Morgunblaðið - 19.06.1999, Side 62

Morgunblaðið - 19.06.1999, Side 62
62 LAUGARDAGUR 19. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ Evrópumótið í brids á Möltu 17. júní ekki happadagur ís- lensku bridsliðanna BRIDS Guðm. Sv. Hermannsson. EVRÓPUMÓTIÐ Evrdpumótið í brids er haldið á Möltu dagana 13.-26. júní. íslending- ar keppa í opnum flokki og kvenna- flokki í sveitakeppni og tvímenningi kvenna. Hægt er að fylgjast með mótinu á Netinu, m.a. á slóðinni: http://www .bridge.gr/tourn/Malta.9 9/malta.htm ÞJÓÐHÁTÍÐARDAGURINN 17. júní var ekki happadagur hjá ís- lensku bridsliðunum á Evrópumót- inu á Möltu. Þrír leikir voru spilaðir í báðum flokkum og í opna flokknum byrjuðu Islendingar á að tapa fyrir Norðmönnum, 0-25 en þeir löguðu stöðuna aðeins með því að vinna bæði Austurríkismenn og Hollend- inga 17-13 í hinum leikjunum tveim- ur pm daginn. I kvennaflokki tapaði íslenska liðið fyrir Hollendingum 14-16 og fyrir Frökkum 13-17, sem hvortveggja ^ voru viðunandi úrslit. En í 5. umferð um kvöldið datt botninn úr spila- mennskunni og liðið tapaði 1-25 fyrir Austurríki. I 14. umferð í gærmorgun vann ís- lenska liðið það þýska, 16-14, og var eftir það í 24. sæti með 202 stig. Norðmenn eru í miklu stuði um þessar mundir á Möltu og þeir voru í efsta sætinu með 275 stig eftir 21-9 sigur á Búlgaríu. Frakkar voru aðrir með 271 stig, ítalir höfðu 264 stig, Spánverjar 260, Pólverjar 256, ■'i Búlgarir 254, Belgar 251, Svíar 250 og Hollendingar og írar 249 stig. í gær spilaði Island við Rúmena og Svía og spilar í dag við Rússa og Lí- bani. Ein umferð var í kvennaflokki í gær og þá spilaði ísland við Finna. Leikurinn tapaðist 10-20 og eftir 6 umferðir er íslenska liðið í 19. sæti með 74 stig. Danir eru efstir með 121 stig, Norðmenn hafa 113 og Hollendingar 111 stig. Það er mikilvægt að enda í efri hlutanum í opna flokknum því á næsta Evrópumóti verður þátttöku- þjóðunum skipt í tvær deildir og verður þar að mestu farið eftir ár- angrinum á Möltu en einnig tekið eitthvað tilllit tO árangurs á undan- ' farandi mótum. Spilamennska spilaranna í opna flokknum er reiknuð út samkvæmt butlertvímenningsskori, en sömu spilin eru spiluð í öllum leikjum. Samkvæmt því hafa Magnús Magn- ússon og Þröstur Ingimarsson spilað langbest af íslensku pörunum og eftir 13 umferðir voru þeir í 16. sæti af 108 skráðum pörum með 0,64 impa að meðaltali í spili. Anton og Sigurbjöm Haraldssynir voru með -0,37 impa að meðaltali í spili og As- mundur Pálsson og Jakob Kristins- son með -0,52 impa að meðaltali. Ef- stir vom Búlgaramir Mihov og Na- nev með 1,17 impa að jafnaði 1 spili og Frakkarnir Bitran og Voldoire ~lf komu næstir með 1,06 impa. Belgamir Jeunen og Coenraets vora með 0,99 impa og Norðmennimir Furunes og Helness og Sælens- mynde og Brogeland með 0,88 og 0,89 impa. Sex sagnstiga munur Norðmennimir era til aOs vísir á Möltu þótt stórstjaman þeirra, Geir Helgemo, sé ekki í liðmu. Norð- mennimir unnu alla leiki sína 17. júní, þar á meðal við ítali, 16-14. Hér er eitt athyglisvert spil úr þeim leik . þar sem spiluð var slemma við annað v borðið en bútur á fyrsta sagnstig við hitt! Suður gefur, allir á hættu. Við annað borðið sátu ítalimir Soldano De Falco og Guido Ferraro AV og Norðmennimir Erik Sæ- lensminde og Boye Brogeland NS. Italimir létu skiptinguna hlaupa með sig í gönur. Vestur ♦ ÁG9 ¥ D1086 ♦ - * 1097642 Norður * 108643 ¥ G92 ♦ 862 + 83 Austur A D VÁK754 ♦ KD10753 *K Suður * K762 ¥ 3 * ÁG94 * ÁDG6 Vestur Norður Austur Suður Ferraro Sælenssm.. DeFalco Brogeland 1 lauf pass pass 2grond pass 31auf pass 3spaðar pass 4 spaðar pass 4grönd pass 6 hjörtiV/ De Falco sýndi tvo lægstu ósögðu litina með 2 gröndum og þótt ég geti ekki skýrt sagnimar sem fylgdu á eftir virðist ljóst að Ferr- aro sagði býsna mikið á spilin sín. Við fyrstu sýn virðist slemman ekki vera svo vitlaus, en það kom fljótt í ljós að slagina vantaði. Norður spil- aði út laufi og suður tók laufaásinn og spilaði laufadrottningu. I þessari legu gengur engin spilaleið en Ferr- aro ákvað að spila upp á 3-3 Iaufa- legu. Hann trompaði laufið, tromp- aði tígul og trompaði lauf en þegar norður henti tigli var spilið orðið vonlaust og fór á endanum tvo nið- ur, 200 til Norðmanna. Við hitt borðið sátu Georgio Du- boin og Norberto Bocchi NS og Jon-Egil Furanes og Tor Helness AV. Þar urðu sagnir stuttar. Du- boin í suður opnaði á 1 tígli og allir sögðu pass. Vörnin missti einn slag þegar Helness spilaði aldrei trompi þrátt fyrir nokkur tækifæri, og Du- boin fékk á endanum fjóra slagi á tromp og laufaásinn en Norð- mennnimir fengu 200 og 9 impa. Ýmist fimm niður eða slétt unnið Þetta spil úr 7. umferð Evrópu- mótsins var mikið sveifluspil þar sem menn ýmist unnu þrjú grönd eða fóra fimm niður: Vestur * KG7642 ¥2 * K62 * 1073 Norður * 983 ¥ K10863 * 109875 * - Austur * D10 ¥ DG954 * ÁG4 * D94 Suður * Á5 ¥ Á7 * D3 * ÁKG8652 Við nánast öll borð var lokasamn- ingurinn 3 grönd í suður, víða do- blaður og niðurstaðan skiptist í tvö horn. Annað hvort unnust þrjú grönd, stundum með yfirslag, eða þau fóra fimm niður! Stærstu sveifl- umar urðu í leikjum Rússa og Ira og Islendinga og Israelsmanna þar sem þrjú grönd unnust dobluð við annað borðið og fóra fimm niður dobluð við hitt. Því miður var sveifl- an til Israels í leik sem endaði 15- Í5. Útspil komu frá vestri í öllum lit- um, jafnvel laufí og þá var eftirleik- urinn auðveldur fyrir sagnhafa, eins og eftir hjartaútspil. En þótt vestur spilaði út spaða var björn- inn ekki unninn. Sagnhafi gaf einu sinni og fríaði síðan laufið og inni á laufadrottningunni varð austur að gera upp við sig hvort hann ætti að spila hjarta eða tígli. Þegar horft er á allar hendur er auðvelt að segja að AV eigi að nota hliðarköll í svona stöðu og þá væri vestur bú- inn að sýna tígulkónginn gegnum laufið, en það þarf ekki að vera jafn augljóst við borðið og í mörg- um tilfellum spilaði austur hjarta til baka. í DAG , Vaknið, Islendingar ÉG vil fá að vita hvort ekki eigi að leyfa fólkinu í land- inu að kjósa um það hvort eigi að leyfa virkjunina á Eyjabakkasvæðinu. Það er til skammar að eyðileggja eigi svona landið. Finnst mér kominn tími til að fólk sem er á móti þessu láti í sér heyra. Fólkið í landinu á að fara að vakna til vit- undar um hvað er verið að gera landinu okkar. Það er slæmt að við skulum vera að eyðileggja varplönd fuglanna og er ekki nóg að hrossin éti upp landið fyrir okkur? Ef eyðileggja á landið, endar það með að fólk flýr landið. Ein vonsvikin. Tímavélin ÉG las grein í Morgun- blaðinu í dag, miðvikudag- inn 16. júní, eftir Jón Kjartansson, formann Leigjendasamtakanna, þar sem hann talar um hörku leigumarkaðarins og að fólk sé hrætt við að standa á rétti sínum. Ég þekki sjálf til þessara mála en að það sé þrælsótti eins og Jón segir í grein sinni er ég nú ekki alveg sammála. Það er lögreglan sem fólk leitar til í skelfingu þegar því er hótað í síma jafnvel líkamsmeiðingum og kom- ið á dyrnar til að reyna að brjótast inn til leigutaka og finnst mér hún alls ekki VELVAKAJVDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi tii föstudags standa sig nógu vel. Ég varð fyrir slíku þar sem lögreglan sem á vettvang kom sagði að sér kæmi þetta ekki við. Þetta væri mál milli mín og leigusala. Ég var mjög hissa og hneyksluð á þessum svör- um lögreglu. Það sem er meinsemdin í þessu ástandi eru gamlir fordóm- ar sem hér ríkja. Hér áður fyrr var litið á leigutaka sem pakk sem leigusali óð oft inn á með lyklum, skammaði það ef óhreint leirtau var í vaski eða bara kom til þess að líta eftir þessum aumingjum sem náðarsamlegast fékk að vera innandyra gegn háu gjaldi ef það hlýddi ekki leigusalanum. Og því mið- ur örlar enn á þessum hugsunarhætti að það megi henda leigutaka út hvenær sem leigusala þóknast ef hann þarf íbúð- ina strax af einhverjum ástæðum. Það er orðið mál til komið að leigusalar hoppi upp í tímavélina og komi til nútíðar og fari eft- ir þeim lögum sem um þetta gilda. Leigutaki. Um strætó ÉG hef séð nýlega að aug- lýstar eru ókeypis strætis- vagnaferðir í miðbæinn fyr- ir fólk sem vill skilja bílana sfna eftir við Háskólann. Sem sagt, ókeypis ferðir fyrir bílaeigendur. En hvað með það fólk sem notar ein- göngu strætisvagna, það virðist ekkert gert fyrir það fólk til að laða það að, sífellt er verið að breyta áætlun- artímum og breyta ferðum. Farþegi. Vegna athugasemdar frá ópólitiskum neytanda VEGNA athugasemdar frá „ópólitískum neytanda" í Velvakanda 6. júní sl. vill Hagkaup koma því á fram- færi að Frissi fríski er og hefur verið seldur í Hag- kaupi svo lengi sem Frissi hefur verið á markaði. Hagkaup býður því „ópóli- tískan neytanda“ velkom- inn í Hagkaup og biður hann jafnframt afsökunar á því að hafa fengið rangar upplýsingar hjá starfsfólki Hagkaups. Hagkaup hefur aldrei hætt að selja vörur frá KEA, hvorki eftir að þeir opnuðu verslun hér í Reykjavík eða fyrr. Það er stefna Hagkaups að bjóða viðskiptavinum sínum þá vöru sem þeir óska eftir hverju sinni. Kveðja, Jón Björnsson, framkvæmdastjóri. Tapað/fundið Kvenmannsúr í óskilum KVENMANNSÚR fannst á Langholtsvegi á gang- stéttinni gegnt húsinu nr. 85. Eigandi vitji þess í Skipasund 43 eða hringi í síma 553 4300. Canon-myndavél týnd- ist á leið frá Kanarí CAN ON-ljósmyndavél týndist á leiðinni frá Kanarí 15. mars sl. Vélin var í hulstri. I vélinni var filma sem eigandi saknar sárlega. Skilvís finnandi vinsamlega hafi samband við Jóhönnu í síma 554 1140. Fundarlaun. Hjólkoppur týndist við Bústaðaveg HJÓLKOPPUR týndist á Buick-bíl síðdegis sl. þriðju- dag á Bústaðavegi neðan við Ásgarð. Skilvís finnandi hafi samband í síma 5861950. Hjalti Bjömsson. Sómi óskar eftir heimili SÓMI, sem er síamskött- ur, óskar eftir nýju heimili. Hann er að verða fimm ára, er vel upp alinn og gælinn. Upplýsingar í sfma 564 4320. SKAK Hinsjón Margeir Pcturssnn STAÐAN kom upp á Sig- eman & Co. alþjóðamótinu í Malmö í Sviþjóð í júní. Bor- is Gelfand (2.690), Hvíta- Rússlandi, hafði hvítt og átti leik gegn Joel Lautier (2.595), Frakklandi. 24. Hxh6+! (24. HxfB! gerði sama gagn) 24. _ gxh6 25. Bxf6+ _ Hg7 26. Bxg7+ _ Dxg7 27. Hgl og svartur gafst upp. Gelfand sigraði örugglega á mót- inu með 7 v. af 9 mögulegum. 2. Movsesian, Tékk- landi 6 v., 3. Agrest, Svíþjóð ó'/í v., 4.6. DeFirmian, Bandaríkjunum, Lautier, Frakk- landi og Timman, Hollandi 5 v., 7._8. Lars Karls- son og Jeseper Hall, Svíþjóð 4 v„ 9. Hector, Svíþjóð 2 v. 10. Ákesson, Svíþjóð VÁ v. Víkverji skrifar... AÐ MATI Víkverja vora það orð í tíma töluð er Clinton Banda- ríkjaforseti hóf baráttu gegn ofbeld- isdýrkun skemmtiiðnaðarins í Bandaríkjunum ekki alls fyrir löngu. Að vonum bragðust peninga- furstamir í Hollywood illa við og daginn eftir að forsetinn tilkynnti um rannsókn á markaðsvæðingu of- beldisins í kvikmyndum og afþrey- ingariðnaði sökuðu þeir hann um nomaveiðar. Víkverji tekur hins vegar ofan fyrir Bandaríkjaforseta vegna afstöðu hans, því það þarf mikinn kjark til að ganga í berhögg vtö peningavaldið vestan hafs. í sannleika sagt er Víkverji sleg- inn óhug vegna vaxandi ofbeldis- hneigðar í heiminum, ekki síst með- al ungs fólks, og höfum við Islend- ingar ekki farið varhluta af þeirri þróun fremur en aðrir. Nýleg dæmi um skelfileg ofbeldisverk skóla- bama í Bandaríkjunum hljóta að vekja menn til umhugsunar, enda viðbúið að viðbrögð Clintons forseta megi rekja til þessara voðaverka. Það er eitthvað meira en lítið að í þjóðarsálinni þegar svo hörmulegir atburðir era famir að endurtaka sig og sjálfsagt má að einhverju leyti rekja þessa þróun til hins taum- lausa ofbeldis, sem haldið er að bömum og unglingum í sjónvarpi og í kvikmyndum. VÍKVERJI er þannig gerður að hann er í eðli sínu andvígur hvers kyns boðum og bönnum og hlynntur frelsi einstaklingsins til orðs og æðis. En frelsið er vandmeð- farið og ef menn komast að þeirri niðurstöðu að framleiðsla ofbeldis- kvikmynda og tölvuleikja, sem ganga út á að vega mann og annan, geti verið undirrót vaxandi ofbeldis- hneigðar verður vitaskuld að grípa í taumana. Að mati Víkverja kæmi þá vel til greina að banna framleiðslu á slíku afþreyingarefni, eða þá þrengja svo aðgang að því, að það liggi ekki fyrir bömum og ungling- um eins og opin bók, eins og nú er. Og það er umhugsunarefni fyrir okkur Islendinga hvort ekki sé tíma- bært að takmarka sýningar á of- beldiskvikmyndum í sjónvarpi og jafnvel einnig í kvikmyndahúsum. í ljósi þessa var athygli Víkverja vakin á auglýsingu um orkudrykk, sem birst hefur í sjónvarpi að und- anfómu. Þar sést ungur maður bergja á drykknum og við það breytist hann í ofbeldisfullan slags- málahund, sem gengur í skrokk á saklausu fólki. Og boðskapurinn virðist vera sá að slíkt sé eftirsókn- arvert. Sjálfsagt hafa hvorki fram- leiðendur drykkjarins né hönnuðir auglýsingarinnar haft neitt slíkt í huga við gerð hennar, en Víkverji fær ekki betur séð en að hér sé beinlínis verið að höfða til ofbeldis- hneigðar? xxx yÍKVERJI vill í framhaldi af þessu benda á ágæta grein eftir Omar Smára Armannsson, aðstoð- aryfirlögregluþjón, sem birt var í Morgunblaðinu síðastliðinn þriðju- dag, en greinin ber heitið „Gegn of- beldi“. Þar fjallar Ómar Smári um forvarnir gegn ofbeldisbrotum og mikilvægi þess að fækka slíkum af- brotum, „en það verður ekki gert nema með ákveðni þeirra, sem að því geta stuðlað, svo og eindreginni þátttöku almennings," eins og það er orðað. Greinarhöfundur bendir á að of- beldi geti verið af margvíslegum toga, bæði líkamlegt og andlegt. Hann bendir ennfremur á að samfé- lög geti verið ólík hvert öðra hvað of- beldistíðni og tegundir ofbeldis snertir, enda aðstæður mismunandi frá einum stað til annars. „Almennt má þó segja að því minna sem samfé- lagið er, því betur á að vera hægt að draga úr ástæðum, áhrifum og tíðni ofbeldis," segir Ómar Smári í grein sinni. Víkveiji bindur vonir við að ís- lendingar fari nú að hugsa sinn gang og hefji sem fyrst skipulagt forvam- arstarf gegn ofbeldi í landinu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.