Morgunblaðið - 27.06.1999, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ
Og hana nú, fannst klassíska
fræðingnum að Ásgarðstíðindi
hlytu að vera spennandi sögur
um Æsi? Hvernig átti hann svo
sem að vita að Ásgarðstíðindi
voru smjörlíkisauglýsingar?
fremur handahófskennt, enda
fölna þessi söfn í samanburði við
viðamikil og fjölbreytt einkasöfn
sem brennandi áhugamenn hafa
komið sér upp og arfleitt safnið að.
Blöð frá 19. og 20. öld
Þessi dagblöð og tímarit, sem ég
á að taka í gegn, eru 19. og 20. ald-
ar rit, flest úr safni Schofields.
(Schofield dó 1920 en kona hans,
Mary Lyons Cheney Schofield,
styrkti áframhaldandi áskrift og
innkaup.) Það að grisja úr þessu
safni var varla verkefnið sem ég
hafði í huga, þegar ég bauðst til að
aðstoða Harvard við að hirða um
íslensku bækurnar. En það á að
tæma þessar hillur á næstu mán-
uðum, og eins gott að sá sem tæm-
ir sé læs á íslensku. Svo að ég
dæsi bara og byrja á -A-.
Rauða rykið þyrlast af Austra
og Arnfirðingi, Akureyrarpóstin-
um og Austanfara. Brátt verður
einhvers konar rykstormur í
daufri birtunni og mig svíður í
augun. Jæja, var það Guðmundur
Hagalín sem ritstýrði þessu? Og
hana nú, fannst klassíska fræð-
ingnum að Ásgarðstíðindi hlytu að
vera spennandi sögur um Æsi?
Hvernig átti hann svosem að vita
að Asgarðstíðindi voru smjörlíkis-
auglýsingar?
Eg hef verið beðin um að flýta
mér við að tæma hillurnar (getur
það verið að þessi moldríka stofn-
un sjái eftir tímakaupi mínu?), en
ég reyni samt að gá að stefnu-
skrám og átta mig á því sem ég er
með í höndunum. „Krefjumst
sjálfstæðis undir konungsvaldi!“
„Leyfum Dönum sem hérlendis
búa að fá kosningarrétt!" „Kjósið
A-listann!“ „Þar, sem við ekkert
er að stríða, er ekki sigur að fá!“
Ósk frá Siglufírði: „Megi Neistar
jafnréttindis tendrast í huga ykk-
ar!“ „Af hverju er eina prentsmiðj-
an á Isafirði algjörlega í höndum
afturhaldsins?" þrumar ritstjóri
Sköfnungsins. „Passið ykkur á
verkalýðshreyfingunni“, tónar rit-
stjóri Islendings.
Þegar ég rekst á Gletting
(Siglufjörður, 1924), fer ég að
hlæja, ein í rökkrinu á milli hill-
anna. „í rauninni er Glettingur
miklu göfugri en önnur blöð. Hann
mun birta samvinnuglettur - eins
og Tíminn, taka málstað Dana og
kaupmanna - eins og Morgunblað-
ið, birta auglýsingar frá almenn-
ingi - eins og Vísir, yrkja á baun-
versku - eins og Lögrjetta, birta
palladóma um bæjarstjórnina -
eins og Vörður um þingmennina,
taka málstað alþýðunnar - eins og
Alþýðublaðið, vera málsvari öreig-
anna - eins og Rauði Fáninn, vera
tannhvass ef til kemur - eins og
Vesturland, skrifa skammir - eins
og Skutull og Verkamaðurinn,
birta ferðapistla - eins og íslend-
ingur, skrifa brennandi frelsishug-
vekjur - eins og Hænir, vera gam-
ansamur og fara í smáróðra - eins
og Siglfirðingur og þegar það á við
vera hógvær - eins og Framtíðin.
Þetta ætti að vera sæmileg stefnu
skrá.“
Já, hér eru Geislar og Neistar,
Perlur, Heróp, Fáni, Skjöldur,
Stundin. Einnig Dagur, Vikan og
Öldin, Morgunn og Aftanskin.
Sömuleiðis Máninn, Austri og
Norðri, Suðri og Vestri. Hér er
ýmislegt til gagns, gleði og fróð-
leiks, spakmæli, smásögur og
skrítlur. Hér eru Nýjar Kvöldvök-
ur, Dýravinurinn, Nýja Island og
Haukur. Hér er Sunnudagsblaðið,
með það markmið „að flytja al-
menningi eitthvað fallegt og fróð-
legt að lesa á kyrrum stundum.“
Hér eru Auglýsarinn, Farandsal-
inn og Verslunartíðindi, og líka
Jólasveinn, Jólaharpa og Jóla-
kveðjur til íslenskra barna frá
sunnudagskólabörnum í Dan-
mörku.
Sum blöðin molna
Sum dagblaðanna eru svo illa
farin að þau verða að gulnu regni
þegar ég dreg stóru pappírsborðs-
möppurnar af hillunni. Einhver
hefur verið að skoða ljósmyndirn-
ar í Fálka, og hefur skilið eftir
hrúgu af pappírsnifsum sem hann
var að merkja blaðsíðurnar með.
Sums staðar hafa blaðsíður aldrei
verið skornar; sum rit -eru enn
bundin í bunkum með gráhvítum
bómullarborðum. Ég verð stöðugt
að þvo hendurnar, annars yrðu all-
ar bækurnar strax ataðar í
mórauðum fingraförum.
Endrum og sinnum álpast fram
hjá mér drengirnir sem aka vögn-
unum upp í vinnuherbergið. Þeir
eru ekki vanir því að einhver leyn-
ist meðal íslensku bókanna í kjall-
aranum og í fyrsta skiptið sem
þeir ganga fram hjá er einn þeirra
í miðri ítarlegri frásögn um ævin-
týri síðustu helgarinnar. Þeim
bregður hryllilega þegar þeir
koma auga á mig, en ég brosi bara
sakleysislega. Eftir þetta eru
drengirnir mér greiðasemin upp-
máluð, hlaupa sendiferðir, útvega
mér lykla og athuga einu sinni á
dag hvort ég sé enn með lífsmarki
í dimma kjallaranum.
Æ, hefði ég bara fengið álíka
mikinn stuðning hjá bókasafns-
fræðingunum! Þeir birtast oftar
og oftar, æ grimmilegri á svip,
þangað til einn góðan veðurdag
kemur hinn ágæti maður sem réð
mig í þetta starf og útskýrir, að nú
sé risin meiri háttar deila meðal
bókasafnsfræðinganna vegna þess
að íslenskan fái „sérstaka með-
ferð.“
fsland og Eystrasaltsríkin
Ekki tef ég háttvirta lesendur
þessa blaðs með nákvæmnum lýs-
ingum af þeirri umræðu, sem fór
fram milli rannsóknarsérfræðinga
og bókasafnsfræðinga í marga
klukkutíma þar á eftir. Þarna
stóðum við, ég í léreftssvuntunni
minni og þátttakendurnir allir,
meðal hálftæmdra hillanna, þar
sem íslensk tímarit höfðu tollað í
tvö hundrað ár.
Mér tókst að hefta reiðigrátinn
sem sauð í mér á köflum, og ég
þagði, en þegar einn fræðinganna
loksins sagði: „Heyrið þið, málið
er einfaldlega það, að Island á að
fá sömu meðhöndlun og Eystra-
saltsríkin." Þá dauðlangaði mig til
að hrista hann og segja: „Heyrðu
vinur, hver maður er ekki sjálfur
lítil þjóð og hver á meðal okkar er
fær um að vita hverjir verða
dæmdir merkilegastir í tímans
rás?“
Sáttalok urðu um að einhvers
konar tilraun yrði gerð til að gæta
þess, að ritin yrðu að minnsta
kosti í skránni áður en þau yrðu
send í dýflissuna.
Joe Harris, Steve Mitchell, ég
og fleiri munum halda áfram að
vekja athygli á þessu safni og pró-
fessor Harris segist vera að
brugga ráð til að bæta skráningu á
íslensku bókunum.
Leirárgerð og Klaustur Póstur-
inn fóru í geymsluna en Fjölnir er
enn á hillunni, eða var þegar ég
síðast gáði.
Höfundur er Ijóthknld, sem nam
íslensku við Háskóla Islands, hefur
þýtt fslensk fjóð á ensku og kennt
íslensku. Hún hefur starfað við
endurskoðun á skráningu og
flutning á fslenskum bókum í eigu
Harvard háskóla.
SUNNUDAGUR 27. JÚNÍ 1999 18
Ásmundur
Námskeið með Ásmundi Gunnlaugssyni í júlí:
Jóga gegn kvíða hefst 8. jÚIÍ - Þri. og fim. kl. 20. 00.
4ra vikna uppbyggjandi námskeiö, m.a. byggt á eigin reynslu
Ásmundar, fyrir þá sem eiga við kvíða og fælni að stríða og/eða
eru að ganga í gegnum miklar breytingar í lífinu. Kenndar verða
leiðir til þess að slaka á og öðlast aukið frelsi og lífsgleði.
Engin reynsla eða þekking á jóga nauðsynleg.
Yoga - breyttur lífsstíll hefSl 7. jÚIÍ - Mán. og mið. kl. 20.00.
7 kvölda grunnnámskeið fyrir fólk á öllum aldri sem vill læra
eitthvað nýtt. Engin reynsla eða þekking á jóga nauðsynleg.
★ jógaleikfimi (asana) ★ öndun ★ slökun ★ mataræði og lífsstíll
★ andleg lögmál sem stuðla að velgengni, jafnvægi og heilsu
Frír aðgangur að saunu, tækjasal og opnum jógatímum fylgir.
YOGA
STUDIO
0PIÐ I ALLT SUMAR
Yoga - Tæki - Sauna - Polarity therapy
Auðbrekku 14, Kópavogi,
sími 544 5560.
CD
HALUR OG SPROND ehf. Sími 544 5560 og 864 1445
BIOTONE nuddvömr, Oshadhi 100% hágæða ilmkjamaolíur, nuddbekkir
frá Custom Craftworks, nuddplaköt, slökunartónlist, ilmker, bækur o.m.fl.
:
:
Kynningar i vikunni:
égm * m m •• ^
1 a mm wmM ■.. 51 « n W ■■ ■■
vIik BllllSlf 0« lli
Karin Herzog
«s
...ferskir vindar í umhirðu húðar
Fimmtud. 1. júlí kl. 14—18:
Háaleitis Apótek
Hagkaup Kringlunni
Lyfjabúð Hagkaups Mosfellsbæ
Egilsstaða Apótek - Egilsstöðum
Föstud. 2. júlí kl. 14—18:
Hagkaup Kringlunni
Apótek Smáratorgi
Grafarvogs Apótek
Egilsstaða Apótek - Egilsstöðum
Laugard. 3. júlí kl. 13-17:
Apótekið Smáratorgi
Hagkaup Kringlunni
Kynnlngaiafsláttur
Á Karin Herzog snyrtistofu á Garðatorgi nærðu
jafnvel enn skjótari árangri fyrir sumarið.
Hringdu í Önnu Maríu í s. 698 0799/565 6520.^
]ú\iUW>0^
Er húð þín slöpp
eða ertu með
appelsínuhúð?
Grenningarkremið
SILHOUETTE
verkar djúpt og
kröftuglega hvort
sem þú ert vakandi
eða sofandi.
ÞAÐ EINA...
sem þú þarft að gera er að bera það á þig.
hT MENNTASKÓLINN í KÓPAVOGI
Menntaskólinn í Kópavogi var stofnaður árið 1973 og starfar á þremur sviðum. Sérdeild fyrir einhverfa
Um er að ræða: Kennarar - stuðningsfulltrúar
• Bóknámssvið • Ferðamálasvið Menntaskóliim í Kópavogi óskar eftir að ráóa kennara og stuóningsfúlltrúa að nýrri deild fyrir einhverfa við skólann. Um er að ræða:
• Hótel - matvælasvið 2 stöður kennara
Menntaskólinn í Kópavogi státar m.a. af góðri 2 stöður stuðningsfulltrúa
starfsaðstöóu og metnaðarfullu starfsfólki. Nauðsynlegt er að umsækjendur hafi sérmenntun
Skólinn kappkostar að veita á þessu sviði. Launakjör fara eftir samningum ríkisins við viðkomandi stéttarfélög. Umsóknum
nemendum sínum góða þjónustu og fjölbreytta skal skila til skólans fyrir 10. júlí.
möguleika til menntunar. Nánari upplýsingar veitir skólameistari
í síma 544 5510.
Skólameistari