Morgunblaðið - 09.05.1999, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 09.05.1999, Qupperneq 34
34 SUNNUDAGUR 9. MAÍ 1999 SKOÐUN MORGUNBLAÐIÐ FLUGRABB Hnefaleikar og áfengisauglýsingar LAGT af stað frá Keflavíkurflugvelli kl. 10.20 þriðjudaginn 6. apríl á vegum Urvals- Utsýnar með Grön- landsfly, 737-400. Við <erum hálfnuð áleiðis til Gran Canaria kl. 13.15. Hugurinn leitar heim til Islands. Hvað lá þér á hjarta í vetur, en hafðir ekki tíma til að rita um? Tvennt ber hæst: 1) Samþykkt lands- fundar Sjálfstæðisflokksins að leyfa hnefaleika (ólympíska). 2) Askorun Verslunarráðs Islands um að leyfa áfengisauglýsingar (stjómarsamþykkt VI.) Um 1. Ég hefi verið áhorfandi á tvenn- um Ólympíuleíkum um ævina, í Helsinki 1952 og í Róm 1960. Auk þess safnaði ég öllum Ólympíu- myndum frá leikunum í Berlín 1936, en þær fylgdu kaffipökkun- um frá kaffibrennslu O. Johnson & Kaaber hf. I Helsinki sigraði í þungavigt í hnefaleikum Bandaríkjamaðurinn E. Sanders, en andstæðingur hans í úrslitaviðureigninni var enginn annar en Svíinn Ingemar Johans- son. Þannig segir Pétur Haralds- son frá í bók sinni Ólympíuleikam- ir 1896-1956, Reykja- vík MCMLVII: „Jo- hansson var dæmdur úr leik og eigi veitt silfurverðlaunin vegna framkomu sinnar í úr- slitaleiknum." Hér mun Pétur eiga við þá frammistöðu Ingemars að hlaupa stöðugt undan and- stæðingi sínum kaðla á milli og varð þar með að athlægi um allan heim. Samt varð þessi maður heimsmeistari í þungavigt, en var samt bestur í því að brjóta múrveggi með hanska sínum og hefði átt að halda sig við það. Cassius Clay sigraði í iétt- þungavigt í leikunum í Róm, gekk þá undir nafninu „Cassius Killer Clay“. ítölum stóð ógn af nafni þessu og hvísluðu óttaslegnir: „assassino" (morðingi). Það var margt vel um Cassius Clay, líkleg- ast mesti hnefaleikari, sem nokkum tíma hefur verið uppi. Heimsmeistari í þungavigt ámm saman. Síðar nefndi hann sig Mu- hamed Ali og tók Islamstrú. Hann er nú sjúklingur, heilaskaðaður m.a. af þeim þungu höggum, sem hann varð fyrir í hringnum. A vel- mektardögum sínum jók hann mjög sjálfstraust hins þeldökka manns, svo sem áður hafði gert Joe Louis, sem varð heimsmeistari í þungavigt er hann sigraði hinn þýska meistara Max Schmeling Heilinn er eitt við- kvæmasta líffæri lík- amans, segir Leifur Sveinsson. Þung högg á höfuðið, hvort sem er í hnefaleikum eða knattspyrnu, geta vald- ið ævarandi skaða. eftir að hann hafði orðið heims- meistari 1936 (vann Louis). II. Þann 27. desember 1956 voru samþykkt á Alþingi lög nr. 92 um að banna hnefaleika. Flutnings- menn voru tveir, þeir Kjartan Jó- hannsson læknir (1907-1987) og Gísli Guðmundsson þingmaður Norður-Þingeyinga (1903-1973). Alfreð Gíslason læknir (1905-1990) var formaður og framsögumaður heilbrigðis- og félagsmálanefndar Efri deildar, sem lagði til að frum- varpið yrði samþykkt. Islenska þjóðin stendur í ævarandi þakkar- skuld við þessa þingmenn og vakti framtak þeirra athygli um allan heim. Fram að banninu var það því miður allt of algengt, að þeir sem stunduðu hnefaleika á vegum þróttafélaga gerðust sekir um lík- amsárásir, venjulega undir áhrif- um áfengis. Um það vitna margir hæstaréttardómar, sem menn geta Leifur Sveinsson kynnt sér á söfnum. Þó eru til heið- arlegar undantekningar frá þessu og þekki ég a.m.k. tvo fyrrverandi Islandsmeistara í þungavigt, sem eru sómamenn. Nú er fyrir dóm- stólum sakamál, þar sem menn hafa verið kærðir fyrir brot á lög- unum nr. 92 frá 1956 og er dóms að vænta á næstunni. III. Heilinn er eitt viðkvæmasta líf- færi mannslíkamans. Þung högg á höfuð, hvort sem er í hnefaleikum eða knattspyrnu geta valdið ævar- andi skaða. I Englandi er rætt um að banna að „skalla“ knött í knatt- spymu. Þrír knattspymumenn villtust inn á Alþingi, en skölluðu sig allir út af því aftur. IV. Um nr. 2: Áfengisauglýsingar og Verslunarráð Islands A menntaskólaámm mínum árið 1943 fól faðir minn okkur bræðmm að innheimta árgjöld Verslunar- ráðs Islands. Taldi hann okkur ekkert of góða til þess að vinna ei- lítið með náminu, en við vomm þá allir samtímis nemendur í Mennta- skólanum í Reykjavík. Þetta var mikil lífsreynsla fyrir okkur bræður, við kynntumst fjölda fyrirtækja og forstöðumönn- um þeirra og viðhorfum þeirra til VÍ. Nú rann upp 17. júní 1944. Lýðveldi var stofnað á Þingvöllum. Haraldur bróðir minn og Geir Hallgrímsson urðu stúdentar frá MR og árgangur þeirra nefndur „Lýðveldisstúdentarnir". Hall- grímur Benediktsson var þá for- maður VI, en faðir minn Sveinn M. Sveinsson varaformaður. Við bræður og Björn og Geir Hall- grímssynir voram stoltir af feðrum okkar. Þeir vom, þótt ég segi sjálf- ur frá, valinkunnir sæmdannenn. W nomsi FERÐIR íutii VC %Í5iöí Bókunarstaða uppselt aukaferd uppselt 4 sæti laus 9 sæti laus laus sæti iaus sæti 6 sæti laus 10 sæti laus 8 sæti iaus 12 sæti laus 6 sæti laus Verð frá mamm >ú er sólarmegin í lífinu teð Plúsferðum í Portugal. Ströndin, gamli bærinn, sundlaugin og stemmningin - frábært sumarfrí! Gistingu á Sol Dorio í íbúð m. einu svefnherbergi.miðað við 2 fullorðna og 2 börn 2ja-11 ára. Innifalið: Flug, gisting í 1 viku, allir flugvallarskattar og ferðirtil og frá flugvelli erlendis. Faxafeni 5 • 108 Reykjavík • Sími 568 2277 • Fax 568 2274 • Netfang plusf@plusferdir.is • Veffang www.plusferdir.is 800 7722 Akranes ísafjörður Dalvik Egilsstaðir Selfoss Keflavík Kirkjubraut 3 Vesturferðir, Aðalstræti 7 Júlíus Snorrason Ferðaskrifstofa Austurlands Suðurgarður hf., Austurvegi 22 Hafnargötu 15 S: 431 4884 • Fax: 431 4883 S: 456 5111 -Fax: 456 5185 S: 466 1261 S: 471 2000 *Fax: 471 2414 S: 482 1666 • Fax: 482 2807 S: 421 1353-Fax: 421 1356 Borgames Sauðárkrókur Akureyrí Höfn Vestmannaeyjar Gríndavík Vesturgarður, Borgarbraut61 Skagfirðingabraut 21 Ráðhústorg3 Jöklaferðir, Hafnarbraut Eyjabúð, Strandvegi 60 Flakkarinn, Víkurbraut 27 S: 437 1040 • Fax: 437 1041 S: 453 6262/896 8477 • Fax: 453 5205 S: 462 5000 • Fax: 462 7833 S: 478 1000 «Fax: 478 1901 Sími 481 1450 S: 426 8060 *Fax: 426 7060 Hallgrímur var staddur erlendis, er skrúðganga sú hin mikla hófst í Reykjavík þann 18. júní 1944. Það kom því í hlut föður míns sem vara- formanns VI að ganga þar sem fulltrúi VI. Það sópaði að föður mínum, er hann gekk yfir Tjamar- brúna í hópi allra stétta þjóðfélags- ins. En hvað myndu þeir hugsa nú félagamir Hallgrímur og Sveinn M., ef þeir læsu áskoranir VI í dag: „Frelsi í áfengisauglýsingum". Faðir minn var alger bindindis- maður, en Hallgrímur þjóðkunnur íþróttamaður á yngri árum og glímukóngur, fyrirmynd allra ungra manna á fyrri hluta aldar- innar. Handsal þeirra félaga var ígildi fimm undirskrifta. Því harma ég mjög áskoranir VI um frelsi í áfengisauglýsingum. Þær era til skammar fyrir VI og vanvirða minningu þeirra fmmkvöðla, sem fluttu verslunina inn í landið. V. Lokaorð I hverri einustu fjölskyldu á Is- landi eiga menn við áfengisvanda að etja. Sumir úr ættinni sleppa, þeir ánetjast ekki áfenginu, en hin- ir em alltof margir, sem verða áfenginu að bráð og endirinn verð- ur heilaskemmd með skelfilegum afleiðingum. I Bandaríkjum Norð- ur-Ameríku er það nefnt „Punch drank", þegar hnefaleikari hefur hlotið svo mörg og þung högg, að hann er orðinn fullkominn öryrki (heilaskaðaður). Stutt er frá Ólympískum hnefaleikum í at- vinnumennsku. I minningu þeirra Kjartans, Gísla og Alfreðs skulum við aldrei fallast á afnám á banni við hnefaleikum. VI kvartar yfir misrétti, þar sem erlend tímarit eins og Time og Newsweek fái óátalið að selja rit sín á Islandi með áfengisauglýsing- um. Síðustu lögreglustjórar, sem gegnt hafa embætti í Reykjavík, hafa ekki staðið sig nógu vel í því að framfylgja bönnum við hnefaleik- um og áfengisauglýsingum. Hús- bóndi þeirra hefur heldui- ekki beitt sér sem skyldi í þessum málum, enda ótækt að dómsmálaráðherra stýri fleiri ráðuneytum samtímis. Dómsmálaráðuneytið má aldrei verða hesthús frá sjávamtvegs- ráðuneytinu. Utgefendum Time og Newsweek er velkomið að selja rit sín hér á landi, en þeii- verða að fara að íslenskum lögum, fjarlægja áfengisauglýsingar úr þeim eintök- um, sem send em til Islands. Eftir 5'A tíma flug lendir Grön- landsfly á Gandoflugvelli á Gran Canaria og við hjónin höldum þeg- ar til Barbacan Sol, þar sem gist- ing er tryggð í 3 vikur. Sjónvarps- tæki fylgir hverju herbergi og ég kveiki á tækinu af rælni og lendi á CNN-stöðinni. Þar er auglýsing frá vodkaframleiðandanum Fin- landia. „Stúlka er að skrifta hjá presti í skriftastól: Ég hefi syndg- að. Hvaða synd er það, spyr prest- ur. Ég hefi drakkið vodka. Þá svar- ar prestur: Það er engin synd.“ Éf vinir okkar Finnar geta lagst svona lágt í fégræðgi sinni, hvað þá um aðra áfengisframleiðendur. Ég skora á stjórn VI að verða sér úti um þetta myndband og hugsa svo sitt mál að nýju. Best væri að biðja þjóðina afsökunar á þessu fmm- hlaupi VI. Höfundur er lögfræðingur í Reykjnvík.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.