Morgunblaðið - 27.06.1999, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 27.06.1999, Qupperneq 22
22 SUNNUDAGUR 27. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ VÆRINGAR A VATNSLEYSUSTRÖND LINDA RÓS MICHAELSDÓTTIR ER ÓSÁTT VIÐ RANNSÓKN Á BRUNUM Tilviljanir hrannast upp Morgunblaðið/Arnaldur GÁMUR stendur á hlaði Kálfatjarnar, gegnt kirkjunni, þar sem íbúðarhúsið stóð áður. LINDA Rós Michaelsdóttir kennari ólst upp á Kálfa- tjöm frá því að hún var 9 ára gömul, en hjónin á Kálfatjörn, Erlendur Magnússon og Kristín Gunnarsdóttir, höfðu áð- ur tekið hálfbróður hennar í fóstur. Linda Rós segir að þrautagöngu Herdísar Erlendsdóttur í kerfínu, frá því að Gunnar bróðir hennar lést í nóvember 1995, megi upphaf- lega rekja til þeirra mistaka fjöl- skyldunnar að gæta þess ekki að Herdís væri einnig skráð ábúandi. Röð tilviljana, sem hafí skollið á síð- an og allt þar til húsið á Kálfatjöm brann til kaldra kola í nóvember sl., sé hins vegar slík að fjölskyldunni þyld nóg um. Á Kálfatjöm á Vatnsleysuströnd hefur verið kirkjusetur frá 12. öld. Þar var prestsetur til ársins 1919, þegar prestakallið var lagt niður og sóknin sameinuð Görðum á Álfta- nesi. Árið 1920 fluttist Erlendur Magnússon að Kálfatjörn, ásamt konu sinni Kristínu Gunnarsdóttir, en þau höfðu áður búið í Tíðagerði, litlu býli sunnan við túnfótinn á Kálfatjörn. Erlendur og Kristín eignuðust fimm böm og ólu upp einn fóstur- son. Eftir að Kristín lést, árið 1957, bjó Erlendur áfram á Kálfatjöm ásamt Gunnari syni sínum og dótt- urinni Herdísi. Systkinin tóku við búinu að föður sínum látnum og var Gunnar þá skráður erfðaleigjandi. Linda Rós segir að þegar Gunnar hafí bragðið búi, nokkra fyrir and- látið, hafi Golfklúbbur Vatnleysu- strandar falast eftir jörðunum Móa- koti og Fjósakoti, sem Gunnar hafði á leigu ásamt Kálfatjöm. „Flestir í fjölskyldunni vora mótfallnir þessu. Herdís vildi nýta allar jarðirnar áfram og langafabam Erlendar hafði hug á að búa á Kálfatjöm með hesta, hænsni, geitur og annan bú- fénað,“ segir Linda Rós. Svo fór, eftir mikla rekistefnu fjölskyldunnar, að Gunnar samdi við Golfklúbbinn um að hann fengi Móatún og Fjósakot, en Linda Rós segir að aldrei hafi komið til greina af hálfu Gunnars eða nokkurs ann- ars í fjölskyldunni að tún Kálfatjamar færi undir golvöll. „Er- lendur á Kálfatjöm lagði mikla vinnu á sig og sína við að rækta upp Kálfatjamartúnið innan 300 ára gamalla, hlaðinna steingarða, sem hann áleit að hefðu markað kirkju- túnið fyrr á öldum. Hann sat kirkju- jörðina með mikilli reisn og allir af- komendur hans líta á kirkjutúnið sem helgan blett. Gunnar var sama sinnis og hann taldi sig hafa komið til móts við golfáhugamenn, sem margir vora fjarskyldir ættingjar hans, nágrannar og vinir, með því að láta þeim hjáleigumar eftir. Hitt er svo annað mál, að þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hafa lagt Gunnari orð í munn eftir lát hans og það finnst mér ómerkilegast." Linda Rós hefur eftir Herdísi, að skömmu fyrir dauða sinn hafi Gunn- ar komið heim á Kálfatjöm og verið sýnOega mjög bragðið. Herdís hafi gengið á hann og hann sagt henni að hann hafi talið sig vera að gera mönnum greiða, en nú hefði hann verið látinn vita að hann væri fyrir, því golfklúbburinn ásældist Kálfa- tjarnartúnið. Skemmdarverk eða veðurofsi? Gunnar lést 11. nóvember 1995. Skömmu síðar fór Herdís að velta fyrir sér hvort hún þyrfti ekki að ganga frá ábúðarrétti sínum á Kálfatjörn. „Ingibjörg systir hennar hafði samband við landbúnaðarráðu- neytið og ekki var annað að skilja en málið væri einfalt og fljótafgreitt, aðeins þyrfti að skipta um nafn ábú- anda á leigusamningi.“ Um nokkurt skeið fékk Ingibjörg þau svör í ráðuneytinu að ekki hefði unnist tími til að ganga frá samn- ingnum. I ljós kom, að fleiri sóttust eftir jörð Kálfatjamar, til dæmis Golfklúbburinn, með stuðningi hreppsins. Þrátt fyrir þetta var gerður leigu- samningur til lífstíðar við Herdísi, sem hún undinritaði í maí 1997. Linda Rós segir að í samræmi við ákvæði samningsins um beit hrossa hafi Herdísi verið gert að girða tún- ið við kirkjuna, svo engin hross kæmust þar að. „Hún setti margra mánaða eftirlaun í vandaða girðingu sem rafmagn var leitt í. Einn morg- uninn kom hún út og sá trippi á hlaðinu. Hún varð mjög undrandi, enda áttu engin hross að komast þangað.“ Herdís bjástraði nokkra stund við að koma trippinu út fyrir girðingu, en sóttist verkið ekki vel í fyrstu. Hún missti það frá sér inn í kirkju- garðinn, en tókst um síðir að koma því út. Hún hringdi þá til ættingja og bað þá um aðstoð við að koma trippinu í beitarland. „Hún var varla búin að leggja frá sér símtólið þegar fulltrúi golfklúbbsins, sem var hvergi nærri, hringdi og spurði hvort það væri rétt að hross væra í kirkjugarðinum og á golfvellinum. Hún sagði satt og rétt frá, að hún hefði ekki komið trippinu út fyrir girðingu vandræðalaust. Ráðuneyt- inu var svo tilkynnt um atvikið. Þetta sýnir hve vel var fylgst með Kálfatjöm, til að reyna að koma höggi á Herdísi." Þegar ættingjar Herdísar komu á staðinn könnuðu þeir hvemig tripp- ið hefði komist inn fyrir girðingu. Áð sögn Lindu Rósar kom þá í ljós, að búið var að klippa gat með vírklipp- um á nýja girðinguna. „Þar sem ekki hafði sést til neinna skemmdar- varga var ekkert hægt að aðhafast. Sú kenning heyrðist einnig, að vind- hviður hefðu klippt girðinguna í sundur, en sú kenning virðist væg- ast sagt út í hött. Fóstra mín vildi þó gjaman trúa því að þama hefðu náttúraöfl verið að verki.“ Lögreglan talaði aldrei við vitni Linda Rós nefnir einnig dæmi um þann yfirgang, sem hún segir Her- dísi hafa verið sýndan. „Einn daginn birtust hér menn frá golfklúbbnum, stikuðu og mældu út Kálfatjarnar- túnið og létu landslagsarkitekt teikna það upp. Þeir höfðu hins veg- ar aldrei samþand við Kálfatjamar- fólkið áður en þeir hófust handa.“ Tilviljanir hafa hrannast upp síð- ustu árin og Linda Rós segist ekki geta annað en tengt þær saman, þótt enginn vilji grana nágranna sína um græsku. Hún víkur málinu að brananum í Hátúni, næsta bæ við Kálfatjöm. „Golfklúbburinn leigði jörðina, en húsið á jörðinni átti mað- ur, sem bjó á Vestfjörðum og nýtti það þegar hann kom suður. í maí 1996 var fósturbróðir minn, Friðrik H. Ólafsson, við vinnu í Tíðagerði, en þaðan sést vel yfir til Hátúns og Kálfatjamar. Hann sá mann hlaupa frá Hátúni með eitthvað í hendinni; að bíl sem þar stóð og aka burtu. I sömu mund og maðurinn settist inn í bílinn gaus upp mikill eldur í Há- túni. Þá kom annar maður í hend- ingskasti að Hátúni og óskaði eftir að hringt yrði á slökkvilið." Linda Rós segir að Friðrik hafi talað við lögreglumenn á staðnum, skýrt frá atburðarásinni og nafn- greint manninn, sem hann sá fara frá húsinu. Lögreglan hefði sagst ætla að hafa samband við hann síðar sem vitni, en það hefði hún aldrei gert. „í Hátúni var ekki rafmagn, svo ekki var hægt að kenna því um eldinn. Nokkram dögum eftir bran- ann kom vinnuvél og braut niður alla veggi og annað sem uppi stóð. Ég hringdi í lögregluna og spurði hvort ekki hefði þurft leyfi til þessa og fékk þau svör að svo væri. Ekk- ert leyfi hefði verið veitt, enda rann- sókn ekki lokið.“ Linda Rós segir að lögreglan hafi komist að þeirri niðurstöðu að kviknað hefði í út frá kókflöskubroti í gluggakistu. „Ég get ekki annað en velt því fyrir mér hvemig ástandið er í sólríkari löndum, fyrst glerbrot kveikja í húsum á íslandi á degi þegar sólin skín aðeins með köflurn. Hitt er svo annað mál, að lögreglan hafði aldrei samband við Friðrik fósturbróður minn til að skrá vitnisburð hans um manninn sem hljóp á brott frá húsinu um leið og eldurinn blossaði upp.“ Eftir þennan atburð hætti Herdís Erlendsdóttir að dvelja yfir nótt á Kálfatjöm, nema einhver gisti þar með henni. „Ég hafði margoft sam- band við landbúnaðarráðuneytið á þessum tíma og talaði meðal annars nokkram sinnum við ráðherra. Ég er sannfærð um að það er ekki hægt að skrifa þetta klúður á hans reikn- ing, því hann vildi okkur áreiðan- lega vel. Ráðgjafar hans vora hon- um hins vegar ekki hollir. Guð- mundur Bjamason hefði áreiðan- lega ekki ritað undir leigusamning við Herdísi í október 1997 og annan við sveitarfélagið og golfklúbbinn í maí 1998 nema af því að honum hef- ur verið talin trú um að fyrri samn- ingurinn hafi verið fallinn úr gildi. Hann hafði skilning á sögulegu mik- ilvægi jarðarinnar." Ekki til siðs að leggja fram skýrslu um næturstað í ágúst 1997 fór Linda Rós á fund í landbúnaðarráðuneytinu með Herdísi og Ingibjörgu systur hennar, en þá átti að ræða hvort Herdís gæti fallist á skiptingu jarð- arinnar. Hún segir að aðrir fundar- menn hafi verið Björn Sigurbjörns- son ráðuneytisstjóri, Jón Höskuldsson lögfræðingur í ráðu- neytinu, Jón Gunnarsson, þáver- andi starfandi sveitarstjóri Vatns- leysustrandarhrepps og Andrés Guðmundsson formaður Golf- klúbbs Vatnsleysustrandar. „Ég skráði niður fundargerð og þurfti að lesa hana oft yfir eftir fundinn til að trúa mínum eigin augum. Herdís var niðurlægð æ ofan í æ. Oddvitinn lagði til dæmis ríka áherslu á að hún yrði að búa á Kálfatjörn allan sólarhringinn, en menn vissu auðvitað að hún var hætt að þora að sofa þar. Næsta hálftímann sátu svo þessir menn og ræddu fram og til baka hve margar nætur fóstra mín þyrfti að sofa þarna á hverju ári tií að geta talist löglegur ábúandi. Ég tók loks fram í fyrir þeim og spurði hvort þeir ætluðu sér að setja ákvæði um þetta í leigusamning, enda ekki til siðs á íslandi að fólk þurfi að leggja fram skýrslu um næturstað sinn. Lögfræðingurinn viðurkenndi að slíkt ákvæði yrði aldrei sett í samn- inginn og þá loks var umræðunni hætt. Ef Guðmundur Bjarnason hefði setið þennan fund er ég sann- færð um að hann hefði aldrei leyft þessa framkomu." Herdís ákvað síðasta haust að ráða sér lögfræðing, enda taldi hún sig ekki eiga hægt um vik að gæta hagsmuna sinna gagnvart embætt- ismönnum. „Lögfræðingurinn, Haraldur Blöndal, taldi að Herdís hefði átt að geta gengið inn í erfða- ábúð að Gunnari látnum, enda hafði hún búið þarna og starfað alla sína ævi. Hann lagði áherslu á að reyna að ná samningum við ráðuneytið um þetta. Við tilkynntum ráðuneyt- inu að hér eftir ætti að beina erind- um vegna málsins til Haraldar." Gengið framhjá lögmanni Linda Rós segir að skömmu síð- ar hafi verið hringt til Herdísar frá ráðuneytinu og henni sagt að ráðu- neytismenn hefðu í hyggju að funda með henni á Kálfatjörn til að reyna að ljúka samningum. „Allir í fjöl- skyldunni vora sannfærðir um að ráðuneytið hefði látið lögfræðing hennar vita af þessum fyrirhugaða fundi, en svo rejmdist ekki vera. Um leið og Haraldur frétti af fund- arboðuninni tilkynnti hann að hann myndi mæta, enda var hann mjög ósáttur við að gengið væri framhjá sér með þessum hætti. Ég ákvað að fara líka til fundarins, til að styðja við bak fóstru minnar og það gerði Friðrik fósturbróðir minn líka.“ Herdís, Haraldur, Linda Rós og Friðrik vora á Kálfatjöm þriðju- daginn 6. október þegar aðrir fund- armenn komu að. „Þarna kom ráðuneytisstjórinn sjálfur, nýr lög- fræðingur ráðuneytisins, sóknai'- presturinn, formaður sóknarnefnd- ar og loks sveitarstjórinn. Ráðu- neytisstjórinn lagði fram plagg, sem hann taldi Herdísi geta sæst á. Það var teikning, sem sýndi golf- brautir allt í kringum Kálfatjörn, en skilmn var eftir skáki við húsið. Teikningin gerði ráð fyrir golf- brautum yfir heimreiðina að húsinu og fleiri heimreiðar og ekki verður annað séð en slá þyrfti golfkúlur yf- ir veginn að kirkjunni. Ráðuneytis- stjórinn sagði að þessi teikning sýndi að golfarar væra samnings- fúsir.“ Haraldur Blöndal mótmælti hvernig staðið hefði verið að fund- arboðun og taldi óhæfu að ætla sér að leggja fram samning án þess að lögfræðingur Herdísar væri boðað- ur á fundinn. ,Á þessum fundi var þjarkað fram og til baka. Við vild- um enn láta reyna á það hvort Her- dís fengi ekki erfðaábúð. Ráðuneyt- ismenn sögðu að engir slíkir samn- ingar hefði verið gerðir í mörg ár, en við vísuðum til þess að stuttu áð- ur en Gunnar dó var gerður slíkur samningur um nálæga jörð. Sókn- arnefndarformaðurinn sagði þá að þar hefði ekkja fengið erfðaábúð eftir eiginmann sinn og ekki gæti Herdís ætlast til að fá sömu með- ferð og gift konan." Linda Rós viðurkennir að hún hafi kallað sóknarnefndarformann- inn ónefni, enda hefði henni þótt þetta níðingsleg yfirlýsing gagn- vart konu, sem hafði unnið Kálfa- tjörn alla ævi og vart í samræmi við tíðarandann að ætla hana réttlausa með öllu vegna þess að hún hafði ekki búið í hjónabandi með fyrrver- andi bónda. „Mér fannst líka níð- ingslegt að stefna fimm embættis- mönnum á Herdísi, til að reyna að þvinga hana til samninga. Prestur- inn tók að vísu af mér orðið og sagðist ekki kominn til neinnar að- farar að Herdísi. Það var rétt, hann hafði ekkert til málanna lagt.“ Linda Rós segir að á fundinum hafi meðal annars komið fram af hálfu ráðuneytisins að Herdísi væri velkomið að búa áfram í húsinu á Kálfatjörn, þótt hreppurinn og golfklúbburinn fengju jörðina. „Ég benti þeim á að þetta væri engin ofrausn, enda ætti Herdís húsið sjálf, skuldlaust.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.