Morgunblaðið - 19.06.1999, Side 56

Morgunblaðið - 19.06.1999, Side 56
56 LAUGARDAGUR19. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ Keppt um sæti í íslenska landsliðinu Logi Laxdal og Freymóður - nánast öruggir með sæti Spennan í úrtökukeppninni þar sem valið er landslið Islands er nú í algleymingi að lokinni fyrri umferð. Valdimar Kristinsson eyddi lunganum af þjóðhátíðardeginum við að fylgjast með þessari keppni sem er að venju æsispennandi. Seinni umferðin hefst ^ í dag klukkan tíu með keppni í fímmgangi. AÐ LOKINNI fyrri umferð eru „inn“ ef svo má að orði komast Sig- urbjörn Bárðarson á Byl frá Skáney efstur í samanlögðum stigum þriggja greina. í fimmgangssætinu er Auð- unn Kristjánsson með nokkuð góða forystu á Baldri frá Bakka. Asgeir S. Herbertsson er með nauma forystu í fjórgangi á Farsæli frá Arnarhóli. Einar Ó. Magnússon trónir á toppn- um í töltinu á Glampa frá Kjarri en með mjög nauma forystu. Logi Lax- dal er með besta stöðu þessara fimm knapa og telja margir að hann hafi svo gott sem tryggt sér sæti í liðinu á Freymóði frá Efstadal í fyrsta y spretti í 250 metra skeiðinu er þeir fóru vegalengdina á 21,67 sekúndum, sem er frábær árangur. Fremur ólíklegt þykir að keppinautum þeirra Loga og Freymóðs takist að bæta þennan tíma. Pannig lítur liðið út í hálfleik og víst er að ekkert er öruggt í hendi í þessum efhum nema ef vera skyldi hjá Loga. Keppnin um sæti saman- lagðs sigurvegara þykir afar spenn- andi því aðeins munar 0,36 á Sigur- birni í efsta sætinu og Olil Amble í fimmta sæti, Sigurbjörn með 23,47. Á milli þeirra eru Sveinn Ragnars- son á Reyk frá Hoftúni með 23,32 og jafnir í þriðja til fjórða sæti eru Alexander Hrafnkelsson á Prins frá Hvítárbakka og Sigurður V. Matthí- asson á Demanti frá Bólstað með 23,29. Staðan er nokkuð góð hjá Auðunni Kristjánssyni, í fimmgangi er hann með 7,13 en næstur kemur Sigurður V. Matthíasson á Demanti með 6,93, Páll Bragi Hólmarsson á ísak frá Eyjólfsstöðum er með 6,87, Þórður Þorgeirsson á Kjarki frá Ásmúla er með 6,83. í fjórgangi berjast Ásgeir og Far- sæll um sætið við Olil Amble á Kjarki frá Horni sem kemur fast á hæla þeirra með aðeins 0,07 lægri einkunn og ljóst að þar getur allt gerst. Aðrir virðast ekki eiga mögu- leika í fjórgangi. I töltinu er staðan frekar óvænt, Einar Öder skaust í fyrsta sætið mörgum á óvart og fast á hæla hon- um kemur Baldvin Ari Guðlaugsson á Tuma frá Skjaldarvík og Olil Amble þar rétt fyrir neðan. Einar með 7,70, Baldvin með 7,67 og Olil með 7,53. Athygli vekur slæmt gengi Vignis Siggeirssonar á Ofsa frá Við- borðsseli en þeir eru í 8. sæti með 7,20 og virðist kraftaverk þurfa til að þeir nái töltsætinu. Sigurður Sæmundsson lands- liðseinvaldur velur svo tvo síðustu liðsmennina og þykir Rúna Einars- dóttir, sem býr í Þýskalandi, hafa tryggt sér góða stöðu eftir frábæra frammistöðu í úrtökukeppni sem haldin var á búgarði hennar og Kar- ly Zingheim að Forstwald. Var Rúna á hryssu sinni Snerpu frá Dalsmynni og gerðu þær sér lítið fyrir og sigr- uðu í töltinu þar sem allir bestu knapar Þýskalands voru saman- komnir. Sigurður landsliðseinvaldur fylgdist með mótinu og sagði hann að Rúna hefði þarna unnið stórvirki með þessum sigri. Sigurinn hafi ver- ið mjög sanngjarn og afgerandi. Hún hefði fengið 8,5 fyrir yfirferð hjá tveimur dómurum og einn gaf henni 9,0 og svipaðar tölur hafi verið á lofti í hraðabreytingum. Sagðist Sigurður vart hafa séð eins vel útfærðar hraðabreytingar og hjá Rúnu og Snerpu. Viðurkenndi hann að hún væri með þessum árangri sínum komin mjög sterklega inn í myndina Morgunblaðið/Valáimar Kristinsson LOGI Laxdal og Freymóður. en tók þó fram að hann færi ekki að hugsa málið alvarlega fyrr en að úr- tökunni í Kópavogi aflokinni. En staðan er sem sagt þessi og allt virðist benda til þess að tveir af fjórum heimsmeisturum íslands frá síðasta móti muni nýta sér rétt sinn til að mæta með sömu hesta og þeir unnu titlana á í Noregi. Það eru þeir Styrmir Arnason með Boða frá Gerðum og Vignir Siggeirsson með Þyril frá Vatnsleysu en staða þeirra Loga Laxdal og Sigurbjöms í úrtök- unni er góð í augnablikinu. Skagfirðingar opna hrossabúin SKAGFIRSKIR hrossabændur hyggjast opna hús sín fyrir almenn- ingi næsta laugardag að viku liðinni þar sem fólki verður gefinn kostur á að heimsækja nokkur þekkt ræktun- arbú og kynna sér starfsemina, skoða stóðhrossin og gæðinga í reið. Einnig verður bömin leyft að fara á hestbak. Búin sem bjóða fólki heim að þessu sinni era Hólar, Vatnsleysa, Flugu- mýri, Miðsitja og Hafsteinsstaðir. Tekið verður á móti gestum frá klukkan 13 til 17. Jafnframt þessu verður kynningarsýning á skagfirsk- um hrossum á Vindheimamelum um kvöldið og einnig fara þar fram úrslit í íþróttamóti sem haldið verður þenn- an sama dag. Það er Hrossaræktar- samband Skagfirðinga sem stendur að þessari dagskrá ásamt ýmsum að- ilum úr héraðinu og er ætlunin að bjóða árlega upp á slíkan viðburð. V > Margeir Pétursson sigrar á minning- armóti um Guðmund Arnlaugsson Morgunblaðið/Sverrir FRÁ minningarmóti um Guðmund Arnlaugsson. SKAK Menntaskðlinn við Hamrali I fð MINNINGARMÓT UM GUÐMUND ARNLAUGSSON 16.júní1999 ÞRIÐJA minningarmótið um Guð- mund Amlaugsson var haldið í há- tíðarsal Menntaskólans við Hamrahlíð, miðvikudaginn 16. júní. Keppendur vora 16 talsins og kepptu allir við alla. Tefldar vora 5 mínútna hraðskákir. Meðal þátt- takenda voru 7 stórmeistarar, 2 al- þjóðlegir meistarar auk 7 annarra sterkra skákmanna. Stórmeistarinn Margeir Péturs- son sigraði á mótinu, hlaut 12 vinn- inga í 15 umferðum. Margeir hefur verið með í þessum mótum frá upphafi og óhætt er að segja að leið hans hafi legið upp á við. Árið 1997 lenti hann í 9.-12. sæti, í fyrra náði hann þriðja sæti og nú sigrar hann. Greinilegt er að hann hefur ekki látið umstangið í kringum stofnun nýs verðbréfafyrirtækis slá sig út af laginu í skákinni. Mar- geir og Jóhann Hjartarson tefldu saman í síðustu umferð og lauk þeirri skák með jafntefli, en Jó- hann þurfti að vinna til að verða jafn Margeiri í 1. sæti. Margeir tapaði aðeins einni skák, gegn Þresti, en Þröstur fékk 8 vinninga í síðustu 9 skákum sínum. Helgi Ólafsson, sem sigraði á tveimur fyrstu mótunum, varð í 2.- 4. sæti að þessu sinni með 11 vinn- inga. Jafnir honum urðu Jóhann Hjartarson og Þröstur Þórhalls- son, sem varð jafn Helga að vinn- ingum í fyrra. Úrslit urðu annars sem hér segir: 1. Margeir Pétursson 12 v. 2. -4. Helgi Ólafsson 11 v. 2.-4. Jóhann Hjartarson 11 v. 2.-4. Þröstur Þórhallsson 11 v. 5. Jón Viktor Gunnarsson 10 v. 6. -7. Hannes Hlífar Stefánsson 9 v. 6.-7. Karl Þorsteins 9 v. 8. Jón L. Amason 8 v. 9. -10. Guðmundur Siguijónsson 7 v. 9.-10. Róbert Harðarson 7 v. 11.-12. Jón Garðar Viðarsson 5!4 11.-12. Þorsteinn Þorsteinsson 5V4 v. 13.-14. Ágúst S. Karlsson 4'A v. 13.-14. Sigurbjöm Björnsson 4V4 v. 15. Bragi Halldórsson 3V4 v. 16. Stefán Bergsson V/2 v. Eins og sést á þessari upptaln- ingu var mótið afar sterkt og enn einu sinni tefla nær allir íslensku stórmeistaramir saman í skák- móti. Sérstaklega er ánægjulegt að sjá Guðmund Sigurjónsson, stórmeistara, taka þátt í sínu öðra móti á þessu ári, en hann tók einnig þátt í Stórmeistaramóti Grand-Rokks í mars. Hann hefur verið ótrúlega fljótur að ná sér aft- ur á strik í skákinni, en hann hefur lítið teflt frá 1988. Guðmundur vakti mikla athygli þegar hann tók þátt í alþjóðlegum skákmótum fyr- ir það hversu hugmyndaríkur og sókndjarfur hann var. Hann á sér því marga aðdáendur bæði hér- lendis og erlendis eins og nánar verður vikið að í skákþætti Morg- unblaðsins á næstunni. Eftir tvær fyrstu umferðirnar var aðeins einn maður efstur, Bragi Halldórsson. Hann byrjaði á því að leggja stórmeistarana, Jón L. Amason og Guðmund Sigurjón- son, en Braga tókst ekki að fylgja þessari glæstu byrjun eftir og end- aði með 3Vi vinning. Stefán Bergsson er ungur og efnilegur skákmaður, sem þama fékk í fyrsta sinn að etja kappi við sterkustu skákmenn landsins. Stefán, sem fyrir skömmu varð Skákskólameistari, má vel við una að hafa náð lVz vinningi gegn sterkustu skákmönnum landsins. Skákstjórar vora þeir Guð- mundur Sverrir Jónsson og Krist- ján Öm Elíasson. Ný heimasiða FIDE Fyrir skömmu var minnst á það hér í skákþættinum að vefsíða FIDE hefði ekki verið uppfærð frá því á síðasta ári. Það var líkt og FIDE hefði heyrt af þessari gagn- rýni, því daginn eftir var samband- ið búið að koma upp nýrri vefsíðu: www.data.ru/fide. FIDE lofar bót og betran á útreikningi alþjóðlegu skákstiganna, en eins og einnig hefur komið fram í skákþættinum var skammarlega staðið að útgáfu stigalistans í janúar. Næsti listi er væntanlegur í byrjun júlí. Ekki era vandamál FIDE þó öll úr sögunni. Enn á eftir að sjá hvernig heimsmeistarakeppninni í Las Vegas reiðir af í næsta mán- uði. Þá hefur hátíðarhöldum í til- . efni af 75 ára afmæli FIDE verið frestað. Þau áttu að fara fram í París í lok þessa mánaðar, en hef- ur verið frestað til nóvember. Þess má geta að á hinni nýju vefsíðu FIDE era ýmsar upplýs- ingar sem enn hafa ekki borist skáksamböndunum. Heimsmeistarakeppni tölva Níunda heimsmeistarakeppni tölva í skák stendur nú yfir í Paderbom í Þýskalandi. Mótið hófst 14. júní og því lýkur 20. júní. Tefldar era sjö umferðir eftir svissneska kerfinu. Umhugsunar- tíminn er tvær klst. á 40 leiki, síð- an ein klst. á 30 leiki og að lokum hálftími til að Ijúka skákinni. Það era ICCA samtökin (International Computer Chess Association) sem skipuleggja keppnina. Þrjátíu for- rit taka þátt í keppninni, þar á meðal flest sterkustu skákforrit heims. Langmest gróska á þessu sviði er í Evrópu og þaðan koma flest forritin. Lengst að kemur for- ritið LambChop, en höfundur þess er frá Nýja-Sjálandi. Þegar fimm umferðum var lokið var staðan þessi: 1.-5. Hiarcs 4 v. 1.-5. Shredder 4 v. 1.-5. Fritz 4 v. 1.-5. Ferret 4 v. 1.-5. Nimzo 4 v. 6.-8. Junior 3'/z v. 6.-8. Cilkchess 3!4 v. 6.-8. DarkThought 3!/z v. 9.-12. Virtual-Chess-X 3 v. 9.-12. Rebel 3 v. 9.-12. ChessTiger 3 v. 9.-12. Isichess 3 v. Hiarcs, Shredder og Nimzo era einu forritin sem ekki hafa tapað skák. Anand-Karpov Anand átti ekki í nokkram vand- ræðum með Karpov í sex skáka einvígi sem þeir tefldu með aðstoð tölvu. Meðan á skákunum stóð höfðu þeir bæði aðgang að skák- gagnagrunni og skákforriti. Anand sigraði með fimm vinningum gegn einum vinningi Karpovs. Anand er af þeirri kynslóð skákmanna sem hafa náð að nýta sér tölvutæknina til hins ýtrasta. Karpov mætti hins vegar illa undirbúinn til leiks og á milli skáka vora skipuleggjendur einvígisins önnum kafnir við að kenna honum ýmis grandvallarat- riði í notkun skákgagnagrunna. Eins og við var að búast lenti hann síðan í alvarlegu tímahraki í flest- um skákanna. Boðsmót TR 1999 Fjórum umferðum af sjö er nú lokið á Boðsmóti Taflfélags Reykjavíkur. Þeir Jón Viktor Gunnarsson, Arnar E. Gunnarsson og Ólafur í. Hannesson era efstir á mótinu með 3V2 vinning af fjórum. Boðsmótið er liður í Bikar- keppninni í skák sem TR stendur að ásamt Taflfélaginu Helli, Taflfé- lagi Garðabæjar, Hafnarfjarðar og Kópavogs. Hraðskákmót hjá Grand-Rokk Taflfélag Grand-Rokks efnir til hraðskákmóts laugardaginn 19. júní klukkan 14. Efstu menn hljóta verðlaun. Skráning fer fram á Grand-Rokk, Smiðjustíg 6. Einnig er hægt að skrá sig í síma 697 6256. Hraðskákmót á Akureyri Júníhraðskákmót Skákfélags Akureyrar verður haldið í skák- heimilinu að Þingvallastræti 18, Akureyri, sunnudaginn 20. júní kl. 20. Allir velkomnir. Skákmót á næstunni Tilkynningar um skákmót og aðra viðburði sendist til umsjónar- manna skákþáttar Morgunblaðs- ins. Tölvupóstfangið er dadi@vks.is. Einnig má senda annað efni og athugasemdir við skákþættina á sama póstfang. 19.6. Grand-Rokk. Hraðskákmót kl. 14 20.6. Sf. Akureyrar. Hraðskákmót kl. 20 25.6. Hellir. Jónsmessumót kl. 22 Daði Örn Jónsson Hannes Hlífar Stefánsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.