Morgunblaðið - 19.06.1999, Síða 29

Morgunblaðið - 19.06.1999, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT LAUGARDAGUR 19. JÚNÍ1999 29 Glogovac voru einnig ummerki pyntinga en þar er talið að serbneskir lögreglumenn hafí losað sig við lík Albana með því að brenna þau í ofnum verksmiðjunn- ar. Hermennirnir lögðu verksmiðj- una undir sig fyrir rúmu ári. Eftir að flugskeyti NATO hæfði verk- smiðjuna 29. apríl sl. hófu Ser- barnir nýja ofbeldisöldu gegn al- bönskum borgurum, en að sögn þeirra síðarnefndu drápu her- mennirnir a.m.k. 600 Albana í kjölfarið. „Petta var miðstöð drápa á Drenica-svæðinu þar til NATO sprengdi verksmiðjuna," sagði einn íbúanna. Hann sagði að um fímm þúsund lögreglumenn hefðu einnig verið staðsettir þar, sem gengið höfðu í lið með hermönnum júgóslaviuhers eftir að verksmiðj- an varð fyrir loftárás. Frásagnir af fjöldamorðum halda áfram að berast friðargæslu- liðum og hjálparstarfsmönnum í Kosovo. Þorpsbúar í Poklek, sem er í um 30 km fjarlægð frá Prist- ina, sögðu frá því að serbneskir lögreglumenn og hermenn hefðu safnað saman 62 Albönum, aðal- lega konum og börnum, í herbergi 17. apríl sl. Þeir drápu fólkið með því að henda handsprengju inn í herbergið, en skutu þá sem lifðu sprengjuna af. Svo virðist sem serbneskir her- menn hafí oft á tíðum búið fórnar- lömbum fjöldamorða grafir á fleiri en einum stað til að hylma yfir að um fjöldamorð hafí verið að ræða. Smám saman fleira fólk „Það eru fáir á ferli, en það er að kvikna heilmikið líf. Þetta er ekki ósvipað og þegar maður vaknar mjög snemma á sunnu- dagsmorgni [í Reykjavík] og horf- ir út. Smám saman fer að sjást fleira og fleira fólk. Veitingahús- um og búðum hefur verið lokað, rimlar eru fyrir gluggum en rúð- urnar höfðu þó ekki verið brotnar. Ætli það séu ekki þrjár eða fjórar búðir opnar í allri borginni, og nokkri sölustandar. En ég held að þetta sé bara spurning um nokkra daga uns lífið verður komið í eðli- legra horf.“ Reyndar sé ástandið töluvert annað í sumum hverfum sem Al- banar hafi búið í. „I hverfinu sem ég ók í gegnum á leið í vinnu í morgun, var mikil eyðilegging, rúður brotnar, brunarústir og mjög fáir á ferli.“ ÖSE-liðamir eru komnir aftur inn í höfuðstöðvarnar sem þeir höfðu áður en þeir yfírgáfu borgina í mars. Þær eni í stóru húsi „og í því hafa verið brotnar sex rúður sem er lítið í ljósi þess að þetta er stórt hús. Júgóslavneski herinn hafði hér aðsetur í nokkra daga, og það hefur nánast öllu verið stolið, borðum, stólum; og búnaði sem við skildum eftir. A einstaka stað má sjá sigurmerki Serba málað á veggi, en annars er byggingin að mestu í lagi.“ Tvær samlokur Urður kveðst ekki fínna neina ógn eða spennu á götum úti, „en það gefur augaleið að það eru allir með varann á sér því að við vitum að hér er fullt af fólki vopnað og allt sem heitir lög og regla er víðs fjarri. Það eina sem heldur uppi einhverri reglu er NATO. Mér fannst spennan og óvissan meiri rétt áður en við fórum héðan [í mars]. Okkur hafa verið settar strangar öryggisreglur um ferðir, megum ekki ferðast að næturlagi og eiginlega er í gildi útgöngubann eftir klukkan átta á kvöldin. Mér skilst að NATO hafí sett það bann og það virða það flestir." Það er lítið að hafa, matarkyns, í Pristína, og Urður segir ÖSE-lið- ana hafa komið með mat með sér. „Reyndar fór ég út í söluvagn í dag og þar var til ein pítsusneið og tvær samlokur. Ekkert annað. Ég keypti aðra samlokuna og hún bragðaðist ágætlega." Starfsmenn Stríðsglæpadóm- ( stóls Sameinuðu þjóðanna hafa j hafið störf í Kosovo og er búist við að þeim fjölgi nú á næstu dögum. 1 Að sögn Louise Arbour, saksókn- ara Stríðsglæpadómstólsins yfír i málum tengdum fyrrverandi Jú- góslavíu, hafa KFOR-friðai’gæslu- ( liðar á vegum NATO verið starfs- mönnum dómstólsins mjög hjálp- legh’ við að láta þeim í té sönnunar- gögn. Sagði hún brýnt að starfs- menn dómstólsins fengju greiðan aðgang að héraðinu sérstaklega áð- 1 ur en fleira flóttafólk streymir þangað. , t BRESKUR fallhlífasveitahermaður j stendur vörð um kjallara á lög- reglustöð í Pristina, en talið er að serbneska lögreglan hafi notað hann sem pyntingarklefa.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.