Morgunblaðið - 19.06.1999, Side 45

Morgunblaðið - 19.06.1999, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JÚNÍ 1999 45 UMRÆÐAN Lokun fámennra skóla í SUNNUDAGSBLAÐI Morgun- blaðsins 12. júní var ítarleg umfjöll- un um sameiningu skóla á Austur- landi sem hefur í för með sér lokun eins fámenns skóla. í umfjölluninni birtust ólíkir hagsmunir og sjónar- mið. Á síðustu árum hefur ríkt til- hneiging tO þess að leggja niður fá- menna skóla víða um land. Skólunum er lokað án þess menn viti fyrir víst hvaða þýðingu það hefur fyrir sam- félag í lítilli byggð. Með slíkum að- gerðum er tekin áhætta að mínu viti. Ekki er gott að átta sig á hvers vegna ákvarðanir um lokun skóla eru teknar en mér býður í grun að oftast ráði fjárhagsleg sjónarmið en ekki vangaveltur um hvað nemend- laginu breyttust og urðu minni. í Noregi hafa rannsóknir sýnt að löng skólaferðalög leiða bæði til sálrænna og líkamlegra erfiðleika meðal bam- anna. Einnig langar mig að nefna að árið 1975 kenndi ég í Austurdal í Noregi og ferðaðist þá með skólabíl daglega í þrjá mánuði langa leið, því Austurdalur er langur. Það var í skólabílnum sem ég varð í fyrsta sinn vitni að einelti sem erfitt reynd- ist að fást við. Ég tel að þessar til- vitnanir þótt fáar séu sýni mikilvægi þess að fara gætilega þegar taka skal jafn stórar ákvarðanir sem þær að leggja niður skóla. Lokun fá- mennra skóla getur haft margvíslega erfiðleika í fór með sér, fyrir börn Skólamál Lokun fámennra skóla getur haft margvíslega erfiðleika í för með sér, segir Kristín Aðal- steinsdóttir, fyrir börn jafnt sem foreldra. jafnt sem foreldra. Til viðbótar má nefna að eigi foreldrar og kennarar þá hættu yfir höfði sér að skólanum þeirra verði lokað má leiða að því lík- ur að sú hætta geti haft víðtæk áhrif, bæði á skólastarfið sjálft og sam- skipti fólks í byggðarlaginu. I Aðalnámskrá grunnskóla sem kom út á dögunum er sérstök áhersla lögð á mikilvægi þess að skólinn komi til móts við ólíka getu nemenda og þeim sé veitt menntun við hæfi hvers og eins. Að mínu mati er staða fámennra skóla sérstök. í rannsókn sem ég gerði árið 1988 komst ég að þeirri niðurstöðu að möguleikar fá- mennra skóla til að koma á móts við námsþarfir nemenda væru einstakir. Ég tel enn að svo sé. í annarri rann- sókn á fámennum skólum sem ég hef nýlokið við kemur fram að meginein- kenni fámennra skóla vh-ðast vera náin tengsl kennara og nemenda og nemenda á milli, hvert bam fær meiri athygli og í bekk eru börn á mismunandi aldri sem geta stutt hvert annað. Aðstæðurnar í fámennum skólum em þess eðlis að þær gefa kennurum aukið svigrúm og tækifæri til að beita kennsluaðferðum sem stuðla að skilvirku námi, tilfinningaþroska nemenda, markvissri þjálfun vinnu- bragða og samvinnu. Ég á við kennsluaðferðir eins og samvinnu- nám, aðferðh- sem byggjast á áhuga og reynslu nemenda og samþætt nám af ýmsum toga. Einnig má gera ráð fyrir að auðveldara sé að koma til móts við nemendur og fylgjast með framfórum hvers og eins. I rannsókn minni sagði kennari: „í fámennum skólum er andrúmsloftið mannlegra og það er mögulegt að taka tillit til hvers og eins.“ Þessi orð lýsa í raun samfélagi sem mörg okkar dreymir um daglega. Höfundur er lektor við Háskólann á Akureyri. 1 I Kristín Aðalsteinsdóttir um sé fyrir bestu. Með breytingun- um á skipan skólamála árið 1996 var stjórn skólamála færð til sveitarfé- laga. Rök voru færð fyrir því að þá gætu heimamenn haft áhrif á skól- ann í sinni byggð. Samt sem áður virðist raunin sú að foreldrar, þ.e. fólkið sem á börnin í skólunum, hafa í mörgum tilvikum afar lítil áhrif. Ákvarðanir um lokun fámennra skóla virðast fyrst og fi-emst teknar af sveitarstjórnarmönnum einum sem láta fjárhagsleg sjónarmið stjórna gerðum sínum. Fjárhagsleg- ar ástæður réðu sameiningu fá- mennra skóla í Eyjafirði fyrir nokkrum árum. Oddviti sveitarfé- lagsins sagði í erindi á uppeldismála- þingi fyrir þremur árum að samein- ingin hefði ekki reynst sú bragarbót sem stefnt var að. Hún hefði ekki fjárhagslegan ávinning í för með sér. Fjárhagslegar ástæður stríða oft gegn faglegum sjónarmiðum og taka ekki mið af þörfum nemenda. í öðrum löndum hafa fámennir skólar verið lagðir niður og afleiðing- ar þess verið rannsakaðar. Ein slík rannsókn var gerð í Bretlandi í hér- aði þar sem margir fámennir skólar höfðu verið lagðir niður á hálfum öðrum áratug. I Ijós kom að lokun skólanna hafði veruleg félagsleg áhrif, bæði á börnin og samfélagið í heild. Langar og tímafrekar ferðir höfðu mikil áhrif á nemendur. Þeir þoldu þessar löngu ferðir illa og komu afleiðingarnar fram í árásar- hneigð og öðrum erfiðleikum. For- eldrum fannst ekki tekið tillit til þehTa eigin óska og voru þess ekki megnug að hreyfa kröftugum mót- mælum. Og hér er sagan ekki öll sögð. Lokun skólanna leiddi til þess að tengsl á milli íbúanna í byggðar- Utanborðsmótorar YAMAHA Stærðir: 2-250 Hö Gangvissir, öruggir og endingargóðir Gott farangursrými. Samlitir stuðarar. | Niðurfellanleg aftursæti. Hæðarstillanlegt öryggisbelti. á aðeins 1.199.000 kr. 5 dyra Accent með glæsilegum sumarpakka að verðmæti 140.000 kr. • Viðarklæðning i mælaborði • Álfelgur • Vindskeið • Hliðarsólhlíf • Geislaspilari Acœnt 5 dyra beinskiptur 1.199.CXX) kr. Accent 5 dyra sjálfekiptun 1.279.000 kr. Sumarpakki: 70.000 kr. I Fossháls n J B&L 1 HestháJs L X Grföfftófs \ V >^9TaVSetect| Vosturlandsvogur Grjótháls 1 Sími 575 1200 Söludeild 575 1280 HYuriDni meinifö,u

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.