Morgunblaðið - 27.06.1999, Qupperneq 6
6 SUNNUDAGUR 27. JÚNÍ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
HUGSIÐ UM 2000!
MARGAR FERÐIR
AÐ SELJAST UPP.
KJORIN ERU EINSTOK:
• SIGIJNGAR UM MIÐJARÐARHAF:
• GRAND PRINCESS. Mesta glæsiskip heimsins!
® Ótrúleg kjör: 2 fyrir einn. 6000 dollara afsláttur!
• ARCADIA - Klassísku löndin 17 d. lúxus sumarauki.
® 2 fyrir 1—2. okt. Örfá pláss. Ótrúlegt tækifæri!
• VICTORIA - í kjiilfar krossfaranna 24. okt. upps. biðl.
• KARÍBAHAF 1999/2000: Flug m. vikusiglingu.
• Frá MIAMI/FORT LAUD. Carnival DESTINY o.fl. - GRAND PRINCESS.
® Flug m.v. 2 í siglingu frá BARBADOS um s- Karibahaf
• A ARCADIA - alvcg einstök kjör, feb. mars.
FtRÐASjíRiFSTQFAN Austurstræti 17, 4. hæð, 101 Reykjavík,
sími 562 0400, fax 562 6564,
netfang: prima@ heimsklubbur.is,
heimasíða: hppt://www.heimsklubbur.ís
FERÐASKRIFSTOFAN
PRJMA"
HEIMSKLÚBBUR INGÓLFS
IGLINGAR ERU OKKAR SVIÐ!
Það var Guðs vilji sem réð því hvaða
mann ég hef að geyma í dag. Ég er
ómenntaður, foreldrar mínir eru
skildir og faðir minn er drykkjusjúk-
lingur. Mestallt mitt líf hef ég búið á
götunni og ég gríp hvert taskifæri til
að afla mér peninga.
Gjarnan vildi ég eiga heimili og
huga að rósum í garðinum. En ég get
það ekki. Ég er baráttumaður og þar
við situr. Eg lít ekki til framtíðar
heldur hugsa bara um daginn í dag.“
Vel skipulagður hernaður
Hann kallar sig Petar
og barðist sem sjálf-
boðaliði í vopnaðri her-
sveit í Kosovo, sem al-
ræmd er fyrir illvirki,
morð og pyntingar á
----------------------7--
Kosovo-Albönum. I
samtali við blaðamann
The Daily Telegraph
sagði hann frá viðhorfi
sínu til fórnarlambanna
en megintilgangurinn
með för hans til Kosovo
og grimmdarverkunum
sem hann framdi var að
græða peninga, því af
þeim fékk hann nóg.
PETÁR virðist ekki iðrast
neins. Sem sjálfboðaliði í
vopnaðri hersveit Serba í
Kosovo framdi hann og
varð jafnframt vitni að því er fjöldi
morða var framinn, en í dag er sem
hann muni varla eftir því. Petar er
háður eiturlyfjum og á stundum virð-
ist sem hann hugsi ekki alveg skýrt.
Það sem honum er efst í huga í dag
er að komast frá Svartfjallalandi til
Serbíu þar sem hann vonar að hann
verði ekki látinn svara til saka fyrir
þau grimmdarverk sem hann hefur
framið. En hvað fómarlömb hans
áhrærir sér hann ekki eftir neinu.
Petar er ekki sá eini sem hugsar
svona til fómarlambanna. Þúsundir
Serba slógust sjálfViljugir í hóp
óháðra vopnaðra hersveita sem
drápu, nauðguðu og létu greipar sópa
um Kosovo, oft með þeim afleiðing-
um að heilu þorpin vom lögð í rúst.
„Það eina sem ég veit er að ég er
baráttumaður," segir Petar og fær
sér slurk af viskíi. „Stríð er stríð. Ég
óttast ekki stríð. Ég óttast frið,“ bæt-
ir hann við þar sem hann situr skjálf-
andi því hann hefur ekki fengið eitur-
lyfjaskammt sinn nýlega.
Petar er ekki hans raunveralega
nafn, en hann neitar að gefa það upp.
Hann er 27 ára gamall, ógiftur og er
meðlimur í alræmdum hópi sem kall-
ar sig „strákamir hans Franks", en
Nýr áfangi í hvfldar- og
skemmtiferðum, þar
sem lúxushótelið færir
þig fyrirhafnarlaust
miUi hcillandi
áfangastaða.
Ferð Petars til Kosovo hófst þrem-
ur vikum eftir að loftárásir Atlants-
hafsbandalagsins á Júgóslavíu hófust
en þá fór hann til Belgrad, höfuð-
borgar Serbíu, til að ganga til liðs við
„strákana hans Franks“.
Hann var sendur til Bubanj Potok,
herbækistöðvar skammt frá Belgrad,
þar sem hann dvaldi í tuttugu daga.
Þar hlaut hann stranga líkamlega
þjálfun og fékk góðan mat auk þess
sem þeim var kennt að fara með
vopn. Petar kunni hins vegar að fara
með vopn þar sem hann hafði barist í
Bosníu-stríðinu.
Að sögn Petars samanstóð her-
sveit hans af 84 slagsmálahundum,
fyri'verandi fóngum og málaliðum.
Að tuttugu dögunum liðnum var
haldin stórveisla sem Arkan og eigin-
kona hans vora viðstödd. Liðsmönn-
unum voru borgaðar 90.000 krónur
fyrirfram áður en flogið var með þá
til Kosovo.
Er til Kosovo var komið þræddu
þeir þorp og bæi á kerfisbundinn
hátt og var aðalmarkmiðið að græða
sem mest á leiðinni.
„Við voram á höttunum eftir gulli
og peningum. Ekki sjónvörpum og
myndbandstækjum. Það skildum við
eftir fyrir herinn að hirða upp. Við
voram ekki einir í þessum erinda-
gjörðum, það vora fjölmargir sem
fóru til Kosovo í sama tilgangi. Við
fundum heilmikið af gulli og pening-
um, eitthvað af demöntum og vasa
fullan af 24 karata gull-
peningum. Yfírmenn
okkar tóku við mestöll-
um fengnum, sumu
héldum við en annað fór
til stjómvalda í Belgard.
Við neyddum þá [Al-
bana] til að elda fyrir
okkur það besta sem til
var. Yfirleitt voru það
ömmumar sem elduðu.
Ef þeir áttu til lamb
slátraðum við því til að
borða í hádegismat. Við
drápum hænsni þeirra
til að grilla og borðuðum
allan þann mat sem okk-
ur langaði í. Fólk var
óhult ef það hjálpaði
okkur ..." segir hann en
vill ekki ljúka setning-
unni.
Ég mun berjast fyrir
þá sem borga mest
„Við vorum ósnertan-
legir. NATO eyðilagði
brýr, flugvelli og her-
stöðvar en við héldum
til í skóglendi og ferðuð-
umst þannig á milli
bæja og þorpa. Ég held að NATO
hafi drepið fleiri Albana en hermenn
af því að hermennirnir héldu svo
mikið til neðanjarðar, en besta skjól
okkar var meðal óbreyttra borgara
og í byrgjum þeirra í Pristina.“
Er Petar er spurður hvort hann
hafi nauðgað konum segir hann og
hlær: „Með sumum naut ég ásta, öðr-
um ekki. Það er hellingur af konum
þarna niður frá. [I Kosovo.] Ef mað-
ur lemur konu tvisvar í höfuðið er
hún þín. Allar konurnar þarna era
eins,“ segir hann og fær sér annan
sopa af vískíinu. „Ég sé engan til-
gang með þessum spurningum. Stríð
er stríð. Því má maður ekki gleyma.
Fyrst líður manni illa en svo finnur
maður ekki fyrir neinu.“
Flestir af starfsbræðram Petars
eru nú í Serbíu. „Það er of hættulegt
fyrir mig að vera í Svartfjallalandi
núna. Hér era njósnarar í hverju
horni. Svartfjallaland er orðið að
vestrænu landi og ég yrði einungis
óhultur í Serbíu. Því tek ég vopn mín
og fer. Hver veit, kannski verður
uppreisn í Serbíu og þá get ég barist
aftur. Mér stendur á sama hvar það
verður en ég mun berjast fyrir þann
sem borgai- mest,“ segir Petar að
lokum.
Reuters
FJÖLMARGIR Serbar gerðust sjálfboðaliðar í vopnuðum hersveitum
Serba, sem stððu fyrir grimmdarverkum í Kosovo, oft í þeim eina til-
gangi að þéna peninga.
Petar segist muna sérstaklega eft-
ir tveimur voðaverkum sem hann og
félagar hans frömdu í Kosovo. Fyrra
atvikið gerðist í þorpi skammt frá
landamæranum að Serbíu. Hersveit
Petars kom þangað á undan
júgóslavneskum hermönnum og var í
leit að gulli og peningum. í einu hús-
anna sem þeir réðust inn í sat gömul
kona undir teppi í stól með barna-
bami sínu sem var þriggja eða fjög-
urra ára gamalt. Petar og vinur hans
gættu konunnar en hinir leituðu í
húsinu að verðmætum.
„Við drápum yfirleitt ekki konur
og börn. Það rigndi þennan dag, það
var nöturlegt úti og konan skalf úr
kulda. Vinur minn bauðst til að lána
henni jakkann sinn, en þegar hann
var að hneppa frá skothelda vestinu
dró hún byssu undan pilsinu sínu og
HIN sex ára gamla Albona Bytyqic er einn
þúsunda Kosovo-Albana sem misst hafa ást-
vini í þjóðemishreinsunum Serba í Kosovo.
skaut hann. Hún skaut besta vin
minn í hálsinn. Það var amma sem
drap hann! Geturðu ímyndað þér
hvemig það hefur verið?
Eftir það káluðum við henni. Hún
hlaut mjög slæman dauðdaga. Þegar
þú ert í svona aðstöðu líður þér ekki
eins og manni, þú verður að dýri.
Þegar maður heldur á deyjandi vini
sínum á fanginu gerir maðm' sér
grein fyrir því að það sama gæti hent
mann. Það verður því í eðli manns að
drepa, eins og dýr. Ég vorkenndi
gömlu konunni,“ segir Petar um leið
og hann hellir aftur í glasið. „Við
reyndum að hjálpa henni, en það
þýðir ekki að ætla að vera væminn.“
Annað tilvik sem Petar rifjar upp
gerðist í öðra þorpi. Þar bjó gamall
maður með þremur sonarsonum sín-
um, öllum undir tólf ára aldri.
„Fyrst hafði einhver á orði að við
ættum að drepa gamla manninn en
sleppa drengjunum. En einn af for-
ingjunum sagði; nei, við skulum held-
ur drepa drengina og láta gamla
manninn horfa á. Það fór því svo að
drengirnir voru drepnir en eftir það
greip afinn byssu og skaut sig.
Ég vildi óska að ég væri eðlileg
manneskja, verkfræðingur eða raf-
virki. En það vora ekki mín örlög.
það er sá sérsveitarhópur sem framið
hefur verstu grimmdarverkin í
Kosovo. Sérsveitin heitir í höfuðið á
leiðtoga hennar „Frankie"
Stimatovic. Frankie var meðlimur í
sérsveit sem starfræk var í Belgrad
og var samstarfsmaður Zeljko
Raznatovic, eða Arkan, sem eftirlýst-
ur er af Stríðsglæpadómstól Samein-
uðu þjóðanna fyrir voðaverk sem
hann og sérsveit hans hafa framið í
Bosníu-stríðinu og Kosovo.
Petar, ásamt fjölmörgum öðram,
barðist í Kosovo í þeim eina tilgangi
að græða peninga. Aðspurður hversu
mörg morð hann og félagar hans hafi
framið eða orðið vitni að fómar hann
höndum og segir: „Þau era fjölmörg,
margir hafa dáið, að sjálfsögðu. Þetta
er heimskuleg spuming.
Fyrst man maður eftir þeim, [fóm-
arlömbunum] en svo verður þetta
eins og að drekka vatn. Við unnum á
nóttunni og sváfum á daginn. Ekkert
vafðist fyrir okkur og allir hræddust
okkur. Álbanamir vora eins og kett-
lingar því stundum þurfti bara að
kveikja á háværri tónlist til að þeir
hlypu í burtu.
Og liðsmenn UCK vora aumingjar.
[...] Er við höfðum hendur í hári ein-
hvers þeirra skáram við af honum
eyrað og þegar hann var búinn að
segja okkur hvar hinir héldu til,
drápum við hann.“
„Amman lilaut mjög
slæman dauðdaga“
„Fyrst líður manni illa en svo
fínnur maður ekki fyrir neinu“