Morgunblaðið - 19.06.1999, Side 48

Morgunblaðið - 19.06.1999, Side 48
MORGUNBLAÐIÐ + Eyrún Guðjóns- dóttir fæddist í Miðfelli í Hruna- mannahreppi 24. mars 1907. Hún lést á hjúkrunarheimil- inu Ljósheimum á Selfossi 12. júní síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Guðjón Helgason, trésmiður og bóndi í Gröf, f. 3. október 1872 á Berghyl, d. 11. nóvember 1959 og Guðrún Erlends- dóttir húsfreyja, f. 26. apríl 1863 á Brjánsstöðum í Grímsnesi, d. 30. nóvember 1938. Eldri dóttir þeirra var Elin, húsmóðir 1 Hvammi, f. 14. júní 1902, d. 11. nóvember 1982. Hinn 24. júní 1930 giftist Eyrún Emil Ásgeirssyni, f. 31. mars 1907, d. 23. desember 1988. Hann var sonur Mörtu Kristínar Eiríksdóttur, _ síðar Cowl, sem settist að á írlandi og Ásgeirs Sigurðssonar, kon- súls og kaupmanns í verslun- inni Edinborg í Reykjavik. J*- Fósturforeldrar Emils voru séra Kjartan Helgason og Sig- ríður Jóhannesdóttir í Hruna. Börn Eyrúnar og Emils: 1) Guð- jón, f. 14. júní 1932, garðyrkju- bóndi í Laxárhiíð, kvæntur Sig- ríði Guðmundsdóttur og eiga þau fjögur börn, 2) Sigríður Marta, f. 18. mars 1936, d. 19. október 1943, 3) Guðrún, f. 14. júní 1941, garðyrkjubóndi í Sunnuhlíð, gift Guðmundi ísak Pálssyni og eiga þau þrjú börn, 4) Áshildur, f. 26. júlí 1944, fé- lagsráðgjafi, búsett í Kópavogi, Látin er í hárri elli vinkona mín og fósturmóðir til margra sumra, Eyrún Guðjónsdóttir í Gröf. Þegar vinir manns deyja lætur maður hugann reika og í ljós kemur að eigingirni kemur fyrst í veg fyrir að maður geti samglaðst öldnum vinum sínum að hafa nú lokið langri, farsælli llfsgöngu og fengið hvíldina. Eigingimin kemur fram í því að þú vilt ekki að þessi mann- eskja sé horfin af sjónarsviðinu, að þú getir ekki framar heyrt rödd hennar og rætt við hana um lífið ^jOg tilveruna. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að komast ellefu ára gömul sumar- ið 1941 til þeirra hjóna Eyrúnar og Emils í Gröf en þau voru vinafólk foreldra minna. Dvaldi ég þar öll sumur til 17 ára aldurs og hélt áfram að koma þar öll sumur og þegar ég eignaðist sjálf börn og bú var ég alltaf boðin og velkomin til þeirra eins og ég væri eitt af þeirra börnum enda fannst mér ég vera það og börn þeirra hafa alla tíð verið fóstursystkini mín og vin- ir. Rúna í Gröf, eins og hún var alltaf kölluð, var mjög sérstakur persónuleiki. Hún var mjög vel -»<gefin bæði til munns og handa eins og sagt var í gamla daga. Hún ól allan sinn aldur í Gröf utan fyrstu bernskuárin. Foreldrar hennar bjuggu í Gröf og síðan bjó hún þar með manni og börnum og nú síð- ustu 10 árin ein í sínu húsi. En hún var ekki ein hún Rúna - tvö bama hennar byggðu garðyrkjubýli í túninu heima og þriðja bamið var ekki langt undan - aðeins hinum megin við Heiðina. Heiðin er að sjálfsögðu Hellisheiði en allir vissu hvaða heiði var talað um. Að fara j^suður eða austur yfír heiði eða fjall ~var alltaf sagt. Þegar ég lít til baka og virði fyr- ir mér lífið eins og það var á mín- um bernsku- og æskuámm ber þar yfirleitt hæst vera mín í Gröf. Þar lærði ég að vinna öll algeng verk bæði innanhúss og utan allt undir leiðsögn Rúnu og Emils. Þau jg^ora bæði afbragðsuppalendur. Kannski kom það meira í hlut gift Þorsteini J. Jónssyni og eiga þau tvo syni. Barnabarnabörnin eru orðin sex. Fyrstu æviárin flutti Eyrún með foreldrum sínum milli nokkurra bæja í Hrunamanna- hreppi en 1915 festu þau kaup á jörðinni Gröf og bjuggu þar síðan. Eyrún tók við búinu ásamt manni sínum 1932 og átti þar sitt heimili þar til fyrir skömmu að hún fór á hjúkrunarheimilið Ljósheima á Selfossi. Eyrún fékk hefðbundna menntun í farskóla í Hrunamannahreppi en var auk þess einn vetur við nám í Kvennaskólanum á Blönduósi. Einnig lærði hún orgelleik heima fyrir og sótti sér frekari leiðsögn í Reykjavík nokkrum sinnum. Eyrún lét til sín taka í félagsstarfi, var m.a. félagi í Ungmennafélagi Hrunamanna og tók þátt í mörgum leiksýningum á vegum þess. Hún var stofnfélagi í Kvenfélagi Hrunamannahrepps og heiðursfélagi síðustu árin. Vann hún m.a. brautryðjanda- starf við að safna myndum og skrá upplýsingar um Hreppa- menn. Enn fremur söng hún áratugum saman í kirkjukór Hrunakirkju og lék á orgel kirkjunnar við messur og ýms- ar athafnir. Útför Eyrúnar fer fram frá Hrunakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Rúnu að aga okkur krakkana en hún vildi að við höguðum okkur vel bæði heima og ekki síst að heiman. Ekkert hefði henni þótt leiðinlegra en sagt hefði verið um börn eða unglinga í hennar umsjá að þau væru ólátabelgir sem ekki kynnu mannasiði. Þessvegna var mér sem var með þeim eldri oft kippt undir vegg og ég beðin að sjá um að við værum nú ekki með neinar anstalt- ir t.d. þegar við fengum að fara í sundlaugina. Og við gerðum okkar besta. Eg held að það hefði verið það versta sem fyrir mig hefði get- að komið að hryggja Rúnu með einhverjum anstöltum. Þetta orð anstaltir hef ég hvergi heyrt nema fyrir austan fjall hjá Rúnu og hennar kynslóð. Rúna hafði mikið yndi af gróðri og blómsturgarðurinn í Gröf var með afbrigðum fallegur. Hún þekkti enda mikið af blómum og grösum og miðlaði okkur krökkun- um af þeirri kunnáttu sinni, lét okkur þekkja blómin og grösin. Þá hafði hún yndi af lestri góðra bóka og hélt að okkur lestri þeirra en reyfararusl skyldum við helst láta ólesið. Heimilið í Gröf var mjög mann- margt á sumrin. Þar var alla tíð mikið af börnum og unglingum og mikið mæddi á húsmóðurinni sem sá um allt innan húss og einnig ut- an því starf húsmóður í sveit ein- skorðast að sjálfsögðu ekki ein- göngu við innanhúsverk. Ekki er hægt að segja að þægindi hafi ver- ið mikil í gamla Grafarbænum sem var burstabær einstaklega reisu- legur og fallegur. Að vísu var nóg af heitu vatni en öll árin sem ég var í Gröf varð að sækja allt vatn í eldhúsið sem var í kjallaranum upp á næstu hæð. Kalt vatn var af mjög skornum skammti og olli oft erfiðleikum. Allur matur sem hægt var að elda á hvernum var eldaður þar en notast við olíuvélar þar fyr- ir utan. Að vísu var kolavél sem kveikt var upp í þegar mikið þurfti að baka en annars voru formkök- ur, kleinur og pönnukökur bakaðar á þessum olíuvélum. Allir þvottar voru þvegnir á bretti oftast úti við MINNINGAR hverinn. Mjaltavélar voru ekki komnar til sögunnar og þessvegna varð að sjálfsögðu að handmjólka og það þurftu kaupstaðarbörnin að læra. Rúna annaðist þá kennslu og hafði oft gaman af þegar maður mjólkaði í stígvélin sín til að byrja með. Það er varla hægt að ímynda sér hversu mörg handtökin voru á þessum tímum. Síðar var svo byggt ágætis eldhús við gamla bæ- inn en hann var seinna rifinn og byggt nýtt og gott hús. Svo mín góða vinkona upplifði tímana tvenna eins og svo margir af henn- ar kynslóð. En svo var það líka að hafa ábyrgð á öllu þessu fólki sem dvaldi á heimilinu stóran hluta árs- ins. Það er ótrúlegt að hugsa sér að fólk skyldi geta hugsað sér að hafa fullt af vandalausum börnum og unglingum sumarlangt ár eftir ár og það án meðgjafar því þetta var svo sem kaupafólk eins og sagt var. í þá daga tóku börn og ung- lingar miklu meiri þátt í atvinnulíf- inu ekki síst til sveita. Ég er sann- færð um að allir sem dvöldu í Gröf undir handleiðslu þeirra hjóna, Rúnu og Emils, hafa orðið betra fólk fyrir vikið. Rúna var ekki allra eins og sagt er. Hún var ákaflega dul um sína hagi og oft frekar fátöluð við ókunnuga. Hún hafði ímugust á allri yfirborðsmennsku en hún var hjartahlý og góð manneskja sem hafði samúð með þeim sem minna máttu sín. Þau hjónin urðu fyrir þeirri þungu sorg að missa sjö ára dóttur, Sigríði Mörtu, haustið 1943. Hún lést eftir stutt veikindi. Þar kynntist ég sem barn þeirri hljóðu sorg sem fyllti heimilið. Rúna gat í raun og veru aldrei tal- að um þennan atburð, slíkur var sársaukinn. Aðeins á síðustu árum töluðum við stundum um Siggu en hún hafði verið leiksystir mín. Á heimilinu dvaldi móðursystir Rúnu, Guðrún Erlendsdóttir, stundum sumarlangt og sá um þjónustubrögðin. Með þeim var ákaflega kært enda þessi gamla kona eitthvert göfugasta gamal- menni sem ég hef verið samtíða. Á næsta bæ, Hvammi, bjó Elín einkasystir Rúnu, ásamt manni sínum, Helga Kjartansssyni, sem var uppeldisbróðir Emils en Emil ólst upp í Hruna hjá foreldrum Helga. Miklir kærleikar voru með þeim systrum og mikill samgangur milli bæjanna. Það vora ekki margir dagar sem Ella kom ekki fram að Gröf eða Rúna fór inn að Hvammi. Annars fór Rúna ekki oft af bæ. Þá var einnig til heimilis í Gröf, Guðjón, faðir Rúnu, en móðir hennar var dáin þegar ég kom á heimilið. Guðjón var elskulegur og glaður maður sem vann oft við smíðastörf úti um sveitina og jafn- vel í Reykjavík. Hann var t.d. einkasmiður hjá Einari Jónssyni, myndhöggvara frá Galtafelli, og ekki var Einar fyrr komin í sumar- bústaðinn sinn í Galtafelli en Guð- jóni var gert orð að koma og smíða og dytta að. Rúnu þótti ákaflega vænt um föður sinn og hugsaði vel um hann og þótt hann ætti kannski til að labba allt í einu á stað með töskuna jafnvel úr miðjum flekk þá gleymdi hann aldrei að láta hana vita hvert hann fór. Eins og ég sagði kom ég fyrst sem barn 'áð Gröf en þegar ég elt- ist myndaðist með okkur Rúnu djúp og varanleg vinátta. Við vor- um trúnaðarvinir og mér fannst ég geta sagt henni alla skapaða hluti og hún hlustaði á mig, tók mig í gegn eða fylgdi mér að málum allt eftir því hvað við átti. Oft stappaði hún í mig stálinu þegar mér fannst ég ekki gera hlutina nógu vel og sagði; þú getur þetta alveg eins vel og og þessi og þessi sem ég var að bera mig saman við. Ég hef sagt að hún kenndi mér að vinna. Stundum notaði hún sjálfa sig og verk sín til samanburðar en ekki til þess að upphefja sjálfa sig held- ur þvert á móti. T.d. sagði hún við mig að ég ætti ekki að venja mig á að hafa eins hæg handtök og hún heldur vinna rösklega. Rúna var ákaflega tónelsk, söng vel og spil- aði mikið og vel á orgel. Oft sung- ^48 LAUGARDAGUR 19. JÚNÍ 1999_ EYRÚN „ GUÐJÓNSDÓTTIR um við saman á sunnudögum eða á kvöldin og ég lærði mikið af falleg- um lögum og ljóðum hjá henni sem ég síðan flutti með mér heim móð- ur minni til mikillar gleði en hún var einnig mjög söngelsk. Rúna lék einnig með ungmannafélaginu í sveitinni, síðast á sjötugsaldri Vil- borgu grasakonu í Gullna hliðinu, og var það ógleymanlegur leikur. Framsögn Rúnu og málfar var svo skýrt og meitlað að ekkert orð fór framhjá manni. Hún talaði enda afburða gott og fallegt mál og allir sem voru á hennar heimili nutu góðs af því og voru miskunnarlaust leiðréttir ef þeir létu út úr sér ein- hverjar ambögur. Þegar ég sest niður við þessar skriftir finnst mér að ég gæti hald- ið áfram endalaust að segja frá þessari góðu vinkonu minni og manni hennar, börnum og heimili og öllu því góða og skemmtilega sem ég naut hjá þeim. En nú er komið að leiðarlokum. Nú kem ég ekki oftar að Gröf, drep laust á dyr, æði inn og kalla „Rúna“ og fæ svar einhvers staðar innan að og við setjumst niður til skrafs og ráðagerða, búum saman til kaffið og hlæjum dátt að sameiginlegum endurminningum og segjum hvor annarri eitthvað sem allir mega ekki heyra. Mér er efst í huga ósegjanlegt þakklæti til þessarar góðu konu fyrir allt sem hún var mér og mín- um. Minning hennar mun lifa með- al okkar sem þótti svo vænt um hana. Ég votta vinum mínum og fóstursystkinum, börnum þeirra, barnabörnum og barnabarnabörn- um innilega samúð og samgleðst þeim að hafa átt hana öll þessi ár. Og ég vona að sveitin hennar, Hrunamannahreppurinn, eignist sem flestar dætur henni líkar. Ég enda svo þessar línur með orðum úr Pétri Gaut, uppáhaldsleikritinu hans Emils: Guð launi þér lífs- stundir þínar, allt liðið í sæld og raun. Ásgerður Ingimarsdóttir. Afi og amma í Gröf eru órofa hluti af æsku minni og nú, að þeim báðum gengnum, langar mig að minnast þeirra með nokkrum orð- úm'. Orlögin höguðu því svo að afi, Emil Ásgeirsson, fæddist í Kaup- mannahöfn. Þrátt fyrir annan ásetning varð Marta, móðir hans, að setja hann í fóstur nokkurra daga gamlan til að geta séð þeim farborða. Það varð hlutskipti afa og móður hans að fylgjast hvort með öðra úr fjarlægð alla tíð. Hann var í fóstri í Danmörku og á íslandi en fann loks örugga höfn þegar séra Kjartan og Sigríður í Hruna bættu honum við barnahópinn sinn. Þeir feðgar, hann og Ásgeir Sigurðsson, þekktust aldrei. Amma steig sín fyrstu spor í Miðfelli í Hrunamannahreppi. Það- an lá leiðin að Skipholti, síðan Efra-Seli og loks að Gröf. Þótt ekki væri ríkidæminu fyrir að fara átti amma góða æsku þar sem kærleik- ur og manngæska voru sett ofar öðra. Kynni ömmu og afa hófust ekki sem best því að ,nýja strákn- um í Hruna“ þótti Grafarstelpurn- ar glápa fullmikið á sig í réttunum og henti hrossataði í ömmu. Síðar fundu hjörtu þeirra sama taktinn og þau giftu sig 24. júní 1930 og eyddu hveitibrauðsdögunum á Al- þingishátíðinni á Þingvöllum. Þau voru ólík hjón en þó samstiga. Hann var skapríkur en glaðsinna, hún jafnlynd og hógvær í orðum og æði. Bæði höfðu þau mikla kímni- og frásagnargáfu. Þau tóku mikinn þátt í félagsstarfi og höfðu yndi af bókum; þótt þröngt væri í búi var alltaf hægt að kaupa bækur. Þegar um hægðist í búskapnum sýslaði amma mikið við handavinnu en afi helgaði safni sínu af gömlum mun- um og amboðum kraftana. í eigin- girni minni þykir mér mestu verð- ur sá fjársjóður minninga sem ég á um þau. Oft var ekki annar leikur okkar bamabarnanna en að ,elta afa“ við bústörf eða í minjasafninu. Hann uppfræddi okkur, las og spil- aði og skemmti sér jafnvel stund- um á okkar kostnað. Fyrir hans orð reyndum við ítrekað að hlaupa svo hratt kringum símastaur að við sæjum í bakið á okkur! Á afa dundu eilífar spurningar og alltaf kunni hann svör sem barnsvitið gat skilið og sætt sig við. Ég man að ég gaf honum engin grið: Afí, hvenær deyrðu? Eftir svona þrjú, fjögur ár? Hvað ætlarðu þá að gera við kýrnar? Hún amma þín fær þær. Deyrð þú á undan ömmu? Já, löngu á undan ömmu þinni. Þegar líða tók á daginn og barnsfæturnir farnir að lýjast var gott að fara í fjósið og fylgja ömmu eftir milli kúnna og hlusta á sögurnar henn- ar. Smérpinkill, Gilitratt, Kiðhús og aðrar þjóðsagnaverur fengu líf í frásögn hennar, að ógleymdum honum Gunnari sem fékk skrópa- sýki. Amma var að mörgu leyti dul, afar tilfinningarík en flíkaði því ekki. Hjá henni var ávallt skjól og ávallt hlýja. Við fundum að við átt- um stað í hjarta hennar og allt til hins síðasta fylgdist hún af áhuga með lífi okkar. Amma og afi kvöddu heiminn hvort á sinn hátt. Seinagangur átti ekki við afa og hann fór snöggt, áð- ur en ellin greip hann föstum tök- um. Amma fór sér í öllu hægar og lagaði líf sitt að ellinni eftir því sem hún færðist yfir hana. Hún hélt eigið heimili þar til fyrir skömmu að kraftarnir leyfðu það ekki leng- ur. Síðustu mánuðina dvaldi hún á Ljósheimum og seig á sinn hægláta hátt út úr þessum heimi og inn í þann næsta þar sem afi og Sigga litla biðu hennar. Ég kveð þau að sinni með sökn- uði, virðingu og þakklæti. Margrét Guðmundsdóttir. Það var um kvöldmatarleytið laugardaginn 12. júní að mér bár- ust þær fregnir að hún amma mín, Eyrún Guðjónsdóttir, hefði látist á Ljósheimum á Selfossi. Nokkru fyrr um daginn hafði ég verið hjá henni og náð að kveðja hana í hinsta sinn. En um leið og ég fékk fregnirnar af andláti hennar varð mér hugsað til síðustu samvera- stundar okkar, sem var skömmu áður. Þá lék hún við hvern sinn fingur og greinilegt var að henni leið vel þar sem hún var og var ég mjög feginn því. I þeirri heimsókn minni til hennar ræddum við allt milli himins og jarðar, allt frá stjórnmálum til utanlandsferða. Daginn sem hún kvaddi hafði mjög af henni dregið og var það hin mesta líknargjöf að hún skyldi fá að fara. Alltaf mun ég minnast ömmu á jákvæðan hátt. Ávallt hvatti hún mig til dáða og vildi manni vel. Sem dæmi má nefna að eitt sumar- ið sem ég dvaldi hjá henni fékk ég alltaf uppáhaldsmatinn minn, ann- aðhvort í hádegis- eða kvöldmat. Hún vildi að ég stæði mig vel í skóla og engin leið var að komast undan heimalærdómnum þegar amma var annars vegar. Hún lagði metnað sinn í að hlýða mér yfir eins oft og þurfti. Þessar aðferðir ömmu féllu í misgóðan jarðveg hjá mér á þeim tíma en í dag met ég mikils atorku hennar og þolin- mæði. Eitt er ég sérstaklega þakklátur fyrir. Og það er að ömmu leið vel á þeim stað sem hún dvaldi síðustu ævidaga sína. Það var starfsfólkið á Ljósheimum sem lét ömmu líða vel undir lokin og kann ég því hin- ar bestu þakkir fyrir. Það á sann- arlega heiður skilinn. Ég hef margar minningar, bæði um afa og ömmu, í farteskinu frá því ég var lítill drengur að vesenast á hlöðun- um í Gröf. Nú þegar þau eru bæði farin verða þessar minningar mér sérstaklega dýrmætar. Þeirra beggja mun ég minnast með hlýj- um hug og væntumþykju. Að lokum vil ég aðeins segja að ég er viss um að ömmu líður vel þar sem hún er núna. Ég veit að endrum og eins á hún sjálfsagt eft- ir að líta til okkar, ef til vill í draumum okkar og fullvissa okkur um að svo sé. Elsku amma, guð blessi þig. fvar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.