Morgunblaðið - 09.05.1999, Blaðsíða 18
18 SUNNUDAGUR 9. MAÍ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Jón Leifs heiðraður í Þýskalandi
Minningarathafnir í
Berlín og Rehbriicke
Um síðastliðna helgi var Jóns Leifs
minnst með menningarviðburðum í
Rehbriicke og Berlín. Rósa Erlingsdóttir
kynnti sér dagskrána og spjallaði við að-
standendur hátíðarhaldanna.
UNDANFARIN ár hefur Jón Leifs
sem og tónverk hans notið sívax-
andi athygh meðal þýskra tónlist-
arunnenda. í Berlín, háborg tónlist-
arlífs í Þýskalandi, hefur hin þýsk-
skandínavíska sinfóníuhljómsveit
æskunnar, undir stjóm Andreas
Peer Kahlers, í þrígang flutt verk
skáldsins við húsfylli í þýsku Fíi-
harmóníunni. Árið 1997 voru verkin
Elegie opus 53 og Hekla opus 52,
bæði samin 1961, sett upp í þýskum
frumflutningi. Á lokatónleikum
þýsk-skandínavískrar tónlistarviku
í Berlín í janúar síðastliðnum flutti
hljómsveitin Sögusinfóníuna. Tón-
listarvikunni var fylgt úr garði með
íslenskri menningarviku, en á henni
voru ævi og störfum Jóns Leifs
gerð góð skil ásamt kynningu á
sögu og menningarlífi Islendinga.
Sívaxandi vinsældir í Þýskalandi
í tilefni af 100 ára fæðingaraf-
mæli skáldsins, um síðastliðna
helgi, kenndi ýmissa grasa á uppá-
komum bæði í Berlín og Rehbrúcke.
Hátíðarhöldunum var hleypt af
stokkunum á laugardagskvöld í
Berlín með ávarpi Ingimundar Sig-
fússonar, sendiherra Islands í
Þýskaiandi. Andreas Peer Kahler
sem er stjórnandi þýsk-skandína-
vísku sinfóníuhljómsveitarinnar og
fróðastur fróðra manna í Þýska-
landi um tónverk snillinga norðurs-
ins flutti hátíðarræðu og gaf við-
stöddum innsýn í verk Jóns Leifs
með snilldarlegum píanóleik. Við
undirleik hans flutti norska sópran-
söngkonan Ann-Ki-istin Sprvág þrjú
kirkjulög, opus 12a.
í viðtali við fréttaritara sagðist
Kahler vera stoltur af því að hljóm-
sveit hans hefði frumflutt þrjú
stærstu verk Jóns Leifs í Þýska-
landi. En tónleikar hljómsveitarinn-
ar árið 1997 og í ár marka viss tíma-
mót þar sem þeir voru þeir fýrstu
síðan nasistar bönnuðu uppfærslu á
verkum Jóns á stríðsárunum.
Káhler segir jafnframt táknrænt að
tónleikarnir voru fluttir í aðeins
tuttugu kflómetra fjarlægð frá
Sumarvörur í úrvali Stuttbuxur kr. 2.900 Blússur frá kr. 2.800 Toppar frá kr. 990 SA'• ■ •••> ■ ■■•
Mýbýlavegi 12, Kóp., sími 554 4433.
Rehbriicke þar sem tónskáldið bjó
frá 1932-1944 og aðeins 100 metr-
um frá aðsetrum ógnarstjómar nas-
ista í miðborg Berlínar. Hann segist
vona að uppfærslumar sýni vilja
þýskra tónlistarmanna til að leið-
rétta það óréttlæti sem Jón Leifs
varð fyrir á myrkustu tímum sögu
Þýskalands. Tónleikar Káhlers hafa
vakið feikimikla athygli og í kjölfar
þeirra er að finna greinar um ævi
og störf Jóns Leifs í flestum stærri
blöðum Berlínarborgar. Ljóst er að
Káhler hefur unnið ómetanlegt
starf í að kynna Þjóðverjum verk
hins norræna snillings sem hraktist
frá Þýskalandi og virtist með öllu
gleymdur þar til fyrir örfáum árum.
Tónlistarunnendur heillast einna
mest af krafti verkanna sem er
sprottinn beint úr nátturu og sögu
íslands. Hetjurnar í Sögusinfóní-
unni sem Jón Leifs samdi í
Rehbrúcke, kuldi norðursins í Eleg-
ie sem hvflir þunglamalegur og
hreyfingarlaus í rúmi, með
melódískan samhljóm í bakgrunni
sem virkar eins og frosinn inn í
verkið. Á sínum tíma mjög óvana-
legt strengjaverk enda sýnir það
miskunnarlausan órómantískan stfl
skáldsins sem lengi vel mætti litlum
skilningi landa sinna. Hekla sem er
samið fyrir stóra hljómsveit með
sextán slaghljóðfærum hefur vakið
mikla hrifningu. Einn gagmýnend-
anna talar um snilldarlega túlkun á
ofsafengnum sprengingum eldgoss
en segir þungamiðju verksins vera
fullkomna endursögn á útrás berg-
kviku uppúr dularfullum djúpum
jarðarinnar. Fyrir miðbik aldarinn-
ar hefðu fáir spáð að Jón Leifs
myndi verða einn virtasti erindreki
íslenskrar menningar á erlendri
grundu.
Jóns Leifs-torgið í Rehbriicke
Skammt frá höfuðborg sam-
bandslandsins Brandenburg Pots-
dam og aðeins tuttugu kflómetra
suðvestur af Berlín er fallegi smá-
bærinn Rehbrúcke en þar búa nú
FRÁ vinstri sendiherra Islands, herra Ingimundur Sigfússon, kona
hans, Valgerður Valsdóttir, Bernd Kahle landslagsarkitekt, Inge-
borg Kröner, umsjónarmaður framkvæmdanna, Ánnerose Hamis-
ch-Fischer bæjarstjóri og Erika Haenel, formaður íbúasamtaka
Rehbrúcke.
Morgunblaðið/Rósa
JÓNS Leifs-torgið í Rehbrúcke.
um sex þúsund manns. Flestir full-
vaxta íbúar bæjarins þekkja betur
til Jóns Leifs en margur Islending-
urinn. í lok september 1992 var
torg skammt frá fyrra heimili
skáldsins á Liselotte-Hermann-
Strasse 9 nefnt í höfuðið á Jóni
Leifs. Á því var reist myndarlegt
skilti sem hefur að geyma helstu
upplýsingar um skáldið. Síðastliðið
haust var ákveðið að halda upp á
100 ára afmæli Jóns Leifs og við
það tækifæri að vígja torgið opin-
berlega. Ekki fengust nægilegir
styrkir úr opinberum sjóðum til að
framkvæma endurbætur á svæðinu
og því voru það íbúar Rehbrúcke
sem söfnuðu nauðsynlegu fjár-
magni. Landslagsarkitektinn
Bernd Kahle sá um útfærsluna og
breytti hinu dæmigerða þýska
torgi í svæði sem svipa á til ís-
lensks landslags. Þar sem fjár-
magn var af skornum skammti
eyddu ófáir íbúar bæjarins öllum
sínum frítíma síðastliðið haust og
nú með vorinu í að ljúka verkinu á
tilsettum tíma. Torgið skartar nú
sínu fegursta, er bugðótt og hæð-
ótt, prýtt með hundrað ólíkum
plöntum og grófum steinum.
Síðastliðinn sunnudag var torgið
vígt. Ingimundur Sigfússon sendi-
herra og Annerose Hamisch-
Fischer, borgarstjóri Rehbrúcke,
héldu ræður. Af sama tilefni var
opnuð ljósmyndasýning um Island
og Andreas Peer Káhler og Ann-
Kristin Sprvág endurtóku dag-
skrána frá deginum áður. Til hátíð-
arhaldanna kom einn elsti íbúi
Rehbrúcke, sem er 88 ára kona, og
lagði hraunmola sem hún eignaðist
á ferð sinni um ísland fyrir fáein-
um árum undir einn steininn. Hún
sagðist hafa geymt hann fyrir Jóns
Leifs-torgið, og að núna væri Is-
land einnig komið til Rehbrúcke.
falle?ri húð,
hár o? ne?lur
Ef þú vilt bæta húð þína, hár og neglur reyndu þá Silica Forte
- þú finnur stóran mun eftir 3 til 6 mánuöi!
BÆTT MEÐ O VÍTAMÍNI
Kísill (Silica) er eitt mikilvægasta
steinefnið fyrir líkamann. Hann fyrirfinnst
meðal annars í elftingu og kísilþörungum.
Silica Forte inniheldur einstakt kísilþykkni
sem er mjög auðugt af flavóníðum.
Silicea Forte er vinsælasta bætiefni
sinnar tegundar í Skandinavíu.
Éh
eilsuhúsið
Skólavörðustíg, Kringlunni & Smáratorgi