Morgunblaðið - 27.06.1999, Síða 16

Morgunblaðið - 27.06.1999, Síða 16
16 SUNNUDAGUR 27. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR syndafallið ÁN TITILS, frá 1994-95. Eitt af eftirminnilegrum verkum Georgs Guðna á hátfðarsýningunni í Hallgrímskirkju. Eftir MYNPLIST Kirkjulistahátfð f llallgrfmskirkju MÁLVERK GEORG GUÐNI Til 1. september. Opið alla daga frá kl. 9 til 18. ÞAÐ er ekki svo galin hugmynd að opna kirkjulistahátíð með mál- verkum Georgs Guðna því trúlega er hann rómantískastur allra núlif- andi listamanna okkar í andlegri merkingu þess hugtaks. Líkt og í verkum forvera hans, þeirra Caspar David Friedrich, William Turner og Thomas Cole, birtist guðdómurinn í líki ljóssins eftir storminn. Þetta döggvota, þokukennda tímabil í listasögunni átti sér enga samsvör- un í íslenskri list, ef frá eru taldar fáeinar myndir eftir Þórarin B. Þor- láksson, svo sem málverkið af Stóra Dímon, frá 1902, og vatnslitamyndir Ásgríms Jónssonar á fyrsta tug ald- arinnar. Löngu síðar leiddu Júlíana Sveinsdóttir og Gunnlaugur Schev- ing andrúmsloftið á sinn óróman- tíska hátt inn í íslenska list, en það var varla fyrr en eftir heimsstyrj- öldina síðari. An andrúmslofts er ekki hægt að tala um rómantísk einkenni, enda fer lítið fyrir „þeirri tík“ í íslenskri landslagslist. Prósakenndur áþreif- anleiki og litrænt óþol gáfu ekkert svigrúm fyrir draumkenndar áherslur né gælur við sálrænar víddir. Það er skrítið því eitt af sér- kennum íslenskrar náttúru er vatnsmagnið, votviðrið og upp- gufunin. Áþreifanleikinn er einung- is við fætur manns eins og Kjarval gerði sér svo vel grein fyrir. í fjarska tekur við dumbungurinn og deyfír allt formskyn. Næmleiki Guðna fyrir fínlegum úðanum sem einkennir íslenska vætu gerir hann að einhverjum sannasta landslagsmálara okkar fyrr og síðar. Hvað varðar tilfinn- ingu fyrir veðráttunni sýnir hann svo um munar að ungu meistararn- ir eru engir eftirbátar gömlu meist- aranna. Þá er náttúra Guðna ætíð mannlaus eins og leiktjöld Sigurðar málara Guðmundssonar frá öldinni sem leið. Hún er náttúra útilegu- mannsins, en eitt af fyrstu einkenn- unum sem útlendir ferðamenn reka augun í á ferð sinni um ísland er fólksfæðin. Við erum allir eyland eins og karlinn í tunglinu eða Föru- sveinninn hans Friedrich, sem horfir út í fjarskann skýjum ofar, einn og yfirgefinn. Guðdómleg hugljómunin sem býr handan þokuskotins dalverpisins í málverkum Guðna er álíka raun- veruleg og vonin, sem hélt föru- sveini Múller og Schubert, Sen- ancour og Liszt gangandi þrátt fyrir öll vonbrigðin, tregann og vegaleys- ið. Að heimfæra nafnlausar dala- myndir listamannsins upp á hinn fræga 23. sálm Davíðs, sýnir að list- ráði HaUgrímskirlg'u er ekki alls vamað. Þeir hafa greinilega lagt hausinn í bleyti; ef til vill sömu skúr- ina og Guðni hreppti þegar hann leit dal síns einmana innri ofurmanns. Halldór Björn Runólfsson Norræna húsið Til móts við árið 2000 - kynning frá Bergen DANSSÝNING Jo Stramgren, „Maskuline Mysterier", er verk um karlmenn og ást. f NORRÆNA húsinu hefst kynning á Bergen menningar- borg árið 2000 með sýningu norska dans- arans Jo Stromgrens á morgun, mánudag, kl. 20. Björgvinjarbúinn Jo Stromgren er tal- inn einn athyglisverð- asti dansari og dansa- höfundur nútímadans á Norðurlöndum. Jo Stromgren er fæddur 1970. Hann stundaði íþróttir og ferðaðist víða um heim áður en hann byrjaði að læra klassískan ballett í Þrándheimi og fla- menkódans í Madríd. Eftir að námi lauk starfaði hann sem dansari hjá „Nye Carte Blanche" í Bergen. Hann byrjaði að semja dansverk 1994 fyrir danshópa m.a. Nye Carte Blance, Ballet de l’Opera National du Rhin, Oslo Dance ensemble, Le Junior Ballet du Conservatoire de Paris og Skánes Dansteater. Jo Stromgren, stofnaði dans- hóp sinn, Jo Stromgren Kompani, árið 1998. Sama ár hlaut hann verðlaun norskra gagnrýnenda, árið áður fyrstu verðlaun í norrænu keppninni í Bagnolet-danskeppninni og árið þar á undan verðlaun norskra leikstjóra. I fréttatilkynningu frá Nor- ræna húsinu segir að danssýn- ingin „Maskuline Mysterier" sé verk um karlmenn og ást, vináttu og samskipti. „Hún segir frá tveimur vinum sem hittast, annar hefur nýlega hitt konu, ástarsambandi hins er nýlokið. Með dansi, leikrænni tjáningu, tónlist, leikbrúðum og kvik- mynd er áhorfendum birt ómót- stæðileg mósaík tilfinninganna. Klukkustundarlöng sýning á heimi karlmannsins er í senn hreinskilin og gamansöm en einnig alvarlegt verk,“ segir í fréttatilkynningu. í hópnum eru auk Jo Strom- gren (dans) Bergmund Waal Skaslien (tónsmíðar, undirleikur á fiðlu), Stephen Rolfe (ljósameistari), Lars Árdal (hljóð- maður) og Agnes Kroepelien (framkvæmdastjóri). Textahöf- undar eru Anja Garbarek og Erlend Loe. GÓÐU BÖRNIN BJARGA SÉR SJÁLF Sigurbjörn og Anna Guðný í Salnum Morgunblaðið/Porkell SIGURBJÖRN Bemharðsson fiðluleikari og Anna Guðný Guðmunds- dóttir píanóleikari á æfingu f Salnum. Tímamótaverk í tón- sköpun Beethovens VERK eftir Leos Janácek, Antonin Dvorak, Amold Schönberg og Lud- wig van Beethoven eru á efnisskrá tónleika sem Sigurbjörn Bemharðs- son fíðluleikari og Anna Guðný Guð- mundsdóttir píanóleikari halda í Salnum í Kópavogi á þriðjudags- kvöld kl. 20.30. Sigurbjöm og Anna Guðný héldu tónleika í nóvember síðastliðnum í Tíbrá, tónleikaröð á vegum Kópa- vogsbæjar, en þar fluttu þau verk eftir Þorkel Sigurbjömsson. Nýlega léku þau einnig á námskeiði György Sebök sem haldið var í Reykjavík. Sigurbjöm segir í samtali við Morg- unblaðið að þau Anna Guðný hafí viljað halda samstarfínu áfram. Þau hafi fljótt orðið sammála um að þau vildu spila saman eina Beethoven- sónötu og þá hafí sú tíunda orðið fyrir valinu, Sónata í G dúr op. 96. „Hún er mjög innhverf og mjög ólík hinum Beethoven-sónötunum, vegna þess að hún er ekki eins dramatísk á yfirborðinu og hinar en alveg gífurlega falleg," segir hann. „Sónatan í G dúr eftir Beethoven fyrir píanó og fíðlu er sú 10. og síð- asta í röðinni. Af verkum fyrir píanó og strengjahljóðfæri áttu aðeins sónöturnar í C dúr og D dúr op. 102 fyrir píanó og selló eftir að bætast í hópinn. Sónatan op. 96 var að öllum líkindum samin árið 1812, á sama tíma og 7. sinfónían op. 92 og sú 8. op. 93. Hún markar umfram önnur kammerverk tímamót í tónsköpun Beethovens og tilheyrir í andblæ og hugsun síðasta skeiði tónsköpunar hans,“ hafa þau Anna Guðný og Sig- urbjörn ritað um verkið í efnisskrá. Sigurbjörn segir það hafa reynst erfítt að velja verk til að hafa með sónötunni á efnisskrá þannig að hún fengi notið sín. „Við ákváðum að spila Sónötu eftir Janácek, sem er mjög tilfinningalega hlaðið verk, al- gjör sprengja. Síðan vildum við spila Fantasíu eftir Schönberg, sem er líka mjög tilfinningahlaðin en líka svolítið súrrealísk og absúrd," held- ur hann áfram og segir svo að þau hafí valið Fjögur rómantísk lög eftir Dvorak, sem einskonar mótvægi við Janácek og Schönberg, „svo þetta yrði ekki allt of yfirþyrmandi," eins og hann orðar það. ERLENDAR BÆKUR Spennusaga GÓÐU BÖRNIN „THE GOOD CHILDREN" eftir Kate Wilhelm. Fawcett Books 1999. 262 síður. BANDARÍSKI rithöfundurinn Kate WUliams er afkastamikil og fjölhæf. Hún hefur sent frá sér eitthvað um þrjátíu bækur, þar á meðal spennusögur og einnig sög- ur um vísindaskáldskap, sem hún hefur unnið til verðlauna fyrir. Á meðal þekktustu verka hennar eru bækurnar „For the Defence", „De- ath Qualifíed“ og „The Best Defence" en hún hefur einnig skrif- að sögur sem heita Hið mflulanga geimskip og Klónið. Nýjasta saga hennar heitir Góðu börnin eða „The Good Children" og er ekki vísindaskáldskapur heldur spennu- eða jafnvel draugasaga en gæti líka flokkast sem ljúfsárt fjölskyldu- drama. Hún kom nýlega út í vasa- broti hjá Fawcett-útgáfunni og er hin bærilegasta lesning. Standa ein uppi Góðu börnin í sögunni eru fjögur systkini sem standa einn daginn uppi foreldralaus í stóru húsi á landsbyggðinni og verða að sjá um sig sjálf undir vægast sagt dular- fullum kringumstæðum. I bókinni rekur Kate Wilhelm áhrifin sem hinar breyttu aðstæður hafa á hvert barn fyrir sig séð með augum sögumannsins sem er þriðja barnið í röðinni, stelpan Liz. Frásagnar- aðferðin heppnast ágætlega. Liz er góður og næmur leiðsögumaður sem fer með lesandann um húsið og fjölskyldusöguna og systkina- hópinn og úrræðin sem krakkamir grípa til þegar þau standa ein uppi í heiminum. Sagan hefst á lýsingu á sambandi foreldranna. Faðirinn er verkfræð- ingur sem er sífellt að flytja með fjölskylduna sína á milli staða svo þau eru hálfgerðir flakkarar. Myndin af móðurinni er óskýrari. Bakgrunnur hennar er mjög í móðu. Sagt er að þau hafi hist á vegamóteli. Nú sautján árum og fjórum börnum síðar hafa þau loks- ins ákveðið að nóg sé komið af flakkinu og kaupa sér gott hús í ná- grenni smábæjar. Skömmu síðar lætur faðirinn lífið í slysi á vinnu- stað. Tryggingarnar munu sjá til þess að fjölskyldu hans mun aldrei skorta neitt í lífínu. Fráfall eigin- mannsins hefur ógnvænleg áhrif á húsmóðurina sem dregur sig inn í skel og er ekki mönnum sinnandi. Hún lætur lífið við dularfullar kringumstæður í húsi sínu og af ótta við yfirvöld, grunsemdir og kjaftaróg, ákveða börnin að láta eins og ekkert sé. Þau jarða móður sína í bakgarðinum og láta út á við eins og hún sé enn á lífi. Sá eini sem ekki er fyllilega sáttur við þann ráðahag er yngsta barnið á heimil- inu, drengurinn Brian. Hann er enn í sambandi við móður sína. Hún er draugurinn í herberginu hans. Fjölskylduharmleikur Þegar hér er komið er sagan rétt að hefjast en hún greinir frá áhrif- unum sem feluleikurinn og lygin og sektarkenndin hefur á líf barnanna og innbyrðis baráttu þeirra, grun- semdir og sálrænt ástand aðallega | yngsta barnsins. Sagan er um leit \ að fótfestu í óreiðunni, einkum j stúlkunnar Liz og drengsins Bri- ans, sem verða hvað verst úti í fjöl- skylduharmleik þessum, og lýsir Wflhelm ágætlega skilningsleysinu og reiðinni frammi fyrir óskiljan- legum atburðum og því hvemig bömin reyna að komast af við þessar furðulegu og sérstöku að- stæður. Hér em kannski ekki miklar bókmenntir á ferðinni en persón- urnar em skýrt dregnar og Wil- helm nær að skapa viðeigandi and- rúmsloft drunga og sorgar sem börnin lifa og hrærast í og and- rúmsloft söknuðar eftir einhverju sem var betra en getur aldrei orðið áný. Arnaldur Indriðason Rithöfunda- kvöld í Gunnarshúsi DANSKI rithöfundurinn Vagn Predbjom Jensen les úr eigin verkum og segir frá rithöfund- arferli sínum í Gunnarshúsi, Dyngjuvegi 8 í Reykjavík, á morgun, mánudag, kl. 20. Einnig mun Anna S. Bjöms- dóttir lesa eigin ljóð á íslensku og dönsku. Aðgangur er ókeypis.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.