Morgunblaðið - 19.06.1999, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 19.06.1999, Blaðsíða 40
40 LAUGARDAGUR 19. JÚNÍ 1999 MARGMIÐLUN MORGUNBLAÐIÐ Gott veður í dag „Stundum rennur upp fyrir manni Ijós á hátíðarstundum og ekki einu sinni nauð- synlegt að fara niður á Austurvöll til að deila örlögum með pjóð sinni á sautjánd- anum. Eftir Kristján Jónsson FATT á meiri þátt í að gera Island að góðu landi til að byggja en hressandi veðurfarið. Hvergi í heiminum er jafn lítil hætta á að fólk lendi í neyð vegna skorts á drykkjarvatni, fái sólsting eða staðni og verði dáðlaust vegna allt of mikillar veðurblíðu. Hér er alltaf eitthvað að gerast, byl- ur getur dunið yfir í júní, tjöldin geta alltaf fokið um nóttina, sama hvernig útlitið hefur verið um kvöldið. Fjölbreytni er öllum holl og útlendingar eru búnir að upp- götva þetta. Þeir flykkjast nú til uinuADE landsins í sí- VIPHORF vaxandi mæli, hundleiðir á sólarbreyskj- unni heima fyrir og vilja meira fjör. Veður- barðir en sælir á svip klöngrast þeir yfir urð og grjót, hrópa af fógnuði þegar þeir sjá eina melgraskúfinn á margra ferkíló- metra svæði. Þeir sem eru heimspekilega sinnaðir átta sig á því táknræna í fágætum gróðrinum í eyðimörkinni, sigri lífsins í hörðum heimi. Og hvað með okkur, er það ekki nokkurs virði í veröld þar sem allt gengur út á einsleitni og þægindakapphlaup að vita að við erum öðruvísi? Flestir jarðarbú- ar njóta meiri sólar en við, lengri sumra, sumir logns og blíðu án afláts. En fyrir okkur er hver sólarglenna eins og óvænt gjöf. Við höfum átt skáld sem ortu um íslenskan „storm og ærlegt regn“. Hannes Hafstein vissi að við hefðum bara gott af þessu. Svona viljum við hafa þetta, hvað sem líður öllu nöldrinu. Menn hafa lengi deilt um ástæður þess að forfeður okkar flúðu frá ströndum Noregs en engum hefur víst dottið í hug að þeim hafi fundist of heitt. Að sögn fróðra er oft sjóð- heitt þar í landi á sumrin og loftslagið á norðurhveli var hlýrra fyrir þúsund árum. Þótt hvergi sé á þetta minnst í forn- ritunum getur ástæðan verið sú að allir hafi vitað þetta og mönn- um hafi þess vegna þótt óþarfi að vera að tyggja þetta ofan í lesendur. En svo má ekki gleyma að Barði Guðmundsson hélt því fram að Islendingar væru komnir af Herúlum, ger- mönskum þjóðflokki sem flækt- ist víða, stofnaði meðal annars stórt ríki þar sem nú er Úkra- ína. Hluti Herúla-þjóðarinnar settist að í Vestur-Noregi, sagði hann. Þeir gætu hafa verið sér- staklega viðkvæmir fyrir hita og orðið fegnir kælunni hérna. Sá sem þetta ritar hefur lengi verið kveif, er kulvís og hefur oft kvartað og kveinað, tekið þátt í söngnum um að það sé ekki lifandi á þessum klaka. Þetta sé óbyggilegt sker öðrum en lundum og öðrum furðufugl- um. Hér sé ekki einu sinni hægt að verja sig með regnhlíf vegna eilífs rokbeljanda. Og ríkis- stjórnin geri ekkert í þessu. En nú er mál að linni. Nú er rétt að stunda dálitla íhugun og velta fyrir sér misskiptingu gæðanna, hlutskipti þjóða og goðsagna um að allt sé betra í útlandinu. Við eram að blekkja okkur sjálf með vælinu og upp- skeram ekkert annað en óþarfa skapvonsku og depurð. Stundum rennur upp fyrir manni ljós á hátíðarstundum og ekki einu sinni nauðsynlegt að fara niður á Austurvöll til að deila örlögum með þjóð sinni á sautjándanum. Sjónvarpið var á sínum stað og spáin var svo slæm. Við eram alltaf að fárast út af slagveðrinu en ættum bara að búa okkur betur. Og ekki sakar að minna á að ef við nennum því ekki höfum við alltaf góðar af- sakanir fyrir því að hanga inni. Rigningin getur líka afsakað óhóflegan bílakstur; við kennum veðrinu um. Hér er heilsusamlegt loftslag og það getur líka verið ágætt að velta fyrir sér af hverju við geymum matinn í ísskáp. Það er til þess að fá ekki magapínu eða eitthvað enn hættulegra. Hvern- ig er það með þá sem alltaf era að flatmaga á sólarströndum, era þeir nógu hreinskilnir? Heimildarmenn, sem vilja alls, alls ekki láta nafns síns getið hafa hvíslað því að mér að annar hver sólarstrandafari sé illa haldinn af niðurgangi í ferðinni, þetta sé vandlega falið leyndar- mál. Fólk sem fer í þessar ferðir er samtaka um að þegja yfir þessu, það vill ekki ræða svona hallærisleg vandamál. Þetta er áreiðanlega samsæri. Og sumir eiga auk þess hags- muna að gæta, þeir gætu misst viðskipti ef þetta yrði á al- mannavitorði. Svo getur fólk sólbrannið svo illa að heilt slökkvilið dugar varla til að slá á þjáningarnar þegar það er kom- ið heim og sleikir sárin eftir æv- intýrið. Fullt er líka af soltnum og agalausum pöddum í mörg- um heitum löndum en aldrei er minnst á þær í auglýsingabæk- lingum. Hvað myndu ekki margar þjóðir vilja fá svolítið af rokinu og rigningunni okkar? Við þurf- um sjaldan að velta fyrir okkur loftmengun, ekki einu sinni á Miklubrautinni í Reykjavík, þetta fykur allt út í buskann. Og hér er svo mikið af ágætu vatni að okkur liggur við drakknun. Hvarvetna annars staðar stynur fólk í milljónaborgunum yfir eit- urgufunum frá bílunum. Og því er spáð að sums staðar verði háð stríð um vatnsból á næstu öld, svo mikill er vatnsskorturinn til dæmis í Miðausturlöndum. Menn reyna víða að endumýta vatn eftir bestu getu, sía jafnvel óþverrann úr skolpi eins og frétt- ir berast af. Vanþakklæti er engin dyggð, þetta er góð eyja og landfræði- lega staðsetningin hefur sína kosti. Héðan er oft gott útsýni yfir heiminn, svona í ákveðnum skilningi. Við getum líka leyft okkur að fylgjast vel með öðrum þjóðum af því að séríslensku vandamálin okkar era nú fæst þess eðlis að hægt sé að hafa hugann við þau mjög lengi í senn. Það tekur því ekki. Dauðaleit að gulrótum LEIKIR Bugs Bunny & Lola Bunny. Nintendo gaf nýlega út nýjan Game Boy Color-leik, sem heitir Bugs Bunny and Lola Bunny, Operation Carrot Patcli. Infogrames hannar leikinn, en það fyrirtæki hefur verið ötult við að gefa út Warner Bros.-teiknimyndaleiki. SÖGUHETJUR leiksins era sem sagt Kalli kanína og Lola vinkona hans. Spilandi getur skipt á milli persóna með „Select“-hnappinum. Kalli og Lola era mismunandi per- sónur að því leyti að Kalli getur grafið sig í jörðina og hlaupið um í skamma stund í loftinu ef hann safnar nógu af gulrótum. Lola get- ur aftur á móti látið sig svífa hægt niður háa staði. Söguþráður leiksins er, eins og í flestum Game Boy (og Warner Bros.) leikjum ekki mjög góður. Leikurinn hefst þannig að Lola og Kalli sjá að öllum gulrótunum þeirra hefur verið stolið. Þetta ger- ir þau eðlilega bálreið þannig að þau ákveða að fara í kvikmyndaver- ið (auðvitað) til að komast að því hver sé hinn seki. Upphefst svo leit í gegnum fimm heima sem hver hefur sinn sérstaka óvin; öndina Daffy í einhverjum bæ, veiðimann- inn Elmer Fudd í skóginum og svo framvegis. Grafík leiksins er afar góð og greinilegt að mikil vinna hefur ver- ið lögð í smáatriðin. Fyrir vikið er Operation Can-ot Patch einn flott- asti Color Game Boy-leikur sem komið hefur út til þessa, allar per- sónur leiksins era líka afar vel gerðar með flottar hreyfingar. I hverju borði era fjórir bitar af klippispjaldi og þegar búið er að finna alla bitana komast söguhetj- urnar áfram í næsta borð. Einnig er hægt að ná ofurgulrótum sem láta viðkomandi fljúga á eyranum í smá stund, kryddgulrótum sem gera hann ódrepandi, aukalífum og orku. Einnig er hægt að safna fimm stöfum frá kanarífuglinum Tweety í hverju borði til að komast í bónus- borð þar sem hægt er að vinna gul- rætur og aukalíf. A vissum stöðum í hverju borði sjást oft myndir af skóflum eða regnhlífum. Það er merki þess að þá sé best að skipta um persónu til að nýta hæfileika hvers og eins. Bugs Bunny & Lola Bunny er einn flottasti Nintendo Game Boy Color-leikur sem komið hefur út til þessa og kemst í sama flokk leikja og Crazy Castle 3 og Zelda. Ingvi Matthías Árnason Ný drif frá IBM IBM hefur náð veralegum árangi-i í smíði á hörðum diskum undanfar- in misseri og hyggst greinilega halda sess sínum ef marka má nýj- ustu gerðir diska frá fyrirtækinu. IBM kynnti í vikunni tvo nýja harða diska, annan örsmáan en knáan og hinn sannkallaðan belg. Fyrri diskurinn er ördiskurinn sem fyrirtækið kynnti fyrir nokkrum mánuðum, en hann er nú kominn í framleiðslu og fyrstu diskarnir komnir á markað. Ördiskurinn, sem kostar í kringum 35.000 kr. vestan hafs, er á stærð við eld- spýtustokk með öllu og rúmar um 340 MB. Diskurinn passar í svo- nefndar tvöfaldar PC-raufar, en slíkt er að finna á mörgum mynda- vélum og fartölvum, til að mynda á nýrri fartölvu IBM sem kallast z50 og keyrir Windows CE. Einnig eru á markaði ýmsar stafrænar myndavélar sem nýtt geta drifið og væntanleg sérstök útgáfa af Rio MP3-spilaranum sem þýðir að í honum má vista tugi klukkutíma af hágæða tónlist eða hundrað klukkustunda af tali. Hinn diskurinn sem IBM sýndi var öllu stærri um sig og rúmbetri auk þess sem hann kostar heldur minna en ördiskurinn. I fréttatil- kynningu frá IBM kemur fi’am að diskurinn, DeskStar 37GP, sé rúmbesta diskadrif fyrir borðtölv- ur sem um getur. Með fylgir ýmis leiðréttingarbúnaður sem meðal annars er ætlað að vara við ef bilun er í aðsigi. Doom í lófann HUGMYNDAFLUGI tölvu- framleiðenda virðast engin takmörk sett, í það minnsta ef Linux er annars vegar. Fyrir skemmstu kynntu Compaq- menn framgerð nýrrar lófa- tölvu sem keyrir Linux- kjarna. 200 MHz StrongARM Compaq-vélin nýja, sem var aðeins sett saman sem hug- mynd að slíkri tölvu, er heldur minni um sig en PalmPilot og keyrir Linux-kjarna eins og áður er sagt. Skjárinn er snertiskjár og fáeinir hnappar á tölvunni en einnig innbyggð- ur hljóðnemi og hátalari og innrautt tengi. Örgjöi-vinn í tölvunni er 200 MHz StrongARM frá Intel en at- hygli vekur að til viðbótar við hefðbundinn lófatölvuhugbún- að, eins og dagskinnu, tölvu- póst og rissblokk, fylgir tölv- unni Linux-útgáfa af Doom. Nýstárlegt við þá útgáfu er að söguhetjunni í leiknum er stýrt með því að halla vélinni til eða frá til að láta hana beygja eða fara áfram. Compaq-menn kalla tölvuna Itsy en segja að ekki sé fyrir- hugað að setja hana í fram- leiðslu að svo stöddu þó tækni sem kynnt er í henni eigi eflaust eftir að skila sér í aðrar tölvur fyrirtækisins. sothebys.amazon.com MJÖG ER tekist á um uppboðsset- ur á Netinu um þessar mundir en margir um hituna, þar á meðal Amazon sem gerir harða hríð að eBay. Geysivinsælt er að selja hluti á Netinu og brautryðjendur á því sviði, til að mynda eBay, hafa náð gríðarlegum árangri. eBay lenti reyndar í erfiðleikum vegna tækni- vandamála á dögunum, en á sama tíma var Amazon óðum að vígvæð- ast fyrir slaginn í sumar og haust. Liður í markaðsáætlunum Amazon er kaup á hlut í Sotheby’s- uppboðshúsinu fornfræga og yfir- lýsing um fyrirhugað samstarf fyr- irtækjanna að uppboðsléni á vefn- um. Lénið á að heita sothe- bys.amazon.com og á því á að selja ýmsan vandaðan vaming, allt frá mynt, frímerkjum og minjagripum um stjörnur tón- og leiklistar, upp í antíkhúsgögn og listmuni. Amazon keypti hlut í Sothebýs fyrir um 300 milljónir króna, en samkomulag um samstarf er til tíu ára. Keppinauturinn situr ekki með hendur í skauti, því fyrir skemmstu keypti eBay bandarískt uppboðsfyr- irtæki fyrir um tuttugu milljarða króna. Bæði netfyrirtækin era að styrkja ímynd sína að mati mark- aðsfræðinga, enda hefur helsti gall- inn við uppboð á vefnum verið að viðkomandi veit ekkert um þann sem hann er að skipta við, hvort varan sé í lagi og hvort hann sjái hana yfirleitt nokkurn tímann. I samstarfí Amazon og Sotheby’s aft- ur á móti vottar Sothebýs uppruna gi’ipanna og ástand.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.