Morgunblaðið - 27.06.1999, Page 29
28 SUNNUDAGUR 27. JÚNÍ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
+
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 27. JÚNÍ 1999 29
STOFNAÐ 1913
UTGEFANDI
FRAMKVÆMDASTJÓRI
RITSTJÓRAR
Árvakur hf., Reykjavík.
Hallgrímur B. Geirsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
UMRÆÐUR UM
SKÓLAMÁL
FLEST bendir til, að málefni
skólanna verði einhver veiga-
mestu viðfangsefni sveitarstjórna
á næstu árum. Þessa ályktun er
einfaldlega hægt að draga af al-
mennum fréttum og umræðum á
opinberum vettvangi síðustu miss-
eri. Skóla- og menntamál hafa öðl-
ast stóraukið vægi í opinberum
umræðum. Almenningur er að
vakna til vitundar um hvílíku lykil-
hlutverki skólar og menntun barna
og ungmenna gegna í því að
tryggja hverri nýrri kynslóð far-
sælt og hamingjuríkt líf. Það eina
sem er merkilegt við þetta er að
skóla- og menntamál hafi ekki öðl-
ast þennan sess fyrr í þjóðfélags-
umræðum.
Hið aukna vægi skóla- og
menntamála birtist á margan hátt.
Kennarar gera harðar kröfur um
stórbætt launakjör og hafa allt í
einu uppgötvað, að vígstaða þeirra
er sterk. Það er að skapast sam-
keppni á milli sveitarfélaga um
beztu og hæfustu kennarana eins
og búast mátti við. Það er líka að
skapast samkeppni á milli skóla
um hver þeirra nær beztum ár-
angri í menntun nemenda sinna
eins og glögglega má sjá á ári
hverju, þegar birtar eru upplýs-
ingar um niðurstöður úr sam-
ræmdum prófum og þá m.a. eftir
skólum og landshlutum.
Fyrir nokkrum áratugum var
ekki talið við hæfí, að foreldrar
létu mikið að sér kveða í málefnum
skólanna. Nú eru samtök foreldra
að verða þrýstihópur, sem annars
vegar gerir kröfur á hendur kenn-
urum og skólastjórnendum og hins
vegar á hendur sveitarfélögum.
Foreldrar láta sig nú allt varða,
sem snertir starf skólanna. Þeir
spyrja hvert sé ástand skólabygg-
inga og hvort þeim sé haldið við
með sómasamlegum hætti. Þeir
spyrja hvemig branavömum sé
háttað í skólunum. Þeir gera kröf-
ur um aðbúnað allan og kennslu-
búnað. Þeir spyrja, hvort skólinn,
sem böm þeima stunda nám við,
hafí yfír að ráða hinum hæfustu
kennurum. Þeir spyrja hvort
stjómendur skólanna hafi þekk-
ingu og hæfni til þess að stjórna
svo stóram og fjölmennum fyrir-
tækjum, sem skólamir eru og svo
mætti lengi telja.
Forsvarsmenn bæjarfélaga og
annarra sveitarfélaga standa allt í
einu frammi fyrir gjörbreyttri
stöðu í þessum efnum. Kröfugerð
vegna skólamála kemur að þeim úr
öllum áttum. Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir, borgarstjóri, liggur
undir harðri gagnrýni fyrir þann
harkalega tón, sem einkenndi sam-
skipti hennar við kennara fyrir
nokkram vikum. Foreldrar barna
og unglinga í Reykjavík sætta sig
ekki við, að upplausnarástand
skapist í skólum borgarinnar
vegna kjaramála kennara. For-
ráðamenn Seltjarnarneskaupstað-
ar stóðu frammi fyrir því fyrir
nokkrum dögum, að þeir virtust
vera að missa málefni Mýrarhúsa-
skóla úr höndum sér en beindu
þeim í jákvæðan farveg á síðustu
stundu. Foreldrar barna í Mela-
skóla krefjast svara við spuming-
um um stækkun og aðbúnað í
Melaskóla. Einsetning skóla á höf-
uðborgarsvæðinu er víða að verða
verulegt vandamál og óheppilegur
skólatími barna vegna þess, að ein-
setning er ekki komin til fram-
kvæmda alls staðar veldur margs
konar uppnámi í vinnuskipulagi
foreldra barna, þar sem svo hátt-
ar.
Þetta er athyglisverð þróun en
hún er jákvæð. Það þarf engar
rannsóknir til að upplýsa fólk um,
að það getur ráðið úrslitum um
vegferð bama og unglinga, hvera-
ig skólinn þeirra er og hversu
heppin þau eru með kennara.
Þetta hefur alltaf verið vitað en
kannski ekki lögð nægileg áherzla
á það.
Þær umbætur, sem nú er krafizt
í málefnum skólanna, kosta hins
vegar peninga. Til þess að fá hæf-
ari kennara þarf að borga hærri
laun. Til þess að hægt sé að ein-
setja skóla þarf að vera til húsnæði
og það kostar líka peninga o.s. frv.
Morgunblaðið hefur ítrekað varp-
að fram þeirri hugmynd, að hluti
útsvars verði beinlínis ætlaður til
skóla í hverju sveitarfélagi, að tek-
ið verði upp eins konar skólaút-
svar. Þegar og ef þörf er á að
hækka það útsvar verði sú ákvörð-
un lögð undir atkvæði í hverju
sveitarfélagi. Þá standa foreldrar
frammi fyrir því að það er ekki
bara þeirra hlutverk að gera kröf-
ur. Þeir verða líka að vera tilbúnir
að borga til þess að tryggja beztu
menntun íyrir böra sín.
ÁBENDING
JÓNS
HELGASONAR
JÓN Helgason, iyrrverandi
þingmaður og landbúnaðarráð-
herra Framsóknarflokksins, skrif-
aði athyglisverða grein í Morgun-
blaðið í gær, þar sem hann beinir
máli sínu til tveggja flokkssystkina
sinna, þeirra Finns Ingólfssonar,
iðnaðarráðherra, og Sivjar Frið:
leifsdóttur, umhverfisráðherra. I
grein þessari hvetur einn helzti
forystumaður Framsóknarflokks-
ins fyrir nokkrum árum ráð-
herrana tvo til þess að fara varlega
í virkjanamál á hálendinu og segir
m.a.:
„Það virðist því ekki vera
þannig, að ekki sé nægur tími til
að byggja ákvarðanatöku á sam-
bærilegum vinnubrögðum og
þeim, sem lög um mat á umhverf-
isáhrifum kveða á um.“ Með þess-
um orðum á Jón Helgason við, að
hann og þau samtök, sem hann er
nú í forsvari íyrir, Landvemd, telji
eðlilegt að svokallað lögfoirnlegt
umhverfismat fari fram á virkjun-
um norðan Vatnajökuls. Og Jón
Helgason bætir við: „Það dugar
ekki að vísa í gamlar samþykktir
og veittar heimildir svo mjög sem
öll viðhorf hafa breytzt á síðustu
árum.“
Svipuð viðhorf hafa áður komið
fram hjá Steingrími Hermanns-
syni, fyrrverandi formanni Fram-
sóknarflokksins og forsætisráð-
heraa, og Ólafi Emi Haraldssyni,
þingmanni Framsóknarflokksins
og formanni umhverfisnefndar Al-
þingis. Það er því ljóst, að áhrifa-
mikil öfl innan Framsóknarflokks-
ins vilja fara sér hægt í þessum
málum.
Kvíði á sumri
HELGI spjall íaui tuicci ug uviöi öeiii tjiigimi ntryiii úr hljóðaklettum vors í þinni sál og það er eins og sárir fingur finni þá furunál í krepptri hendi sinni og hvíslið þitt er þögnin við mitt eyra
og þei þei ró
nú syngur einn við sáran furuskóg þinn vængjaþreytti þröstur og að sögn um þöglan skóg sem fer um huga minn
þei þei og ró
mig grunar ugg sem er svo einsætt vitni hausts í brjósti mér og kliður þess er kul við djúpa þögn og kvíði fugls við skógarilminn sinn. M.
MIKIÐ HEFUR ver-
ið rætt og ritað um
atvinnuástandið á
Þingeyri og ýmsum
spurningum varpað
fram af því tilefni.
Því hefur þá einnig
verið haldið fram að
ekki hafi verið mikil forsjálni að stofna fyr-
irtæki sem þyrfti að styðjast við aðfengið
erlent hráefni. Til þess að unnt yrði að vinna
úr því hefði þurft að flytja inn 50-70 manns
frá Póllandi, en nú væri þetta fólk atvinnu-
laust, auk þeirra Islendinga sem misst
hefðu atvinnuna vegna greiðslustöðvunar-
innar.
Um þetta skal ekkert sagt enda erfitt að
leggja mat á það hvernig að verki hefur ver-
ið staðið. Hitt er augljóst að atvinnuástand
þar vestra er með öllu óviðunandi og nauð-
synlegt að kippa því í lag. En framhjá því
verður ekki gengið að þrjú fiskv'erkunarfyr-
irtæki á Þingeyri, Bíldudal og í Bolungarvík
hafa fengið greiðslustöðvun og hið fjórða á
Tálknafirði hefur ekki starfað undanfarið.
Hráefnið, þ.e. rússafiskurinn, hefur hækkað
án þess að unnt hafi verið að mæta þeim
hækkunum með afurðasöluhækkun.
Vonandi tekst eigandanum að finna flöt á
þessu vandamáli á næstu þremur vikum,
svo að ekki komi til gjaldþrots. En erfiðleik-
ar fólksins eru langt frá því leystir. Um 200
manns á fyrmefndum stöðum þurfa nú að
horfast í augu við óleyst verkefni og spyrja
má hvort fyrirhyggja hafi verið með í þessu
áhættusama ævintýri.
Atvinnuástand vestra hefur verið skap-
legt, þrátt fyrir ýmis áföll, og hafa bættar
samgöngur átt þátt í því hvernig til hefur
tekizt.
■■■■■■■■■■■ Á ÞVI ER enginn
Sumarófærð vafl að +mgin hafa
bætt stórlega sam-
göngur milli Dýra-
fjarðar, Önundarfjarðar og Isafjarðar og
má raunar líta á það svæði sem eina heild úr
því sem komið er. Hitt er annað mál að
nauðsynlegt er að bæta um betur, því að
vegakerfið á Vestfjörðum er langt frá því
allsstaðar mönnum bjóðandi.
Ekki alls fyrir löngu var að venju efnt til
Hrafnseyrarhátíðar á afmælisdegi Jóns Sig-
urðssonar. Þótt veður hafi ekki verið upp á
það bezta var hátíðin vel sótt og foraáða-
mönnum þar vestra til sóma. Veðrið var þó
nokkurn veginn skaplegt en eitt skyggði á:
Færðin úr Flókalundi norður í Arnarfjörð
var með þeim hætti að vart var bjóðandi
nokkrum venjulegum fólksbíl, það var þá
helzt unnt að komast þessa leið á sterk-
byggðum jeppa sem fær er í flestan sjó.
Leiðin er að sjálfsögðu ægifögur og skiptir
þá ekki höfuðmáli í hvemig skapi veðurguð-
irnir eru. Segja má að þessi fjallaleið sé með
hrikalegustu vegleysum landsins og raunar
ógleymanlegt að leggja í hana, þó að vegirn-
ir séu með þeim hætti sem skipverji á ferj-
unni Baldri lýsti, en hann sagði að nú væri
talað um að setja vegakerfið þar vestra á
Þjóðminjasafnið! Þar væri hver hola eftir-
minnileg og nauðsynlegt að varðveita þær,
ásamt öðrum minjum þjóðarsögunnar!
Kjálkinn
ægifagri
■ EN HVAÐ SEM
þessu líður og hvern-
ig sem allt veltist um
atvinnuhorfur þar
vestra, er hitt víst að
Vestfirðir eru einhver sérkennilegasti fjórð-
ungur landsins, örugglega sá hrikalegasti
og raunar sá eftirminnilegasti, ef út í þá
sálma er farið. Að því verður að róa öllum
árum að byggð haldist sem blómlegust á
Vestfjörðum. Það verður ekki gert með öðr-
um hætti en stórbæta samgöngur á landi og
auðvelda fólki búsetu með þeim hætti.
Þá hlýtur það og að vera lágmarkskrafa í
nútímasamfélagi að helztu þjóðvegum sé
haldið nokkurn veginn við og þeir séu greið-
færir fyrir öll ökutæki sem nú eru í notkun,
en það kostar peninga, eða eins og
nóbelskáldið sagði á sínum tíma og allir hafa
vitað alla tíð: Það er dýrt að vera Islending-
ur.
Það eru ekki eftirminnilegri ökuleiðir á
íslandi en þjóðvegurinn um Barðaströnd-
ina, en allt er það umhverfi þó víti til varn-
aðar. Náttúran er í senn hrikaleg og ægifög-
ur og enginn gleymir suðurfjörðunum sem
þá hefur ekið, en hvarvetna blasa þó við öm-
urlegar áminningar, eyðibýli og allskyns
minjar eftir búsetu, meðan þetta svæði stóð
í mestum blóma og hafði upp á að bjóða eft-
irminnilegt og fjölbreytt mannlíf. Nú eru
örfáir bæir á stangli við þessa alfaraleið og
ekkert að sjá nema mannvistarleifar á löng-
um köflum. Á vetrin einatt ófært milli
þeirra fáu bæja sem eftir standa og allt
svæðið meira og minna eftirlátið ref og
rjúpu og svo auðvitað þeim konungi sem þar
ríkir öðrum ofar, erninum sjálfum.
Á þessari leið er hægt að æja í Djúpadal,
þar sem Björn Jónsson ritstjóri var fæddur,
og þá ekki síður í Gufudal, sem er hið feg-
ursta dalverpi í þröngum faðmi hrikalegra
fjalla, en þar hefur eftirminnilegt fólk átt
rætur og nægir að minna á Harald Guð-
mundsson ráðheraa, sem var einn af helztu
forystumönnum jafnaðarmanna á þessari
öld.
Enn er blómleg byggð í þessu fagra dal-
verpi og vonandi verður svo áfram um alla
framtíð.
Merkur
áfangi í
vegagerð
I ISLENZKIR vega-
gerðarmenn hafa
einatt sýnt verklagni
og útsjónarsemi og
eitt slíkt minnis-
merki er á þessari
leið, eða frá Reykhólum í Dalina og er þar
átt við hina nýju Gilsfjarðarbrú og hleðsl-
urnar að henni, sem ná yftr þveran fjörðinn
og hafa stytt leiðina um 17-18 kílómetra,
auk þess sem hún var heldur hvimleið og
þreytandi. Þessi vegagerð vísar veginn, því
að enginn vafi er á því að unnt er að finna
betri vegastæði um Vestfirði en nú blasa við
á þeim leiðum sem fyra voru nefndar, eink-
um úr Vatnsfirði og norður eftir kjálkanum,
en sú leið liggur með köflum yfir fjöll og
firnindi hvort sem er. Ekkert tjóar annað en
leggja vegi sem unnt er að nota allan ársins
hring, vel gerða og upphleypta. Sumarvegir
eru fyrir ferðamenn, en vetraraegir gegna
því hlutverki meðal annars að halda fjar-
lægum stöðum í byggð. Það gæti því verið
dýrara spaug að leggja ekki slíka heilsárs-
vegi en veita í þá æmu fjármagni. Við höf-
um aldrei ætlað okkur að búa í landi sem
væri einhvers konar borgríki, heldur hefur
það ævinlega verið markmið fólksins í land-
inu að hér sé byggð sem víðast og að
minnsta kosti alls staðar þar sem fólk getur
verið vel bjargálna vegna þeiraa auðæfa
sem hafið býður upp á.
Útlendingar
við Dýra-
jQörð
ÞÓ AÐ NÚ ÁRI illa
við Dýrafjörð og útlit
sé allískyggilegt er
síður en svo nein
ástæða til að ör-
vænta. Það hafa þeir
Þingeyringar sem blaðamenn Morgunblaðs-
ins hafa hitt að máli að undanförnu heldur
ekki gert, þvert á móti. En þeir hafa sínar
áhyggjur eins og skiljanlegt er. Einhverjir
hafa talað um að niðurstaða atvinnuástands-
ins á Þingeyri verði sú að þar verði einhvers
konar pólsk nýlenda í framtíðinni, þar sem
helzt af öllu heyrist ekki nokkurt íslenzkt
orð! Því þarf að sjálfsögðu enginn að kvíða.
Áður hafa verið útlendingar við Dýrafjörð
og þeir hafa skilið eftir sig margvíslegar
minningar sem nú er vel haldið til haga,
enda ástæða til að rækta þær og varðveita
eins og aðra mikilvæga þætti þjóðarsögunn-
ar.
Áður en lengra er haldið mætti minna á
veglega útgáfustarfsemi svonefnds Vest-
firzka forlagsins sem hefur gefið út athygl-
isverða ritröð með þjóðlegum fróðleik að
vestan, en Hallgrímur Sveinsson, staðar-
haldari á Hrafnseyri, er ritstjóri safnsins.
Sameiginlegt heiti þess nefnist Mannlíf og
saga og kennir þar margra grasa, eða eins
og ritstjórinn segir í sjötta hefti safnsins:
„Munum við því birta í framtíðinni þætti úr
mannlífinu hvaðanæva af Vestfjörðum, þó
einkum verði það einskorðað við svæðið frá
Bjargtöngum að Djúpi. Fyrst í stað mun að-
alefnið verða héðan frá miðhluta Vest-
fjarða."
REYKJAVÍKURBRÉF
Laugardagur 26. júní
í þessu hefti er þáttur eftir Davíð H.
Kristjánsson, sem heitir Gott betur, gott
betur, og er þar fjallað um heimsókn Hall-
dórs Kiljans Laxness á bernskuheimili höf-
undar einhvern tíma á árunum upp úr
1930, en þá kynnti skáldið sér forat vest-
firzkt málfar eins og segir í kynningu á
þessum pistli. Þar segir ennfremur meðal
annars: „Halldór Laxness kom vestur á
Isafjörð þegar hann var að undirbúa ritun
skáldsögu sinnar um Ólaf Kárason Ljós-
víking, til þess að kynna sér háttu og mál-
far Vestfirðinga, sem var vísast á þeim
tíma nokkuð frábrugðið því sem Halldór
þekkti best á Suðvesturlandi. Vilmundur
Jónsson, þá læknir á Isafirði, greiddi götu
hans vestur um firði og hafði samband við
heimili þar sem hann dvaldi. Á vegum Vil-
mundar kom svo Halldór í Neðri-Hjarðar-
dal og gisti eina nótt. Halldór var ræðinn
og forvitinn um alla hluti og fór hann í
fylgd föður míns og Jóhannesar, bróður
hans, um öll útihús og kofa á jörðinni. í
fjárhúshlöðunni hafði Halldór orð á því að
þar væru veggir vel hlaðnir úr torfi og
grjóti. Sagði faðir minn honum að þessa
veggi hefði Jón í loftinu, sem kallaður var,
hlaðið fyrir aldamót og þeir hefðu ekki
haggast og væru búnir að standa í 40 ár
eða „gott betur“. Jón í loftinu hafði fengið
þetta viðurnefni af því hve duglegur hann
var og sérstakur hleðslumaður. Varla var
byggður kofi í Dýrafirði, að Jón í loftinu
væri ekki fenginn þar að til þess að verkið
kæmist áfram. Veggir þeir sem Jón hlóð
ruku annað hvort strax, var hann þá fljótur
að hlaða þá upp aftur, eða þeir stóðu vel og
lengi.
Ekki þótti Halldóri Laxness heimilisfólk-
ið í Neðri-Hjarðardal nógu harðmælt á
foman vestfirskan framburð og ræddi hann
um hvort í sveitinni væri ekki einhver af
eldri kynslóðinni sem hefði hann, og ef svo
væri, hvort ekki væri möguleiki á að greiða
sér veg þangað. Talaðist svo til, að faðir
minn lofaði að fara með honum til gamallar,
greindrar konu sem hefði þennan sérstaka
framburð og skyldu þeir ræða við hana.
Þessi gamla kona var María Sigmundsdóttir
á Bessastöðum.
Þetta sama kvöld hitti faðir minn Valgeir
Jónsson, bónda á Gemlufjalli, og sagði hon-
um frá fyrirhugaðri ferð þeirra Halldórs að
Bessastöðum. Valgeir átti svo leið þangað á
undan þeim félögum og sagði Maríu frá því
að hún ætti von á gestum daginn eftir. Þeir
myndu koma, Kristján á Bakka og Halldór
Kiljan, og ætlaði Halldór að læra vestfirsk-
an framburð af henni. Þeir komu svo og
kvöddu dyra á Bessastöðum, faðir minn og
Halldór, María kom til dyra og tekur í hend-
ur þeirra steinþegjandi og bendir þeim inn í
bæinn. Þegar þeir eru komnir til stofu,
hverfur María. Guðmundur Jón, bóndi
hennai', þá orðinn háaldraður og ellihrumur
og hafði vísast sjaldan eða aldrei hellt í
kaffibolla fyrir sjálfan sig, gekk þeim um
beina og bar þeim kaffí og dýrindis bakk-
elsi, því enginn bakaði betri kökur í sveit-
inni en María.
Þegar þeir höfðu gert sér gott af veiting-
unum og gert nokkrar misheppnaðar til-
raunir til þess að ræða við Guðmund Jón,
stóðu þeir upp, þökkuðu fyrir sig og kvöddu
án þess að hafa heyrt Maríu segja eitt ein-
asta orð.
Þegar að því kom að Halldór hélt ferð
sinni áfram vestur yfir Dýrafjörð, fluttu
þeir bændur á Gemlufjalli, Jón Ólafsson og
Valgeir Jónsson, hann yfir fjörðinn. Valgeir
hafði orð á því, að í bátnum á leiðinni hafi
Halldór tautað við sjálfan sig: „Gott betur,
gott betur.“
Þannig fór um sjóferð þá. En það hefur
ekki farið hjá því að Halldór hafi kunnað að
meta fjárhúsveggina í Neðri-Hjarðardal því
að hann var alinn upp við snilldarhandbragð
í þeim efnum. Guðjón, faðir Halldórs, var
þekktur vegaverkstjóri og sagði Jónas
bóndi í Stardal frá því hér í blaðinu á sínum
tíma, hvilíkur snillingur Guðjón var sem
vegagerðarmaður og stóðst enginn honum
snúning hvað varðar vegahleðslur, hvort
sem um var að ræða úr grjóti eða torfi. Hlóð
hann af þvílíku listfengi að minnti ekki á
neitt annað en stílbrögð sonarins, þegar
fram liðu stundir.
I Á HRAFNSEYRI
Vel húsað á er húsað af miklum
Hra fncpvri myndarbrag og aug-
nrainseyri !jóst að Hrafnseyr-
arnefnd hefur unnið
þar hið ágætasta starf. Smíði gamla bæjar-
ins sem á að minna á æskuumhverfi Jóns
Sigurðssonar hefur vel heppnazt, minja-
safnið er hið hnýsilegasta og má fullyrða að
Hrafnseyri sé að öllu leyti hin staðarleg-
asta á að líta. Ræktarsemin við sögu og
minjar er til fyrirmyndar og þá má enn
tengja fróðleiksstarf sem unnið er þar á
staðnum við upphaf þessa bréfs, því að í
Mannlífi og sögu er getið um svonefnt
„Ameríkana-tímabil“ á Þingeyri og þannig
minnt á að þar hafa verið útlendingar á
ferð löngu áður en Pólverjarnir settust þar
að til að verka þann rússneska fisk sem þar
hefur borizt á land. Þess má þó geta í fram-
hjáhlaupi, vegna deilna um Skriðuklaustur
og framtíð þess, að það væri hægur vandi
að leysa þær deilur með hliðsjón af því,
hvernig Hrafnseyrarnefnd hefur leyst sitt
starf af hendi og mætti taka mið af því,
þegar hugað er að minningu Gunnars
Gunnarssonar og konu hans þar eystra. En
að því slepptu er ástæða til að minna á
lúðuveiðar Bandaríkjamanna fyrir Vest-
fjörðum á síðustu tveimur áratugum síð-
ustu aldar en þar voru þá einhver fengsæl-
ustu sprökumið í Evrópu, en kanarnir ætt-
aðir frá Nýja-Englandi. Þegar flest var
voru bandarísku skonnorturnar sem höfðu
Frá Neskaupstað
bækistöð á Þingeyri þrettán talsins, en í
hverri áhöfn 16-22 skipverjar, þar af
nokkrir íslendingar, flestir úr Dýrafirði og
nágrenni. Þarna voru á þessum árum um
200 Bandaríkjamenn, þegar flest var.
„Ekki fer hjá því, að áhrif hinna amerísku
sjómanna hafi verið mikil og margvísleg á
litla sjávarþorpið," segir í Mannlífi og
sögu. „Kanarnir hafa „átt pleisið", eins og
sagt er, þegar þeir voru í landi. „Ameríkan-
arnir höfðu mikil peningaráð og voru
eyðslusamir mjög,“ segir Gils Guðmunds-
son í Skútuöldinni.
Mikið vöruval var í Grams-verzlun og var
ekki dæmalaust að úttektir einstakra skip-
verja næmu 100 dollurum yfir sumarið, en
það var mikið fé í þá daga. Mikil aukning var
í ölsölu í Grams-verzlun á þessu tímabili og
jókst hún úr 700 pottum 1884 í 9600 potta á
árunum 1891-94 þegar Bandaríkjamenn
vora hvað fjölmennastir. En hvemig var
ástandið á Þingeyri þá? „Þar var nokkurs-
konar „ástand“,“ segir í fýn-nefndri frásögn,
„en aðrir Islendingar þekktu það ekki fyra
en í stríðinu." Þar var þá mikið skemmtana-
líf, drukkið og duflað og endaði oft með
slagsmálum. Það virðist því mikill munm- á
ástandinu á Þingeyri þá og nú og í raun og
veru ekki ástæða til að kvarta, þótt á móti
blási um stundarsakir. Vonandi verður þessi
blástur skammlífur. Og vonandi verður unnt
að aka um Vestfirðina annars staðar en á því
þjóðminjasafni sem hásetinn á Baldri talaði
um, að því er virtist í fúlustu alvöra!
Morgunblaðið/RAX
Vestfírðir eru ein-
hver sérkennileg-
asti fjórðungnr
landsins, örugglega
sá hrikalegasti og
raunar sá eftir-
minnilegasti, ef út í
þá sálma er farið.
Að því verður að
rda öllum árum að
byggð haldist sem
blömlegust á Vest-
Qörðum. Það verð-
ur ekki gert með
öðrum hætti en
stórbæta samgöng-
ur á landi og auð-
velda fólki búsetu
með þeim hætti.