Morgunblaðið - 27.06.1999, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 27. JÚNÍ 1999 11
„Þad er ekki nokkur vafi á því að staða
Landsvirkjunar er sterk þegar til sam-
keppninnar kemur vegna þess að stórar
vatnsaflsvirkjanir hér á landi eru talsvert
ódýrari en gufuvirkjanir nema þær síðar-
nefndu séu reknar ásamt hitaveitu."
„Það er ekki á valdi Landsvirkjunar að
ákveða hvort ákvörðunum Alþingis verður
breytt og ákveðið að Fljótsdalsvirkjun fari
í sams konar umhverfismat með kærurétti
og aðrar stórframkvæmdir eiga að gera
samkvæmt nýju lögunum.“
„Það ber ekki að gera lítið úr tilfinningum
í þessu máli. En það er ekki þar með sagt
að þær eigi einar að ráða. Ég er ósáttur
við að menn séu að leika sér með gildis-
hlaðin hugtök eins og ósnortin víðerni án
þess að vita hvað þau merkja.“
legar ákvarðanir eiga heima annars
staðar. Þær eru í eðli sínu stjórn-
málalegar og þær á því að taka af
þar til bærum yfirvöldum en ekki
fela þær í orkuverðinu.
Ef niðurgreiðslur eru faldar vinn-
ur það gegn hagræðingu í kerfinu,
viljinn til að leita hagkvæmustu
lausna í framleiðslu og flutningi
minnkar."
Er arðurinn af starfsemi Lands-
virkjunar of lítill núna og er það
rétt sem sumir segja að við höfum
selt raforku á undirverði til stóriðj-
unnar?
„Arðurinn er varla viðunandi,
innan við 1% af eigin fé. Yfirlýstur
vilji eigendanna er að hann verði 5-
6% en því má ekki gleyma að eig-
endumir borga sér arð eftir
ákveðnum reglum sem þeir komu
sér saman um og hafa aðeins að
hluta til með arðsemi eigin fjár
Landsvirkjunar að gera.
Almenningur er ekki að borga
hærra raforkuverð vegna stóriðju-
fyrh-tækjanna. Stundum eru menn
að bera saman tvenns konar raf-
orkuverð sem hefði byggst á mjög
ólíkum virkjunarkostum. Ef stóriðj-
unnar hefði ekki notið við hefði orð-
ið að reisa miklu smærri og óhag-
kvæmari virkjanir og slík virkjunar-
röð án stóriðju hefði valdið hærra
verði en notendur greiða núna.
En það sem skiptir öllu máli þeg-
ar þetta er metið er að í lögum er
sagt með skýrum hætti að raforku-
sala til orkufreks iðnaðar megi ekki
valda hækkunum á raforkuverði til
almennra notenda. Eftir þessari
reglu er unnið og það er því hvergi
verið að greiða niður orkuna til
stóriðjunnar.
Þar fyrir utan er ljóst að stóriðj-
an hefur haft gífurlega þýðingu fyr-
ir þjóðarbúið. Orkusalan sjálf er að-
eins að hluta skýringin á þeim
hagnaði.
Endalaust er hægt að deila um
forsendurnar. Aðalatriðið er að
stóriðjan er forsenda hagstæðustu
virkjunarkostanna sem nýtast
þannig bæði stóriðjuverum og al-
mennum notendum í lægra orku-
verði en ella.
I framtíðinni má gera ráð fyrir að
þessi mál verði öll ljósari vegna
þess að samkeppnisumhverfið mun
valda því að hver virkjun verði ein-
ing sem mun þurfa að standa undir
sér og hefur því ekki áhrif á annað
raforkuverð í landinu. Líklega verð-
ur stofnað sérstakt félag um allar
stærri virkjanir.“
Aukið athafnafrelsi
Hann segh’ að ef markaðsfrelsi
verði innleitt muni Landsvirkjun
standa frammi fyrir því að kanna
hvar eðlilegt sé að fyrirtækið hasli
sér völl, jafnvel hvort rétt sé að fara
inn á ný svið. Orkufyrirtæki fái þá
miklu víðtækara athafnafrelsi.
„Ég tel það vera mjög brýnt að
raforkufyrirtækin verði gerð að
hlutafélögum og þau greiði skatta,
lagi sig að samkeppninni framund-
an. Það skapar aðhald.
Núna borgum við ekki skatta og
getum því ekki farið að keppa við þá
sem það gera. Við megum að vísu
eiga í öðrum fyrirtækjum á raforku-
sviði og taka þátt í rekstri á sviði
rannsóknar- og þróunarstarfsemi.
Meðal annars tökum við þátt í vetn-
isrannsóknum sem er mjög athygl-
isvert verkefni og getur reyndar
skapað grundvöll fyrir meiri raf-
orkuframleiðslu. Einnig tökum við
þátt í borun eftir heitu vatni á Oxai--
fjarðarsvæðinu með norðlenskum
orkufyrirtækjum.“
Umhverfisáherslur hafa tekið
stakkaskiptum. Hvað finnst þér al-
mennt um þá gagnrýni sem komið
hefur fram á hugmyndir og áform
Landsvirkjunar um Fljótsdalsvirkj-
un og fleiri framkvæmdir?
„Það er auðvitað blindur maður
sem tekur ekki eftir því að tíðarand-
inn er að breytast. Ég tel það vera
fagnaðarefni að fólk virðist vera
miklu betur meðvitandi um um-
hverfi sitt og náttúruna en áður og
það er forsenda þess að við tökum
réttar ákvarðanir. Það þarf að vera
jafnvægi milli þess annars vegar að
varðveita umhverfið, hvort sem
sjónarmiðin þar að baki eru fjár-
hagsleg eða tilfinningaleg og hins
vegar nýta auðlindimar.
Það ber ekki að gera lítið úr til-
finningum í þessi máli. En það er
ekki þar með sagt að þær eigi einar
að ráða. Ég er ósáttur við að menn
séu að leika sér með gildishlaðin
hugtök eins og ósnortin víðemi án
þess að vita hvað þau merkja. Hér á
landi er fjölsóttasti ferðamanna-
staðurinn Bláa lónið sem var búinn
til af orkufyrirtæki, var ekki til áð-
ur. Lónið þykir frábær auglýsing
fyrir landið og sýnir hvemig tilgerð
orkumannvirki og ferðaþjónusta
geta vel farið saman. Kannanir sýna
að erlendir ferðamenn hafa flestir
ekkert á móti virkjunum í náttúr-
unni vegna þess að orkan er græn
og endumýjanleg.
Uppistöðulón á Islandi, að ein-
hverju leyti manngert, er í sjálfu sé
ekkert mjög frábrugðið lóni, tjörn
eða vatni sem náttúran hefur skilið
eftir. Hálslón, sem er teiknað við
Kárahnjúka, er á nákvæmlega
sama stað og lón sem þarna var
fyrir löngu áður en það braust
fram og myndaði gljúfrin í Jökulsá
á Brú.
Náttúran er alltaf að breytast.
Frá mínum bæjardymm séð er
mjög mikilvægt að við Islendingar
skiljum að maðurinn er hluti af
náttúranni, á að vera það en getur
ekki eingöngu verið í hlutverki
áhorfandans og aðdáandans. Þetta
merkir hins vegar að maðurinn þarf
að umgangast náttúrana þannig að
hann skili henni helst betri en hann
tók við henni.
Umræðurnar munu breytast þeg-
ar rammaáætlun stjómvalda um
virkjunarkosti og mat á þeim verð-
ur fullgerð. Við munum þá hætta að
taka afstöðu með eða móti einum
kosti, fremur verður rætt um að
raðað verði þeim kostum sem koma
til greina og þá verður miðað við
einkunnir sem ekki era einungis
fjárhagslegar. Þær geta orðið til-
finningalegar, vísindalegar og svo
fra. Mér finnst mikilvægt að um-
ræðurnar komist úr því fari sem
þær era nú í og málin séu skoðuð
með yfirsýn í huga.
Landsvirkjun leggur að sjálf-
sögðu metnað sinn í að koma fram
við náttúrana með þeim hætti að til
fyrirmyndar sé. I því sambandi
bendi ég á að fyrirtækið hefur lengi
lagt mikla áherslu á ýmiss konar
uppgræðslu og nú vinna yfir 200
unglingar að slíkum störfum fyrir
Landsvirkjun á landinu öllu á sumr-
in.
En ef við ætlum að nýta landið
komumst við ekki hjá því að hrófla
við því, spumingin er hvernig við
getum gert það þannig að tjónið
verði sem minnst með hliðsjón af
því sem fæst í staðinn. Það er
keppikefli okkar.
Fossaröð og gæsir
Ef ég fjalla um lónið við Eyja-
bakka verður að líta á málið með
hliðsjón af því hvemig ákvörðun um
það var tekin. Aðdragandinn var
langur og fjarri því að farið hafi ver-
ið fram hjá þeim sem umsagnarrétt
áttu í málinu, síður en svo. A áínum
tíma var það niðurstaðan í sam-
komulagi við náttúruvemdaryfir-
völd og aðra að búa til lón sem er
nauðsynlegt til að hægt sé að virkja
Jökulsá á Fljótsdal en jafnframt
ákveðið að verja Þjórsárver.
Verkefnið hefur tekið breytingum
með áranum. I stað þess að safna
saman vatni á yfirborði jarðar með
alls konar skurðum og lónum sem
hefðu sett ljótan svip á landslagið
hefur hönnuninni verið gjörbreytt.
Nú er vatnið tekið neðanjarðar frá
lóninu niður í Fljótsdal og yfir-
borðsáhrifin í heild eru mjög lítil.
Og í stað þess að virkja þama til að
nota orkuna á Keilisnesi með til-
heyrandi línulögn og raski þvert yf-
ir landið hefur verið ákveðið að afl
virkjunarinnar sé eingöngu til ráð-
stöfunar á Austurlandi. Þetta er
auðvitað gífurleg breyting frá þeim
áformum sem uppi vora.
En það væri fásinna að segja að
Eyjabakkalón hefði ekki áhrif á
náttúrufarið á svæðinu. Undir vatn
fer svæði sem er tiltölulega vel gró-
ið, amk. miðað við hæð yfir sjávar-
mál en annað mál er að gróðurinn
þarna er ekki einsdæmi hér á landi,
það er ekki rétt að verið sé að eyði-
leggja eitthvað sem hvergi sjáist
annars staðar. Ég tel líka að eftirsjá
sé að því að fossaröðin niður Jök-
ulsá í Éljótsdal mun hverfa veruleg-
an hluta ársins.
Ég hef á hinn bóginn minni
áhyggjur af fuglalífinu á Eyjabökk-
um. Þetta er ekki varpsvæði
gæsanna heldur svonefnt fellisvæði
og ég hef trú á því að heiðagæsin
muni færa sig til eins og hún hefur
alltaf gert. Lón getur auk þess verið
ágætur staður fyrir heiðagæs þegar
hún er að fella fjaðrir. Ég bendi á að
varpsvæði heiðagæsarinnar hefur
verið að aukast mjög á undanförn-
um áram hér.“
Friðrik segir að vinnubrögðin
hafi verið eðlileg. Samkvæmt lögum
um umhverfismat frá 1993 annast
fyrirtækin sjálf matið eða fá til þess
bæra rannsóknaraðila, þai- sem
krafist er mats. Niðurstaðan er síð-
an lögð fyrir Skipulagsstofnun sem
leggur dóm á matið og þá er fyrir
hendi kæra- og áfrýjunarréttur.
Fljótsdalsvh-kjun var sem kunnugt
er undanþegin umhverfismati er
lögin vora sett.
„Það er ekki á valdi Landsvirlg-
unar að ákveða hvort ákvörðunum
Alþingis verður breytt og ákveðið
að Fljótsdalsvirkjun fari í sams
konar umhverfismat með kærarétti
og aðrar stórframkvæmdir eiga að
gera samkvæmt nýju lögunum.
Leyfið er fyrir hendi, fyrirtækið
undirbýr framkvæmdimar á grund-
velli stefnu sem nýtur meirihluta á
Alþingi og fráleitt væri að það færi
að eigin frumkvæði að tefja þær.
í haust verður lokið við skýrslu
um niðurstöður rannsókna á vegum
Landsvirkjunar á svæðinu og hún
áend stjórnvöldum. Þegar skýrslan
liggur fyrir geta Alþingi og ríkis-
stjóm breytt fyrri ákvörðunum sín-
um ef þeim þykir ástæða til. Þá
verða menn hins vegar að hafa í
huga að verði það gert mun það að
sjálfsögðu fresta öllum viðræðum
um hugsanleg not fyrir rafmagnið.
Síðan yrði, ef hætt yrði við fram-
kvæmdir, að greiða Landsvirkjun
bætur, alls um þrjá milljarða króna,
fyrir kostnað við rannsóknir og
framkvæmdir.
Fyrirtækið er ekki ríkisfyrirtæki,
það er að hálfu í eigu tveggja sveit-
arfélaga og það mun því að sjálf-
sögðu áskilja sér þann rétt að út-
lagður kostnaður, ekki síst beinar
greiðslur til Orkustofnunar og ann-
arra ríkisstofnana, verði endur-
greiddur ef virkjunarleyfið verður
skert eða tekið aftur.“
Raddir almennings
Hefur Landsvirkjun verið of
sjálfsöragg og lokuð, ekki hlustað á
raddir almennings vegna umhverf-
ismálanna?
„Ég hef sagt að Landsvirkjun
þurfi að stíga af stallinum. Forverar
mínir unnu mikilvægt framkvöðla-
starf við að virkja auðlindir til út-
flutnings með stóriðjunni, þannig
tókst að stórbæta lífskjörin í land-
inu. Það var almennur skilningur á
því meðal þjóðarinnar að fyrirtækið
væri að vinna þetta verk með þeim
hætti að ekki væri gagnrýnisvert.
Við breyttar aðstæður verðum við
sem hér störfum að opna fyrirtækið
meira og fá fólkið til okkar því að
við getum ekki ætlast til þess að all-
ir skilji að fram fari þjóðþrifastarf á
bak við luktar dyr með áletruninni
Háspenna! Lífshætta!
Við þurfum að opna orkufyrir-
tækin betur fyrir almenningi hér og
sýna honum og erlendum ferða-
mönnum hvemig við framleiðum
orku með hringrás vatnsins í nátt-
úranni, með endumýjanlegum og
hreinum hætti og gera fólki kleift að
skoða virkjanirnar. I þessu skyni
þurfum við að starfa meira með
ferðamálayfirvöldum á hverjum
stað og það starf er þegar hafið.“
Hvað finnst þér um viðvaranir
erlendis frá áhrifamiklum samtök-
um eins og Alþjóða náttúravemdar-
sjóðnum, WWFN og breska fugla-
verndunarfélaginu vegna Fljóts-
dalsvirkjunar og hvernig verður
staða okkar ef ekki fást undanþágur
frá Kyoto-bókuninni fyrir aukna
koltvísýringslosun hér?
„Ég tek þessum yfirlýsingum al-
varlega, annað væri rangt og ég vil
að við bregðumst við þeim með eðli-
legum hætti. Það er hægt að gera
t.d. með því að benda á það hve Is-
lendingar hafa í raun lagt mikið á
sig til þess að koma í veg fyrir út-
blástur koltvísýrings og annarra
óheppilegra efna. Atakið kostaði
skattborgara hér mikla fjármuni en
nú eru nær öll hús hér hituð með
jarðvarma, flestar aðrar þjóðir nota
til þess orku úr óendurnýjanlegum
orkugjöfum sem menga andrúms-
loftið.
Vatnsaflsvirkjun mengar ekki
loftið. Þess vegna er það mjög
heppilegur kostur að koma upp ál-
veri hér. Þegar menn segja að það
sé ekki lengur í tísku að starfa við
stóriðju finnst mér að þeir verði að
svara vissum siðferðilegum spurn-
ingum. Eru þeir þá tilbúnir til þess
að kaupa vörur sem eru framleidd-
ar í stóriðjuverum erlendis með
orku sem mengar miklu meira en
vatnsorkan? Eða vilja menn hætta
að nota flugvélar og bfla sem ál er
notað í, ál sem veldur því að farar-
tækin verða léttari en ella og
menga því minna? Fólk verður að
svara slíkum spurningum heiðar-
lega því að annars er um tvískinn-
ung að ræða.
Um stöðuna varðandi nýtingu
orkunnar hér ef við fáum ekki frek-
ari undanþágur frá Kyoto-bókun-
inni er mjög erfitt að fullyrða nokk-
uð núna vegna þess að útfærslan á
samningnum er að miklu leyti eftir
og ekkert er vitað hvemig samið
verður um losunarkvóta. Ég tel að
það sé mikilvægt að íslendingar
geti notað orkulindir sínar til þess
m.a. að byggja hér upp stóriðju.
Hún myndi draga úr loftmengun í
heiminum í heild vegna þess að víða
eru stóriðja rekin með raforku sem
framleidd er með olíu, gasi eða kol-
um. En stefnan varðandi Kyoto-
sáttmálann er að sjálfsögðu mál rík-
isstjómarinnar."
A sínum tíma urðu afar harðar
deilur um virkjun í Alta-fljóti í Nor-
egi, hér á Islandi sprengdu menn
eitt sinn stíflu Laxárvirkjunar.
Óttastu að deilurnar um Fljótsdals-
virkjun, Kárahnjúka og fleiri áform
geti klofið þjóðina þannig að erfitt
verði að ná sáttum?
„Það er mjög óskynsamlegt að
hunsa tilfinningar fólks enda eiga
þær fullan rétt á sér í þessu máli en
þær eiga ekki einar að hafa allan
rétt. Andstaðan við virkjanir bygg-
ist á svo mörgum sjónarmiðum,
sumir era á móti tiltekinni virkjun
og benda á aðra kosti en aðrir era á
móti virkjunum almennt og sérstak-
lega ef stóriðja á í hlut.
Það verður að taka verulegt tillit
til beggja sjónarmiða. Þessi mál eru
ekki þess eðlis að allir geti orðið
ánægðir með lausnina. En ég er
sannfærður um að hægt er að ná
víðtækri sátt milli þeirra sem vilja
nýta og þeirra sem vilja eingöngu
njóta.“
L0ND0N
Irá kr. 16.645
í SUMAR MEÐ HEIMSFERÐUM
Heimsferðir bjóða nú beint leiguflug vikulega til London í sum-
ar, en við höfum stórlækkað verðið fyrir íslenska ferðalanga til
þessarar mestu heimsborgar Evrópu. Nú getur þú valið um að
kaupa flugsæti eingöngu, flug og bíl eða valið um eitthvert ágæt-
is hótel Heimsferða í hjarta London. Brottför alla miðvikudaga í
sumar. Bókaðu strax og tryggðu þér lága verðið.
Verð kr.
16.645
M.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára,
flugsæti og skattar.
Verð kr.
19.990
Flug og skattur.
HEIMSFERÐIR
Austurstræti 17, 2. hæð • sími 562 4600 • www.heimsferdir.is