Morgunblaðið - 09.05.1999, Qupperneq 64
pggBsa
Alvöru þjónusta
fyrir alvöru fólk
Landsbankinn
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLANI, 103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181
PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1
SUNNUDAGUR 9. MAÍ 1999
VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK
Framkvæmd alþingiskosninganna fór alls staðar vel af stað
Morgunblaðið/RAX
DAVÍÐ Oddsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, kona hans, Ástríð-
ur Thorarensen, og sonur þeirra, Þorsteinn koma á kjörstað.
Morgunblaðið/Kristinn
HÉR koma Margrét Frímannsdóttir, talsmaður Samfylkingarinnar,
og Jón Gunnar Ottósson á kjörstað á Stokkseyri.
Kjörsókn betri víða úti
á landi en í Reykjavík
FRAMKVÆMD alþingiskosninganna fór vel af
stað og um hádegisbilið í gær höfðu engin vanda-
mál komið upp hjá kjörstjómum, „aðeins smámál
sem við leysum strax,“ eins og einn kjörstjórnar-
maður orðaði það. Á hádegi höfðu 10.752 kosið
eða 13,04% kjósenda en í síðustu þingkosningum
höfðu 13,45% kosið á hádegi. Kjörsókn var hins
vegar orðin meiri í nokkrum landsbyggðarkjör-
dæmanna.
jt, Kjörfundur hófst víðast klukkan 9 en á minni
stöðunum víða um landi á hádegi. Hægviðri var
víðast hvar á landinu og ekki útlit fyrir að veður
myndi nokkurs staðar trufla kjörsókn eða tefja
flutning kjörgagna eftir að kosningu lýkur.
Á Vesturlandi höfðu 233 af 1.729 kjósendum
kosið í Borgarbyggð eða 13,5% og á Akranesi 529
sem er 14,1% kjósenda. I Snæfellsbæ höfðu 85 af
1.140 kosið á hádegi og 105 af 827 í Stykkishólmi
eða 12,6%. Kjörsókn fór betur af stað víðast í
Vesturlandskjördæmi í gær en við síðustu kosn-
ingar.
I Vestfjarðakjördæmi höfðu 229 af 2.928 kosið
í Isafjarðarbæ eða tæp 8% og 287 utankjörfund-
aratkvæði höfðu borist. í Vesturbyggð höfu 6,4%
kjósenda kosið á hádegi en þar var 801 á kjör-
skrá og var það um 2% meiri kjörsókn en í síð-
ustu þingkosningum.
Veðrið of gott?
Á Norðurlandi vestra höfðu 109 kosið á
Blönduósi laust fyrir klukkan 13 eða 16% kjós-
enda sem kjörstjórnarmenn sögðu svipað og síð-
ast. Á Sauðárkróki höfðu 290 eða 14% kosið um
hádegi en nærri tvöfalt fleiri höfðu kosið á sama
tíma við síðustu kosningar og kjörsókn var einnig
mun dræmari á Siglufirði nú en þá en í gær höfðu
210 af 1.140 kosið um hádegi. Töldu kjörstjórnar-
menn líklegast að blíðuveður hægði á kjósendum
í þessu efni. í Norðurlandskjördæmi eystra
höfðu 12,62% kjósenda eða 1.398 skilað sér á
kjörstað á Akureyri sem er nokkru meira en við
síðustu þingkosningar.
Liðlega 8,1% höfðu kosið í Fjarðarbyggð í
Austurlandskjördæmi laust fyrir hádegi eða 190
manns auk þess sem borist höfðu 247 utankjör-
fundaratkvæði. Á Suðuriandi var kjörsókn orðin
meiri í Vestmannaeyjum en árið 1995 eða 8,7%
miðað 7,9%, í Árborg höfðu 13,3% kosið, 14,8% á
Hvolsvelli og 17,7% í Þorlákshöfn. Kjörsókn í
Reykjanesi var all misjöfn eftir kjörstöðum en
6,8% í heildina á stærstu stöðunum. í Grindavík
og Gerðahreppi höfðu 3,6% kosið en á Seltjamar-
nesi hafði hæst hlutfall kjósenda kosið á hádegi
eða 9,2% og 7,6% í Kópavogi. í Hafnarfirði var
kjörsókn orðin 6,7% og 7,8% í Garðabæ.
■ Gæti ráðist/2
Ferskur
fiskur
fluttur að
nýju til
Belgíu
DÓTTURFÉLAG Sölumið-
stöðvar hraðfrystihúsanna,
Icelandic Benelux NV, hefur
hafið að nýju vikulegt frakt-
flug með ferskan fisk til
Ostende í Belgíu eftir tveggja
ára hlé. Flogið er á laugardög-
um með 737-300 Boeing vél
Flugleiða, sem leigð er til
verkefnisins.
Fyrsta fraktflugið var í gær-
morgun með 16 tonn af fersk-
um fiski, sem dreift er til Belg-
íu, Frakklands, Englands, og
Hollands.
Tíu ár eru síðan fyrst var
hafið reglulegt fraktflug með
ferskan fisk milli Keflavíkur og
Ostende en fiuginu var hætt
um mitt ár 1997 þegar Flug-
leiðir hófu ferðir til nýrra
áfangastaða í Evrópu sem
hafði þær afleiðingar að flókn-
ara varð að flytja ferskan fisk
til Belgíu.
■ Flogið með/4
Slasaður eft-
ir bílveltu
UNGUR ökumaður bifreiðar var
fluttur slasaður á sjúkrahús Heilsu-
gæslunnar í Neskaupstað eftir bíl-
veltu á Austurvegi á Reyðarfirði ná-
lægt miðnætti á föstudagskvöld.
Hann hlaut háls- og höfuðáverka
og brjóstholsáverka en meiðsli hans
voru ekki það alvarleg að talin væri
þörf á aðgerð á honum við komu á
sjúkrahús. Að sögn læknis hans
horfir vel með líðan hans, sem er nú
með atvikum góð. Pilturinn var í bíl-
belti er slysið varð og er það talið
hafa bjarga miklu.
Tildrög slyssins eru til rannsókn-
ar hjá lögreglunni á Eskifirði.
Bifreiðin er gjörónýt eftir veltuna.
Vísindamenn Krabbameinsfélags íslands fá
háan bandarískan styrk í aiinað sinn
> Um 40 milljónir veittar
til nýrra rannsókna
VISINDAMENN hjá Krabbameins-
félagi Islands hafa nú fengið í annað
sinn bandarískan styrk að upphæð
40 milljónir ki'óna til þess að rann-
saka brjóstakrabbamein. Styrkir
þessir eru eingöngu ætlaðir til rann-
sókna á brjóstakrabbameini og
sjaldgæft er að þeir séu veittir til að-
„Tgþ-utan Bandaríkjanna.
Islenska rannsóknin sem styrkur-
inn er veittur til mun beinast að
samspili umhverfis og erfða. I sam-
vinnu við Samhjálp kvenna verður
leitað til allra íslenskra kvenna sem
greinst hafa með brjóstakrabbamein
og þær beðnar að taka þátt í rann-
,sókninni með því að svara spurn-
'5pgalistum og gefa blóðsýni. Einnig
'riierður leitað til ættingja þeirra
kvenna sem hafa fjölskyldusögu um
brjóstakrabbamein, að sögn Lauf-
eyjai- Tryggvadóttur, sérfræðings í
faraldsfræði hjá Krabbameinsfélag-
inu, en hún sótti um styrkinn ásamt
Jórunni Erlu Eyfjörð erfðafræðingi
og Helgu M. Ögmundsdóttur, lækni.
Ein af ástæðunum fyrir því að
þessi styrkur fæst er sú að niður-
stöður rannsóknahóps Krabba-
meinsfélagsins hafa þegar vakið
mikla athygli erlendis. Þar má m.a.
nefna grein sem birtist á síðasta ári í
læknatímaritinu Lancet. Þai- sýndi
hópurinn fram á áhrif þess að það að
hafa meðfædda stökkbreytingu í
brjóstakrabbameinsgeni er ekki eins
alvarlegt og talið hefur verið fram að
þessu. Einnig kemur fram í greininni
að þessi áhrif eru mjög breytileg
milli einstaklinga.
Styrkur sá er hér um ræðir er til-
kominn vegna baráttu bandarískra
kvenna sem greinst hafa með
brjóstakrabbamein. Fyrr á þessum
áratug hófu þær að berjast fyrii-
auknum fjárveitingum til rannsókna
á brjóstakrabbameini og tilraunir
þeirra bái-u þann árangur að mikið
fé er nú veitt í þennan málaflokk:
Það er rannsóknadeild bandaríska
hersins sem veitir styrkina og til
þeirra sendu þær Jórunn, Laufey og
Helga umsókn sína.
Nýgengi brjóstakrabbameins hef-
ur aukist mikið síðustu áratugi á ís-
landi, sem og í hinum vestræna
heimi almennt og fær ein af hverjum
tólf konum sjúkdóminn hér.
■ Stór styrkur/10
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Hundi vísað af kjörstað
ÁRVÖKULIR lögreglumenn sem
stóðu vörð við í Hagaskóla í
Reykjavík tóku eftir þessu
Iymskulega „áróðursbragði"
írsks setters sem eigandinn ætl-
aði að skilja eftir fyrir utan skól-
ann. Þar eð áróður á og við kjör-
stað er stranglega bannaður var
hundinum snarlega vísað á brott
með X-D merkið í ólinni og varð
að dúsa inni í bíl meðan eigand-
inn greiddi atkvæði.