Morgunblaðið - 19.06.1999, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 19.06.1999, Blaðsíða 44
j. 44 LAUGARDAGUR 19. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Nafnorðið sátt og "sögnin að sættast Hvað er með kjötsúpuna? Heilaþvottur heillar þjóðar „GLEÐITÍÐINDIN“ sem iðnaðarráðherra flytur okkur þessa dag- ana eru þau að nú hafi Norsk Hydro aftur fengið áhuga á íslensku útsölurafmagni til ál- bræðslu fyrir heims- markað. Ljóst sé og að þeir séu ekki einir um hituna. Síðustu vikurn- 3» ar fyrir alþingiskosn- ingamar birtust tvær greinar um áhugaleysi norska risans á ódýrri orku og byggingu ál- vers á Reyðarfirði. Þar var geflð í skyn að það væri fjarlægur mögu- leiki að Island yrði næsti vettvang- ur umsvifa á þeirra vegum. En þetta var dagana íyrir kosn- ingar, stjómmálamenn máttu engan styggja, allra síst kjósendur. Varla var búið að telja upp úr kjörkössun- um og ljóst að sama stjórnar- mynstrið yrði ofaná, þegar fulltrúar Norsk Hydro vora mættir til lands- ins að skoða aðstæðumar sem í boði vora á Reyðarfirði og víðáttumar sem Landsvirkjun er reiðubúin að sökkva undir miðlunarlón til orku- framleiðslu fyrir út- lendan hráiðnað. Þeir sem stýra mál- um vilja fyrir alla muni halda landinu sem þró- unarlandi, hvað sem það kostar. Að frá okk- ur fari helst ekki annað en óunnið hráefni. í málflutningi ráða- manna fyrir kosning- amar var hamrað á því að „sátt“ yrði að vera um virkjanafram- kvæmdir á hálendinu. Þúsundir Islendinga eru ósáttar við það mikla tillitsleysi sem einkennir áform um virkjanaframkvæmdir í dag, þegar uppi era raddir um önnur giidi sem virkjanasvæðin sýnilega búa yfir. Virkjanir ✓ Þúsundir Islendinga, segir Páll Steingríms- son, eru ósáttar við það mikla tillitsleysi sem einkennir áform um virkjanafram- kvæmdir í dag. Allt hjal úr herbúðum ráðamanna um sátt er marklaust. Engin tilraun hefur verið gerð af þeirra hálfu til að sætta þessi ólíku sjónarmið. Það sem eftir stendur þegar búið er að skafa umbúðimar af málflutningn- um er „við föram öllu okkar fram og þið verðið bara að sætta ykkur við það“. Þetta er ekki bara misnotkun á merkilegu orði heldur augljóst dramb og valdahroki. Höfundur er kvikmyndagerðar- maður. Páll Steingrímsson ÉG HEF átt því láni að fagna að hafa ekki verið matvandur um ævina enda er íslensk- ur matur með þeim besta sem boðið er upp á. Þó voru tveir réttir sem ég forðaðist sem barn, en mér vora boðnir þar sem ég dvaldist í sveit á sumr- um. Annar var hrær- ingur með súra slátri, en hann var daglega á kvöldverðarborðinu. Samið var um hreint skyr fyrir Reykjavík- urbamið í stað hrær- ings og vora allir sáttir við þá lausn. Öllu furðulegra var með hinn réttinn, sem var kjötsúpa. Mér þótti nefnilega kjötið gott og kartöflum, gulrófum og gulrótum fúlsaði ég ekki við, en þegar þessu var öllu dembt saman í eina súpu- skál var mér öllum lokið. Það var ekki fyrr en eftir fermingu að ég tók kjötsúpuna í sátt og höfum við verið mestu mátar síðan. Ekki hef ég tekið hræringinn í sátt, en ég gæti best trúað að hann sé ekki víða á boðstólum í dag. En snúum okkur fyrst að öðru Ég held að það hafi verið um 1967 eða 1968, sem ég veitti því fyrst at- hygli að tveir eða þrír fótboltafíklar voru að ná tökum á um það bil helmingi þjóðarinnar og vora önn- um kafnir við að heilaþvo hana. Mér var sagt að frumkvöðlamir hafi ver- ið Bjami Felixson og Gunnar Guð- mannsson og ef til vill enn einhver KR-ingurinn. Þeir lágu í útvarps- tækjunum sínum með stuttbylgju, FM og hvað þetta nú allt heitir, drakku í sig allar mögulegar og ekki síður ómögulegar upplýsingar um enskan fótbolta og fótbolta- menn. Þeir urðu eins konar gang- andi gagnagrunnar um enskan fót- bolta. Svo var farið að dreifa þess- um fróðleik markvisst til þjóðarinnar um fjöl- miðla. Allir áttu að þekkja helstu hetjum- ar, velja sér uppáhalds fótboltafélag í Englandi og Islenskar getraunir ýttu enn undir þennan faraldur. Það tók þá félaga - með dyggilegri aðstoð ríkisfjölmiðlanna - að- eins eitthvað á annan áratug að telja glímu- þjóðinni íslendingum, sem á 5. og 6. áratugn- um státaði af miklum afreksmönnum í frjáls- um íþróttum, trú um að fótbolti væri íþrótt íþróttanna. Sér- staklega væri boltanum sparkað í Englandi. Nú fjárfesta íslendingar Auglýsingaiðnaður * Nú fjárfesta Islending- ar jafnvel í enskum fótboltaklúbbum, segir Gunnar Torfason, og upphafsmennirnir hlæja vafalaust að öllu saman. jafnvel í enskum fótboltaklúbbum og upphafsmennimir hlæja vafa- laust að öllu saman. í dag nær þessi furðulegi og þreytandi fréttaflutningur til alls meginlands Evrópu og jafnvel í aðr- ar heimsálfur. Yfír okkur dynja úr- slit leikja og aðrar fréttir og ómerkilegustu sögur um sparkara og aðra einstaklinga tengda spark- inu í ríkisfjölmiðlum og dagblöðum. Nú komu fleiri fíklar fram í dags- ljósið. Fíklar, sem sáu hvað það hafði gengið vel að plata enska fót- Gunnar Torfason Myndefnið er fjölbreytt og gefst því kostur á að sjá brot af viðfangsefnum fréttaritara Morgunblaðsins sem eru um 100 talsins og gegna mikilvægu hlutverki í fréttaöflun blaðsins á landsbyggðinni. Sýningin stendur til fimmtudagsins I. júlí og eru myndirnar á sýningunni til sölu. í Amaro-húsinu við Hafnarstræti á Akureyri hefur verið komið upp sýningu á þeim myndum sem dómnefnd taldi bestar. Okkar menn, félag fréttaritara Morgunblaðsins, og Morgunblaðið efndu til samkeppni um bestu Ijósmyndir fréttaritara frá árunum 1997 og 1998. boltanum inn á íslenska fjölmiðla- neytendur. Hvaða íþróttagreinar eigum við að velja næst? Jú, ein sjónvarps- stöðin tók amerískan körfubolta upp á arma sína. Beinar útsending- ar leikja voru í nætursjónvarpi og börnum og unglingum vora seldar glansmyndir af svörtum tveggja metra körfuboltamönnum. Næst var reynt við amerískan ruðning og í dag fara menn jafnvel í pflagríms- ferðir til Spánar og víðar til þess að horfa á kappakstursmenn - sem eru helstu sígarettuauglýsendur heims- ins í dag - keyra sama hringinn aft- ur og aftur og aftur. Sá telst sigur- vegari sem ekki keyrir út af og ekk- ert bilar hjá. Við megum þakka fyrir á meðan enginn heldur uppi áróðri fyrir enskum krikketleik. En ört vaxandi auglýsingaiðnað- ur þurfti að finna sér nýjan farveg - eitthvað annað en íþróttir. Fyrir valinu varð matur. Fyrst kom hvít- laukurinn. Heimsins besta lamba- kjöt varð allt í einu óætt nema með hvítlauk. Okkur er í dag byrlaður inn hvítlaukur í öllum mat og það á lymskulegan hátt. Þú ferð út að borða í hádeginu og þegar heim kemur er þér hávaðalaust en ákveð- ið bent á að í nótt sofír þú í baðkar- inu. Fyrir sunnan Alpa búa smávaxn- ir, grannir þjóðflokkar, sem aldrei hafa þótt miklir bógar hjá afkom- endum vfldnganna hér uppi á Fróni, nærast enda mest á hvítu brauði og hveitiréttum. Heilaþvottastöðvam- ar hafa verið önnum kafnar við það undanfarin ár að telja okkur trú um að matseðlar eigi að vera fullir af pasta, pizzum, núðlum og öðram næringarlitlum suður-evrópskum mat, löðrandi í olíum og krydduðum með hvítlauk. Nú er meira að segja svo komið að bakarinn minn er bú- inn að fjarlægja hjónabandssælum- ar og maramarakökurnar úr tveim- ur hillum og í staðinn er komið alls kyns ítalskt krydd í krukkum og pökkum. Ekki er lengur hægt að kaupa þá brauðsnúða, sem era í hill- unni næst hvítlauksbrauðunum, því þeir hafa tekið í sig hvítlaukslykt- ina. Má ég heldur biðja um ýsuflak, sunnudagslærið ómengað eða kjöt- súpu á diskinn minn og íþróttir sem era fyrir Islendinga og stundaðar af þeim. Höfundur er verkfræðingur, sælkeri og áhugamaður um íþróttir. GOLFEFNABUÐIN Borgartúni 33 flísar i^jyæða parket ^póð verð Aim ■Jgsóð þjónusta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.