Morgunblaðið - 27.06.1999, Side 32
32 SUNNUDAGUR 27. JÚNÍ 1999
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
X
Atvinna og
ættarmót
Hafi einhver skarað frarn úr í því að
fjölga störfum hérlendis hin síðari ár, þá
er það ekki Framsóknarflokkurinn, þótt
hann haldi því fram, heldur maðurinn
sem fann upþ œttarmótið.
Maðurinn sem fann
upp ættarmótið á
Fálkaorðuna skil-
ið. Vísast veit
enginn hvar hann
er eða hver hann er, en ýmsir í
þjóðfélaginu eru þessum merki-
lega uppfinningamanni eflaust
ævarandi þakkiátir. Hafi einhver
skarað fram úr í því að fjölga
störfum hérlendis hin síðari ár,
þá er það ekki Framsóknar-
flokkurinn, þótt hann haldi því
fram, heldur maðurinn sem fann
upp ættarmótið.
Hveijir
VIÐHORF standa í þakk-
--------- arskuld við
Eftir Skapta hann? Mér
Kallgrímsson hettur í hug að
nefna veitinga-
menn, gistihúsaeigendur og
raunar mætti líklega telja upp
alla í ferðaþjónustunni og þá
sem henni tengjast. Þá sem selja
jeppa, hjólhýsi, fellihýsi, tjald-
vagna, bensín og olíur. Dekk og
gotterí, bjór og annað áfengi.
Ijöld. Að ekki sé nú talað um
grillkjöt og þess háttar góðgæti.
Og tímarit, því þau eru nauðsyn-
leg í svona ferðalögum. Líka
harðfiskur, þótt hann sé dýr.
Sólgleraugu og sólarvöm (ef
ættarmótið er fyrir norðan og
austan) og regn- og vindgallar
(ef það er fyrir sunnan). Flugfé-
lög, meira að segja erlend, hafa
svo líka eitthvað upp úr krafsinu
vegna þess að fólk kemur stund-
um alla leið frá útlöndum á ís-
lensku ættarmótin. Og svo eru
teknir margir kílómetrar af film-
um á ljós- og kvikmyndavélar,
þannig að framköllunarstofur
alls staðar á landinu hafa nóg að
gera yfir sumarið við að koma
minningunum í geymsluhæft
form.
Landinn hlýtur að ferðast
meira innanlands eftir að ættar-
mótið var fundið upp en áður og
ferðalögin og þátttaka í þessum
samkomum kostar sitt. Mér sýn-
ist hálf þjóðin jafnvel vera á
þeytingi allt sumarið á leið á
ættarmót. Peningar í umferð
aukast því eflaust umtalsvert
vegna þessa. Hagfræðingar kæt-
ast því þeir ættu að geta hamast
við að reikna út áhrif á hag-
stærðimar; verga þjóðarfram-
leiðslu, vísitölu samgangna og
sálfræðivísitölu kjamafjölskyld-
unnar.
Bílaverkstæði fá sneið af kök-
unni, því óhöpp verða því miður
alltaf einhver, þeir sem selja
ferða-þetta og ferð-hitt hljóta
líka að maka krókinn; ferða-
geislaspilarar, ferðastraujám og
ferðahárblásarar em auðvitað
ómissandi, jafnvel ferðaklósett.
Og svo spila stundum hljóm-
sveitir á mótunum. Fyrirbærið
er því líka atvinnuskapandi fyrir
tónlistarmenn. Nei, ekkert hefur
aukið veltu í íslensku þjóðfélagi
meira hin síðari ár. Ætli geti
kannski verið að góðærið sé hon-
um að þakka, manninum sem
fann upp ættarmótið?
Svo þegar sumarið er liðið og
fólk er orðið leitt á því að metast
um það hver er brúnastur eftir
sólarlandaferðina eða hver á
flottari og dýrari jeppa - og áður
en farið er að metast um vélsleð-
ana eða vetrarbúnað jeppanna,
hver á stærri dekk, sterkara spil
eða flottari hátalara í bílnum -
er upplagt að bera saman hversu
glæsilegt ættarmótið var eða á
hversu mörg slík fólk komst
þetta sumarið. Ég stend nefni-
lega vel að vígi þar á hausti
komanda; get státað af þremur
þegar þar að kemur, ef guð lof-
ar.
A umræddum mótum spretta
jafnvel upp alls kyns frændar og
frænkur, sem enginn hafði hug-
mynd um. Ættarböndin eflast og
jafnvel lengjast, sem sagt. Sál-
fræðingar ættu því líka að geta
gert sér mat úr þessu; það hlýt-
ur að vera rannsóknarefni
hversu mikils virði það er lítilli,
einangraðri þjóð úti í hafi að
kynnast sögu forfeðranna á
þennan hátt; að hitta fjöldann
allan af ættingjum í fögru um-
hverfi, líklegast á þeim slóðum
þar sem forfeðumir lifðu; þjóðin
hlýtur að sækja gríðarlega mik-
ilvægan innblástur í þess háttar
samkomur. Nýr og áður óþekkt-
ur sprengikraftur gæti læðst úr
læðingi þegar gamla sveitin er
skoðuð. Ég er illa svikinn ef
nostalgían heltekur ekki fólk
þegar það kemur á fomar slóðir,
slóðir forfeðranna, andar að sér
loftinu sem þeir önduðu að sér,
nýtur útsýnisins sem þeir nutu
og hlustar jafnvel á ámiðinn sem
var þarna í gamla daga, en for-
feðurnir vom eflaust löngu hætt-
ir að taka eftir.
Og ekki má gleyma þeim
menningarverðmætum sem
varðveitast vegna ættarmót-
anna. Söngvar og kvæði og sög-
ur - sannar og lognar - sem ef
til vill hefðu annars glatast.
Mér var einhvem tíma sagt að
fólk í Ameríku væri lítið fyrir
ættarmót. Það þekkti ættina
sína nefnilega svo illa. Varla afa
og ömmu. Hvað þá langafa og
langömmu. En hér hefur ættar-
mótafárið orðið til þess, segja
mér fróðir menn, að unga kyn-
slóðin er komin á kaf í ættfræði.
Sýnir henni mikinn áhuga og
einmitt nú sem aldrei fyrr. Og
þar með ætti enn ein stéttin að
blómstra, ættfræðingamir, þökk
sé manninum sem fann upp ætt-
armótið.
Þjóðin þarf að sameinast í leit
sinni að manninum. Jafnvel að
reisa af honum styttur, hér og
þar um landið, á vinsælum ferða-
mannastöðum.
Islendingar framleiða besta
lambakjöt í heimi, eins og allir
vita, þótt strembið hafi verið að
fá að flytja það út. Fegurðin hef-
ur stundum verið flutt út, ís-
lenski hesturinn og íslenskt hug-
vit í ríkum mæli hin síðari ár.
Það er varla spuming um það
hvort, heldur hvenær, okkur
tekst að smita útlendinga af ætt-
armóta-bakteríunni. Ég hef velt
því fyrir mér að sækja um einka-
rétt á Ættarmótinu og selja svo
leyfi til notkunar úr landi. Það
er auðvelt að hagnast á því með
sölu yfír Netið. Heildstæð lausn
á ættarmótahaldi til sölu. Sendið
fyrirspurnir tO aett@mot.is.
Eg vona að ættarmótið sé
ekki útlendur siður. Þá gæti orð-
ið erfítt að hafa uppi á mannin-
um sem fann það upp. Og erfítt
fyrir mig að græða á sölunni.
BENEDIKTA
ÓLAFSDÓTTIR
+ Benedikta
Ólafsdóttir
fæddist í Reykjavík
13. nóvember 1973.
Hún lést á líknar-
deild Landspftalans
19. júní síðastliðinn.
Foreldrar Bene-
diktu eru: Móeiður
Jónsdóttir, f. 28. júlí
1953, bókavörður í
Foldasafni, og Ólaf-
ur Benediktsson, f.
19. mars 1950, bíl-
stjóri hjá Fóður-
blöndunni h/f.
Foreldrar Móeið-
ar eru Jón Ingvarsson, f. 28.
ágúst 1912 og Ingigerður Ei-
ríksdóttir f. 14. febrúar 1928;
þau eru búsett á Skipum
v/Stokkseyri. Foreldrar Ólafs
voru Benedikt Oddsson f. 14.
júní 1913, d. 1. maí 1970 og
Gíslína Sigurðardóttir f. 14.
október 1927, d. 25. október
1982 og voru þau lengst af bú-
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
fnður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
GekkstþúmeðGuði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Minning þín mun ávallt lifa í
hjörtum okkar bræðra.
Davíð Ben og Rúnar Ben.
Elsku systir, nú eigum við um
sárt að binda, okkur þótti svo
óendanlega vænt um þig. Þú varst
svo sérstök. En við áttum margar
góðar stundir saman sem ekki
verða teknar frá okkur. Það er svo
sárt að horfa á eftir þér svona í
blóma lífsins. En Guð einn ræður
hversu lengi við erum í þessum
heimi. Það var oft fjör þegar við
fórum með þér að skúra seint á
kvöldin eða í eltingaleikjum í sveit-
inni hjá afa og ömmu, í útilegum
með pabba og mömmu, í sundferð-
um og leikjum með krökkunum í
Austurberginu. Það var gott að þú
gast verið í þinni eigin íbúð, það
gaf þér svo mikið. Við erum þakk-
lát fyrir að við gátum öll gist í
gamla húsinu einu sinni. Það var
alveg sama hversu lítið við færðum
þér, hvort sem það var lítið vatns-
glas eða ánægjuleg kvöldstund, þú
varst alltaf jafn þakklát og glöð yf-
ir því sem gert var fyrir þig, en það
sem gerði þig enn ánægðari og
þakklátari var að geta gefið öðrum
eitthvað. Þú gafst okkur svo mikið
með því að vera til og vera alltaf þú
sjálf þrátt fyrir erfiða tíma. Það
var ómetanlegur tími og stundir
sem þú gast eytt með okkur. Best
af öllu voru jólin, þá leið okkur svo
vel og reyndum að gleyma veikind-
unum, alltaf gafst þú okkur svo
góðar gjafir, en annað gafstu okkur
sem ekki verður metið til fjár, það
að vera til og vera hjá okkur. En
við trúðum því fram á síðasta dag
að einn daginn myndi þér batna.
Pakka þér fyrir allt sem þú hefur lánað mér.
Þakka þér fyrir allt sem þú hefur sent mér,
búið til handa mér, kennt mér.
Þakka þér fyrir að koma mér til bjargar,
Fyrir allt laumuspilið, ávítumar og huggun-
arorðin.
Þakka þér fyrir alla hlátrana, öll sameigin-
legu ævintýrin.
Þakka þér fyrir að vera til reiðu hvenær sem
ég þarfnaðist þín.
Þakka þér fyrir að vera alltaf tiltæk - alltaf
þúsjálfogþóhlutiafmér.
(Pam Brown)
Kveðja frá systkinum.
Það var mikil sorg og margar
hugsanir sem flugu í gegnum huga
sett í Tungu í Gaul-
veijabæjarhreppi í
Arnessýslu. Börn
þeirra Móeiðar og
Ólafs, yngri systkini
Benediktu, eru: Jón
Ingi, f. 14. maí 1976;
Kristín Ósk f. 17.
janúar 1981 og Óli
Ben f. 3. júlí 1991.
Benedikta var sem
barn í Hólabrekku-
skóla og lauk þaðan
grunnskóla og fór
síðan að því loknu í
Fjölbrautaskólann í
Breiðholti. Hún
stundaði sumarstörf bæði í
frystihúsinu á Stokkseyri og í
sveit á Skipum, við afgreiðslu-
störf og sem gjaldkeri í Islands-
banka. Síðast var Benedikta rit-
ari í Austurbæjarskóla. Hún var
félagi í JC.
Utför hennar fer fram frá
Seljakirlgu á morgun klukkan
13.30.
okkar laugardagsmorguninn 19.
júní þegar við fréttum að frænka
okkar, hún Benedikta, væri dáin.
Þetta er svo óréttlátt, hún var að-
eins 25 ára og allt lífið framundan.
Þessi ár sem hún barðist við þenn-
an sjúkdóm, barðist hún eins og
hetja og maður trúði því fram á
síðasta dag að hún myndi bera sig-
ur úr býtum og stíga upp upp úr
veikindunum. Af henni geislaði
bæði innri og ytri fegurð sem skil-
aði sér í mikilli hlýju og einlægni.
Við erum þakklát fyrir að hafa
fengið að kynnast þeirri mann-
eskju og þeim persónuleika sem
hún hafði að geyma. Það er ótrú-
legt að eiga ekki eftir að hittast aft-
ur á þessari jörð. Elsku frænka,
minning þín verður ávallt í hjörtum
okkar.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Elsku Óli, Móa, Jón Ingi, Kristín
Ósk og Óli Ben, þið hafið misst
mikið og því viljum við votta ykkur
okkar dýpstu samúð. Og biðja Guð
að styrkja ykkur í sorginni.
Sigpirður, Sigrún, Nína Björg,
Viðar og börn og Guðrún Jóna.
Að fá fréttir af fráfalli náins ætt-
ingja verður alltaf mikið áfall, jafn-
vel þótt ljóst sé í hvað stefni. Svo
var að sjálfsögðu með mig þegar
Móeiður systir mín hringir í mig að
morgni laugardagsins 19. þessa
mánaðar og tilkynnir mér að Bene-
dikta hafi dáið þá um nóttina. Síð-
an þá hefur hugurinn reikað og
minningum skotið upp, minningum
sem í fyrstu eru bundnar við
komabarn í vöggu og síðan lítinn
telpuhnokka sem tók fagnandi á
móti frænda þegar hann kom af
sjónum. I þá daga bjó litla fjöl-
skyldan í kjallaranum á Langholts-
vegi 7 og einhvem veginn varð það
svo að ég hafði samastað hjá þeim
Móeiði og Óla þegar ég var í landi
enda var mamman ekki bara systir
mín og besti vinur heldur pabbinn
æskufélagi og góður vinur. Óneit-
anlega var Benedikta í miklu uppá-
haldi hjá mér enda fyrsta barna-
bam foreldra okkar og sólargeisl-
inn okkar allra. Síðan eftir að við
Hedda stofnum okkar heimili hér í
Þorlákshöfn og fjölskyldurnar
stækkuðu höldum við áfram að
halda góðu sambandi og eru þær
ekki fáar útilegurnar sem farið var
í saman, að ég tali ekki um innlitin
í Austurbergið sem enduðu oftast
með matarveislu. í árslok 1993
greinist Benedikta með hvítblæði
og hefst þá óslitinn ferill veikinda
með margra mánaða dvöl á sjúkra-
húsi í Svíþjóð og tókst læknum þar
að komast fyrir hvítblæðið. Eftir
hinar erfiðu meðferðir var líkam-
inn svo illa farinn að ekki reyndist
fært, þrátt fyrir viðleitni lækna hér
og erlendis, að bæta þar um. Bene-
dikta bjó sér gott heimili í eigin
íbúð að Dverghömmm 5 og dvaldi
þar eins og heilsan leyfði.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
(V. Briem.)
Móeiður mín, Óli, Jón Ingi,
Kristín Ósk og Óli Ben, ykkar er
missirinn mestur og við Hedda og
fjölskylda sendum okkar dýpstu
samúðarkveðjur og biðjum Guð að
styrkja ykkur í sorg ykkar.
Gísli Vilhjálmur Jónsson.
Mig langar að kveðja þig, kæra
frænka, með nokkmm línum. Það
var svo skrítið að þrátt fyrir að það
væri bara ár á milli okkar voru
skoðanir okkar svo ólíkar. Það var
svo margt sem þig langaði til að
gera, ferðast, læra og kynnast fólki
og sl. 5 ár hefur þú verið svo dug-
leg að gera það sem þig langaði til,
þrátt fyrir allar þær hindranir sem
urðu á vegi þínum. En ættar-
þrjóskan hefur sennilega gefið þér
þennan aukakraft, sem ég dáðist
svo að. Síðast þegar við hittumst
fannst mér þér líða svo miklu bet-
ur. Þess vegna var enn þungbær-
ara aðeins 5 dögum síðar að fá þær
fréttir að þú værir dáin.
Elsku Benedikta mín, við verð-
um að trúa því að þér líði betur svo
sorgin verði léttari.
Elsku Óli, Móa, Jón Ingi, Kristín
Ósk og Óli Ben, Guð styrki ykkur í
hinni miklu sorg.
Berglind Guðmundsdóttir.
Laugardagurinn 19. júní rann
upp bjartur og fallegur, en það átti
ekki eftir að standa lengi í hugum
okkar og hjörtum. Ein símhring-
ing, og ský dró fyrir sólu, þegar
bróðir okkar og mágkona tilkynntu
okkur andlát dóttur sinnar, Bene-
diktu, sem látist hafði fyrr um nótt-
ina.
Mikilli og langri þrautagöngu
hennar er lokið, og við huggum
okkur við, að nú loksins líður henni
vel og er laus frá öllum þeim þján-
ingum, sem hún hefur þurft að
bera um langt skeið. Við trúum því
að nú loksins geti hún hlaupið um
grænar gundir, horft á grasið og
blómin og teygað angan þeirra í
ferskum blæ.
Hún Benedikta frænka okkar, er
mikil hetja í okkar augum. Rétt
tæplega tvítug, í blóma lífsins,
greindist hún með hvítblæði á al-
varlegu stigi, og var send utan til
Svíþjóðar í mergskipti svo fljótt
sem auðið var. Þangað fylgdu
henni foreldramir og systir hennar
Kristín, sem gaf henni merg. Mikil
bjartsýni fylgdi á eftir þar sem að-
gerðin tókst vel, þrátt fyrir erfið-
leika við að dvelja langdvölum ytra,
skipta fjölskyldunni upp og koma
yngsta syninum í fóstur á meðan.
En þrátt fyrir vel heppnaða aðgerð
komu fljótlega blikur á loft um
mikla höfnun á mergnum. Það
reyndist henni afar erfitt og tók
hvert áfallið við af öðru.
Hún sýndi fádæma kjark og
æðruleysi, þrátt fyrir öll vonbrigð-
in og barðist eins og hetja í öll
þessi ár, í gegnum áfall á áfall ofan,
óteljandi skipti á sjúkrahúsum,
stofnunum og ferðir til Svíþjóðar.
Nú seinast í haust fór hún fársjúk
utan, í von um einhvem bata en sú
von brást, en hún gafst ekki upp og
hélt ótrauð áfram.
Mikið hefur mætt á foreldrum
og systkinum hennar í þessum
miklu og erfiðu veikindum, og hafa