Morgunblaðið - 19.06.1999, Page 31

Morgunblaðið - 19.06.1999, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ VIKU LM LAUGARDAGUR 19. JÚNÍ 1999 31 MYNDIN til vinstri sýnir tálkn á nýveiddum þorski. Á hægri myndinni hefur hann verið geymdur í 14 daga við bestu aðstæður. getur oft verið erfitt að meta fersk- leikann þegar horft er í afgreiðslu- borð fisksalans. Litur nýrra flaka er yfirleitt ljós, hvítur eða nær gagnsær (mismunandi eftir fisktegunum). Einnig hefur næringarástand fisks- ins áhrif á litinn. Oeðlilegur rauðleit- ur blær getur verið vegna lélegrar blóðgunar og einnig geta stöku blóð- blettir verið sjáanlegir. Við lengri geymslu á flökum fá þau gulleitan, gráleitan eða brúnleitan blæ. Ferskur fiskur sem hefur verið vel meðhöndlaður er stinnur og flökin ósprungin. Við geymslu verð- ur fiskholdið mýkra. Þó getur ný- veiddur fiskur verið slepjulegur og linur t.d. fyrst eftir hrygningu. Ekki eru allir fisksalar áhuga- samir um að láta kaupendur lykta af flökunum en hins vegar gera neytendur það oft er heim er komið. Lykt af ferskum flökum er lítil en minnir á sjó, þang eða fjöru. Við stutta geymslu verða flökin nánast lyktarlaus en við lengri geymslu verða þau illa lyktandi og súr lykt myndast eða lykt eins og af signum fiski og að lokum ýldulykt. Bragð og lykt af soðnum físki Eftir að fiskurinn kemst í pottinn er í raun auðvelt að meta ferskleik- ann með því að lykta af honum soðnum og bragða hann. Það getur verið aðeins of seint að meta fiskinn þegar hann er soðinn en það getur hins vegar haft áhrif á næstu inn- kaup hjá viðkomandi fisksala. Eins og með heilan fisk hafa fisk- flök af nýveiddum fiski málmkennt, vatnskennt bragð sem síðan verður sætt, dofnar smám saman og verður fiskurinn nánast lyktar- og bragð- laus um tíma. Síðan taka yfirhöndina bragð- og lyktarefni sem flestum finnast ógeðfelld og innihalda köfn- unarefnis- og brennisteinssambönd. Feitur fiskur þránar við geymslu. Efnasambönd sem þá myndast hafa óæskilega lykt og bragð og geta ver- ið varasöm heilsu manna. Skelflskur Skelfiskur eins og rækja og humar hafa sín sérkenni. Mjög einkennandi fyrir heila rækju er lykt af ammon- íaki sem myndast af völdum ensíma strax eftir veiði en síðan taka örver- ur við. Af tiltölulega ferskri heilli rækju má fljótlega greina daufa ammoníakslykt áður en hold hennar skemmist. Bæði humar og rækja hafa mjög sætt bragð fyrstu dagana eftir veiði, sem síðan dofnar og við tekur ákveðið bragð- og lyktarleysi. Bæði í humri og rækju getur orðið svonefnd sortamyndun. Rækja verð- ur svört í haus og á humri myndast svartir blettir í liðskiptum og hala- blöðku. Þetta stafar af ákveðnum efnabreytingum af völdum ensíma. Hægt er að koma í veg fyrir þessa sortamyndun með þvi að hindra að- gang súrefnis að skelfiskinum. Sorti hefur ekki áhrif á bragð og lykt en er mjög fráhrindandi fyrir neytendur. Fyrir neytendur er mikilvægt að geta treyst því að fiskurinn sem þeir eru að kaupa sé ferskur. Það sem fram hefur komið í grein þess- ari getur vonandi nýst neytendum við að leggja mat á gæði þeirrar vöru sem þeir eru að kaupa. Golfsett oíí fylgihlutir y*, IDibon w HUSASMIÐJAN Sími 525 3000 ■ Fréttir á Netinu ^mbl.is ALLTAf= G/TTH\SA£? NÝTl Leitiö og þér munuö finna leit.is, nýja íslenska leitarvélin, er frábær viöbót viö öflugt íslenskt netsamfélag. Við erum stolt af stuöningi okkar viö þetta frumkvæöi til aö bæta samskipti á netinu. SÍMINNVnternet'* -tengir þig viö lifandi fólk www.leit.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.