Morgunblaðið - 27.06.1999, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 27. JÚNÍ 1999 31:
SKOÐUN
■
;'ú.
H
SVONA komst
enska stórskáldið W.H.
Auden að orði í ljóði
sínu Iceland Revisited,
1964, (ísland sótt aftur
heim eða önnur heim-
sókn til Islands). Aður
hafði komið út fyrra rit
hans um ísland, Lett-
ers from Iceland, eftir
dvöl hans hér á landi
árið 1936. Á frummál-
inu hljóðar þessi ljóð-
lína svona: „Fortunate
island where all men
are equal - not vulgar
- not yet.“ Eru þetta
enn orð að sönnu við
aldarlok? Ríkir hér
fullkomið jafnræði
meðal allra landsmanna? Býr lág-
launa- og eftirlaunafólk við sömu
kjör og embættismannastéttin, al-
þingismenn og ráðheiTar, sem
fengu ríflegar launabætur svo ekki
sé meira sagt strax daginn eftir
kosningar? Og í kjölfar þeirra bár-
ust svo fréttir í fjölmiðlum af
hækkunum á bensíni, vöxtum, raf-
magni og tryggingum. Atvinnu-
leysi blasir við fiskvinnslufólki í
Vestmannaeyjum, Þorlákshöfn og
reyndar víðar. Kaupfélag Þingey-
inga riðar nú á barmi gjaldþrots.
Vamaðarorð stjórnarandstöðunnar
voru virt að vettugi af sjálfstæðis-
mönnum fyrir kosningar. Þeir sem
voguðu sér að minnast á þenslu,
verðbólgu og hugsanleg endalok
góðærisins voru kveðnir í kútinn
og umsvifalaust sakaðir um illa
grundaðar hrakspár og dómadags-
rugl. Efnahagslífið væri hér í meiri
blóma en víðast hvar annars stað-
ar.
Góðærið sem talið er hafa verið
hannað í sjálfri smiðju foringjans
okkar ástkæra er engin hráka-
smíð, enda stendur það á svo
styrkum stoðum að ekkert er að
óttast um efnahagslega framtíð ís-
lensku þjóðarinnar. Það er engum
blöðum um það að fletta að við
stöndum í mikilli þakkarskuld við
þennan þjóðmálaskörung okkar.
Sumir vilja meira að segja ganga
svo langt að þakka honum góð
aflabrögð á undanförnum árum og
velgengni á öllum hugsanlegum
sviðum.
Það er nú deginum ljósara að
Sjálfstæðisflokkurinn vann stóran
kosningasigur fyrst og fremst á
slagorðum eins og t.d.: „Árangur
fyrir alla“ og ekki síst fyrir að
hamra sýknt og heilagt á góðærinu
og stöðugleikanum. Kjósendur
voru nú sem fyrr svo sárgrætilega
auðtrúa og auðblekktir eins og t.d.
eldri Sjálfstæðismenn sem trúðu
því statt og stöðugt eftir lands-
fundinn 1996 að tvísköttun yrði af-
numin svo aðeins eitt dæmi sé tek-
ið úr þriggja ára gamalli ályktun
um málefni aldraðra. Það hefur
ekki enn verið gert. Bendir nú ekki
flest til þess að nýjasta ályktunin
um málefni okkar frá síðasta lands-
fundi flokksins verði jörðuð á svip-
aðan hátt og sú fyrri? Óskiljanlegt
er líka með öllu að launamenn skuli
láta flekast til fylgis við flokk, sem
leggur allt sitt kapp á að halda
launum þeirra sem lægstum.
Lýðum ætti að vera
fyrir löngu ljóst að
stöðugleikinn skal
einlægt standa á
styrkum stoðum lág-
launastéttanna. Ef
þær haga sér ekki
skynsamlega þá mun
Davíð sýna þeim hvar
hann keypti ölið.
Ekkert múður, ekk-
ert rövl, engar ótíma-
bærar, óraunhæfar og
óskynsamlegar launa-
kröfur. Allir „hag-
spakir hugsuðir" virð-
ast vera sannfærðir
um að úrskurður
kjaradóms um 15-30%
launahækkun okkar
bestu sonum og dætrum til handa
ógni engan veginn stöðugleikan:
um í efnahagslífi þjóðarinnar. I
Jöfnuður
Það er sennilega borin
von að í staðinn fyrir
góðæri, segir Halldór
Þorsteinsson, komi
nokkurn tíma það sem
ég vildi kalla jafnæri,
síst undir handleiðslu
núverandi stjórnar-
herra, sem síbreikk-
andi launabil virðist
vera mjög að skapi.
rauninni velkjast þeir ekki eitt
einasta augnablik í vafa um þá
augljósu staðreynd. Allt öðru máli
gegnir um venjulega launamenn,
verkalýðinn eða réttara sagt sauð-
svartan almúgann. Það er hans
hlutverk að standa vörð um stöð-
ugleikann, enda er góðærið ein-
ungis fyrir góðborgara og gæð-
inga ríkisstjórnarinnar. Laun
kjaraaðalsins hafa engin áhrif á
stöðugleikann í efnahagslífi lands-
manna. Þetta er rökspeki sem
segir sex!
Nýfrjálshyggja Miltons Fried-
mans eða sá ismi, sem er gjarnan
kenndur við Margaret Thatcher,
sálufélaga Pinochets, eða Hannes-
Hólmsteinskan hefur fyrir löngu
gengið sér til húðar að dómi Ant-
honys Giddens rektors London
School of Economics, þ.e.a.s. alls-
staðar nema á íslandi. Mörlandinn
BARMMERKI
BIKARAR
VERÐLAUNAPENINGAR
FANNAR
LÆKJARTORGI S:551-6488
lætur ekki að sér hæða og gefst
aldrei upp fyrr en í fulla hnefana.
Engin hagkenning skal lögð fyrir
róða fyrr en hún hefur verið reynd
til þrautar. Stafar þetta ef til vill af
landlægri þrjósku eða nesja-
mennsku? Hannes-Hólmsteinskan
ríður augljóslega ekki við einteym-
ing. Hún blífur og blífur.
Sumir framámenn og forstjórar
sem þykjast vera fylgjandi frjálsri
samkeppni, að vísu aðeins í orði
kveðnu, ástunda engu að síður ein-
okun í verki og það alveg kinnroða-
laust. Lítum bara á Landssímann
og Eimskip, sem á sínum tíma
vakti svo mikinn fögnuð í brjóstum
landsmanna að það var kallað
óskabarn þjóðarinnar. Nú erum við
því miður tilneydd til að horfast í
augu við þá dapurlegu staðreynd
að óskabarn okkar allra virðist
vera á góðri leið með að vera óska-
barn fámenns hóps ötulla fjár-
plógsmanna, sem á stundum
tvínóna ekki við að beita allhæpn-
um brögðum til að ryðja keppi-
nautum úr vegi. Er það „skynsam-
leg hegðun“ eða siðlaust athæfi?
Dæmi hver fyrir sig.
Það er ekki ofsagt að ástkæri
landsfaðir vor vaki yfir velferð
barna sinna, sem eiga því láni að
fagna að vera svo samviskusam-
lega bæði nær- og fjarstýrt af
honum, að þau þurfa í rauninni
ekki lengur að hugsa. Ef einhverj-
um verður á í messunni á hann
gjarnan til að taka sér penna í
hönd og vanda um við viðkomandi
með einkar föðurlegum áminning-
um. Ef glappaskotin keyra hins
vegar alveg um þverbak getur
komið fyrir að bréfritarinn
óþreytandi brýni stílvopn sitt
rækilega eins og gerðist nýlega í
tilskrifum til biskups Islands.
Hreinsanir tíðkast nú víðar en í
Kosovo. Er ekki fyrir löngu kom-
inn tími til að ritskoða skáldverk
kennimanna íslensku kirkjunnar?
Er ekki alveg fráleitt að þeim
skuli líðast að semja skondnar
smásögur í tómstundum sínum?
Fyrir slíkt athæfi eiga þeir skilið
ærlega refsingu og duglegt spark.
Ást forsætisráðherra Islands á
sannleikanum er býsna takmörk-
uð eins og hefur svo oft komið ber-
lega í ljós. Af mýmörgu er að taka,
en hér verður látið nægja að
minnast á ummæli hans um ör-
yrkja og aldraða. Varðandi þá
fyrrnefndu hallaði hann mjög
réttu máli, er hann fullyrti að þeir
mættu vel una hag sínum, enda
væri hann óvíða betri en einmitt
hér á landi. Öryrkjar töldu hann
hins vegar fara með staðlausa
stafi og færðu óyggjandi rök fyrir
sínu máli. í stefnuræðu sinni,
þeim stórskrýtna samsetningi,
sem Steingrímur Sigfússon líkti
við vatnsgraut, kvað forsætisráð-
herra aldraða aldrei hafa haft það
betra en einmitt nú. Órökstudd
staðhæfing, gjörsamlega út í blá--
inn. Hjón sem engan lífeyri hafa
fá um það bil kr. 88.000.- frá
Tryggingastofnun ríkisins á mán-
uði. Það eru öll ósköpin! Forsætis-
ráðherra sem fékk sjálfur litla
135.000,- króna launahækkun á
mánuði daginn eftir kosningar
álítur það andskotans nóg handa
þessu fólki sem er svo ósvífið að
lifa lengur en góðu hófi gegnir. Af
þessu er auðséð að Davíð Oddsson
kann þá list að sniðganga sann-
leikann.
í prédikun sinni við þingsetn-r
inguna vitnaði biskup Islands á
einum stað í heilaga ritningu, í Jó-
hannesarguðspjall, nánar tiltekið,
þar sem stendur: Sannleikurinn
mun gera yður frjálsa. Auðsætt er
að ástkæri foringi vor, sálma-
skáldið, Davíð Oddsson á býsna
langt í land með að verða alveg
frjáls.
Það er sennilega borin von að í
staðinn fyrir góðæri komi nokkurn
tíma það sem ég vildi kalla
jafnæri, síst undir handleiðslu nú-
verandi stjórnarherra, sem sí-
breikkandi launabil virðist vera
mjög að skapi. I augum W.H. Au-
dens voru íslendingar allir jafnir
þegar hann sótti okkur heim öðru
sinni upp úr 1960, en honum bauð
ennfremur í grun að það myndi
ekki haldast um alla framtíð er
hann segir - „ekki siðlausir - ekki
enn.“ Var hann ekki í raun og
sanni sannspár, þegar öllu er á
botninn hvolft, enda virðist sið-
leysi blómstra hér á landi sem
aldrei fyrr á þessum síðustu og
skæðustu foringjadýrkunardög-
um.
Höfundur er skólnstjóri Málaskóla '
Halldórs.
Fundur Verslunarráðs og Bresk-íslenska verslunarráðsins
Miövikudaginn 30. júní 1999, kl. 8:00 - 9:30 í Sunnusal Hótels Sögu
LAGMORKUN
SKATTBYRÐI MEÐ
ALÞJÓÐLEGUM
FJÁRFESTINGUM
• lágmörkun skattbyrði
• alþjóðleg eignarhaldsfélög
• alþjóðafjármögnun
• horfur í skattamálum í Evrópu
FRAMSOGUMAÐUR:
Terry Browne, Deloitte ft Touche
FUNDARSTJÓRI:
Tryggvi Pálsson, framkvæmdastjóri hjá Islandsbanka
og formaður Bresk-íslenska verslunarráðsins
Teny Browne hefur um 25 ára skeiö veriö einn helsti sérfræöingur alþjóðlega
endurskoðunar- og ráögjafafyrirtækisins Deloitte Et Touche í Evrópu og hefur
jafnframt á undanfömum ámm tekiö virkan þátt í umræðum um skattasamræmingu
innan Evrópu og aðildarríkja OECD.
Fundargjald (morgunveröur innifalinn) kr. 1.500,-
Fundurinn er öllum opinn en æskilegt er aö tilkynna þátttöku fyrirfram í síma 510 7100
eöa bréfasíma 568 6564 eða meö tölvupósti mottaka@chamber.is.
B
VERSLUNARRAÐ ISLANDS
4
„LÁNSAMA EYLAND ÞAR SEM
ALLIR MENN ERU JAFNIR - F.KKI
SIÐLAUSIR - EKKI ENN“
Halldór
Þorsteinsson
Þakka öllum þeim sem glöddu mig með heim-
sóknum, gjöfum og heillaskeytum á 70 ára
afmœli mínu 13. júní.
Guðríður Einarsdóttir,
Lyngholti, Leirársveit.