Morgunblaðið - 27.06.1999, Síða 30

Morgunblaðið - 27.06.1999, Síða 30
, 30 SUNNUDAGUR 27. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ TIL LUNDÚNA ÁRIÐ 1959 Nú endurlifí ég unaðsdagana í London 1959, segir Leifur Sveinsson, með því að leigja eða kaupa myndbönd með Sir Ralph Richardson, Sir Michael Redgrave __o.fl. Lengra verður ekki komist_ í snilldarleik, er ég naut þá. LEIKLISTARMINNINGAR HINN 28. september 1959 héldum við móðir mín, Soffia E. Haralds- dóttir (1902-1962), til London, en þangað hafði okkur lengi langað að koma, en dregist úr hömlu. Erfitt var að tryggja hótel, en loks tókst Asbimi Magnússyni, vini mínum í Ferðaskrifstofunni Orlofi, að út- vega herbergi á Strand Palace. Það var þá 1.100 herbergja hótel, skammt frá Savoy Hot- el, sem þá þótti fínast þar í borg. Mestan áhuga höfðum við á leiklist og sáum við þessi verk á þeim ell- efu dögum, sem Lund- únadvölin stóð: 1) Globe Theatre: The Complaisant Lover, gamanleikur eftir Graham Greene, aðalleikarar Ralph Ric- hardson, Poul Scofield og Phillys Calvert. 2) Haymarket Theatre: The Pleasure of His Company eftir Samuel Taylor, aðal- leikarar Nigel Patrick, Coral Brow- ne og Barry Jones. 3) Queen’s Theatre: The Aspern Papers eftir Henry James, aðaÚeik- arar Michael Redgrave, Flora Rob- son og Beatrix Lehmann. 4) Drury Lane Theatre: My Fair Lady, aðalleikarar Anne Rodgers, Alec Clunes og Stanley Holloway. Þarna léku allir frægustu leikar- ar Breta, sem voru flestir kunnir okkur úr kvikmyndum. Þessar sýn- ingar voru ógleymanlegar og hefi ég lifað á þeim alla tíð síðan, þótt nú séu tæp 40 ár síðan. Enn á ég tvær leikskránna, svo og bók um My Fair Lady. I henni er frægasti My Fair Lady-brandarinn: „Á Broadway hafði sýningin gengið ár- um saman, Rex Harri- son í hlutverki prófess- ors Higgins. Kaupa þurfti miða mánuðum fyrir sýningu, en á einni eftirmiðdagssýn- ingunni var autt sæti. Gömul kona var þar í hliðarsæti og spurðu þeir, sem næst henni sátu, hví autt væri sæt- ið hið næsta henni. Það er vegna þess, að eigin- maður minn, hann dó. Já, en gátu ættingjar þínir eða vinir ekki far- ið með þér á sýninguna í stað hans? Nei, þeir eru allir við útförina," hljóðaði svar hinnar gömlu konu. II Messu sóttum við í City Temple Church, þar sem vinur sr. Jóns Auðuns, dr. Leslie Weatherhead, prédikaði. Þetta var heimskunnur prestur og var messunni útvarpað víða um heim til þeirra þjóða, er á ST Paoul's-kirkjan. ALEC Clunes í hlutverki prófessors Higgins og Ann Rodgers í hlutverki Elísu Doolittle. ÚR leikskrá Globe Theatre. ensku mæltu. Athygli mína vöktu kirkjubekkirnir, annar hvor bekkur var fyrir þá, sem vildu ganga til alt- aris, hinn bekkurinn fyrir þá, sem vildu það ekki. í Kríubókum þeirra Unnar Jökulsdóttur og Þorbjarnar Magnússonar kemur fram sú skoð- un, að altarisganga sé leifar af mannáti. Krossfesting Krists hafi í raun verið mannfórn. Réttast þyk- ir, að kirkjugestir hafi þarna frjálst val, enda er enginn þvingaður til þess að ganga tii altaris hér á ís- landi. Kunningjafólk átti móðir mín í London, þar sem voru þau heiðurs- hjón Hulda og Björn Björnsson kaupmaður (1898-1982). Hún dóttir Karls Bjamasen, en hann sonur Björns Símonarsonar, hins þjóð- haga gullsmiðs, sem stofnaði Björnsbakarí í Reykjavík, og sonur hans rak um skeið. Heimsóttum við þessi hjón í London og síðar tengdason þeirra í úthverfi Lund- úna, sem Purley heitir. Attum við góðar stundir með þessari fjöl- skyldu, svo og mágkonu Björns, Elínborgu Karlsdóttur Stefánsson, en hún var ekkja eftir Guðmund Stefánsson (1898-1936) frá Álfta- nesi á Mýrum, sem þar átti að taka við búi hjá afasystur minni, Mörtu Níelsdóttur, og manni hennar, Har- aldi Bjarnasyni, en dó fyrir aldur fram 5. október 1936. m Móðir mín hafði mikinn áhuga á sálarrannsóknum sem og faðir hennar, prófessor Haraldur Níels- son. Heimsóttum við því hinn heimskunna lækningamiðil Harry Edwards^ sem bjó í Burrows Lea í Surrey. Utvegaði Jóhann Sigurðs- son hjá Flugfélagi íslands okkur bíl með bílstjóra og varð þetta hin ánægjulegasta ökuferð. Við báðum bílstjórann að aka okkur að góðum matstað, sem við gætum snætt á áður en við gengjum á fund hins kunna miðils. Stansaði bílstjórinn hjá manni einum og bað hann að benda sér á matstað: „What kind?“ spurði heimamaður. „The best“ svaraði þá bílstjórinn. Urðum við ekki fyrir vonbrigðum, því kjúklingurinn á „The Black Horse“ er mér enn í minni, slíkt afbragð var hann. W.T. Parish hét annar nafntogaður lækningamiðill í Englandi, sem þá var látinn. Sig- urður Haralz, móðurbróðir minn, þýddi bókina um hann, sem út kom hjá Draupnisútgáfunni árið 1946. Þar kom fram, að miðli þessum bárust 15.000 bréf á ári, svo ein- hver hefur fengið bót vegna fyrir- bæna hans. Ekkja hans hélt áfram starfi hans og heimsóttum við hana. Þangað var gott að koma, andrúms- loft sérlega jákvætt og bláa stofu- teppinu hennar gleymi ég aldrei. Það var eins og sá litur væri ekki þessa heims. IV í nokkrar skoðunarferðir fórum við, m.a. í Tate Gallery, St Paoul's- kirkjuna með hinum fræga „whispering wall“ og að sjálfsögðu The House of Commons. Þar mátti ekki setjast frekar en í Sixtínsku kapellunni í Vatíkaninu. Ellefu ára dreng varð það samt á að setjast í sjálfu þinghúsinu, en þingvörður mælti til hans af festu: „Up you go.“ Það var bara of seint. Stráksi gat státað af því alla ævi, að hann hefði átt sæti í The House of Commons. Hjá St Paoul's rifjaðist upp saga úr seinni heimsstyrjöld- inni. Kirkjan hafði skaddast mikið í loftárás Þjóðverja á London. Win- ston Churchill fór á vettvang að líta á skemmdirnar. Lífvörður hans segir þannig frá í endurminningum sínum: „Blaðsölustrákur einn átti leið framhjá St Paoul's og blístraði sem ákafast, en slíkt þoldi Churchill illa. „Stop that whistling boy“ kallaði Churchill styrkiá röddu. (Hættu þessu blístri strák- ur.) Stráksi svaraði: „You can shut your ears, can’t you“ (þú getur lok- að eyrum þínum, eða getur þú það ekki). Þá varð Churchill orðlaus í eina skiptið á ævinni. V Hinn 8. október 1959 fóru fram þingkosningar í Bretlandi. Kosn- ingaþátttaka var 78,5%. íhalds- menn unnu glæsilegan sigur, fengu 365 þingmenn kjörna, en stjórnar- andstaðan 265. Leiðtogi íhalds- manna var Harold Macmillan, sem vafalaust verður talinn einn glæsi- legasti stjómmálaskörungur 20. aldarinnar í Evrópu. Hugh Gait- skell var leiðtogi Verkamanna- flokksins, en Jo Grimmond Frjáls- lynda flokksins. Þetta var í fyrsta sinn, sem sami flokkur vann kosn- ingar þriðja sldptið í röð og þóttu mikil tíðindi. I þessum kosningum komst Margaret Thatcher fyrst á þing. Við hlýddum á kosningaúrslit- in hjá Birni Bjömssyni og komum seint heim á Strand Palace. í ná- grenni okkar var aftur á móti fagn- aðarsamkoma íhaldsmanna á Savoy Hotel. Þar var mikil gleði í mönn- um og stóð veislan fram undir morgun. VI Ég sé í fornlegu vegabréfi mínu frá þessum ámm, að frá London fómm við hinn 10. október 1959 áleiðis til Kaupmannahafnar. Ellefu ógleymanlegir dagar vom að baki. Nú gerir tæknin mönnum kleift að njóta hinna gömlu góðu leikara með því að leigja eða kaupa myndbönd. Þannig er ég í sambandi við góðan myndþandasala í London, sem sendir mér þessa snillinga, Sir Ralph Richardson (f. 1902, d. 1983, aðlaður 1947), Sir Michael Redgra- ve (f. 1908, d. 1985, aðlaður 1959) og fleiri. Þá endurlifi ég unaðsdagana í London 1959. Lengra verður ekki komist í snilldarleik en ég naut þá. Höfundur er lögfræðingur í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.