Morgunblaðið - 19.06.1999, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 19.06.1999, Qupperneq 24
24 LAUGARDAGUR 19. JÚNÍ 1999 UR VERINU ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Formaður landbúnaðarnefndar brezka þingsins Höfum lært mikið af Islendingum Morgunblaðið/Sverrir PETER Luff segist mikið hafa lært um fiskveiðistjómun af Islendingum. „VIÐ höfum hitt marga í heimsókn okkar til Islands. Við komum til Islands með þá von í huga að fræðast mikið um fiskveiðistjómun. Þar höf- um við ekki orðið fyrir von- brigðum. Reynsla íslendinga af fiskveiðistjómun verður okkur mjög mikilvæg á leið okkar til endanlegrar niður- stöðu. Við erum ykkur afar þakklát," segir Peter Luff, formaður landbúnaðamefnd- ar neðri deildar brezka þings- ins, í samtali við Morgunblað- ið. Landbúnaðamefndin kom hingað til lands í þessari viku til að kynna sér fiskveiði- stjómun hér á landi, einkum þann þátt hennar sem felst í frjálsu fram- sali aflaheimilda. Nefndin er að vinna að endurskoðun á skipan sjávarút- vegsmála á Bretlandseyjum með að- aláherzlu á fiskveiðistjómun. Henni er síðan ætlað að koma með tillögur um framtíðarskipan þessara mála í heimalandi sínu. Sjávarútvegurinn mikilvægastur í Skotlandi „Landbúnaðamefndin fjallar ekki eingöngu um sjávarútveg, heldur allt sem viðkemur landbúnaði og allan matvælaiðnaðinn á Bretlandi líka,“ segir Peter Luff. „Sjávarútvegurinn er mjög mikilvægur á ákveðnum svæðum, sérstaklega á Norðaustur- Skotlandi, á Hjaltlandi, Comwall og víðar. Sjávútvegurinn er hins vegar ekki nálægt því eins mikilvægur fyrir brezkt efnahagslíf og hann er á ís- landi. Allt að 60% af fiskveiðum Breta em stundaðar frá Skotlandi. Afkoman í útveginum er mjög mis- munandi. A vissum stöðum segja menn að allt sé á niðurleið og slæm ríkisstjóm vinni að því að eyðileggja allt með reglugerðafargani og of- stjórn og það sé að kenna yfirstjóm Evrópusambandsins í Bmssel og sameiginlegri fiskveiðistefnu ESB. Aðrir munu segja að staðan gæti vissulega verið betri og margt mætti vera á annan veg. Þar gætu þeir nefnt nýja reglugerð um frárennslis- vatn, sem hefur í för með sér vem- legan kostnaðarauka fyrir fiskvinnsl- una. Á hinn bóginn myndu þeir einnig segja að gangi veiðamar vel og framboðið sé í samræmi við þarfir neytenda, sé allt í góðu lagi. Eg tel því að sjávarútvegurinn í Bretlandi sem heild sé arðbær. Á hinn bóginn tel ég að nýjunga sé þörf, eins og í landbúnaðinum. Gömlu aðferðimar duga sennilega ekki í framtíðinni. Framtíð einyrkjans, sem rær til fiskjar og selur afla sinn á markaði, er afar óviss. Til að ná ár- angri þarf að standa að málum á nú- tímalegri hátt með afkomu og hagnað að leiðarljósi. Sé það gert, ætti ár- angurinn að verða góður.“ Vel hefur tekizt tU á íslandi Hvert er mat þitt á fiskveiðistjórn- un við Bretland nú? „Það er verkefni okkar að kynna okkur fiskveiðistjómun við Bretland og í öðmm löndum. Ég get í raun ekki svarað þessari spumingu, því þá væri ég að hafa áhrif á væntanlega niðurstöðu nefndarinnar. Nefndin hefur verið að kynna sér sjávarútveginn frá síðasta hausti. Við höfum heimsótt fjölmarga útgerðar- staði á Bretlandseyjum, farið til Spánar og nú til íslands. Einn þáttur þessarar vinnu er að meta hvemig fiskveiðunum sé stjómað. Við mun- um í fyllingu tímans leggja fram mat okkar á því og hvort einhverju þurfi að breyta. Brezkir fiskimenn em greinilega mun ósáttari við þær skorður sem þeim em settar með lögum og reglu- gerðum en íslenzkir sjómenn. Ein af ástæðum þess að við komum til Is- Landbúnaðarnefnd brezka þingsins kom hingað til lands í vikunni til að kynna sér fiskveiðistjórnun hérlendis. Hjörtur Gíslason ræddi við formann nefndarinnar, Peter Luff. lands er að læra af reynslu ykkar við fiskveiðistjórnun, því mjög margir segja að á íslandi hafi mjög vel til tekizt. Tilfinning okkar eftir þessa heimsókn er sú, að fiskveiðum við Is- land sé mjög vel stjómað af stjóm- völdum í góðri samvinnu við vísinda- menn. Það er mjög gott og ætti að vera hvatning fyrir okkur Breta til að fara ofan í saumana á okkar málum.“ Telur þú að fiskveiðistjómkerfi okkar Islendinga henti Bretum? „Það er einmitt það, sem nefndar- menn hafa verið að ræða sín á milli. Frjálst framsal á aflaheimildum er orðin staðreynd á Bretlandi, þrátt fyrir að engin lagasetning um slík viðskipti sé til. Framsal á aflaheim- ildum er þvi á afar veikum lagalegum grunni og engin opinber stefna í slík- um málum hefur verið mótuð. Það er svo nefndarinnar að komast að niður- stöðu um það hvort hægt sé að yfir- færa íslenzka kerfið yfír til Bret- lands. Við höfum orðið vör við áhyggjur af því að minni sjávarbyggðir geti orðið undir í þeirri hagræðingu, sem felst í framseljanlegum aflaheimild- um. í Bretlandi eru margar öflugar sjávarútvegsbyggðir en einnig marg- ar smáar og veikari eins og á Islandi. Við höfum heyrt áhyggjur íslenzkra þingmanna vegna þessa og hvemig vemda megi smærri byggðimar. Þá er nýliðun í fiskveiðunum einnig áhyggjuefni í kvótakerfi eins og ykkar. Mjög hátt verð á aflaheim- ildum dregur verulega úr möguleik- um þeirra, sem vilja komast inn í veiðamar. Spumingin er hvort það skipti máli. Markmiðið gæti verið arðbærar fiskveiðar á stærri skala, stærri fyrirtæki, þar sem sjómenn- imir eru ekki eigendur bátanna, heldur starfsmenn útgerðarinnar. Ég hef mína skoðun á þessu, en það væri rangt af mér að viðra þá skoðun nú, þar sem ekki er víst að mér takizt að fá nefndina á mitt band. Það eru mál af þessu tagi, sem við eram að fara ofan í saumana á. Við höfum lært mikið af heimsókn okkar til íslands. Við höfum hitt fulltrúa samtaka sjómanna, útgerðarmanna, vísindamenn, þingmenn og fleiri mikilvæga aðila. Ég er viss um að flestir í nefndinni era nú jákvæðari í garð kvótakerfisins en þeir vora áð- ur. Hlutverk okkar er að leggja fram skýrslu um stöðuna og tillögur í framhaldi þess. Ríkisstjórnin getur svo gert hvort heldur sem er, hafnað tillögum okkar eða farið eftir þeim. Við getum ekki lagt fram framvarp til laga. Mér þykir líklegt að tillögur okkar verði um breytta fiskveiði- stjómun í Bretlandi. Verði niður- staða nefndarinnar á þá leið að ís- lenzka leiðin verði farin, mun ég þrýsta á ríkisstjómina að gera svo.“ Fiskveiðistefna ESB vissulega umdeild Er hægt að koma á slíkri fiskveiði- stjómun samhliða sameiginlegri sjávarútvegsstefnu Evrópusam- bandsins? „Vissulega er það hægt. Fiskveiði- stjómun byggð á framseljanlegum aflaheimildum er í fullu samræmi við stefnu ESB og ég sé ekkert sem mælir gegn því. Hin sameiginlega fiskveiðistefna ESB er vissulega um- deild í Bretlandi og margir telja hana leiða til þess að fiskurinn okkar sé í auknum mæli færður til útlend- inga. Það skiptir hins vegar öllu máli, að fiskveiðistjómun og sam- vinna vísindamanna og sjómanna og leiðir til eftirlits og framkvæmda era utan þess sviðs, sem hin sameigin- lega fiskveiðistefna nær yfir. Fyrir vikið yrði það auðvelt að innleiða sams konar kerfi og þið búið við á Is- landi. Það era reyndar nokkrir fleiri þættir sem gætu valdið okkur óþæg- indum. Til dæmis það hvar fiskinum er landað. Hvort hann fari til hafna utan Bretlands eða ekki. Annað at- riði er að fiskveiðar okkar byggjast á mun fleiri tegundum en við Island. Þar er auðveldara að einbeita sér að ákveðnum tegundum en við Bret- land. Þá er brottkast afla mjög umdeilt. Það virðist ómögulegt að meta hve mikið það er í raun og veru og hér á íslandi fáum við mjög misvísandi fullyrðingar um það. Ég tel hins veg- ar að það sé almennt viðurkennt að brottkast sé tiltölulega lítið. Það er vandamál við Bretland, þegar sjó- menn neyðast til að kasta fiski, sem þeir hafa ekki kvóta fyrir eða er und- ir stærðarmörkum. Gætum við fund- ið leið til að minnka brottkast, yrði okkur líklega fagnað sem töframönn- um. Séu engar hömlur á framsali afla- heimilda, munu smærri og veikari sjávarútvegsbyggðirnar vafalítið fara halloka fyrir þeim stærri. Það, sem við verðum að vega og meta, eins og íslenzkir stjórnmálamenn, er hvort eigi að líta á sjávarútveginn sem heild, sem eigi að skila arði. Ég er viss um að það stjómkerfi sem ís- lendingar búa við með framseljan- legum aflaheimildum, styrkir efna- hag þjóðarinnar og sjávaútveginn sem heild.“ Vissa agnúa þarf að sníða af kerfinu „Mér er jafnljóst að þessu fylgja annmarkar, sérstaklega fyrir smærri staðina. Mér dettur ekki í hug að segja íslendingum til í þess- um efnum, en okkur verður að vera ljóst, leggjum við til slíkt fyrirkomu- lag fyrir Bretland, hvort setja eigi einhverjar framsalsskorður, hvort binda eigi kvótann ákveðnum byggð- arlögum eða ákveðnum löndunar- höfnum. Hvort koma eigi á einhvers konar álagi við flutning aflaheimilda til að setja í pott fyrir nýliðun eða færa til baka til staða, sem hafa orðið undir. Það er hægt að fara ýmsar leiðir til að mæta þessum afleiðing- um. Við eigum eftir að ræða það hvort þess er þörf og ef svo hverra þeirra er þörf. Að þessu athuguðu er tæpast hægt að yfirfæra kerfið óbreytt á brezka fiskveiðistjómun. Vissa agnúa yrði að sníða af því, ef til kemur að það verði ofan á,“ segir Peter Luff. Reuters VAIRA Vike-Freiberga, nýkjörin forseti Lettlands, tekur við blómum og heillaóskum í höfuðborginni Riga í gær. Vaira Vike- Freiberga kjörin forseti Lettlands Riga. Morgunblaðið. Reuters. LETTNESKA þingið kaus á fimmtudag Vaira Vike-Freiberga í embætti forseta Lettlands, en hún bauð sig fram utan flokka. Mun Vi- ke-Freiberga taka við embættinu 7. júlí af Guntis Ulmanis, sem gegnt hefur forsetaembætti síðan Lett- land fékk sjálfstæði árið 1991. Vaira Vike-Freiberga er 61 árs gömul fræðikona sem flúði til Kanada á Sovéttímanum, en hefur nú aftur tekið upp búsetu í Lettlandi. Hún hefur um árabil gegnt prófess- orsembætti í sálfræði við Montreal- háskóla og er yfirmaður Lettlands- stofnunarinnar. Þá er hún meðlimur í Vísindaakademíum Lettlands og Kanada og hefur tekið þátt í rann- sóknarverkefnum á vegum NATO og veitt kanadískum stjómvöldum ráðgjöf um ýmis verkefni. Forsetaembættið fyrst og fremst virðingarstaða Á lettneska þinginu sitja 100 þingmenn, og þurftu frambjóðendur að hljóta að minnsta kosti 51 at- kvæði til að ná kjöri. Atkvæða- greiðslan á fimmtudag var tvísýn, og það var ekki fyrr en í sjöundu umferð að Vike-Freiberga tryggði sér meirihluta með 53 atkvæðum. I kosningabaráttunni höfðu tónskáld- ið Raimond Pauls og Anatoly Gor- bunov samgönguráðherra verið taldir sigurstranglegastir, en Pauls dró framboð sitt til baka eftir að þingmenn höfðu greitt atkvæði fimm sinnum. Hann hafði í öll skipt- in hlotið flest atkvæði, en Ijóst var að hann gæti ekki tryggt sér meiri- hluta. Forsetaembættið í Lettlandi er fyrst og fremst virðingarstaða. For- setinn er að mestu valdalaus, en til- nefnir þó forsætisráðherra og kemur fram sem talsmaður landsins á al- þjóðavettvangi. Vike-Freiberga, sem er fyrsta konan sem gegnir embætti þjóðhöfðingja í ríkjum fyrram Sovét- ríkjanna, sagði eftir að úrslit lágu fyrir að hún myndi fylgja fordæmi forvera síns um að vera hlutlaus í stjómmálum landsins. Lauk hún lofsorði á Ulmanis fyrir að hafa fest lýðræði í sessi í Lettlandi. Mótmæla kapítalisma ÞÚSUNDIR manna héldu í mót- mæli í gær í viðskiptahverfi Lundúna í Englandi til að mót- mæla kapítalisma. f fyrstu fóru mótmælin friðsamlega fram en er Iíða fór á seinni part dags brutust út átök milli mótmæl- enda og öryggislögreglu er fólkið kastaði lauslegum hlutum að henni og ruddi sér leið inn í sum af fjármálafyrirtækunum í hverfinu. Höfðu sumir mótmæl- endanna vín um hönd og köst- uðu þeir meðal annars bjórdós- um og ávöxtum að lögreglu er hún varnaði framgangi þeirra. Á mótmælaspjöld sumra hafði verið ritað „peningar drepa“ og „við munum endurheimta jörð- ina.“ Ein kona særðist í átökun- um, en er hún hoppaði á þaki lögreglubíls keyrði hann óvænt á brott með þeim afleiðingum að hún féll til jarðar. Voru meiðsl hennar ekki talin alvar- leg.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.