Morgunblaðið - 19.06.1999, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 19.06.1999, Blaðsíða 41
4 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JÚNÍ 1999 41i MARGMIÐLUN Brautryðj- endur í síma- málum SAMKEPPNI á símamarkaði hér á landi hefur almennt byggst á þekktri tækni og hefðbundinni þjónustu en minna farið fyrir nýj- ungum og byltingarkenndum. Nú hyggst nýtt fyrirtæki, Íslandssími hf., hefja samkeppni í símaþjónustu og nýta til þess nýja og giska bylt- ingarkennda tækni sem óvíða eða hvergi er komin upp í heiminum og byggist á rásalausum fjarskiptum. Islandssími byggir á tækni sem er skyld þeirri tækni sem allsráð- andi er á Netinu og nýtir band- breidd mun betur en eldri síma- tækni. Símafyrirtæki víða um heim nota enn gamla tækni sem byggist á því að taka frá 64 kbita talrás fyr- ir hvert samtal. Nýting rásarinnar er mjög léleg þar sem meðal símtal er um 40% þagnir. Langt er síðan símafyrirtæki tóku upp stafræna tækni og þannig er tal flutt í staf- rænu formi á milli símstöðva. Tækninni hefur þó fleygt fram og langt í frá að hún sé nýtt eins og kostur er í símakerfum, til að mynda á íslandi. Par ræður meðal annars miklu að þagnimar eru ekki nýttar til að senda aðra gerð gagna með, til að mynda tölvugögn. Gefur augaleið að 40% aukning nýtingar er umtalsverð, en Islandssíma- menn stefna að enn betri nýtingu meðal annars með nýrri kynslóð búnaðar sem þeir kaupa frá Erics- son. Islandssímamenn, þeir Eyþór Arnalds, framkvæmdastjóri, Pétur Mogensen, yfirmaður vöruþróunar og fjarskiptaverkfræðingarnir Geir Ragnarsson, yfirmaður tæknisviðs, og Óm Orrason, yfírmaður gagna- flutningsþjónustu, segja að eitt af lykilatriðunum í rekstri fyrirtækis- ins sé betri nýting á bandbreidd sem geri því kleift að bjóða fjar- skiptaþjónustu á talsvert lægra verði en tíðkast í dag. Annað lykil- atriði er sú hagræðing sem felst í að nota eitt fjölþjónustunet sem flutt getur bæði tölvugögn og tal. Einnig er fjarskiptabúnaður orðinn ódýrari en áður og nýjasta tækni gerir allan tæknibúnað fyrirferðar- Kusu opna staðla Íslandssími kaus búnað frá Erics- son eftir ítarlega úttekt á framleið- endum ATM fjarskiptabúnaðar, til að mynda fýrirtækja eins og CISCO, Newbridge, Nokia, Nortel o.fl. A endanum varð Ericsson íyrir valinu vegna þess að Ericsson bauð heildarlausn sem byggist meðal annars á opnum stöðlum og bindur ekki hendur Íslandssíma vilji fyrir- tækið síðar kaupa viðbótarbúnað frá öðmm framleiðendum. Þeir ís- landssímamenn munu nota svokall- aða ATM-tækni til að flytjha bæði tölvugögnn og tal, sem er nánar út- skýrð á síðunni. „Ný tækni frá Ericsson, sem byggist á nýrri kynslóð vélbúnaðar, gerir okkur kleift að beita öflugri gæðastýringu en áður hefur verið unnt,“ segja þeir Islandssímamenn, og bæta við að loks sé hægt að nýta ATM í tal- og tölvugagnaflutning- um, með bættri þjöppun og meira rekstraröryggi. Talað mál hafi for- gang í kerfínu, og þeir bæta við að það sé svo öflugt að þjöppun valdi engri skerðingu talgæða. Fjarskiptaneti Íslandssíma verð- ur stýrt frá höfuðstöðvum fyrirtæk- isins í Borgartúni. Þaðan er öllum búnaði á netinu fjarstýrt, hvort sem um er að ræða búnað í húsakynnum viðskiptavinar hér á landi eða búnað erlendis. Islandssími hefur þegar fengið fjarskiptaleyfi í Bretlandi og gert samning um vistun búnaðar hjá fjarskiptafyrirtæki í Lundúnum. Samningar um vistun búnaðar víða um heim eru í burðarliðnum. Byrjað á fyrirtækjaþjónustu Þeir Íslandssímamenn segjast horfa til fyrirtækja, að minnsta kosti á meðan tekin eru fyrstu skrefin. Þeir segja að kerfið verði komið upp í haust og byrjað að nota það þá þegar. „Ericsson hefur með- al annars brugðist svo við að breyta sumarfríum starfsfólks til að geta staðið við samninginn við okkur og við munum ekki una okkur hvíldar fyrr en allt er komið upp. Fram- haldið ræðst svo af því hversu samningar okkar við Landssímann ganga eftir, ef vel fer búumst við við að hefja þjónustu við einstaklinga Flutningatækni Landsíma íslands Notendur... ...hringja ► ►►► ►► ►►► ►► ►► ...senda gögn Um 40% símtala eru þagnir ►► ►► Flutningar til viðmælanda/viðtakenda ^ANDSSÍMI fSLANDS HF ■BBS Flutningatækni Íslandssíma Notendur... ...hringja ►►► ►► ►►► ►► ►► ...senda gögn í s I a n d s s f m á aðskiidum rásum Flutningar á sömu rás, en þagnir eru nýttar fyrir gagnaflutninga. Simtöl hafa forgang ►^^►►►^►►^►►►BB ► ►►► - Á endastöð aðgreinir búnaður simtöl og gagnaflutninga þegar uppúr áramótum, en ef Landssíminn vill ekki gera keppi- nauta að viðskiptavinum neyðumst við til að halda okkur við fyrirtækin enn um sinn og leggja í kostnað við að leggja ljósleiðarakerfi sjálfir.“ Eins og getið er er ATM-tæknin sem fyrirtækið hyggst nota í síma- kerfi sínu ný af nálinni, þó ATM hafi verið þekkt lengi. Þeir íslands- símamenn segja að áhugi Ericssons og velvild gagnvart Islandssíma byggist ekki síst á því að sænski risinn sjái sér hag í að koma upp símkerfi með nýjustu tækni hér á landi til að geta sýnt væntanlegum viðskiptavinum hvernig hægt sé að gera hlutina. „Fjarskiptakerfi eins og það sem við erum að setja upp á sér enga hliðstæðu í heiminum í dag, en mörg erlend fjarskiptafyr- irtæki stefna að því að gera hlutina á sama hátt og við. Islandssími verður þvi í hlutverki brautryðj- andans í símamálum í heiminum," segja þeir félagar og finnst það ekki leitt. Hvað er ATM? ATM er skammstöfun á Asynchronous Transfer Mode, sem útleggst ósamhæfður flutn- ingsháttur. ATM-tæknin er gömul í hett- unni og hefur ýmislegt framyfir hefðbundin pakkaskipti sem nýtt eru á Netinu í dag, þar á meðal að hægt er að tryggja hraða og gæði gagnaflutnings. ATM felst í því að upplýsingum er safnað í pakka af fastri stærð. Olíkt hefðbundnum aðferðum tryggir ATM að pakkarnir ber- ast á endastöð í réttri röð, pakk- amir eru minni og tafir minni fyrir vikið, sem skiptir verulegu máli varðandi gagnaflutning á tali, og gæðastýring er innbyggð í kerfið. ATM-kerfi varðar engu hvaða upplýsingar er verið að flytja um netið og því hentar það vel ef flytja á ólíkar gerðir gagna yfir sama netið, til að mynda tal, hreyfimyndir eða tölvugögn. Sveigjanleg uppbygging ATM netsins gerir og að verkum að gagnastraumurinn lagar sig að streyminu frá sendanda og margar gagnaflutningsþjónust- ur, til að mynda sendingar hreyfimynda, tals eða tölvu- gagna, nýta það sem kallast breytilegt bitastreymi, en lang- flestar gagna- og talsendingar hafa mjög sveiflukennda gagna- flutningsþörf. Fyrir vikið nýtir breytilegt bitastreymi vel þá bandbreidd sem í boði er. Veldur sá sem varar? VINSÆLASTI vefþjónn í heimi er Apache-vefþjónninn, sem er ókeyp- is og keyrir á Linux. f öðru sæti ef vefþjónn Microsoft, sem keyrir á NT og hefur gengið illa að skáka Apache, ekki síst vegna þess að Apache er ókeypis, en einnig vegna þess að hvert áfallið hefur rekið annað varðandi öryggismál í NT. í vikunni hefur mikið verið deilt um enn eitt öryggisgatið á NT. Fyrir viku komst starfshópur á vegum fyrirtæksins eEye á snoðir um alvarlegan galla í NT-vefþjón- um sem gerði óviðkomandi kleift að komast inn á þjóninn, ná sér í hvaða upplýsingar sem honum sýndist og keyra á viðkomandi vél hugbúnað ef vill. Á vefsíðu eEye, sem hefur starfa af því að setja saman netöryggishugbúnað, kemur fram að fyrirtækið lét Microsoft vita af gallanum 8. júní sl. Þegar ekkert hafði heyrst frá Microsoft viku síðar, hvorki hafi fyrirtækið varað viðsldptavini sína við eða sent frá sér endurbætur á vefþjóninum, skýrði eEye frá gallanum opinber- lega og um leið hvaða aðferðum menn gætu beitt til að setja NT-vél á hliðina eða taka á henni völdin. Nú brást Microsoft hart við, setti fljótlega upp leiðbeiningar um hvemig mætti bregðast við vandan- um til bráðabirgða, en sakaði eEye um leið um skemmdarverk, því nú vissu allir tölvuþrjótar heims hvemig ætti að fara að því að brjót- ast inn í NT-vél. Ýmsir hafa orðið til að halda uppi vömum fyrir eEye, þar á meðal menn frá þýska fyrirtækinu LOpht sem hefur sjálf bent á fjölmarga galla í NT. Þessi fyrirtæki hafa það fyrir sið að skýra frá öllu sem þau rekast á til að auðvelda fyrirtækjum að bæta úr böggum og um leið við- skiptavinum þeirra að vera á verði. Fjölmargir gallar hafa komið upp í vefþjóni Microsoft á NT-tölvum, en þetta er sá alvarlegasti fram til þessa, enda era allir vefþjónar frá fyrirtækinu af gerðinni 4,0 ber- skjaldaðir fyrir ásrásinni, sama þó eldveggur sé upp settur á vefsetri fyrirtækisins. Á vefsetri Microsoft eru leiðbeiningar um hvernig1 bregðast megi við böggnum til bráðabirgða, og felur meðal annars í sér að taka allan aðgang af notend- um utan vefsetursins, en varanleg lausn er væntanleg. Á vefsetrinu er fjölmargar aðrar lausnir að finna sem ætlað er að gera vefþjóninn ör- uggan fyrir öðram göllum, en sum- ar þeirra fela í sér að taka út sitt- hvað það sem gerði vefþjóninn fýsi- legan kost á sínum tíma, forsníða harðan disk upp á nýtt og svo má telja. Laugnvegi 40, siini 561 0075. Ef þú ert að leita að sjónvarpi er BT rétti staðurinn og i dag er rétti dagurinn því allir fá pizzaveislu í kaupbæti! Topp 28" tæki. Black Pearl mynd- lampi. Tæki fyrir þá sem horfa í gæðin. Islenskt textavarp, leikjatölvu- tengi, scart-tengi, fjar- stýring ofl. ofi. 28” THÍMSÍNl I 29’ Super Trinitron myndlampi. Nicam Stereo 2 x 20 W, 2 x Scart tengi ofl. ofl. 14" DAEWOO 29" E23E3 i Opið f dag 10:00-16:00 og sunnudag BT Skeifunm 13:00 -17:00 BT • Skeifunni 11 • Rvk • S: 550 4444 • BT • Reykjavíkurvegi 64 • Hafnarf. • S: 550 4020 • www.bt.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.