Morgunblaðið - 19.06.1999, Side 12
r
12 LAUGARDAGUR 19. JÚNÍ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
Styrkjum úthlutað í fyrsta sinn úr markáætlun Rannsóknarráðs Islands
44 verkefni styrkt
um samtals 117
milljónir króna
FYRSTA úthlutun styrkja úr markáætlun
Rannsóknarráðs íslands fór fram í gær og
hlutu 44 verkefni á sviði upplýsingatækni og
umhverfismála styrki sem námu samtals 117
milljónum króna.
Úthlutunarathöfnin hófst með ávarpi
Bjöms Bjamasonar menntamálaráðherra.
Greindi hann frá því að upphaf markáætlunar
Rannsóknarráðsins mætti rekja til þess er
menntamálaráðuneytið fór þess á leit við ráð-
ið í febrúar á síðasta ári að það ynni áætlun
um stuðning við rannsóknarverkefni á sviði
upplýsingatækni og umhverfismála. Sagði
hann þróunina síðan hafa verið öra sem sæist
af því að nú þegar væri verið að úthluta
styrkjum, m.a. að tilhlutan ríkisstjórnarinnar
sem ákvað að leggja 200 milljónir króna til
verkefnisins, auk þess sem gert væri ráð fyrir
að hún legði til 380 milljónir króna til viðbótar
næðist sá árangur sem að væri stefnt.
Að loknu ávarpi Bjöms kynnti Vilhjálmur
Lúðvíksson markáætlunina. Kom m.a. fram í
máli hans að markáætlunin væri sérstök að
því leyti að þar væri fyrirfram ákveðið til
hvaða sviða styrkimir rynnu, þ.e. upplýsinga-
tækni og umhverfismála. Var gengið út frá
því að um 60% ráðstöfunarfjár markáætlun-
arinnar rynni til verkefna í upplýsingatækni,
en 40% til verkefna í umhverfismálum. Sagði
Vilhjálmur þá áætlun hafa endurspeglað vel
raunvemlegt hlutfall umsókna sem bámst.
Sagði hann jafnframt að mun fleiri umsóknir
hefðu borist en ráð var fyrir gert og því hefði
orðið að hafna mörgum frambærilegum verk-
efnum.
Sem fyrr segir hlutu alls 44 verkefni styrk.
Auk skiptingarinnar í upplýsingatækni og
umhverfismál vom verkefnin flokkuð frekar
eftir viðfangsefni. A sviði upplýsingatækni
vora níu undirflokkar: Upplýsingatæknileg
aðlögun að menntun, menningu og tungu,
Upplýsingatækni innan stjómsýslu og stofn-
ana, Notkun og þróun upplýsingatækni innan
fyrirtækja í framleiðslu og þjónustu, Öflugri
upplýsingatæknifyrirtæki, Fjarvinna í þágu
byggðastefnu, Fjarkönnun í þágu umhverfis-
mála, Upplýsingatækni í þágu bætts mannlífs
á Islandi, Upplýsingatækni í þágu íslensks
menningararfs og Tölfræði upplýsingatækni.
A sviði umhverfismála vom hins vegar fimm
undirflokkar: Sjálfbær nýting auðlinda - sjálf-
bært efnahagslíf, Hnattrænar umhverfis-
breytingar og náttúmsveiflur, Umhverfis-
vænt atvinnulíf, Umhverfi, hollusta og heilsa
og Erfðaauðlindir Islands.
Fimm verkefni kynnt
Stjómendur fimm þeirra verkefna sem
hlutu styrki kynntu viðfangsefni sín við út-
hlutunina. Brynjar Stefánsson greindi frá
verkefni sem nefnist „Forvinna og gerð al-
þjóðlegra verklagsreglna og/eða staðals
vegna langtímavistunar", en að því standa
Hugvit hf. og Þjóðskjalasafn íslands. Felst
verkefnið í upplýsingaöflun, hönnunarvinnu
og útgáfu á nýjum verklagsreglum og hugs-
anlega staðli fyrir langtímavistun rafrænna
skjala. Verður þetta unnið í samvinnu við
þjóðskjalasöfn í öðmm löndum og er gert ráð
fyrir að staðallinn verði fyrirmynd að öðram
Morgunblaðið/Arnaldur
Frá úthlutun styrkja úr markáætlun
Rannsóknarráðs Islands. Sigrún Finsen
kynnir verkefni sitt um fjarkennslu á
framhaldsskólastigi fyrir unglinga í
þjóðskjalasöfnum. Sagði Brynjar verkefnið,
sem styrkt var um 4 milljónir króna, mikil-
vægan lið í varðveislu ýmiss konar rafrænna
skjala, auk þess sem það gerði mögulegt að
gera þau jafn rétthá pappírsskjölum.
Sigríður Finsen kynnti verkefni sem Eyr-
arsveit, Grundarfirði, stendur fyrir. Nefnist
það „Fjarkennsla á framhaldsskólastigi fyrir
unglinga í Gmndarfirði" og miðar að því að
nýta möguleika á nútíma upplýsingatækni til
að gera nemendum í Grandarfirði kleift að
stunda framhaldsskólanám í sinni heima-
byggð. Verður þar stuðst við þá aðstöðu til
fjarnáms sem til staðar er við Verkmennta-
skólann á Akureyri. Sagði Sigríður verkefnið
hafa mikið gildi fyrir nemendur, foreldra og
raunar allt samfélagið í Grandarfirði, auk
þess sem með því fengist reynsla sem nýst
gæti öðrum sveitarfélögum. Hlaut verkefnið 4
milljóna ki’óna styrk.
Tónlistargagnagrunnur styrktur
Tónskáldafélag íslands, ErkiTónlist sf. og
Islensk tónverkamiðstöð gangast fyrir verk-
efni sem nefnist „Gagnagrannur fyrir íslenska
tónlist á 20. öldinni“. Kjartan Ólafsson kynnti
verkefnið, sem var styrkt um 3,5 milljónir
króna, og sagði það miða að því að hanna
gagnagrannskjama fyrir hljóð, myndir, hreyfi-
myndir og texta, sem saman gæfu yfirlit yfir
íslenska tónlist og íslensk tónskáld á 20. öld-
inni. Sagði hann jafnframt stefnt að því að gera
þessar upplýsingar aðgengilegar á Intemetinu
og á sviði mai'gmiðlunar.
Guðmundur Halldórsson stýrir verkefninu
vUppbygging vistkerfa á röskuðum svæðum".
I kynningu hans kom fram að markmið verk-
efnisins era að ákvarða áhrif mismunandi upp-
græðslu- og skógræktaraðgerða á framvindu á
röskuðum svæðum og að meta árangur slíkra
aðgerða með tilliti til vistfræðilegra þátta og
þeirrar „þjónustu" sem vistkerfunum mun ætl-
að að veita. Sagði hann verkefnið, sem styrkt
var um 11 milljónir króna, hafa mai-gþætt gildi,
m.a. þar sem það yki þekkingu á vistkerfum
raskaðra svæða og mæti virkni mismunandi
lausna við að ná settum markmiðum í upp-
græðslu og skógrækt.
Síðasta verkefnið sem kynnt var sérstaklega
nefnist „Campylobacteriosis - faraldsfræði og
íhlutandi aðgerðir“. Ásmundur E. Þorkelsson
stýrir verkefninu og sagði það miða að því að
skýra ástæður þeirrar aukningar campylobact-
er-sýkinga sem átt hefur sér stað hér á landi á
síðustu áram, en þær munu nú vera algeng-
ustu iðrasýkingar af völdum baktería hérlend-
is. Auk þess væri stefnt að því að finna leiðir til
úrbóta. Var þetta verkefni styrkt um 15 millj-
ónir króna.
Önnur verkefni sem styrkt vora miða m.a.
annars að Jjví að þróa samræmdan gagna-
grann um ísland, koma upp gagnagranni um
íslenskt talmál, hanna stýrihugbúnað fyrir
djúpfar, þróa endurvinnanlegar umbúðir fyrir
ftyst matvæli og kanna þolmörk ferðamanna-
staða á íslandi.
Andlát
KRISTJÁN
SIGURÐS-
SON
KRISTJÁN Sigurðsson verkstjóri
i lést á sjúkrahúsinu á Siglufirði hinn
16. júní sl., 96 ára að aldri.
Kristján fæddist á Siglufirði 4.
nóvember árið 1902. Foreldrar hans
voru Andrea Sæbý og Sigurður
Jónsson. Kristján nam trésmíði hjá
Karli Sturlaugssyni og stundaði tré-
smíði eftir að námi lauk ásamt
mörgum fleiri verkefnum. Nokkur
ár vann Kristján við bátasmíð á eig-
in vegum, en árið 1932 réðst hann
til Samvinnufélags ísfírðinga, sem
verkstjóri, og vann þar allt þar til
félagið hætti störfum.
Kristján var stofnandi Verka-
mannafélagsins Þróttar 17. maí
1934, gegndi þar fyrst störfum sem
vararitari en var formaður félagsins
á árunum 1935 og 1936. Snemma
gekk Kristján í Alþýðuflokkinn og
var trúr þeirri hugsjón sem flokkur-
inn barðist fyrir frá upphafi. Hann
var kjörinn í bæjarstjórn Siglu-
fjarðar árið 1946 og sat í bæjar-
stjóm í 28 ár. Var hann forseti bæj-
arstjómar á áranum 1970 til 1974
og sat samtals 630 bæjarstjómar-
fundi auk þess sem hann sinnti öðr-
um nefndar og trúnaðarstörfum
fyrir bæjarfélagið. Þá sat Kristján í
fyrstu stjóm Þormóðs ramma sem
var stofnuð í júlí 1970.
Kristján kvæntist Ólöfu Gísla-
dóttur frá Skarðdal, en hún lést 6.
maí 1969. Þeim varð ekki barna
auðið en áttu eina fósturdóttur,
Guðmundu Óskarsdóttur.
N.ÞDRfiRlHSSOH&C0
amrtuTLAND
M ÞÉTTIEFNI
" Á ÞÖK - VEGGI - GÓLF
ÁRMÚLA 29. SÍMI 553 8640
Golf í gránepjunni
ÞÓTT tíðin hafi verið rysjótt lætur fólk veðrið Þessi maður hóf kylfuna á loft á
ekki aftra sér frá því að sinna áhugamálunum. Hvaleyrarvellinum.
Ný bráðamóttaka fyrir
börn og unglinga
STJÓRNENDUR Landspítalans
hafa í samráði við heilbrigðis- og
tryggingamálaráðuneytið ákveðið að
setja á fót bráðamóttöku fyrir böm
og unglinga sem eiga við geðræn
vandamál að stríða. Bráðamóttakan
verður rekin í tengslum við deild 32C
á Landspítalanum og notuð til þess 2
rúm. Göngudeildarteymi frá Bama-
og unglingageðdeild fær aðstöðu á
Geðdeild Landspítalans og vinnur við
bráðamóttökuna með öðra.
I fréttatilkynningu segir að mál-
efni Barna- og unglingageðdeildar
hafi að undanfömu verið til sér-
stakrar skoðunar hjá stjórnendum
Landspítalans og það sé forgangs-
verkefni á næsta ári að styrkja
hana. Bráðamóttaka sé liður í því en
ákveðið hafi verið að hraða sérstak-
lega opnun hennar. Hugmyndin er
að hún verði vísir að bráðamóttöku-
deild. Jafnframt er verið að kanna
möguleika á að opna hæfingarheim-
ili fyrir unglinga með svipaðri fram-
haldsmeðferð og börn njóta á Kleif-
arvegi.
Starfsemi Barna- og unglingageð-
deildar fer nú að mestu íram í hús-
næði við Dalbraut, þar sem era
bamadeild, unglingadeild og göngu-
deild, að því er segir í tilkynningunni.
Auk þess er meðferðarheimili fyrir
böm við Kleifarveg og samstarf við
Greiningarstöð ríkisins, Bamavemd-
arstofu, fræðsluyfirvöld og fleiri.
Staðsetningin utan Landspítalalóðar
hefur valdið nokkrum örðugleikum,
meðal annars við að veita mikilvæga
stoðþjónustu við böm og unglinga á
almennri bráðamóttöku á Landspít-
alanum. Með því að opna bráðamót-
töku Barna- og unglingageðdeildar á
Landspítalalóðinni er leitast við að
tryggja jafnræði milli bama og ung-
linga með geðsjúkdóma og þeirra
sem þjást af öðram sjúkdómum, seg-
ir enn fremur.
SFR fagn-
ar 60 ára
afmæli
STARFSMANNAFÉLAG
ríkisstofnana er 60 ára á þessu
ári og heldur það upp á afmæl-
ið með ýmsum hætti. Aðalhá-
tíðahöldin fara þó fram í dag í
Fjölskyldugarðinum í Laugar-
dal og að sögn Jens Andrés-
sonar eiga allir að geta fundið
eitthvað við sitt hæfi þar.
Jens segir að margt hafi
breyst frá stofnári félagsins.
Þá vora félagsmenn 160 en í
dag era þeir 4.700, enda er
þetta stærsta sérsambandið
innan BHMR. „Þetta er nátt-
úralega stéttarfélag sem hefur
átt í baráttu um aukin kaup og
kjör í gegnum tíðina en ein-
hvem tímann verðum við að
gera okkur glaðan dag líka,“
segir Jens og það ætla þau að
gera í Laugardal kl. 11-17 í
dag. Jens segir að kór SFR,
sem er kvennakór, muni
syngja og Rússíbanamir muni
einnig flytja tónlist. Þá verður
þama götuleikhús á ferðinni
og ýmiss konar uppákomur
fyrir bömin. „Á góðum degi
koma þúsundft manns í garð-
inn svo við vonumst eftir góð-
um degi í fleiri en einum skiln-
ingi,“ sagði Jens.
Jens segir að margs konar
uppákomur aðrar verði á af-
mælisárinu, s.s. sögusýning
sem fer um landið og hápunkt-
urinn er síðan útgáfa á sögu
félagsins, sem er fyrirhuguð á
næsta ári. Hann vill einnig
benda á að nýbúið sé að opna
vefsíðu félagsins og er slóðin
www.sfr.bsrb.is og þar getur
fólk t.d. fræðst um sögu fé-
lagsins og starfsumhverfi þess.
Önnur mál sem séu í brennid-
epli á árinu segir Jens vera
endurmenntun og símenntun
félagsmanna.