Morgunblaðið - 19.06.1999, Side 28

Morgunblaðið - 19.06.1999, Side 28
28 LAUGARDAGUR 19. JÚNÍ 1999 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Þjóðernishreinsan- ir hafa kostað 10.000 Albana lífið Glogovac, Pristina. AP, The Daily Telegraph. AÐ minnsta kosti 10.000 Kosovo- Albanar hafa „horfið“ eða verið myrtir af serbneskum hermönnum í þjóðernishreinsunum þeirra í Kosovo sl. mánuði, að því er Geoff Hoon, ráðherra í breska utanríkis- ráðuneytinu, sagði í gær. Yfir hundrað fjöldagrafir hafa fundist frá því að friðargæsluliðar á veg- um NATO héldu inn í Kosovo sl. helgi. Líklegt er talið að ummerki fleiri ódæðisverka eigi eftir að finnast á næstu dögum og vikum og tala látinna eigi því eftir að hækka verulega. Að auki hafa frið- argæsluliðar fundið staði sem að sögn vitna voru notaðir til pynt- inga á Albönum. Pyntingatæki í kjallara Eitt versta dæmið um slíka „pyntingaklefa" fannst við leit breskra friðargæsluliða í kjallara lögreglustöðvarinnar í Pristina. Blaðamaður The Daily Telegraph segir aðkomuna hafa verið ljóta. Yfír hundrað fjöldagrafír fínnast á viku Pað fyrsta sem blasti við er inn í dimman kjallarann var komið var járnrúm með engri dýnu í. Leður- belti hafði verið fest tryggilega við rúmið og á því var lykkja, nægilega stór til að ná utan um úlnlið karl- manns. Pyntingatæki lágu á víð og dreif um gólf. í einu herbergjanna, þar sem sagt er að konum hafi verið nauðg- að, var flát með smokkum í. f kjall- aranum voru einnig eiturlyf, tómar viskíflöskur og tímarit með grófu klámi. A skrifborði í einu herbergj- anna lá keðjusög og undir því tæki til að mæla áfengismagn. I sumum herbergjanna voru gasgrímur og skotvopn. I homi kjallarans hafði stól með engri setu verið komið fyrir undir hríðlekri pípulögn frá ræsinu. Kjallarinn var gluggalaus þannig að ómögulegt hefur verið fyrir veg- farendur að heyra öskur og kvein fórnarlamba pyntinganna. A lögreglustöðinni hafði sérsveit serbnesku lögreglunnar haft aðset- ur í tuttugu ár og er bresku fall- hlífahermennirnir komu til Kosovo á sunnudag var þetta fyrsti áfanga- staður þeirra. Óvissa um afdrif fjölda Albana Greinilegt var að Serbar höfðu brennt flest skjöl og umtumað lögreglustöðinni áður en þeir yfir- gáfu hana. Þeir höfðu þó ekki ver- ið nægilega vandvirkir við að hreinsa til eftir sig eins og pynt- ingatækin bera glögglega vitni og einnig fundust einstaka skýrslur sem búið er að senda Stríðs- glæpadómstólnum sem sönnunar- gögn. Janimeti Blakqori, íbúi Pristina, Fjöldagrafir í Kosovo Talið er að a.m.k. 10.000 Kosovo-Albanar hafi verið drepnir frá því að þjóðernishreinsanir Serba í Kosovo hófust. Hafa KFOR-friðargæsluliðar fundið yfir hundrað fjöldagrafir frá því að þeirhéldu inn í héráðið fyrir viku. JÚGÓSLAVÍA Sti SVARTFJALLALANÐ Crkolez 20 lík ■■ Wk : ' ■ Djakovica I 70 lík Izbica 130 lík í V f+ Kosovo Orahovac Allt að 500 lík hafa fundist SERBIA Koliq : eo ifk 8 '—Poklek Pristina ' Vlastion Ltk fundust í vatnsbólum Prizren Fleiri en ein fjöldagröf hefur fundist Velika Krusa 20 lík 20 ALBANIA Km MAKED0NIA KRT sagði friðargæsluliðum að serbnesku lögreglumennirnir hefðu tekið eiginmann hennar og tvo bræður inn í lögreglustöðina 19. apríl sl., en síðan þá hafi ekkert spurst til þeirra. Fjöldi annarra Albana hefur svipaðar sögur að segja en enginn veit með vissu hversu margir hafi „horfið“ eftir að hafa farið í kjallar- ann. I Freonikl-verksmiðjunni í I Lög og regla víðsfjarri Eyðilegging í Pristína, höfuðborg Kosovo, er minni en búast hefði mátt við, að sögn Urðar Gunnarsdóttur, talsmanns OSE í héraðinu. Þó séu hverfí Albana meira og minna í rúst. Þótt fáir séu á ferli í borginni telur Urður að þar sé að kvikna heilmikið líf á ný. R A L P H L.AUREN Berðu íþróöafotin með stæf með Poto Sport frá Raiph Lauren. íþróttataskan fytgtr þegar keyptar eru 3 Poto Sport herravörur. Bakpokinn og snyrtitaskan fyfgja þegar keyptar er 2 Poto Sport dömuvörtr. Njóttu lifsjns, njóttu þess að fíta vet út. Utsölustaðr: fíeike>,ik Sara. Barikastraaá. Snyrtnv. Giæsitiæ. Hygea. Asjsturstrseb Laugarffige. Kimgkirn. SÉgurbagBrm. Laugawegj,. Ubia. Hagkaup. Knnglun™. Smáranum Haínarfj ■ Antera. Kopátr: Byigian. Akireyrr Amaro, Akranos: BJarg, HússxSc Hðma. ísafj.: Krisma. Vestmannse^r.: M6ðbær. Sefoss- SeMbssapáteir, Kefavk Smart URÐUR Gunnarsdóttir, settur talsmaður Öryggis- og samvinnu- stofnunar Evrópu (ÖSE) í Kosovo, kom í fyrradag til Prist- ína, höfuðborgar héraðsins. Sam- tökin hafa sent hóp til Kosovo til að meta stöðuna með tilliti til þess að hefja starfsemi þar að nýju. Um er að ræða borgaralegar sveitir sem vinna eiga að umbót- um á sviði mannréttinda og lýð- ræðisþróunar. „Það er um að ræða grundvallar- atriði eins og að koma upp dóms- kerfi,“ sagði Urður. „Það eru allir farnir, dómarar og lögregla, allar stofnanir sem er að finna í venju- legu samfélagi eru horfnar. Senni- lega var þetta flest skipað Serbum að mestu leyti og þeir eru ailir farnir.“ Fleiri verkefni bíða, koma af stað fjölmiðlum og væntanlega verða haldnar kosningar. Enn er nokkuð óljóst nákvæmlega hver verkefnin verða, en þetta virðist vera það helsta sem fyrir liggur. Kyssti jörðina „Við höfum þó ekki fengið form- legt umboð frá yfirstjóm ÖSE og samtökin vinna í samvinnu við Sa- meinuðu þjóðirnar (SÞ). Núna er unnið að verkaskiptingu milli ÖSE og SÞ,“ sagði Urður. Leið ÖSE-liðanna lá frá Ma- kedóníu tfl Pristína, og við landa- mærin að Kosovo var gífurlegur fjöldi landflótta héraðsbúa á heim- leið. „Sumir flóttamennimir taka leigubíl að landamærunum, ganga yfir, og taka leigubíl þaðan heim,“ sagði Urður. „Við sáum kosovo-albanska konu leggja frá sér allt sitt hafurtask um leið og hún kom yfir landamæralín- una, falla á fjóra fætur og kyssa jörðina. Eins og páfinn. [Alþjóð- lega friðargæsluliðið] KFOR er með gæslu á landamærunum, og þar em líka herlögreglumenn [Frelsishers Kosovo] UCK, óvopn- aðir fyrir utan handjárn, sem þeir láta skína í. Þeir eru þama til að skrá fólk og veita upplýsingar. Mest voru þeir þó að faðma og kyssa flóttafólkið sem kom yfir landamærin. Kosovo-megin bíður líka fólk eftir ættingjum sem enn eru á leiðinni." Serbar grýttir Urður segir gleði Kosovo-Alban- anna gífurlega, „en það sama verð- ur ekki sagt um Serbana sem em Reuters ALBÖNSK kona gengur með barn sitt í Djakovica, um 80 km frá Pristina. Serbneskir hermenn lögðu bæinn að mestu í rúst eftir að loftárásir Atlantshafsbandalagsins á Júgóslavíu hófust 24. mars sl. íbúar Djakoviea segja að yfir þúsund karla sé enn saknað eftir að serbnesk lögregla hafi numið þá á brott. að flýja heimili sín. Við keyrðum framhjá hverju farartækinu á fæt- ur öðru sem voru full af Serbum á flótta. Þeir keyra yfirleitt í lestum til öryggis því þeir era svo ofboðs- lega hræddir við Albanana og UCK.“ Dæmi eru um að serbneskt fjölskyldufólk, sem er að flýja Kosovo, hafi verið grýtt. „Það voru tugir bfla í röðinni sem var lengst. Það er sorglegt að horfa upp á að ein flóttamannakrís- an sé varla afstaðin þegar önnur hefst.“ Urður sagði að eyðileggingin í Kosovo, sem sýnileg hafi verið frá þjóðveginum á milli Makedóníu til Pristína, hafi verið „mun minni en við bjuggumst við“. Það sama verði hins vegar ekki sagt um suðvestur- og vesturhluta héraðsins milli borganna Prizren og Pec, sem aðr- ir ÖSE-liðar og margir fréttamenn hafi farið um og greint frá. „Svæðið á milli þessara borga var og er eitt sterkasta vígi UCK og það virðist sem mörg þorp þar hafi verið lögð í rúst. Þá mun Pec að stóram hluta vera í rúst.“ „Þegar við nálguðumst Pristina virtist ekkert hafa breyst frá því við yfirgáfum borgina, um viku áð- ur en NATO hóf árásir á Jú- góslavíu [24. mars]. Er inn í borg- ina kom reyndist eyðileggingin líka minni en við höfðum búist við, að minnsta kosti þegar komið var frá suðri.“ ■ r

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.