Morgunblaðið - 19.06.1999, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 19.06.1999, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JÚNÍ 1999 33 Tíu dropar í Baghdad. Reuters Kaffi gegn gallsteinum Chicago. Associated Press. NIÐURSTÖÐUR bandarískrar rannsóknar benda til þess að kaffidrykkja geti dregið úr hættunni á gallsteinum. Hætt- an er 40% minni meðal karl- manna, sem drekka tvo eða þijá bolla af kaffi á dag, en hjá mönnum sem ekki drekka kaffi, segir í niðurstöðunum, sem birtar voru í JoumaJ of the American Medical Association. Meðal þeirra sem drukku fjói’a bolla á dag minnkaði hættan um 45 af hundraði. En þetta á einungis við um alvöru kaffi. Koffmlaust kaffi, te og gosdrykkir sem innihaida koffín draga ekki úr hættunni. Kaffið eykur samdrátt í gall- blöðrunni og dregur úr kól- esterólinu, sem getur myndað gallsteina. „Ég myndi nú ekki segja að við mælum með því að fólk fari að drekka kaffi, bara til að forðast gallsteina," sagði dr. Michael F. Leitzmann, við heilbrigðismáladeild Har- vardháskóla, sem stjórnaði rannsókninni. „En það er allt í lagi að halda áfram að drekka kaffi. Það veldur engum alvarlegum sjúkdómum.“ Rannsóknin var gerð á karlmönnum eingöngu, en Leitzmann sagði ekkert mæla gegn því að niðurstöð- urnar ættu við uin konur einnig. Þó yrði gerð sérstök rannsókn á því. Miklu meira C Medical Tribune News Service. I LJOSI aukinna vísbendinga um heilnæmi C- vítamíns ætti dags- skammturinn að vera tvöfalt meiri en hann er nú, að mati sérfræðinga. Nýlegar rann- sóknir benda til þess að C-vítamín sporni við krabba- meini, hjartasjúk- dómum og star- blindu. Kemur þetta fram í ritgerð í nýjasta hefti American Journal of Clinical Nut- rition. Höfundar ritgerðarinnar eru Balz Frei og Anitra C. CaiT, við Oregon State- háskóla. Höfundarnir telja tíma til kominn að endurskoða með- mæltan dagskammt af C-vítamíni, sem gromm orðna reykja. rétt skammtinn í milligi-ömm, 60 milli- fyrir full- sem ekki Segja þeir að auka 120 því mikið af vísindaleg- um upplýsingum hafi bæst við síðan meðmæltur dagskammtur var síð- ast ákveðinn, sem var 1989. Núverandi skammtur miðast við að koma í veg fyrir skyrbjúg, er hlýst af C-vítamínskorti. Jeffrey Bl- umberg, við Tufts-háskóla í Boston, er sammála Frei og Carr. Blum- berg tók ékki þátt í rannsókninni sem þau unnu. Hann sagði að vitað væri að til þess að C-vítamín næði mettun í blóðinu þyi'fti fullorðinn einstaklingur að taka um 100 milli- grömm daglega. Frei sagði að mestur áhugi væri á þeim möguleikum sem C-vítamín Færandi dagsskammtinn heim. Reuters hefði á að vemda hjartað. Margar tilraunir hafi sýnt að vítamínið bæti æðaútvíkkun, er komið getur í veg fyrir hjartaáfall og heilablóðfall. „Það er virkilega athyglisvert hversu samhljóma niðurstöður hafa verið um þetta,“ sagði Frei. Blumberg og Frei eru sammála um að besta leiðin til að fá nóg C- vítamín sé að borða nóg af græn- meti og ávöxtum daglega. Rann- sóknir hafa sýnt að meðalneysla bandarískra karlmanna á C- vítamíni er um 84 milligrömm á dag, og meðalneysla þarlendra kvenna 73 milligrömm. Hvað er paranoia ? GYLFI ÁSMUNDSSON SÁLFRÆÐINGUR SVARAR SPURNINGUM LESENDA Spurning: Hvað er paranoia og af hverju stafar hún? Er það geðveiki eða er það sjúkómseinkenni, sem finnst í öðrum geðsjúkdómum einnig? Getur paranoia kannske komið fyrir hjá tiltölulega heil- brigðu og venjulegu fólki? Svar: Paranoia er heiti á sjúkdóms- mynd sem lýsir sér í ranghug- myndum, sem koma einkum fyrii- í geðveiki, sérstaklega geðklofa. Á íslensku nefnast þær aðsóknarhug- myndh’ eða ofsóknarhugmyndir og koma fram í því að sjúklingnum finnst að aðrir séu á móti sér, of- sæki sig og vilji sér illlt. Þeir sem aðhyllast kenningaa- Freuds telja að þessar ranghug- myndir séu sprottnar af varnar- hætti þeim sem nefnist frávarp (projection). Frávarp felst í því að ætla öðrum kennd sem býr í manni sjálfum. Af því að kenndin er óþægileg er það fyrsta stigið að af- neita henni eða bæla, en láta ekki við það sitja heldur eigna hana öðrum. Dæmi: Ég er reiður út í þig, en leyfi mér það ekki og af- neita kenndinni, en sný henni upp á þig: þú ert reiður út i mig, vilt mér illt. Við það fer ég í varnar- stöðu gagnvart þér, tortryggi þig og get jafnvel sýnt þér „réttmæta" reiði. þetta er vai-narháttur sem margir grípa til án þess að það beri vott um geðveiki. Margir eru tortryggnir út í annað fólk og fljót- ir að kenna öðrum um. Ef þetta er mjög áberandi persónueinkenni kunna þeir að hafa paranoid per- sónuleika, sem leiðir til erfiðleika í samskiptum við annað fólk. Ef hins vegar frávarp af þessu tagi verður ríkjandi varnarháttur og felur í sé alvarlega brenglun á Ranghugmyndir raunveruleikanum getur það leitt til aðsóknarhugmynda eða ofsóknai-- hugmynda, sem þá flokkast undir geðveiki. Þá myndast kerfi ofsókn- ai’hugmynda, sem getur haft á sér rökrænan og trúverðugan blæ við fyrstu sýn, en forsendumar sem þær byggjast á eru hins vegar sprottnar úr hugmyndalífi sjúk- lingsins, en ekki raunveruleikanum. Ranghugmyndir eru yfirleitt í góðum takt við tímann og nýjustu tækni. Fyrr á tímum voru það draugar og forynjur, sem ofsóttu sjúklinga með ranghugmyndir af þessu tagi. Á tækniöld eru þeir of- sóttir í gegnum útvarp, sjónvarp, tölvur og jafnvel geislun. Þannig heimfæra þeir umfjöllun í sjónvarpi upp á sjálfa sig og leggja persónu- lega merkingu í fréttir, þar sem verið sé að brugga þeim launráð. Sjúklingi með þessar ranghug- myndir kann að finnast hann of- sóttur af einhverjum alheimssam- tökum, t.d. kirkjunni eða ákveðn- um stjómmálaöflum. Til þess að svo sé, hlýtur hann að vera mjög mikilvægur maður. þess vegna fylgja mikilmennskuhugmyndú (megalomania) oft paranoiu. Dæmi em um sjúklinga sem telja sig vera í beinu sambandi við helstu valda- menn í heiminum og eiga við þá viðræður í ofskynjunum sínum. Paranoia eða aðsóknarhugmynd- ir eru ekki óalgengar hjá sjúkling- um, sem ekki em haldnir geðklofa. Þær má sjá hjá fólki með elliglöp, þegar viðkomandi er ekki lengur í þeim veruleikatengslum að hann geti lagt rétt mat á það sem fram fer í kringum hann og finnst stundum að aðstandendur séu að ráðskast með sig og fara á bak við sig. Einnig sjást aðsóknarhug- myndii’ hjá fíkniefnaneytendum og jafnvel áfengissjúklingum. Eins og áður segir er það ein kenning að paranoia sé afsprengi varnarháttarins fi-ávarps. Vamar- hættirnir era aðferðir okkar til að glíma við tilfinningar okkar og vandamál í samskiptum við annað fólk. Þeir fela alltaf í sér nokkra brenglun á vemleikanum, sem inn- an hófiegra mai-ka telst eðlileg. Eitt helsta skilmerki geðveiki em rofin tengsl við veraleikann með tilheyr- andi ranghugmyndum og oft of- skynjunum einnig. Sumir líta á þetta sem stigsmun, aðrir eðlismun. þá kemur til greina að um líffræði- lega skýringaþætti geti verið að ræða og era ýmsar rannsóknir sem benda til þess að svo geti verið. Nútíma lyfjameðferð hefur greinileg áhrif til þess að draga úr þessum einkennum og hefur valdið byltingu í meðferð á geðveiki. Hins vegar þykir nauðsynlegt að beita ýmsum sálfræðilegum aðferðum samhliða til þess að treysta raun- veruleikatengsl sjúklingsins, t.d. einkaviðtölum, hjópmeðferð, iðju- þjálfun og þjálfun í félagslegri hæfni. Lesendur Morgunblaðsins geta spurt sálfræðinginn um það sem þeim liggur á hjarta. Tekið er á móti spurningum á virkum dögum milli klukkan 10 og 17 í síma 5691100 og bréfum eða si'mbréf- um merkt: Vikulok, Fax: 5691222. Ennfremur símbréf merkt: Gylfi Ásmundsson, Fax: 5601720. Fjölskylduhátíð harnaþorpanna á Skemmti- og fræðslufundur fyrir stuðningsfjölskyldur SOS barnaþorpanna á íslandi og aðra velunnara barna verður haldinn I Ráðhúsi Reykjavíkur, sunnudaginn 20. júní kl. 15.00-16.35. Tilefnið er 50 ár frá stofnun SOS barna- þorpanna og 10 ára starfsafmæli SOS barnaþorpanna á íslandi. Dagskrá: Júlíkvartettinn leikur Fulltrúi stjórnar SOS barnaþorpanna á íslandi, Garðar Ingvarsson, býður gesti velkomna Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri flytur ávarp Daniel Fox, framkvæmdastjóri SOS í Bretlandi flytur fræðsluerindi um SOS barnaþorpin í 50 ár Kveðja frá SOS börnum frá Indlandi og Víetnam Skólakór Kársness syngur undir stjórn Þórunnar Björnsdóttur Ulla Magnússon, framkvæmdastjóri SOS á íslandi segir frá starfsemi SOS barnaþorpanna á íslandi Brynja X. Vífilsdóttir, fulltrúi stuðningsfjölskyldna, flytur ávarp Filippíski dansflokkurinn Extremities sýnir dansa Kynnir verður Bergþór Pálsson Aðgangur ókeypis sos íslandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.