Morgunblaðið - 27.06.1999, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
SUNNUDAGUR 27. JÚNÍ 1999 35 *
+ Friðný ísaks-
dóttir fæddist á
Vestaralandi í Ox-
arfírði 19. maí 1920.
Hún lést á Fjórð-
ungssjúkrahúsinu á
Akureyri 15. júní
síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
ísak Jónsson, bóndi
á Vestaralandi, og
kona hans Aðal-
björg Stefánsdóttir
frá Harðbak á
Sléttu. Þau skildu.
Friðný ólst upp á
Ærlæk í Öxarfírði.
Hálfsystkini _ hennar, sam-
mæðra, eru Álfdís, Kristín og
Þorsteinn Sigurgeirsböm.
Friðný eignaðist soninn Isak
Sigurðsson, f. 26. ágúst 1949.
Útför Friðnýjar fer fram frá
Akureyrarkirkju á morgun,
mánudaginn 28. júní, og hefst
athöfnin klukkan 13.30.
Hún hvarf inn í vorið.
Það hæfði vel þessari björtu sál.
Friðný ólst upp við fátækt eins og
fleiri á þeim tímum. Foreldrar
hennar skildu á meðan hún var ung
að árum. Með föður sínum var hún
fyrst í stað, en síðan hjá vandalaus-
um. Allir þekkja úr ævisögum fólks
hve sjálfsagt þótti að nota vinnu-
kraft umkomulausra til hins
ýtrasta. Lífsbaráttan var hörð.
Það var Friðnýjar lán að komast
á heimili sæmdarhjónanna Sigurðar
Guðmundssonar skólameistara og
frú Halldóru Ólafsdóttur. Þótt mik-
ill erill væri á mannmörgu heimili
gaf frú Halldóra sér tíma til að
kenna Friðnýju ýmislegt sem hún
hafði ekki kynnst í sveitinni. Glað-
lyndi Friðnýjar og vilji til verka var
gott innlegg til góðra samskipta og
þarna hófst vinátta sem aldrei bar
skugga á. Friðný talaði um frú Hall-
dóru með lotningu, tók
hana nánast í guða
tölu, enda sýndi frú
Halldóra Friðnýju
þann skilning og kær-
leika sem styrkti
sjálfstraust og jók
kjark. Þegar Friðný
átti frí var stutt að fara
til okkar Dyngjumeyja
í heimavist MA. Þar
hófust kynni sem varað
hafa í meira en hálfa
öld.
Eftir brottflutning
skólameistarahj ónanna
fór Friðný í vist til
Halldórs Halldórssonar íslensku-
kennara við MA (síðar prófessors
við HÍ) og Sigríðar Guðmundsdótt-
ur, konu hans. Þar var framhald
vistar hjá ágætisfólki. Glaðværð og
einlægni eru eiginleikar sem böm
kunna að meta og því ekki undar-
legt að þau hændust að Friðnýju,
eins og segull dregst að stáli.
Hún eignaðist son er hún gaf
nafn fóður síns, Isak. Þó ekki væri
auðvelt fyrir einstæða konu að ala
upp bam á vinnukonulaunum lét
Friðný það ekki buga sig. ísak var
alla tíð hennar sólargeisli og allt
skyldi lagt í sölumar hans vegna.
Það lá við að hún væri farin að
hugsa fyrir fermingarfötum á hann
þegar hann var tíu ára gamall. Fyr-
irhyggjan var ótrúleg. Hann skyldi
eiga betra líf en hún átti í æsku.
Sonurinn hefur líka launað móður-
inni umhyggju og ástúð og vil ég
nefna eitt dæmi þess. Með ótrúlegri
sparsemi hafði ísaki tekist að nurla
saman peningum til að kaupa sinn
iyrsta bíl. Allir vita hve mikilvægt
atriði það er fyrir ungmenni, en
hvað gerðist? Á þessum tímamótum
var Friðný að berjast í að kaupa sér
íbúð en vantaði peninga. ísak gerði
sér lítið fyrir, frestað í bflakaupum
og lánaði móður sinni allt sem hann
átti. Þegar Friðný hætti að vera í
vist með soninn fékk hún vinnu á
Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri.
Þar vann hún meðan heilsan leyfði
og kom sér vel þar sem annars stað-
ar. Nú gafst meiri frítími, en ekki
sat Friðný auðum höndum. Hún tók
að læra sund á gamals aldri og
stundaði það reglulega. Eldsnemma
á morgnana arkaði hún í Sundlaug
Akureyrar, jafnvel í margra stiga
frosti. Hún notaði sér líka tilsögn í
taumálun á seinni árum. Gaf sér
góðan tíma til að velja munstur og
var smekkleg í litavali. Þetta veitti
henni tvöfalda ánægju. Fyrst var
sköpunargleðin, síðan ánægjan af
að gefa vinum og vandamönnum
dúka, púða, svuntur og fleira.
Síðustu ár var Friðný í sambúð
með Brynjólfi Ólafssyni. Hann var
einstæðingur sem kunni að meta
gott atlæti hjá góðri konu. Á meðan
heilsa beggja leyfði gátu þau notið
saman ferðalaga bæði innanlands
og utan.
Já, það var ýmislegt sem Friðný
mín fékk að kynnast á seinni árum
og hún kunni sannarlega að gleðjast
yfír litlu, en einnig að samgleðjast
öðrum, sem er mikils virði fyrir sál-
arlífið. Friðný var vinmörg. Að mín-
um dómi kallaði hún fram það besta í
fólki og margir urðu til þess að
styðja hana og styrkja þegar heilsu-
leysi steðjaði að. Þar vil ég sérstak-
lega tilgreina Önnu Bjömsdóttur og
Ólaf Sigurðsson lækni. E.t.v. bað frú
Halldóra Önnu tengdadóttur sína að
líta til með Friðnýju í sinn stað.
Þetta er aðeins tflgáta mín.
En nokkuð var það að Anna
reyndist Friðnýju ómetanleg hjálp-
arhella, studdi hana með ráðum og
dáð til hinstu stundar.
Eg lýk þessum fátæklegu orðum
með því að tileinka Friðnýju orð
Krists úr sögunni Talentumar:
„Gott, þú góði og trúi þjónn. Yfír
litlu varstu trúr, yfir mikið mun ég
setja þig. Gakk inn í fögnuð herra
þíns.“ (Matteus 25,23.)
ísaki og öðmm aðstandendum
votta ég samúð og bið þeim blessun-
ar Guðs.
Þórný Þórarinsdóttir.
FRIÐNÝ
ÍSAKSDÓTTIR
JÓN
THORLA CIUS
+ Jón Thorlacius
fæddist í
Reykjavík 1. júlí
1914. Hann lést á
hjúkrunarheimilinu
Skógarbæ 14. júní
síðastliðinn. For-
eldrar _ Jóns voru
Ámi Ólafur Thor-
lacius búfræðingur í
Reykjavík, f. 15.
apríl 1877, d. 13.
ágúst 1960, og kona
hans, Guðfínna
Jónsdóttir, f. 18. júlí
1881, d. 23. okt.
1950.
Systkini Jóns: Þórann, látin,
og Anna, búsett í Reykjavík.
Hinn 24. maí 1941 kvæntist Jón
Ingunni Frímannsdóttur f. á
Akureyri 30. ágúst 1913, d. 16.
apríl 1996. Ingunn var dóttir
Frímanns Frímannssonar kaup-
manns á Akureyri og Önnu Mar-
íu Isleifsdóttur húsmóður. Jón
og Ingunn eignuðust fjögur
böra. Þau eru: a) Edda f. 6.
ágúst 1942, endurskoðandi í
Bandaríkjunum. Böra hennar
eru Jon, Erik og Michael; b) Ing-
unn f. 4. sept. 1945, d. 3. mars
1998; c) Árni, bankamaður f. 14.
ágúst 1947. Maki hans er Magn-
þóra Magnúsdóttir fram-
kvæmdastjóri og börn þeirra
eru Anna Ólöf og Linda Björk;
d) Anna Guðrún húsmóðir f. 22.
Elsku afí Jón, okkur langar að
kveðja þig með örfáum orðum. Það
er ávallt sárt að þurfa að kveðja, en
við huggum okkur við það að nú hef-
ur þú fengið hvfld. Við minnumst
þess hve gott það var að koma í
heimsókn á Kvisthagann þar sem þið
amma tókuð ávallt vel á móti okkur,
og þegar þú afí sýndir okkur stoltur
verðlaunagripi þína frá golfmótum
ágúst 1950. Maki
hennar er Guð-
mundur G. Gunnars-
son framkvæmda-
sljóri og börn þcirra
eru Ingunn Ágústa,
Hildur Björk og
Selma Edda.
Jón bjó í Reykja-
vík til sjö ára aldurs
en fluttist þá með
Ijölskyldu sinni til
Kanada og bjó þar í
níu ár. Jón hóf nám í
Félagsprentsmiðj-
unni 1. ágúst 1933,
lauk þar námi, tók
sveinspróf í setningu 24. sept.
1940 og vann þar áfram, fyrst
sem vélsetjari og sem verkstjóri
í setjarasal frá 1960. Jón varð
prentsmiðjustjóri 1973 og
gegndi því starfí til 1984. Jón sat
í skemmtinefnd HÍP 1947-1956,
meðstjómandi í Byggingarsam-
vinnufélagi prentara 1953-1955,
í félagsheimilisnefnd 1956, í
stjórn Golfklúbbs Reykjavíkur
1960- 1961, í stjórn Golfklúbbs
Ness frá 1964, formaður frá
1969-1971. Ritstjóri Kylfíngs
1961- 1969 og Golfblaðsins frá
1968-1971. Jón var heiðursfé-
lagi í Golfklúbbi Reykjavíkur og
Golfklúbbi Ness.
títför Jóns fór fram frá Foss-
vogskirkju þriðjudaginn 22. júní
síðastliðinn.
bæði hér heima og erlendis, enda
varstu með þeim fyrstu sem iðkuðu
þessa íþrótt hér á landi. Þú varst
alltaf heilsuhraustur maður enda var
vaknað fyrir aldur íram og farið í
gönguferðir á hverjum morgni og
síðan slegnar nokkrar holur. Bama-
bamabömin þín vom þér alltaf kær
og hafðir þú yndi af návist þeirra.
Hvfl í friði elsku afí okkar.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni.
Sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(SJ)
Ingunn, Hildur og Selma Guð-
mundsdætur og Anna og
Linda Thorlacius.
Vertu, Guð faðir, faðir minn,
í frelsarans Jesú nafni,
hönd þín leiði mig út og inn,
svo allri synd ég hafni.
(Hallgr.Pét)
Elsku langafi, Guð geymi þig.
Anna Kristin, Elísa Björk
og Agnes María.
Skila-
frestur
minning-
argreina
EIGI minningargrein að birt-
ast á útfarardegi (eða í sunnu-
dagsblaði ef útför er á mánu-
degi), er skilafrestur sem hér
segir: I sunnudags- og þriðju-
dagsblað þarf grein að berast
fyrir hádegi á föstudag. I mið-
vikudags-, fimmtudags-, föstu-
dags- og laugardagsblað þarf
greinin að berast fyrir hádegi
tveimur virkum dögum fyrir
birtingardag. Berist grein eftir
að skilafrestur er útrunninn
eða eftir að útför hefur farið
fram, er ekki unnt að lofa
ákveðnum birtingardegi. Þar
sem pláss er takmarkað getur
þurft að fresta birtingu greina,
enda þótt þær berist innan hins
tiltekna skilafrests.
+
Móðir okkar og tengdamóðir,
INGA JÓNA KARLSDÓTTIR,
dvalarheimilinu Hlíð,
Akureyri,
verður jarðsett frá Akureyrarkirkju þriðjudag-
inn 29. júní kl. 13.30.
Sigríður Guðmundsdóttir, Trausti Aðalsteinsson,
Margrét Guðmundsdóttir, Örn Höskuldsson,
Ragnheiður Guðmundsdóttir, Friðrik Páll Jónsson,
Auður Guðmundsdóttir.
+
Eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, mágkona
og frænka,
SIGRÍÐUR G. BENJAMÍN
(Didda),
áður til heimilis í London og Bristol
f Englandi,
sem andaðist 23. febrúar síðastliðinn í Victoria
á Vancouver-eyju í Kanada, verður jarðsungin
frá Fossvogskapellu miðvikudaginn 30. júní kl. 15.00
Lloyd Benjamin,
Thomas Benjamin, Sheila Jacobs,
Sigurbjörg Bjarnadóttir og fjölskylda.
+
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
INGIGERÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR,
Bólstaðarhlíð 12,
er lést á hjúkrunarheimili aldraðra Víðinesi,
sunnudaginn 20. júní, verður jarðsungin frá
Fossvogskirkju miðvikudaginn 30. júní kl. 13.30.
Unnur Jörundsdóttir,
Ágúst Guðmar Eiríksson, Ingveldur Valdemarsdóttir,
Grétar Nökkvi Eiríksson, Þorgerður Arnórsdóttir,
Guðmundur Ingi Eiríksson,
Reynir Arnar Eiríksson, Anna G. Árnadóttir
og aðrir aðstandendur.
+
Ástkær móðir okkar, dóttir, amma og systir,
KLARA FJÓLA KARLSDÓTTIR,
Engihjalla 11,
Kópavogi,
verður jarðsungin frá Kópavogskirkju mánu-
daginn 28. júní kl. 15.00.
Sigríður Sæmundsdóttir,
Ægir Ólafsson, Elín Rós Þráinsdóttir,
Sunna Dís Ægisdóttir,
Gréta Karen Grétarsdóttir,
Birgir Thomsen, Sigurgeir Einar Karlsson,
Karl Þór Karlsson.
+
Innilegar þakkir fyrir hlýhug og vináttu vegna
andláts og útfarar móður okkar
FRIÐBJARGAR FRIÐBJARNARDÓTTUR.
Guðjón Ragnarsson,
Hrefna Ragnarsdóttir,
Friðbjörg Ragnarsdóttir,
Salvör Ragnarsdóttir,
Georg Ragnarsson,
Sigvaldi Ragnarsson,
Svanhvít Ragnarsdóttir,
Halldóra Ragnarsdóttir,
Ingibjörg Björnsdóttir,
Kristmundur Árnason,
Jóhann Jóhannsson,
Kristmundur Guðmundsson,
Hjördís Þorsteinsdóttir,
Jónína Ólafsdóttir,
Gretar Andrésson
og fjölskyldur þeirra.
V
'y? ?
I