Morgunblaðið - 27.06.1999, Page 34

Morgunblaðið - 27.06.1999, Page 34
34 SUNNUDAGUR 27. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ BENEDIKTA ÓLAFSDÓTTIR skoðanir á mönnum og málefnum. Aldrei nokkurn tímann fann ég fyrir aldursmuninum á okkur. Það var frekar að það væri ég sem hag- aði mér á stundum alltof barnalega og þá var gott að eiga vitra og heil- steypta vinkonu til að koma manni aftur á rétta sporið. Benedikta hafði til að bera ótrúlegan húmor, sem kom mér virkilega á óvart, og yndislegan hlátur. Þegar dvölinni í Hveragerði lauk var aldrei spurn- ing um annað en að halda tengsl- unum áfram. Við hittumst nokkr- um sinnum á Borginni, héldum Hattakvöld og árshátíð á Hótel Holti, svo eitthvað sé nefht. Bene- dikta var með eindæmum gjafmild. Sl. jól fékk ég frá henni styttu af hundi en hún vissi vel hversu vænt mér þykir um hunda og önnur dýr. Þessi gjöf var sú besta sem ég fékk þau jólin og hefur voffinn ekki vikið af náttborðinu mínu síð- an. Benedikta fór í erfiða og stranga meðferð sl. haust til Svíþjóðar, meðferð sem hún batt miklar vonir við að myndi færa henni betri heilsu. Við vorum báðar svo sann- færðar um að meðferðin myndi ganga að óskum og töluðum oft um það að þegar hún kæmi til baka færum við út að skemmta okkur og að Benedikta ætti eftir að heilla alla strákana upp úr skónum í nýju OSWALDS sími 551 3485 ÞJÓNUSTA ALLAN SÓLARHRINGINN AÐALSTItÆTI ÍB* 101 Itl 'i KJAVÍK IXii'ií) íngcr ■ Ótáfíir .. Urflrnrsij. Uwsjóti ' Úrfimmrj:. LIKKISTUVINNUSTOFÁ EIÁJNDAR ÁRNASONAR 1899 Suðurhlið 35 ♦ Sími 581 3300 Persónuleg, alhliða útfararþjónusta. Áralöng reynsla. Svem'r Olsen, útfararstjóri Svemr Einarsson, útfararsyóri Utfararstofa Islands Allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/ bleiku plastbuxunum, sem hún ætl- aði að fá sér! Það var reyndar al- veg sama hversu veik Benedikta var. Karlmenn féllu eins og flugur íyrir henni, enda bjó hún yfir sér- stökum þokka, sem fór ekki fram hjá neinum karlmanni. Vegna veikinda sinna var það takmarkað sem Benedikta komst ferða sinna. Eg man þó að við fór- um saman í bíó og í Kringluna, þar sem ég trillaði Benediktu um í hjólastól, og í ökuferðir niður Laugaveginn. En seinustu mánuð- ina, þegar ég var komin í fulla vinnu, urðu samfundir okkar alltof fátíðir og símtölin alltof fá. Það er engin leið að útskýra hvað ég sakna þess núna að hafa ekki eytt meiri tíma með vinkonu minni. Ef andlát Benediktu hefur kennt mér eitthvað, þá er það að bíða ekki með það til morguns sem þú getur gert í dag. Við töluðum svo oft um að hittast, fara saman í Kringluna, að ég kæmi í heimsókn til hennar í Dvergaborgirnar, að við myndum borða saman góðan mat og m.fl. En eins og oft vill verða, varð tíð- um lítið um efndir í erli hversdags- ins. Benedikta hringdi í mig tveim- ur, þremur dögum áður en hún dó. Ég var ekki heima, fékk skilaboðin en náði ekki að hringja strax. Um helgina fór ég út úr bænum og ætl- aði mér að hringja í hana þegar ég kæmi til baka á sunnudeginum. En í staðinn fékk ég við heimkomuna þær sorgarfréttir að Benedikta væri dáin. Það kemur mér alltaf jafnmikið sm Legsteinar í Lundi v/Nýbýlaveg 50LSTEINAK 564 3555 Blómabúðin CAC\vx)s\\orv\ v/ Possvogski^kjuga^ð Símii 554 0500 Blómastofa Friöjtnns Suðurlandsbraut 10, 108 Reykjavík, sími 553 1099. Opið öll kvöld til kl. 22 - einnig um helgar. Skreytingar fyrir öll tilefni. Gjafavörur. LEGSTEINAR Komið og skoðið í sýningarsal okkar eða fáið sendan myndalista MOSAIK Hamarshöfði 4, 112 Reykjavík sími: 587 1960, fax: 587 1986 MINNINGAR á óvart, með hve miklum styrk og æðruleysi fólk mætir erfiðum veik- indum og væntanlegu andláti sínu. Síðustu mánuðina, þegar Bene- dikta var sem mest veik, var yfir henni mikil ró og það var eins og hún vildi lítið ræða um veikindi sín. Hún vildi miklu frekar spyrja mig um það hvemig ég hefði það, hvað ég væri að gera o.s.frv. Frá henni fann ég alltaf sérstaka umhyggju og blíðu og það hversu annt henni var um að mér liði vel. Ég vissi alltaf innst inni að ég myndi ekki eiga langan tíma með Benediktu, en ekki grunaði mig að hún færi strax frá okkur. Það er svo hræði- lega sárt að vera búin að missa hana og fá ekki að sjá hana aftur. Það er þó huggun að vita að erfið- um veikindum og sársauka hennar er lokið. Benedikta var svo lánsöm að eiga sérstaklega góða og sam- heldna fjölskyldu, sem studdi ein- staklega vel við bakið á henni í erf- iðum veikindum og mótlæti. Bene- dikta og Kristín, systir hennar, voru áberandi samheldnar systur og miklar vinkonur og hefur Krist- ín misst mikið þegar systir hennar og vinkona er farin. Ég sendi Móu, Óla, Jóni Inga, Kristínu og Óla Ben mínar dýpstu og innilegustu sam- úðarkveðjur. Gerður Harðardóttir. Elsku Benedikta, ekki hefði mig grunað að ég þyrfti að setjast niður og minnast þín með þessum hætti. Þín, sem bjargaðir lífi mínu, með fádæma hetjuskap þínum, þegar þú lagðir á þig ómælt erfiði, langt inni í óbyggðum, í ókunnu um- hverfi, að sækja hjálp handa mér, þegar ég lenti þar í slysi. Þú sem fyrst af öllum gafst þig fram og hljópst af stað um miðja nótt, í þoku og rigningu og sagðist ná í hjálp, án þess að vita hve langt það hlaup gat orðið, eða hversu erfitt það reyndist, upp og niður fjöll. En þú, bjargvættur minn, stóðst við orð þín eins og ávallt, og komst til baka með heila björgunarsveit. Og ekki var það þrekvirki nóg, þú bættir um betur, tókst saman allt mitt dót og keyrðir bílinn minn til byggða, yfir óbrúaðar ár og fjalla- slóða. Aldrei fannst mér ég geta þakk- að þér sem skyldi, en þér fannst þetta bara sjálfsögð skylda þín. Þvílíkt hugrekki, kjarkur og þor, sem þú sýndir, er ekki mörgum gefið. Ég mun ávallt minnast þín sem bjargvættar, hetjunnar sem bjargaði lífi mínu. Ástvinum hennar sendi ég mínar dýpstu samúðarkveðjur, og megi góður Guð hugga þau á þessum erfiðu stundum. Magnús Þór Hilmarsson. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. (V. Briem) Það er sárt að hugsa til þess að eiga ekki eftir að hitta þig aftur, elsku Benedikta. En þó svo að sorgin sé mikil þá veit ég í hjarta mínu að þér líður vel þar sem þú ert nú. Það er ótal margt sem kemur upp í hugann á svona stundum. Mér finnst ótrúlegt að það séu aðeins tíu ár síðan við kynntumst. Þrátt fyrir að hafa verið í grunnskóla saman alla tíð, þá urðum við ekki vinkonur fyrr en í lok níunda bekkjar. Og vin- skapur okkar óx hratt. A ör- skömmum tíma vorum við farnar að eyða öllum stundum saman. Og það var oft skrafað saman langt fram eftir öllu. Við gátum talað um allt hvor við aðra. Strákamál, skólann og meira að segja pólitík þrátt fyrir að vera ekki sammála í þeim málum. En þú stóðst fast við skoðanir þínar og varðir þær af eldhug. Ég átti ekki möguleika í rökræðum við þig. Oft varð ég bara fúl og gafst upp. En þú breyttir þá bara um umræðuefni og svo var haldið áfram að tala. Síminn var líka mikið notaður á þessum árum. Og ekki nein venju- leg símtöl. Klukkutímarnir flugu bara hjá þegar við töluðum. Svo kannski í lok símtalsins þá sagðir þú oft: „Freydís, komdu bara yf- ir.“ Og enginn skildi af hverju ég kom bara ekki yfir strax. Það er nú samt sem áður eitt símtal sem stendur uppúr og það er þegar ég var í Bandaríkjunum og þú hringdir í mig. Þá höfðum við ekki talast við í fjóra mánuði, við unn- um það nú strax upp! Þú varst alltaf viljug að gera allt fyrir alla. Og að skutla strákunum eitthvað var minnsta mál. Þannig byrjaði líka okkar vinskapur við Gunna, Bogga, Bensa og hina strákana. Þú varst að skutla þeim og ég fylgdi með. Það var oft fjör í bílnum á þeim tíma. Að skjótast til Keflavíkur var orðið daglegur rúntur sem okkur fannst bara gaman að fara. Og stundimar sem við áttum í herberginu þínu í kjall- aranum verða mér alltaf kærar. Svo þegar ég flutti til Keflavíkur og átti Þórdísi þá varst þú sú fyrsta til að koma og vera hjá mér og styðja mig. Tæpu ári seinna eða 16. júni 1993 sátum við og spjölluð- um eins og svo oft. Þá kom í ljós að ég hafði aldrei farið hringveginn. Þér fannst nú lítið mál að breyta því. Og þannig var það að eftir nokkurra tíma undirbúning þar sem smurðar voru samlokur og tjaldið sett í bflinn og þegar klukk- an nálgaðist miðnætti þá brunuð- um við af stað í hringferð. Það var alltaf þannig að ef hugmyndin var komin þá var bara drifið í að fram- kvæma. Benedikta, ég fæ þér aldrei þakkað fyrir allt það góða sem þú gerðir fyrir mig. Svo komu jólin þegar allt breytt- ist. Þú varst orðin veik. Oft í gegn- um árin höfðum við huggað hvor aðra þegar eitthvað var að, en í þetta skiptið grétum við saman. Mikið dáðist ég að hugrekki þínu á næstu mánuðum og árum. Ég vissi að þetta var eitthvað sem ég skildi engan veginn. Og þegar þú komst frá mergskiptunum í Svíþjóð og allt hafði gengið nokkuð vel þá héldum við að það erfiðasta væri búið. En svo var ekki. Þú varst samt alltaf svo jákvæð að það var ekki hægt annað en vera það líka. Og þú áttir fullt af yndislegum stundum þrátt fyrir veikindin. Fjölskyldan þín stóð eins og klett- ur við bakið á þér og studdi þig í öllu. Harmur þeirra er mikill. Elsku Benedikta, nú er þrauta- göngu þinni lokið og þú hefur feng- ið hvfldina sem þú áttir inni eftir allt erfiðið. Minning þín lifir í hjört- um okkar allra. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem) Elsku Óli, Móa, Jón Ingi, Kristín Ósk og Óli Ben, ég sendi ykkur mínar innilegustu samúðarkveðju. Megi Guð styrkja ykkur á þessum erfiðu tímum. Freydís Kneif. Einn félagi úr fjöllistahópnum er fallinn frá. Fjöllistahópurinn var félagsskapur þar sem einstaklingar fengu að rækta listhæfileika sína. Ég leyfi mér að fullyrða að Bene- dikta hafi verið þar fremst á meðal jafningja, henni var svo margt til lista lagt. Það sem einkenndi Bene- diktu öðru fremur var óbilandi þrautseigja, að gefast ekki upp. Þrátt fyrir erfiðan sjúkdóm var hún staðráðin í að gefast ekki upp fyrr en í fulla hnefana. Nú er orr- ustunni lokið. Dómarinn hefur blásið leikinn af. Benedikta stend- ur uppi sem sigurvegari. Ég óska Benediktu til hamingju með sigurinn. Tilvera okkar er undarlegt ferðalag. Við erum gestir og hótel okkar er jörðin. Einir fara og aðrir koma í dag, þvi alltaf bætast nýir hópar í skörðin. Og til eru ýmsir sem ferðalag þetta þrá, en þó eru margir, sem ferðalaginu kviða. Og sumum liggur reiðinnar ósköp á, En aðrir setjast við hótelgluggann og bíða. En það er margt um manninn á svona stað og meðal gestanna er sífelldur þys og læti. Allt lendir í stöðugri keppni um að koma sér að og krækja sér í nógu þægilegt sæti. En þó eru sumir sem láta sér lynda það að lifa úti í homi óáreittir og spakir, því það er svo misjafht sem mennimir leita að, og misjafn tilgangurinn, sem fyrir þeim vak- ir. En mörgum finnst hún dýr þessi hóteldvöl þó deilt sé um hvort hótelið sjálft muni græða en við, sem ferðumst, eigum ei annars völ. Það er ekki um fleiri gististaði að ræða. (Hótel Jörð eftir Tómas Guðmundsson.) Benedikta, ég þakka ómetanleg kynni. Með lotningu kveð ég þig um sinn. Sindri Einarsson. Það er óhætt að segja að hún Benedikta hafi verið öflugur félagi hjá Junior Chamber Reykjavík. Hún gekk inn 10. október 1997 og það geislaði svo sannarlega af henni. Hún heillaði okkur fljótt með fágaðri framkomu, dularfull- um þokka og fegurð, og hún hafði ferskar hugmyndir sem Junior Chamber Reykjavík naut góðs af. FuU af eldmóði tók hún strax að sér krefjandi verkefni eins og rit- stjórn fréttabréfsins okkar, sem við með sanni gátum kallað „mest lesna fréttabréfið“ í hreyfingunni. Hún hafði nýjar hugmyndir og með einu tölublaði gaf hún út spflið Vel- gengni, borðspil sem margir JC-fé- lagar höfðu gaman af. Hún tók einnig að sér að skipuleggja félags- fund sem tókst með eindæmum vel og sótti auk þess námskeið. Vitað var um mikil og erfið veikindi hennar Benediktu og þótti undir- rituðum hreint kraftaverk hversu öflugur félagi hún var, en hún var t.d. útnefnd félagi nóvembermán- aðar hjá Junior Chamber Reykja- vík árið 1997. Hún var öðrum fé- lagsmönnum fyrirmynd og hvar- vetna glæsilegur fulltrúi félagsins. Junior Chamber hreyfingin er fé- lagasamtök sem ganga út á að þroska og efla stjórnunar- og sam- skiptahæfileika einstaklingsins í þágu samfélagsins. I þá mánuði sem Benedikta starfaði sem ötul- legast náði hún að drífa með sér fé- laga í verkin, hún smitaði út frá sér með baráttuviljanum og hafði mik- ið að segja um það að JC Reykja- vík væri eitt öflugasta JC félagið á landinu. Hún hefur án efa náð að efla sig sem einstakling en hún kenndi okkur undirrituðum líka svo mikið, t.d. þau mikilvægu sann- indi „að meta það sem maður hefur og umfram allt vera jákvæður!“ Síðustu mánuði gat Benedikta ekki starfað með JC Reykjavík vegna veikindanna og ferða sinna til Sví- þjóðar sem hún batt svo miklar vonir við. Því miður urðu þessar vonir að engu og í byrjun ársins sá maður að þessi kröftuga stúlka hafði misst mikinn þrótt. Að lokum gaf þreyttur líkaminn sig þótt þar inni byggi yndisleg sál baráttu- manneskjunnar. Við í Junior Chamber Reykjavík komum til með að sakna Benediktu gífurlega. Hún kenndi okkur margt og við lærðum mikið af henni. Við sendum fjölskyldu hennar okkar innilegustu samúðarkveðjur og við vitum að Guð geymir hana vel, því Benedikta var falleg stúlka og góð sál. Minning hennar mun lifa í hjörtum þeirra sem voru svo heppnir að kynnast henni. F.h. JC Reykjavíkur, Kristín Ása og Þorsteinn (Doddi).

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.