okkar. Þeir vom, þótt ég segi sjálf-
ur frá, valinkunnir sæmdannenn.
W
nomsi
FERÐIR
íutii
VC
%Í5iöí
Bókunarstaða
uppselt
aukaferd
uppselt
4 sæti laus
9 sæti laus
laus sæti
iaus sæti
6 sæti laus
10 sæti laus
8 sæti iaus
12 sæti laus
6 sæti laus
Verð frá
mamm
>ú er sólarmegin í lífinu
teð Plúsferðum í Portugal.
Ströndin, gamli bærinn,
sundlaugin og stemmningin
- frábært sumarfrí!
Gistingu á Sol Dorio í íbúð m. einu svefnherbergi.miðað við 2 fullorðna og 2 börn 2ja-11 ára.
Innifalið: Flug, gisting í 1 viku, allir flugvallarskattar og ferðirtil og frá flugvelli erlendis.
Faxafeni 5 • 108 Reykjavík • Sími 568 2277 • Fax 568 2274 • Netfang plusf@plusferdir.is • Veffang www.plusferdir.is 800 7722
Akranes ísafjörður Dalvik Egilsstaðir Selfoss Keflavík
Kirkjubraut 3 Vesturferðir, Aðalstræti 7 Júlíus Snorrason Ferðaskrifstofa Austurlands Suðurgarður hf., Austurvegi 22 Hafnargötu 15
S: 431 4884 • Fax: 431 4883 S: 456 5111 -Fax: 456 5185 S: 466 1261 S: 471 2000 *Fax: 471 2414 S: 482 1666 • Fax: 482 2807 S: 421 1353-Fax: 421 1356
Borgames Sauðárkrókur Akureyrí Höfn Vestmannaeyjar Gríndavík
Vesturgarður, Borgarbraut61 Skagfirðingabraut 21 Ráðhústorg3 Jöklaferðir, Hafnarbraut Eyjabúð, Strandvegi 60 Flakkarinn, Víkurbraut 27
S: 437 1040 • Fax: 437 1041 S: 453 6262/896 8477 • Fax: 453 5205 S: 462 5000 • Fax: 462 7833 S: 478 1000 «Fax: 478 1901 Sími 481 1450 S: 426 8060 *Fax: 426 7060
Hallgrímur var staddur erlendis,
er skrúðganga sú hin mikla hófst í
Reykjavík þann 18. júní 1944. Það
kom því í hlut föður míns sem vara-
formanns VI að ganga þar sem
fulltrúi VI. Það sópaði að föður
mínum, er hann gekk yfir Tjamar-
brúna í hópi allra stétta þjóðfélags-
ins. En hvað myndu þeir hugsa nú
félagamir Hallgrímur og Sveinn
M., ef þeir læsu áskoranir VI í dag:
„Frelsi í áfengisauglýsingum".
Faðir minn var alger bindindis-
maður, en Hallgrímur þjóðkunnur
íþróttamaður á yngri árum og
glímukóngur, fyrirmynd allra
ungra manna á fyrri hluta aldar-
innar. Handsal þeirra félaga var
ígildi fimm undirskrifta. Því harma
ég mjög áskoranir VI um frelsi í
áfengisauglýsingum. Þær era til
skammar fyrir VI og vanvirða
minningu þeirra fmmkvöðla, sem
fluttu verslunina inn í landið.
V.
Lokaorð
I hverri einustu fjölskyldu á Is-
landi eiga menn við áfengisvanda
að etja. Sumir úr ættinni sleppa,
þeir ánetjast ekki áfenginu, en hin-
ir em alltof margir, sem verða
áfenginu að bráð og endirinn verð-
ur heilaskemmd með skelfilegum
afleiðingum. I Bandaríkjum Norð-
ur-Ameríku er það nefnt „Punch
drank", þegar hnefaleikari hefur
hlotið svo mörg og þung högg, að
hann er orðinn fullkominn öryrki
(heilaskaðaður). Stutt er frá
Ólympískum hnefaleikum í at-
vinnumennsku. I minningu þeirra
Kjartans, Gísla og Alfreðs skulum
við aldrei fallast á afnám á banni
við hnefaleikum.
VI kvartar yfir misrétti, þar sem
erlend tímarit eins og Time og
Newsweek fái óátalið að selja rit
sín á Islandi með áfengisauglýsing-
um. Síðustu lögreglustjórar, sem
gegnt hafa embætti í Reykjavík,
hafa ekki staðið sig nógu vel í því að
framfylgja bönnum við hnefaleik-
um og áfengisauglýsingum. Hús-
bóndi þeirra hefur heldui- ekki beitt
sér sem skyldi í þessum málum,
enda ótækt að dómsmálaráðherra
stýri fleiri ráðuneytum samtímis.
Dómsmálaráðuneytið má aldrei
verða hesthús frá sjávamtvegs-
ráðuneytinu. Utgefendum Time og
Newsweek er velkomið að selja rit
sín hér á landi, en þeii- verða að
fara að íslenskum lögum, fjarlægja
áfengisauglýsingar úr þeim eintök-
um, sem send em til Islands.
Eftir 5'A tíma flug lendir Grön-
landsfly á Gandoflugvelli á Gran
Canaria og við hjónin höldum þeg-
ar til Barbacan Sol, þar sem gist-
ing er tryggð í 3 vikur. Sjónvarps-
tæki fylgir hverju herbergi og ég
kveiki á tækinu af rælni og lendi á
CNN-stöðinni. Þar er auglýsing
frá vodkaframleiðandanum Fin-
landia. „Stúlka er að skrifta hjá
presti í skriftastól: Ég hefi syndg-
að. Hvaða synd er það, spyr prest-
ur. Ég hefi drakkið vodka. Þá svar-
ar prestur: Það er engin synd.“
Éf vinir okkar Finnar geta lagst
svona lágt í fégræðgi sinni, hvað þá
um aðra áfengisframleiðendur. Ég
skora á stjórn VI að verða sér úti
um þetta myndband og hugsa svo
sitt mál að nýju. Best væri að biðja
þjóðina afsökunar á þessu fmm-
hlaupi VI.
Höfundur er lögfræðingur
í Reykjnvík.