Morgunblaðið - 19.06.1999, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 19.06.1999, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT LAUGARDAGUR 19. JÚNÍ 1999 25 SANDRA Witelson. Heili Einsteins frábrugðinn öðrum heilum AP MYNDIR er teknar voru af heila Einsteins 1955. London. AP. LENGI hefur leikið grunur á, að eitthvað hljóti að hafa gert að verkum að Albert Einstein var snjallari en við hin. Nú hafa vísinda- menn komist að því, að ákveðinn hluti heila hans var reyndar líffræðilega einstakur. Eina rannsóknin, sem gerð hefúr verið á bygg- ingu heila Einsteins, var framkvæmd af vísinda- mönnum við McMaster-há- skóla í Hamiiton í Kanada. Hefúr hún leitt í Ijós, að sá hluti heilans, sem talinn er tengjast stærðfræðilegri hugsun er 15% breiðari, beggja vegna, en venjulegt er. Einnig ieiddi rannsóknin í ljós, að raufín sem veiyu- lega Iiggur á milli fram- hluta heilans og til aftur- hlutans, náði ekki alla leið í Einstein. Þessi uppgötvun gæti einnig átt við þá, sem eru nær meðallagi í gáfúm. „Þessa lögun höfum við ekki séð á neinum heilum og kemur ekki fram á myndum af manns- heilum,“ sagði Sandra Witelson, taugasérfræðingurinn sem stýrði rannsókninni. Greint var frá nið- urstöðunum í breska læknatíma- ritinu The Lancet nú í vikunni. „En þetta ber ekki að skilja sem svo, að örlögin búi í anatómí- unni,“ bætti Witelson við. „Það er einnig vitað, að umhverfíð á mik- ilvægan þátt í námi og þroska heilans. En þetta segir okkur að umhverfíð er ekki eini þátturinn." Witelson segir að niðurstöðum- ar kunni að benda til mikilvægis þessa hluta heilans. Þótt munur- inn kunni að vera mikill á heila Einsteins og fólks sem ekki telst til snillinga geti munurinn verið smávægilegur þegar gerður er samanburður innbyrðis í þeim hópi sem kallast venjulegt fólk. Heili Einsteins var borinn sam- an við heila úr 35 karlmönnum og 56 konum sem vitað var að höfðu meðalgreind er þau dóu. Heili Einsteins var að meðaltali svipað- ur að þyngd og stærð og heilar karlmannanna, og sagði Witelson það staðfesta kenningu margra vísindamanna, um að meðaltals- stærð heUa gefi ekki vísbendingar um gáfur. Witelson telur að lykilatriðið sé að raufín er styttri en á venjuleg- um heila. Vegna þessa kunni fleiri taugafrumur á því svæði að hafa tengst og unnið saman með auð- veldari hætti. Líklegt væri að rauf- ina hefði alltaf vantað, að hluta, í heila Einsteins, fremur en að hún hefði horfíð vegna gáfna hans. Þessi rauf sé eitt helsta einkenni heilans, og komi snemma f ljós. „Það er ekki vitað hvort allir snjallir eðlis- og stærðfræðingar hafa þessa sömu heilabyggingu," sagði Witelson. „Þetta passar og hljómar sannfærandi, en frekari sannanir eru nauðsynlegar." Næsta skrefið, sagði hún, væri að rannsaka heila í lifandi stærð- fræðingum og leita að smávægi- legum frávikum. Einstein var 76 ára þegar hann lést í Princeton í Bandaríkjunum 1955. Meinafræðingurinn sem krauf hann tók heilann með sér heim, og hafa áður farið fram rannsóknir á hlutum úr heilanum en þetta er umfangsmesta rann- sókn sem farið hefur fram á hon- um. Játvarður Bretaprins gengur að eiga Sophie Rhys-Jones í dag Athöfninni sjónvarpað beint víða um heim JÁTVARÐUR Bretaprins virtist ró- legur þegar hann kom fram opinber- lega í Edinborg í Skotlandi á fímmtudag en í dag gengur Játvarð- ur að eiga Sophie Rhys-Jones eftir sex ára tilhugalíf. Hann viðurkenndi reyndar að eftirvænting væri farin að láta á sér kræla en virtist að öðru leyti sallarólegur yfir tilhugsuninni að ganga í hjónaband, jafnvel þótt þremur eldri systkinum hans hafí ekki tekist að fínna hamingjuna í sinni fyrstu tilraun. Augu umheimsins beinast að þeim Játvarði og Sophie Rhys-Jones í dag þegar þau loksins ganga í það heilaga og verður athöfninni sjón- varpað beint, ekki aðeins í Bretlandi heldur víða um heim, og m.a. á ís- landi. Þess hefíu- lengi verið beðið að yngsti sonur Elísabetar Englands- drottningar og Filippusar drottning- armanns gengi í hjónaband og er brúðkaupið í dag tvímælalaust helsti viðburðurinn í bresku samkvæmislífí á þessu ári. Bresku sjónvarpsstöðvamar BBC og ITV vildu engu spá um hversu margir myndu fylgjast með útsend- ingum þeirra frá brúðkaupinu, en í Bretlandi einu og sér er reiknað með a.m.k. tuttugu milljón áhorfendum. Látlaus athöfn Athöfnin í dag verður látlausari en brúðkaup þeirra Karls og Díönu, Andrésar og Söruh Ferguson, og Önnu og Mark Phillips. Það er haldið í kapellu heilags Georgs í Windsor- kastala en ekki í London, eins og brúðkaup eldri systkina Játvarðar, og þótt gestimir verði um sex hund- ruð mun ekki marga þjóðhöfðingja að fínna þeirra á meðal, eins og þó er venjan með konungleg brúðkaup. Listinn yfir hverjum var boðið til athafnarinnar tekur meira mið af þeirri staðreynd að Játvarður og Sophie Rhys-Jones era bæði útivinn- andi en þau munu vera fyrsta kon- unglega parið úr Windsor-ættinni sem er í fullu starfi. Rhys-Jones starfar í auglýsingum og meðal ann- arra viðskiptavina hennar, sem boðnir em til brúðkaupsins, er Sir Elton John. Andrew Lloyd-Webber er á gestalistanum en Játvarður hef- ur sem kunnugt er mikinn áhuga á leikhúsi og leikhúsmálum, og starf- aði á sínum tíma hjá Lloyd-Webber. Meðal þeirra sem ekki era á gestalistanum era þær Sarah Fergu- son, sem gift var Andrési bróður brúðgumans, og Camilla Parker- Bowles, ástkona Karls - en fjarvera hennai- er sögð stafa af erfiðu sam- bandi hennar og Elísabetar Eng- landsdrottningar.. AP FJOLDI áhorfenda fylgdist með varðaskiptum við Windsor-kastala, vestur af London, í gær en mikil eftirvænting var tekin að gera vart við sig í Bretlandi í gær vegna brúðkaups Játvarðar prins og heit- meyjar hans Sophie Rhys Jones. 3kvistír kr 1200 Tilboð laugardag og sunnuda Birkikvistur Bjarkeyjarkvistur Dreyrarkvistur Döggiingskvistur Stórkvistur Lágkvistur Rósakvistur Perlukvistur Sunnukvistur Bogkvistur Víðikvistur ’-t Plöntusalan Fossvogi Fossvogsbletti 1 ( Fyrir neðan Sjúkrahús Reykjavíkur) Sími 564 1777
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.