Morgunblaðið - 27.06.1999, Side 14
14 SUNNUDAGUR 27. JÚNÍ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
KÖRFUKNATTLEIKUR
TIM Duncan og David Robinson höfðu ástæðu til að fagna.
Reuters
Tim Duncan með stórleik
Spurs
SAN Antonio Spurs tryggði
fyrsta meistaratitil sinn í NBA-
deildinni eftir eins stigs sigur
á New York Knicks í fimmta
leik liðanna, 78:77. Stórleikur
Tim Duncan skóp sigur liðsins
og var hann kosinn „leikmaður
lokaúrslitanna" eftir að hafa
skorað rúmlega 27 stig að
meðaltali í keppninni. Spurs
fagnaði sigri í viðureignunum
með fjórum sigrum gegn ein-
um og er verðugur meistari
deildarinnar.
Leikur New York og San Antonio
var skemmtilegur og spennandi
allan tímann. Fyrri hálfleikur var
jafn, en San Antonio
Gunnar tók síðan frumkvæð-
Valgeirsson ið í upphafí þess síð-
skrifar frá ari eftir þrettán stig í
Bandaríkjunum röð sitthvorum meg_
in hálfleiksins. New York svaraði
með góðum leikkafla og leikurinn
var síðan hnífjafn allan síðasta leik-
hlutann.
Það voru þeir Tim Duncan hjá San
Antonio og Latreil Sprewell hjá New
York sem báru uppi sín lið með frá-
bærum leik. í lokin var það þó Avery
litli Johnson sem gerði út um leikinn
þegar hann skoraði með stökkskoti
úr horninu þegar 47 sekúndur voru
eftir, 78:77. Þrátt fyrir tvær tilraunir
í lokin tókst New York ekki að jafna
unda áratugarins og hefur róður
San Antonio verið erfíður á þessum
tíma iengst af. Spurs hefur t.d. ekki
komist í lokaúrslit fyrr.
Fyrir þremur árum var San Ant-
onio með versta árangurinn í deild-
inni, en hið sósíalíska háskólaval
sem gefur versta liðinu besta tæki-
færið á fyrsta valinu tryggði Spurs
Tim Duncan og hann hefur reynst
betri en auglýst var. Það var hálf-
gerður brandari þegar hann var
ekki kosinn leikmaður ársins í deild-
inni, en leikur hans í úrslitakeppn-
inni sýndi að hann er nú tvímæla-
laust besti leikmaður deildarinnar.
Duncan hugsaði um samherja sína
þegar hann var tekinn í viðtal strax í
leikslok. „Ég er þakklátur að hafa
lent í svo góðum félagsskap hér í
San Antonio. Allir samherjar mínir
lögðu mikið á sig á stuttu keppnis-
tímabili og ég held að starf Popovich
þjálfara hafí verið vanmetið," sagði
Duncan af sinni venjulegu hógværð.
Svo mikilvægur er hans hins vegar
fyrir Spurs að Gregg Popovich,
New York gegn San Antonio.
Fyrri hálfleikur: 7:7, 21:20, 30:22,
Seinni hálfleikur: 38:47, 48:47,
meistari
Reuters
AVERY Johnson skorar sig-
urkörfuna með stökkskoti.
Reuters
DAVID Robinson með meistarabikarinn.
Reuters
DUNCAN var kjörinn madur úrslitakeppninnar.
Reuters
STÓRLEIKUR - Tim Duncan.
og þegar skot Sprewell mistókst um
leið og tíminn rann út var sigur Sp-
urs loksins í höfn. Fögnuður leik-
manna var mikill á sama tíma og
dyggt stuðningsfólk New York
klappaði sínum mönnum lof í lófa
fyrir frábæran árangur.
Þeir Duncan og Sprewell fóru að
kostum fyrir lið sín og háðu grimmi-
legt einvígi. Aðalstyrkur Spurs í
þessum leik var eins og í mörgum
öðrum leikjum í úrslitakeppninni -
leikmenn gerðu engin mistök í lokin.
San Antonio vann enn einn erfíðan
leikinn á útivelli og það sýnir styrk
liðsins meira en nokkuð annað. Bæði
Duncan og David Robinson léku vel
að vanda. Duncan skoraði 31 stig,
tók 9 fráköst og Robinson skoraði 15
stig og tók 12 fráköst.
Þetta er fyrsti meistaratitillinn
hjá Spurs og liðið er einnig fyrsta
liðið úr gömlu ABA-deildinni til að
vinna NBA-titilinn. Þessar tvær
deildir sameinuðust á fyrri hluta átt-
þjálfari Spurs, hvfldi Duncan aðeins
í ellefu mínútur samtals í leikjunum
fimm í lokaúrslitunum.
Leikmenn New York voru vissu-
lega vonsviknir í leikslok, en þeir
hafa ástæðu að bera höfuðuð hátt
samt sem áður. Leikmenn New
York börðust vel í leikjunum fímm
og áttu tækifæri á sigri í öllum nema
einum leik í lokin. A endanum réðu
leikmenn Knicks ekki við þá Duncan
og Robinson í baráttunni undir körf-
unni og það gerði gæfumuninn í
viðureigninni.
Ki'aftaverkin voru búin hjá New
York í lokin. Latrell Sprewell setti
persónulegt stigamet í úrslitakeppni
með 35 stig og hann tók einnig flest
fráköst leikmanna Knicks (tíu). Allan
Houston skoraði 16 stig, en tók að-
eins eitt skot í fjórða leikhlutanum.
Jeff Van Gundy, þjálfari New
York, vann það afrek að koma liði
sínu svo langt í úrslitakeppninni eft-
ir erfíða deildarkeppni og meiðsl hjá
lykilmönnum í úrslitakeppninni.
„San Antonio lék mjög vel og er
verðugur meistari. Ég vil þó leggja
áherslu á hve stoltur ég er af leik-
mönnum mínum. Þeir gáfu allt sem
þeir áttu og ég gæti ekki verið
hreyknari af framgöngu þeirra.
Duncan var frábær hjá þeim og er
tvímælalaust besti leikmaður deild-
arinnar. Ég hef haft tækifæri á að
fylgjast náið með leik hans undan-
farið og eins og allir bestu leikmenn
körfuboltans hugsar hann einungis
um sigur liðsins," sagði Van Gundy
á blaðamannafundi eftir leik.
San Antonio er vel að meist-
aratitlinum komið. Eftir átta töp í
fyrstu fjórtán leikjum liðsins komu
46 sigrar í 53 leikjum, þar af 15 af 17
í úrslitakeppninni. New York átti
tækifæri á sigri í fjórum af fímm
leikjunum, en eins og önnur góð lið
tóku leikmenn Spurs sig til á
lokamínútunum og innsigluðu sigur-
inn. Fjölmargir aðdáendur lisins á
Islandi ættu að hugsa vel til framtíð-
arinnar hjá liðinu. Tim Duncan mun
sennilega gera nýjan samning við
liðið í sumar og með hann innan-
borðs er allt mögulegt.
Tími Robinsons er kominn
„ÉG er að reyna að anda ró-
lega - reyna að hleypa
spennu tíu keppnistimabila
út úr líkamanum. Þetta er
vissulega frábær tilfinning
og ég ætla að njóta þess í
kvöld. Leikmenn New York
geta borið höfuðið hátt því
þeir gerðu þetta erfitt fyrir
okkur með mikilli baráttu.
Bæði lið uxu eftir því sem
leið á keppnina og ég er
ánægður að við náðum að
klára dæmið í fimm leikjum,“
sagði David Robinson í
einkaviðtali við fréttamann
ESPN sjónvarpsstöðvarinnar.
Robinson á þennan meist-
aratitil vel inni, en iagði
áhersiu á hversu mikilvægt
það hefði verið fyrir liðið
þegar það fékk Tim Duncan
í sínar raðir fyrir tveimur ár-
um.