Morgunblaðið - 19.06.1999, Side 72

Morgunblaðið - 19.06.1999, Side 72
MORGUNBLAÐW, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181 PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KA UPVANGSSTRÆTI1 LAUGARDAGUR 19. JÚNÍ 1999 VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK T Morgunblaðið/Kristinn LEIÐANGURSMENN skoðuðu í gær hiii mikilfenglegu Dimmugljúfur. í gær var farið niður þau á kajökum, en í dag hefst leiðangur á gúmmíbátum. 50 sljórn- endur - ein kona HJÁ 50 stærstu fyrirtækjum landsins er ein kona stjómar- formaður og ein kona forstjóri. Þetta kemur m.a. fram í nýjum bæklingi sem Skrifstofa jafnréttismála hefur gefíð út og ber heitið Konur og völd. Af tíu stærstu fyrirtækjum í fískvinnslu og útgerð er engin kona stjórnarformaður eða forstjóri og hið sama gildir um tíu stærstu fjármálafyrirtæk- in. I bæklingnum er fjallað um niðurstöður athugunar á veg- um Jafnréttisráðs á hlut kvenna í efnahagslegum völd- um; stjómmálum, menntun, innan hagsmunasamtaka, dómskerfís og stjórnarráðs. Miklar skemmdir / g— í *i • • a nskihofnmm Reru kajökum niður Dimmugljúfur Akureyri. Morgunbladið. MIKLAR skemmdir urðu á austur- kanti fískihafnarinnar á Akurejrri í gær, er grófst undan þilinu og þekj- an féll niður. Tjónið hleypur á millj- ónum króna en með snarræði tókst að koma í veg fyrir tugmilljóna króna tjón. Sigtryggur Benediktsson, tækni- fræðingur hjá Siglingastofnun Is- lands, var kallaður norður og hann sagði í samtali við Morgunblaðið að færeyski verktakinn, sem er að dýpka í fiskihöfninni, hefði orðið fyrir því óláni að dæla undan þilinu með fyrrgreindum afleiðingum. Með snöram handtökum hafi hins vegar tekist að koma í veg fyrir stórtjón, sem hefði orðið ef þilið '••' hefði fallið fram. Stórvirkar vinnuvélar og dælu- skipið Vitin, sem er að dýpka í höfn- inni, vora notuð til að fylla framan við þilið en alls vora settir þar um 350 rúmmetrar af efni. Sigtryggur sagði að þilið hefði sigið á 60 metra kafia og ljóst væri að kanturinn og þekjan hefðu skemmst veralega á jafnlöngum kafla. Sigið á þekjunni var mest um 23-24 sm. Hann sagði að ekki hefði verið kannað til hlítar hversu mikið efni rann úr þilinu en það yrði gert við fyrsta tækifæri. „Ekki verður hægt að nota þilið fyrr en eftir einhverjar vikur, sem er mjög bagalegt þar sem viðlegupláss er af skomum skammti," sagði Sig- tryggur og bætti við að sjópróf vegna atviksins færa fram á mánudag. Dinimugljúfrum. Morgunblaðið. FJÓRIR menn á kajökum, einn íslenskur og þrír frá Nepal, jeru niður Dimmugljúfur í gær. I dag stendur til að fara gljúfrin á tveimur gúmmíbátum og tveim- ur kajökum. Smári Stefánsson, 22 ára Sauðkrækingur, varð fyrstur ís- lendinga til að fara þessa leið en með honum voru Rajendra Kumargurung, Dil Kumargur- ung og Janak Nirula. Mennirnir reru niður Hafra- hvammagljúfur, hrikalegasta hluta Dimmugljúfra, frá Sauða- dal að Brúarskógi, alls 12 km leið. Þeir voru fjórar klukku- stundir á leiðinni. Eftir róðurinn niður gljúfrið sögðu þeir að ferðin hefði verið mjög erfið, margar erfiðar flúðir og hringiður og sums staðar hefði grjót hrunið niður í gljúfrið. Mennirnir sögðust hins vegar dol- fallnir yfir ólýsanlegri fegurð gijúfranna. Á fundi, sem halda átti í gær- kvöldi, átti að skipuleggja ferð gúmmíbátanna niður gilið í dag en þá er ráðgert að fara á tveimur gúmmíbátum og að í hvorum verði sex ræðarar auk stjórnanda. Þá verður Þorkell Þorkelsson, ljósmyndari Morg- unblaðsins, í öðrum bátnum en kvikmyndatökumaður í hinum. Leiðangursmenn hafa með sér tvo kajaka. Atvinnuleysistölur Undir 2% í fyrsta skipti síðan 1991 2.665 manns vora að meðaltali á atvinnuleysisskrá í maí, 1.002 karlar og 1.663 konur. Það jafn- gildir því að 1,9% af mannafla á vinnumarkaði hafi verið atvinnu- laus, 1,3% karla og 2,8% kvenna. Atvinnuleysi í maí í fyrra var 2,8%. Atvinnuleysi hefur ekki far- ið undir 2% síðan í nóvember 1991 fyrr en nú. Miðað við apríl fækkaði um 10,5% á atvinnuleysisskrá og miðað við maí í fyrra var fækkunin 30,6%. Hlutfallslega mest minnkaði at- vinnuleysi á Vesturlandi, Austur- landi, Suðumesjum og Norður- landi vestra en atvinnuleysi er mest hlutfallslega á Norðurlandi vestra, 2,9%, og minnst á Vest- fjörðum, 0,7%. Atvinnuleysi karla minnkaði meira en atvinnuleysi kvenna. Konum á atvinnuleysisskrá fækk- aði að meðaltali um 113 en körlum um 199. Vinnumálastofnun spáir því að atvinnuleysi verði á bilinu 1,7-2% í júní. Sigríður Dúna Kristmundsdóttir hitti Hillary Clinton í Palermo á Sikiley Hreifst af málflutnmgi forsetafrúarinnar SIGRIÐUR Dúna Kristmunds- dóttir tók þátt 1 hringborðsumræð- um um málefni kvenna ásamt Hill- ary Clinton, forsetafrú Bandaríkj- anna, og sjö öðram konum víðsveg- ar að úr heiminum í Palermo á Sikiley í gær. Að sögn Sigríðar Dúnu sat hún fundinn að ósk frú Hillary Clinton. Frú Clinton vildi ræða við Sigríði Dúnu um væntan- lega ráðstefnu um konur og lýð- ræði, sem haldin verður á Islandi í október næstkomandi, en frú Clinton mun sækja þá ráðstefnu. Konurnar átta á fundinum í gær hafa allar verið framarlega í kven- réttindabaráttu í sínu landi. Að sögn Sigríðar Dúnu hafa sumar þeirra þegar staðið fyrir ráðstefn- um um konur og málefni þeirra með þátttöku frú Clinton. Sigríður Dúna er, fyrir hönd ríkisstjórnar íslands, í forsvari fyrir ráðstefn- unni um konur og lýðræði við ár- þúsundamót. „Á fundi okkar fékk frú Clinton fréttir af undirbúningi ráðstefnunnar á íslandi, en það var að hennar ósk að ég kom hingað til að sitja þennan fund og hitta hana,“ sagði Sigríður Dúna einnig. Sigríður Dúna sagði að fundur- inn hefði verið mjög árangursríkur og skemmtilegur og hún hefði hrif- ist af málflutningi frú Hillary Clinton. „Eg var hrifin af því hversu góða yfírsýn hún hefur yfir málefni kvenna í heiminum og hvað hún kemur sýn sinni vel frá sér, á áhrifaríkan og beinskeyttan hátt,“ sagði Sigríður Dúna. Sigríður Dúna sagði að gaman væri að segja frá því, í tilefni af 19. júní, að í hringborðsumræðunum hefði veri kona frá Kúveit, en kon- ur þar í landi hafa nýlega fengið kosningarétt og munu kjósa í fyrsta skipti 3. júlí næstkomandi. Þessi kona vakti máls á því hversu erfitt, en einnig mikilvægt, væri að fá konur til að neyta kosningarétt- ar síns og kjörgengis, og minntu orð hennar mjög á orð Bríetar Bjarnhéðinsdóttur þegar hún hvatti konur til að setja fram kvennalista og nota kosningarétt sinn, þegar konur kusu í fyrsta sinn í bæjarstjórnarkosningum í AP Hillary Clinton, forsetafrú Bandaríkjanna, við komuna til Sikileyjar. Reykjavík árið 1908. Töldu hring- borðskonur að kúveiskar konur gætu sótt í smiðju íslenskra kvenna hvað þetta varðaði. Bifreið valt niður 25 metra djúpt gil Stöðvaðist á fossbrún og stóð aftur- endinn út af BIFREIÐ fór út af veginum í Bröttubrekku, valt ofan í 25 metra djúpt gil og stöðvaðist þar á fossbrún laust fyrir kl. 16 í gær. Skv. upplýsingum lögreglunnar í Borgarnesi munaði minnstu að bíllinn félli niður í um 30 metra djúpan fossinn þar sem afturendi bfis- ins stóð út af brúninni þegar hann stöðvaðist. Kona sem ók bflnum slapp með lítil meiðsli og tókst henni að komast út úr bflnum og upp á veg. Bifreiðin er stórskemmd eftir velturn- ar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.