Morgunblaðið - 19.06.1999, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 19.06.1999, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JÚNÍ 1999 27 ERLENT Breytingar gerðar við afgreiðslu á nýjum byssulögum í fulltrúadeild Bandaríkjaþings Köln, Washington. Reuters. Sjónarmið byssueig- enda urðu óvænt ofan á BILL Clinton, forseti Bandaríkj- anna, brást í gær ókvæða við sam- þykkt fulltrúadeildar Bandaríkja- þings í fyrrinótt á breytingartil- lögu þar sem gert er ráð fyrir að þeir sem vilja kaupa sér byssur á svokölluðum skotvopnasýningum þurfí einungis að bíða sólarhring eftir afhendingu byssunnar á með- an farið er ofan í fortíð kaupend- anna og feril. Kom samþykkt breytingartillögunnar nokkuð á óvart og er mjög á skjön við nýja og strangari byssulöggjöf, sem samþykkt var í öldungadeild Bandaríkjaþings í fyrra mánuði. „I stað þess að loka fyrir hina lífshættulegu holu í lögunum [sem leyfír mönnum að kaupa byssur á sérstökum skotvopnasýningum eftirlitslaust] samþykkti fulltrúa- deildin í skjóli nætur að leyfa glæpamönnum að halda áfram að kaupa sér byssur á skotvopnasýn- ingum. Þessi samþykkt mun hins vegar ekki standast dagsbirtuna," sagði Clinton í yfirlýsingu, en hann var staddur í Köln í Þýska- landi. Lagabreytingartillagan, sem naut stuðnings hinna áhrifamiklu samtaka skotvopnaeigenda í Bandaríkjunum (NRA), var naum- lega samþykkt í fyrrinótt, 218-211, eftir að fram hafði farið löng og ströng umræða um byssur og byssulöggjöf, trúarleg málefni og ofbeldi í skólum Bandaríkjanna. Hafði tilfinningahiti einkennt mál- flutning margra þeirra sem kváðu sér hljóðs. Nær mun skemur Tillagan var lögð fram af John Dingell, þingmanni demókrata frá Michigan, sem um árabil hefur tal- að máli skotvopnaeigenda, en hún nær mun skemur en löggjöf um skotvopnasýningar sem samþykkt var í öldungadeild Bandaríkjaþings í maí. Hafði Dingell starfað náið með Tom DeLay, einum helsta talsmanni repúblikana í fulltrúa- deildinni, til þess að fá tillöguna samþykkta. Þeir sem vilja herða byssulög- gjöfína í Bandaríkjunum höfðu vonast til þess að ná loksins sínu fram í kjölfar ódæðisverkanna í menntaskólanum í Littleton í Colorado, 20. apríl síðastliðinn, þegar tveir ungir byssumenn myrtu tólf skólasystkin sín og einn kennara, áður en þeir réðu sjálfum sér bana. Löggjöfin, sem samþykkt var í öldungadeildinm, hafði gert ráð fyrir að byssukaupendur yrðu að bíða þrjá daga á meðan ferill þein-a væri rannsakaður, og átti m.a. að gefa löggæslumönnum aðgang að dómsgögnum, reyndist slíkt nauð- synlegt, auk þess sem í löggjöfinni var þrengd mjög skilgreiningin á því hvað teldist vera skotvopnasýn- ing. þróuiu. þessum löndum? Bis.20 Erlend hlutabréf - eitthvað fyrir þig? Vilborg Lofts leiðbeinir um kaup á erlendum hlutabréfum. Bis.23 Hvað segja sér- fræðingamir um innlendan hlutabréfa- markað? Þrír þeirra sátu fyrir svörum í panel- umræðum. Bls, 24 VERÐBRÉFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA HF. Kirkjusandi • 155 Reykjavík • Sími: 560 8900 Myndsendir: 560 8910 • Veffang: www.vib.Ls • Netfang: vib@vib.is Nýjar stað- hæfingar um einkalíf Haugheys FYRRVERANDI starfsstúlka á búgarði Charles Haugheys, fyrrver- andi forsætisráðherra Irlands, reynir nú að stöðva útgáfu nýrrar bókar þar sem því er haldið fram að Haughey hafi alls ekki hlotið lífs- hættulega áverka - sem gerðu það að verkum að Haughey var rúm- liggjandi er hann átti sem fjármála- ráðherra að kynna fjárlög írsku stjórnarinnar vorið 1970 - er hann féll af hestbaki. Þvert á móti er því haldið fram í bókinni, sem ber heitið Sweetie, að Haughey hafi verið gripinn í bólinu með ungri stúlku af fóður stúlkunnar og bróður og að mennimir tveir hafi ekki beðið boðanna heldur barið for- sætisráðherrann fyrrverandi til óbóta. Segir í bóldnni að feðgamir hafi gripið stóla og barið Haughey ít- rekað í höfuðið og á efri hluta líkam- ans. Börðu þeir hann af svo miklu kappi að Haughey var nær dauða en lífi, að því er fram kemur í bókinni. Samkvæmt frétt The Irish Times segir starfsstúlkan umrædda að með þessum fullyrðingum sé höf- undur Sweetie, Kevin O’Connor, að gefa í skyn að hún hafi logið er hún bar vitni um að Haughey hefði fallið af hestbaki 22. apríl 1970 með þeim afleiðingum að hann slasaðist alvar- lega. Vill hún því að útgáfa bókar- innar verði bönnuð. Haughey er einn þekktasti stjórnmálamaður á írlandi á þessari öld. Hann var forsætisráðherra ír- lands 1979-1981, 1982 og 1987-1992 og er sagður hafa verið lærifaðir núverandi forsætisráðherra, Bert- ies Aherns, í stjórnmálum. Frá ár- inu 1997 hefur hins vegar verið flett ofan af ýmsum hneykslismálum er tengdust Haughey, m.a. grófu fjár- málamisferli og framhjáhaldi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.