Morgunblaðið - 27.06.1999, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 27.06.1999, Blaðsíða 18
18 SUNNUDAGUR 27. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ BAKHLIÐ bókasafnsins er g’irl af vegna fram- kvæmda, meðal annars vegna flutn- inga bóka og tímarita í geymslur. Gömul íslensk dagblöð og tímarit sem tekið hafa upp tugi fer- metra af hilluplássi í bókasafni Harvard háskóla eru komin í harða samkeppni við glæsileg einkasöfn sem arfleidd hafa verið til safnsins. Nú á að skrá blöðin í tölvu og koma þeim í lokaða geymslu. Sarah Brownsberger segir frá því hvernig hún réðst til atlögu við greininguna klædd svuntu og gúmmíhönskum með sterka handsápu, möppu og penna í hönd. Hún sá fljótlega að bandarísku bókasafnsfræðingarnir höfðu oft ekki haft hugmynd um hvaða heimildir þeir höfðu í höndunum. WIDENER- bókasafnið í Harvard University, Cambridge, Massachusetts í Bandarfkjunum. Grafskrift hins gleymda ritstj óra G ER alein í kjallara Widenerbókasafnsins í Harvard University, Cambridge, Massachu- setts í Bandaríkjunum. Widener er aðalbygging Harvard-bóka- safnsins, risastór kubbur á snyrti- legum grænum velli. Heimsins stærsta háskólabóksafn, en engu að síður heimsins stærsti leg- steinn, sem sorgbitin móðir Han-y Elkins Wideners lét reisa til minn- ingar bókelskum syni sínum eftir að hann fórst með skipinu Titanic árið 1912. Þar sem ég stend á neðstu hæð, í kyrrð sem er eingöngu rofin af vélarhljóðum lyftunnar og fjar- lægum fótatökum, finn ég fyrir mikilleika safnsins, en líka sorg móðurinnar, sem varð að láta sér nægja minnisvarða í stað lifandi veru. Ég er klædd þungri lérefts- svuntu og útbúin gummíhönskum, sterkri handsápu, möppu, penna og nokkrum stórum bókavögnum. Ég virði fyrir mér nokkra tugi fer- metra af hilluplássi, þar sem ís- lensk dagblöð hafa hvflst um áraraðir, flest þakin fíngerðu rauðu ryki. Mitt hlutverk er að fara í gegnum öll þessi blöð og velja örfá til að vera áfram á hillu. Öll hin blöðin hverfa upp í vinnu- herbergi, þar sem þau eru ryksuguð og skráð; síðan eru þau flokkuð og þeim pakkað ofan í kassa eftir stærð. Þaðan eru þau keyrð í geymslu í fjarlægu út- hverfi sem mér finnst á þessari stundu „fjarlægari en dauðinn." Þó er gott að geyma blöðin ann- ars staðar. Þau hafa gott af hreinsun og betri aðstæðum og það á að vera hægt að endur- heimta þau með tölvupöntun. Sá hængur er á, að í mörgum til- fellum höfðu bókasafnsfræðing- arnir, sem tóku á móti dagblöðun- um, ekki minnstu hugmynd um hvers konar rit var um að ræða, hvort þau væru merkilegar heim- ildir eða blöð til að vefja utan um fisk, hvort þau fjölluðu um forn- guði eða fjallagras. Gamla korta- skráin var prýdd gáfulegum at- hugasemdum og tilgátum margra kynslóða af bókasafnsfræðingum, en þessar upplýsingar færðust sjaldan yfir í nýju tölvuskrána. Gamaldags stafsetningarvillur út af eðum og þornum tíðkast enn, ásamt nýjum ruglingi út af letrinu í tölvukerfinu sem þarf að fást við öll stafróf heimsins. Þannig að sum blöð er ekki hægt að finna, önnur eru hreinlega ekki til í skránni. Svo að það kemur út á eitt í sumum tilfellum hvort blöðin eru sett í geymslu eða þeim hent. Hitt er annað mál, hvort það að leita í tölvuskrá geti nokkurn tím- ann komist í kasta við að skoða bókahillu. í margar kynslóðir hafa námsmenn fetað sig niður stigana í þennan djúpa kjallara glaðir í bragði eins og krakkar á leiðinni í sælgætisbúð. Hvað ætli maður rekist á, hvaða gersemi, hvaða furðurit, hvaða innblástur, hneyksli, eða fegurð? Staldrar maður ekki alltaf dálítið við til að skoða alveg eins og þegar maður flettir upp í orðabók? Þannig kynnist maður víðari veröld en maður hafði vit á að leita. íslenskukennarar berjast fyrir hilluplássi Imyndið ykkur ákafar deilurnar sem skapast út af þessu nýja geymslukerfi. Prófessorar úr öll- um deildum bítast á við bókasafns- fræðingana og sín á milli um hvað og hversu mikið verður fjarlægt úr hillunum. Prófessorarnir Steve Mitchell og Joe Harris, sem kenna íslensku, reyna sem mest þeir mega að verja hillupláss íslensku ritanna. Rök þeirra eru mörg góð. Safn Harvards af íslenskum bók- um, handritum, og blöðum er með- al þeirra stærstu í Norður-Amer- íku, aðeins hjá Cornell og í Winnipeg finnast betri söfn. Har- vard ber að sjá vel um þetta safn og gera það aðgengilegt sem flest- um námsmönnum. Og þetta er yndislegasta auð- lind. Hér eru ekki „bara“ fágæt handrit, bestu útgáfur íslendinga- sagnanna, gagnrýni miðaldafræð- inga og bragháttarskýringar á Eddunni. Harvard á t.d. allt safnið hans Konráðs Maurers frá nítj- ándu öld, einnig margvíslegt safn William Henry Schofields, sem var prófessor í klassískum fræðum og virðist hafa útvegað safninu allt sem prentað var á Islandi snemma á 20. öld. Hér má glugga í Fjölni í ró og næði. Eða dást að handvél- rituðum ritgerðum um notkun rúnaheita hjá rímnaskáldum. Hér er hægt að setjast flötum beinum á steingólfíð og skoða teikningar Kjarvals í Ardegisblaði Lista- manna, gefið út á nýjársdegi 1925. Kannski skjálfa fingurnir pínulítið þegar maður meðhöndlar Leirár- gerð Magnúsar Stephensens, rýn- ir í gotneska letrið, les erfiljóð „heldri mannanna," skýrslur um laxveiði á Suðurlandi eða um fjár- pestir, hvatningu til vonar og framfara sem var bundin léttum tréplötum og síðan skreytt með rósamynstruðum pappír sem William Morris hefði mátt öfunda. Stór einkasöfn orka á vöxt safna eins og frjósamur jarðvegur. Þau laða að sér sterka námsmenn, sem síðar krefjast reglulegs og góðs innkaups til að fullkomna safnið og halda því við. Harvard heldur áfram að útvega helstu rit og nýprentaðar bækur frá íslandi. Það á t.d. Engla Alheimsins bæði á íslensku og ensku; reyndar er hægt að lesa Laxness hér á finnsku ... En seinustu árgangar Lesbókar Morgunblaðsins fást að- eins á filmu og það gegn þjónustu í Chieago. Það er í höndum eins manns, Charles Fineman, að hafa umsjón með pöntun rita frá Italíu, Frakk- landi, Finnlandi, og^ „Norður-Atl- antshafi," sem sagt Islandi, Græn- landi og Færeyjum. Lítið er um rök fyrir bókavalinu og virðist það
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.