Morgunblaðið - 19.06.1999, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 19. JÚNÍ 1999 35
LISTIR
&?y §<& IwlÉÍ-— ^
1 & - í Mi 1 Mjatr MÆWm. i
?■ ** t slí •• || ■jifcL- * < v! i
fPPte ’ '■; * h <. 1' 'J|f ***¥
éMrwírm trrt\. S L. í |
; ■. ■v ' ríT^ ^ '• % 0mSk
Morgunblaðið/Jim Smart
Fengu síðustu styrki Lýðveldissióðs
FULLTRÚAR Síldarmiryasafns-
ins í Siglufirði og íslenskrar mál-
stöðvar, Orlygur Kristfinnsson og
Baldur Jónsson tóku við styrkjum
Lýðveldissjóðs á hátiðarfundi
sjóðsins í fyrradag, sem haldinn
var í Alþingishúsinu. Forseti ís-
lands, Ólafur Ragnar Grímsson,
var viðstaddur. Sjóðnum, sem var
stofnaður á Þingvöllum árið 1994,
var einungis ætlað að starfa í
fimm ár og því var þetta síðasti
fundur hans. Markmið Lýðveldis-
sjóðs var að styrkja rannsóknir á
lífríki sjávar og efla íslenska
tungu og hlutu auk tveggja fram-
angreindra aðila um 70 aðrir
styrki nú, samtals að upphæð um
100 milljónir króna. Rannveig
Rist, Unnsteinn Stefánsson og Jón
G. Friðjónsson sátu í stjóm hans.
Ovenjuleg á
margan veg
KVIKMYNDIR
II á s k ó 1 a b f ó
PLUNKETT & MACLEANE irk
Leikstjóri: Jake Scott. Handrit: Peter
Barnes og Charles McKeown. Aðal-
hlutverk: Jonny Lee Miller, Robert
Carlyle, Liv Tyler, Ken Stott og Iain
Robertson. Polygram Film Ent. 1999.
ÞAÐ er synd að ekki skuli betur
unnið úr svo ágætum efnivið. Það
var víst ekki á hverjum degi á því
herrans ári 1748 að þjófóttur al-
þýðunáungi og heldri maður tóku
höndum saman um að ræna aðalinn.
Aðalsmaðurinn Macleane er í
skuldafangelsi þegar vagn sem verið
er að ræna brýtur fangelsisvegginn.
Macleane flýr og rekst á þjófinn
Plunkett. Þegar þeir sjá fram á að
eiga sameiginlegra hagsmuna að
gæta gerast þeir glæpafélagar þar
sem Plunkett kann aðferðina en
Macleane veit um ferðir og fjársjóði
ríka fólksins.
Eg held að boðskapurinn í þessari
sögu hafi átt að vera eitthvað á þá
leið að það sem skiptir mestu máli er
að vera hjartahreinn hvort sem mað-
ur á peninga eða ekki. Já, já, einmitt.
Það er fallegur boðskapur í sjálfu
sér en hann komst frekar illa til skila
nema í lokaræðu MacleaneS þar sem
hann bókstaflega stafar þetta ofan í
mannskapinn. Annars fór það bara í
taugamar á mér hversu falskur
Macleane var í þessu vinasambandi
sem ég held að hafi átt að vera heill-
andi. Það hefði alla vegana komið
betur út hefði svo verið.
Handritið er sem sagt alls ekki
nógu vel unnið. Það er fyndið á köfl-
um, og það er vel, en það hefði eigin-
lega þurft að vinna eitthvað al-
mennilegt og áhugavert á mannlega
vísu úr þeim staðreynd að menn úr
tveimur fjarlægum stéttum samfé-
lagsins skyldu gerast félagar. Það
býður upp á marga mögulega
árekstra, bæði fyndna og dramat-
íska.
Leikstjórnin er ekki nógu styrk;
hún er skrykkjótt og oft furðuleg en
stundum kemur það skemmtilega
út. Tónlistin í myndinni er t.d. mjög
skringilega valin og ýtir ósjaldan við
átjándu aldar stemningunni sem
annars er haganlega komið fyrir í
skemmtOegum búningum og sviðs-
mynd.
Leikararnir standa sig með ólík-
indum vel þótt ekki hafi þeir úr
miklu að moða í þessari mynd sem
oft er skemmtOegt en í heildina
fremur gloppótt.
Hildur Loftsdóttir
Aldarafmæli
Borgesar
ÞESS verður minnst 24. ágúst í
sumar að þá eru liðin 100 ár frá
fæðingu argentínska skáldsins Jor-
ge Luis Borges.
Reyndar er þegar farið að halda
upp á afmæli skáldsins með útgáfu
bóka um það, fyrirlestrum og minn-
ingarhátíðum en þær munu verða
nokkrar á árinu.
Borges kom nokkrum sinnum til
Islands. í fyrstu ferðinni sem var
opinber var þýðandi hans, Norman
Thomas di Giovanni, með í för.
Væntanleg er á Spáni bókin The
Lesson of the Master: Essays on
Borges and his work eftir Giovanni.
Einn hugur að verki
I TLS (11. júní) er löng grein eft-
ir Giovanni um það að þýða Borges
ásamt Borges: „Einn hugur að
verki“. I greininni segir Giovanni
frá því þegar hann hitti Borges
fyrst og samvinnu þeirra við þýð-
ingarstörfin. Starfið var ekki
þrautalaust en góð samvinna tókst
með þýðendunum.
Giovanni segir að Vladimir Na-
bokov hafi talið að þýðing ætti að
hljóma sem þýðing, en Borges vildi
JORGE Luis Borges á afmælis-
degi sínum þegar hann varð
áttatíu og tveggja ára, 1981.
að þýðing ætti að vera eins og frum-
gerð. Hann lagði á það áherslu við
þýðendur sína að huga að skáld-
skapnum, leggja einkum rækt við
hann.
Þurrpastel-
myndir á
Stokkseyri
DÓRA Kristín Halldórsdóttir
opnar myndlistarsýningu á veit-
ingahúsinu Við fjöruborðið á
Stokkseyri í dag, laugardag.
Á sýningunni eru þurrpastel-
myndir sem gerðar voru á síðast-
liðnum tveimur árum. Myndimar
eru unnar út frá innri upplifun.
Dóra Kristín nam í Myndlista-
og handíðaskóla íslands á árun-
um 1970-73, og 1980-82, og lauk
þá prófi sem myndlistarkennari.
Hún hefur búið og starfað sem
kennari á Selfossi síðastliðin 10
ár. Þetta er hennar fyrsta einka-
sýning en hún hefur áður tekið
þátt í samsýningum.
Sýningin er opin á opnunar-
tíma veitingahússins og stendur
til 25. júlí.
Ungir djass-
leikarar á
Jómfrúnni
Á ÞRIÐJU tónleikum sumarsins
á Jómfrúnni í dag, laugardag, kl.
16, kemur fram kvartett gítar-
leikarans Andrésar Þórs Gunn-
laugssonar. Auk Andrésar skipa
hljómsveitina Davíð Þór Jónsson
á saxófón, Valdimar K. Sigur-
jónsson á kontrabassa og Jóhann
Hjörleifsson á trommur.
Andrés Þór útskrifaðist í maí
sl. frá Tónlistarskóla FÍH, en
Davíð og Valdimar eru langt
komnir í námi við skólann.
Tónleikarnir fara fram ut-
andyra ef veður leyfir en annars
inni á Jómfrúnni. Aðgangur er
ókeypis.
Þingvellir frá
sjónarhorni
Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson
GYLFI Þ. Gíslason í vinnustofu sinni.
nýju
GYLFI Þ. Gíslason opnar í dag sýn-
ingu á verkum sínum í Galleríi Sæv-
ars Karls. Myndefni Gylfa eru Þing-
vellir sem hann segist reyna að
sýna frá nýju sjónarhorni.
Að sögn Gylfa skoraði Sævar
Karl á hann að halda sýningu og því
hefur hann unnið hörðum höndum
undanfarið við að útfæra nokkrar
hugmyndir sem hann átti í fórum
sínum. ,Aðalvandamálið er þornun-
artíminn á litunum,“ segir Gylfi.
„Sem betur fer eru komin ný efni í
olíuliti þannig að ég get unnið öðru-
vísi.“ Hann segir það þó vera á
mörkunum að hann nái tímasetn-
ingunni og bætir við að vonandi
verði enginn flekkur eftir ómálaður
á einni myndinni. „Nú, annars verð
ég bara með pensilinn á staðnum,"
segir Gylfi og hlær.
Myndirnar sjö á sýningunni eiga
allar rætur sínar að rekja til fjölda
rissmynda sem Gylfi á frá Þingvöll-
um. „Eg gerði á sínum tíma kort af
Þingvöllum. Ég var þar þá mikið og
fór um og var náttúrlega alltaf með
rissblokk á mér í rigningunni," seg-
ir Gylfi og bætir við að fyrir vikið
eigi hann urmul af skissum. En
Gylfi hefur að eigin sögn skoðað
Þingvelli í mörg ár og hélt hann
m.a. Þingvallasýningu fyrir um 20
árum.
„Ég horfi á Þingvelli frá svo
margs konar sjónarhomi. Það er
svo mikið af nýjum sjónrænum
homum sem maður getur fundið,“
segir Gylfi og þakkar þá breytingu
póstmódemismanum, sem leyfi að
hin föstu gullinsniðshlutföll mynda
séu brotin upp. „Auðvitað hefur
óskaplega mikið breyst í okkar sam-
félagi og um leið breytast allar
myndir, sjónarhorn, hvað er mynd
og hvernig hún er sett saman,“ seg-
ir Gylfi og bætir við að sér detti t.d.
ekki í hug að mála fjallahring Þing-
valla. Það hafi þegar verið gert og
hann hafi litlu við að bæta.
Frumþættir
Þingvalla
Bif er sú mynda sýningarinnar
sem Gylfi kveðst vera hvað ánægð-
astur með og segir hann hana vera
lykilmynd. „Mér finnst gott að hafa
mynd sem er 3,70 metrar að lengd
og heitir bara þriggja stafa orði,“
segir Gylfi. „Mér finnst hún svona
með því betra sem ég hef gert.“ En
á myndinni veitir þjóðvegurinn og
vegaskilti mótvægi við náttúra
Þingvalla. „Bif er eitthvað sem
hreyfist og það er bíllinn náttúr-
lega, bifreiðin," segir Gylfi. „En það
er raunverulega landið sjálft. Mað-
ur hefur trú á mynd þegar maður
þorir að setja hana upp í svona yfir-
stærð,“ bætir hann við.
Gylfi bendir á aðra mynd sem er
að hans sögn af framþáttum Þing-
valla, mosa, skugga vatni og grasi.
„Mér dettur ekki í hug að ætla að
fara að leysa mosa almennilega. Það
er búið að því og ég geri það alveg
áreiðanlega ekki betur en þeir sem
fóra á undan mér,“ segir Gylfi og
segir sína aðferð þá að setja tákn
fyrir mosa sem allir þekki. „Það er
alveg eins með hraunvegg, þá geri
ég tákn fyrir hraunvegginn, fyrir
skuggann, vatnið og grasið. Þetta
eru grann“elementin“ á Þingvöll-
um,“ segir Gylfi og bætir við að
hann hafi spáð í að setja birkihríslu
á myndina en hafi fundist það of
væmið.
„Ég varð að stytta eina mynd-
ina,“ segir Gylfi og bendir á mynd
af Oxarárfossi, sem er ný útgáfa af
eldri mynd. „Hún pompaði niður og
rifnaði og það er ekkert hægt að
gera við því. En málið er að hún er
betri fyrir vikið,“ segir Gylfi og
hlær.
Sýningunni lýkur 10. júlí.
http://www.rit.cc
enskar þýðingar
og textagerð