Morgunblaðið - 19.06.1999, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 19.06.1999, Blaðsíða 60
60 LAUGARDAGUR 19. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ J BRÉF TIL BLAÐSINS Ferdinand Smáfólk DID YOU NOTICE 50METHIN6? UIHEN I BK0U6HT YOUR 51/PPEROUT, I DIPN'T I U)A5 WONDERINÖIF YOU NOTICED THAT.. Tókstu eftir Eg gekk ekki beint áfram einhveiju? þegar ég færði þér matinn þinn..ég eiginlega lallaði áfram.. Ég var að velta því fyrir mér hvort þú tékst eftir því.. I DON'T KNOW U)HAT'5 WR0N6 WITH ME..I DIPN'T NOTICE THAT.. Ég veit ekki hvað er að mér..ég tók ekki eftir því. Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Opið bréf til bæjar- yfírvalda á Akureyri Frá nokkrum íbúum við Hamarsstíg og Mýrarveg: VIÐ Mýrarveg býr nú sárt og reitt fólk, sem til skamms tíma voru sáttir íbúar við samfélagið og stoltir af að vera Akureyringar. Ibúarnir hafa flestir búið lengi í bænum, telja sig þokkalega nýta þegna og jafn rétt- háa og hverja aðra meðborgara. Því skiljum við ekki að meirihluti skipulagsyfírvalda skuli ætla að varpa skugga á hús okkar og lóðir alla daga ársins, líka þegar sól er hæst á lofti. Reiði okkar snýr að yfír- völdum bæjarins, sem hafa, eins og ýmsum er kunnugt, heimilað bygg- ingu tveggja háhýsa á landræmunni á milli Mýrarvegar og Kotárgerðis. Er framvinda málsins með ein- dæmum, og teljum við íbúar og hús- eigendur að verið sé að ganga gróf- lega á rétt okkar. Ekki er einungis vafasamt að lagalegum þáttum hafi verið framfylgt sem skyldi, heldur þykir einnig sem gleymst hafí að hafa siðferði og sanngimi uppi við, er mál þetta var unnið. Kallast það víst valdníðsla. Svikin loforð Það vill enginn láta gefa sér loforð og svíkja síðan, eins og raunin hefur orðið. Þrátt fyrir það hafa nábúar við svæðið ítrekað rétt fram sáttarhönd í málinu, en á hana verið jafn oft slegið. Og rökleysa skipulagsyfír- valda er slík, að þau túlka land- ræmuna á milli Mýrarvegar og Kotárgerðis, sem ætlun þeirra er að byggja umrædd háhýsi á, en er í raun ekkert pláss fyrir, sem „sér- stakt hverfí“. Á það að verja þau fyr- ir að þurfa að taka eðlilegt tillit til nærliggjandi húsa, svo sem lög kveða á um. Með öðrum orðum: Þessi tvö hús, ef upp komast, standa ein og sér í sérstöku hverfi. Skipu- lagsyfirvöld telja einnig að „ákvæði aðalskipulags um hverfisvemd eigi fyrst og fremst við um eldri hverfi bæjarins“. Við sem búum við Mýrar- veginn í fjöratíu til fímmtíu ára gömlum húsum höfum fram til þessa talið þau komin nokkuð við aldur. Er gott að búa á Akureyri? Er fátt eitt talið, sem athugunar- vert er í máli þessu, og veldur íbúum við Mýrarveg hugarangri. Sem betur fer hafa fæst okkar kynnst innviðum bæjarkerfísins fyrr, en reynslan sem við nú fáum er bitur, og henni erfitt, ef ekki ómögulegt að kyngja. Á hug- ann leita ýmsai' hugsanir, svo sem hvort vinnubrögð gagnvart íbúunum sem hér um ræðir, geti átt þátt í því að við Akureyringar eram ekki fleiri en við eram, og hvort hér sé að leita einhverra skýringa á, hvers vegna fólk í nágrannasveitarfélögum kýs ekki að sameinast Akureyringum. En við erum öll sem eitt afar ósátt við yfirvöld bæjarins, við sem til skamms tíma stærðum okkur af að vera Akureyringar. Áður sögðum við hverjum sem var að hér vildum við vera, hér væri gott að búa. Ekkert okkar flytur þann boðskap þessa dagana. Því viljum við, enn og aftur, koma á framfæri ósk til yfirvalda bæjarins, að taka þessa ákvörðun aftur og koma á sátt um fyrirhugað- ar framkvæmdir. Ef ekki verður orðið við þeirri ósk, fer þetta mál til úrskurðamefndar skipulagsmála, og hvaða afgreiðslu sem málið fær þar, stendur eftir að siðferði í skipulagsmálum Akureyr- arbæjar er á óásættanlegu stigi. Ef hins vegar mál þróast á þann veg að umrædd hús verði buggð, er það ósk neðanskráðra, að Akureyr- arbær leysi til sín húseignir okkar. Við komum ekki til með að sætta okkur við þær aðstæður sem bæjar- félagið ætlar að búa okkur, og viljum þá finna okkur búsetu annars staðar, innan bæjarins eða utan. VIGDÍS JÓNSDÓTTIR, GUÐMUNDUR ÓLSEN, Hamarsstíg 38, Akureyri, MINNIE EGGERTSDÓTTIR, SIGMUNDUR ÞÓRISSON, Mýrarvegi 114, Akureyri, GERÐUR SIGURÐARDÓTTIR, SVAVAR GUNNARSSON, Mýrarvegi 116, Akureyri, LILJA RAGNARSDÓTTIR, BALDUR KRISTJÁNSSON, Mýrarvegi 118, Akureyri, LÁRA LÁRUSDÓTTIR, ADAM INGÓLFSSON, Mýrarvegi 120, Akureyri, STEFANÍA ÞORSTEINSDÓTTIR, GÍSLI PÁLSSON, Mýrarvegi 122, Akureyri. Þökkum stuðninginn Frá þremur blakstúlkum í KA: VIÐ eram þrjár úr KA sem fóram til Liechtenstein á smáþjóðaleikana 22. maí síðastliðinn, til að keppa fyrir hönd íslands í blaki. Eins og fram kom í Morgunblað- inu á meðan leikunum stóð þurfti skotmaður einn að borga 55.000 krónur úr eigin vasa. Sagt var að hann væri sá eini, en þar var svo sannarlega farið með rangt mál því við þrjár ásamt öllum öðram í blakliðinu þurftum einnig að borga 55.000 krónur á mann úr eigin vasa. Þar sem við eram fátækir námsmenn ákváðum við að leita aðstoðar hjá fyrirtækjum í bænum. í byrjun var útlitið svart en að lokum gekk allt vel. Fyrirtækin vora mjög hjálpsöm og án þeirra hjálpar hefðum við ekki komist á leikana. Eftirtalin fyrirtæki veittu okkur styrki og þökkum við þeim fyrir frábæran stuðning: Sjall- inn, Endurvinnslan, Kaupþing Norð- urlands, Framtal sf., Læknaþjónust- an, Viðar ehf., VÍS, Sparisjóður Norðlendinga, Matur og mörk, Út- gerðarfélag Akureyringa, Möl og sandur, Islandsbanki, Vörabær, Tryggingamiðstöðin, Búnaðarbank- inn, Sjóvá Almennar, Höldur ehf., Vörður og Fatahreinsunin. Kærar þakkir, BIRNA BALDURSDÓTTIR, HILDIGUNNUR MAGNÚSDÓTTIR, JÓNA HARPA VIGGÓSDÓTTIR. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtinear teliast sambvkkia betta. ef ekki fvleir fvrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.