Morgunblaðið - 27.06.1999, Side 38
*38 SUNNUDAGUR 27. JÚNÍ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
+
Okkar innilegustu þakkir fyrir hlýhug og vináttu
við fráfall ástkærrar eiginkonu, móður, tengda-
móður og ömmu,
SIGÞRÚÐAR JÓNSDÓTTUR,
Dvergabakka, Ásahreppi,
áður Hraunbæ 98.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Líknar-
deildar Landspítalans.
Martin Winkler,
Ágústa Sigríður, Sturlaugur Tómasson,
Hanna Björg, Gunnlaugur Briem,
Ragnheiður Margrét, Guðbjarni Guðmundsson
og barnabörn.
Innilegar þakkir fyrir samúð og vináttu við and-
lát og útför móður okkar, tengdamóður,
ömmu, langömmu og langalangömmu,
JENNÝJAR HELGU HANSEN,
Blesugróf 1,
Reykjavík.
Hrafn Ingvason, Ólafía G. Steingrímsdóttir,
Már Ingvason,
Anna Carla Ingvadóttir,
Árni Már Mikaelsson,
barnabörn, barnabarnabörn
og barnabarnabarnabarn.
+
Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við
andlát og útför elskulegrar eiginkonu minnar,
móður, tengdamóður, ömmu og langömmu,
JÓNINU B. SVEINSDÓTTUR,
Aðalstræti 6,
Bolungarvík.
Pétur Jakobsson,
Anna S. Pétursdóttir, Gísli Hallgrímsson,
Grétar S. Pétursson, Sólveig Kristinsdóttir,
barnabörn og barnabarnabarn.
+
Kærar þakkir öllum þeim, nær og fjær, sem vottuðu okkur samúð, vináttu
og veittu styrk við andlát og útför elskulegrar eiginkonu, móður og
ömmu,
STEFANÍU GUÐMUNDSDÓTTUR
frá Syðra-Lóni.
Guð blessi ykkur.
Reynir Ármannsson,
Ásta Reynisdóttir, Bergþóra Reynisdóttir,
Ármann Reynisson, Halldór Reynisson
og barnabörn.
+
Hugheilar þakkir vegna auðsýndrar samúðar
við fráfall og bálför elskulegrar eiginkonu
minnar og móður,
MÁLFRÍÐAR KRISTJÁNSDÓTTUR
frá Bræðraminni, Bíldudal.
Guð varðveiti ykkur öll.
Helgi Bjarnason,
Svan Magnússon,
og fjölskyldur.
+
Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem
sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og
útför
FRIÐBJÖRNS JÓSAFATSSONAR,
Hlíðarhvammi 3,
Kópavogi.
Guð blessi ykkur öll.
Sigríður Bergmann,
Sverrir B. Friðbjörnsson, Steinunn M. Benediktsdóttir,
Ingibjörg V. Friðbjörnsdóttir, Niels Davidsen,
barnabörn og barnabarnabörn.
GUÐBJARTUR
BETÚELSSON
+ Guðbjartur Bet-
úelsson fæddist
í Höfn í Hornvík 27.
janúar 1908. Hann
lést á Kumbaravogi
10. júní síðastliðinn.
Foreldrar hans
voru hjónin Betúel
Betúelsson frá
Dynjanda, bóndi í
Höfn, f.
1952, og Anna Jóna
Guðmundsdóttir frá
Hesteyri, f. 1875, d.
1959. Þau bjuggu í
Höfn frá 1895 til
1934 en fluttu þá að
Kaldá í Onundarfirði. Guðbjart-
ur var níundi í röðinni af tólf
systkinum. Pálína, f. 1905, nú
vistmaður á Grund, er ein á lífí
af systkinahópnum frá Höfn.
Látin eru: Sölvi, f. 1896, Guð-
mundur, f. 1897, Betúel, f. 1897,
Ingibjörg, f. 1898, Sumarliði, f.
1900, Anna, f. 1901, Jón, f. 1903,
Sigurður, f. 1909, og Olafur, f.
1911. Eitt systkinanna dó í
æsku.
Guðbjartur kvæntist Gerdu
Sophie Rasmussen 13. maí 1939.
Hún fæddist 27. janúar 1912 í
Horsens á Jótlandi og áttu þau
því sama afmælisdag. Foreldrar
hennar voru hjónin Rasmus
Valdemar Rasmussen og Ereg-
ine Husom Rasmussen. Gerda
lést árið 1985. Guðbjartur og
Gerda eignuðust eina dóttur,
Jónu Lísu, f. 1937. Fyrri maður
hennar var Haraldur Ágústs-
son, f. 1932 d. 1972, og sonur
þeirra er Sveinn, f. 1958. Kona
hans er Sólborg Sigurðardóttir,
f. 1965, og eiga þau tvo syni.
Seinni maður Jónu Lísu er
Pálmar Magnússon, f. 1939, og
dóttir þeirra er Gerður Björt, f.
1973. Unnusti hennar er Vil-
hjálmur Kvaran, f. 1971. Börn
Pálmars frá fyrra
hjónabandi eru: 1)
Guðríður Elfa, f.
1961. 2) Sveinbjörg,
f. 1962, gift Hreini
Stefánssyni, f. 1964,
og eiga þau þrjú
börn. 3) Magnús
Steinþór, f. 1970,
kvæntur Jónu Mar-
íu Norðdahl, f.
1967, og eiga þau
tvö börn. Magnús á
einnig dóttur með
fyrri konu sinni.
Guðbjartur bjó í
foreldrahúsum til
tuttugu og þriggja ára aldurs.
Hann byrjaði ungur að sækja
sjó með bræðrum sínum vor og
haust og vann jafnframt öll al-
menn sveitastörf. Vorið 1931
fór hann alfarinn til Reykjavík-
ur og hóf stuttu síðar nám í Iðn-
skólanum í Reykjavík og tók
sveinspróf í rafvirkjun árið
1936. Sama ár lá leiðin til Dan-
merkur þar sem hann lauk
tveggja ára námi í mótorvind-
ingum hjá Thomasi B. Thrige í
Óðinsvéum á Fjóni, sótti ýmis
námskeið í rafiðnaði og vann
einnig í faginu. Fjölskyldan
kom heim til íslands árið 1946
og starfaði Guðbjartur fyrstu
árin hjá fyrirtækinu hf. Raf-
magn við húsalagnir og við-
gerðir á raftækjum en byrjaði
svo að vinna sjálfstætt og var
rafverktaki allt fram til ársins
1995. Guðbjartur bjó lengi í
Njörvasundi 21 í Reykjavík en
árið 1971 fluttist fjölskyldan í
Garðabæ og eftir að Gerda lést
hefur hann búið þar í skjóli
dóttur sinnar og tengdasonar.
Útför Guðbjarts fer fram frá
Garðakirkju á Álftanesi á
morgun, mánudaginn 28. júní,
og hefst athöfnin klukkan 15.
Hinsta kveðja
Um miðjan áttunda áratuginn
þurftum við hjónin á að halda slyng-
um rafvirkja vegna úr sér genginna
raflagna í húsi sem við höfðum þá
fest kaup á. Góðkunningi okkar,
Jónas heitinn Guðmundsson, lista-
maður jafnvígur á myndmál og rit-
mál, mælti þá eindregið með raf-
verktaka sem ætti ekki sinn líka og
hefði unnið mikið fyrir listamenn.
Guðbjartur Betúelsson var nafnið
hans. Og Guðbjartur kom með tól
sín, þá orðinn maður við aldur, en
sporléttur og hraðstígur eins og
ungur maður, brosmildur og lág-
mæltur og hófsöm kímni í vökulum
augunum. Hann bauð af þér þannig
þokka að okkur hjónum þótti sem
þar færi maður sem villst hefði af
leið á þessa jörð á ferð sinni til ann-
ars og æðri heims. Og samtímis
maður sem okkur fannst að við
hefðum alla tíð þekkt. Eitt enn í fari
Guðbjarts kom mér í opna skjöldu.
Eg hafði lengi lifað í þeirri trú að ég
væri laghentur og ötull maður langt
umfram meðallag, þegar ég á annað
borð kæmi mér að verki, en ég hafði
ekki lengi virt fyrir mér verklag
Guðbjarts þegar allar fyrri viðmið-
anir mínar um eigin verklagni ruku
út í veður og vind. Rafvirkjameist-
arinn svipaðist um innan dyra strax
við komuna og á örskotsstund vissi
hann nákvæmlega hvað þyrfti að
endumýja og hvað ekki af lögnum
og tenglum. Og það var ekki einasta
að rafvirkinn svipbjarti rétti ekki úr
sér á ferð sinni frá A til B innan
hússins; hann hljóp við fót og hend-
umar störfuðu hraðar en auga á
festi og vinnugleðin geislaði af hon-
um; rígfullorðnum manninum.
Eg hlunkaði mér agndofa niður í
hægindastól og Guðbjartur virtist
skilja hvað ég væri að hugsa og
brosti hughreystandi til mín meðan
hendumar störfuðu. Hann átti held-
ur ekki langt að sækja handlagnina.
Faðir hans hafði læknishendur, las
sér til í þeim fræðum, og tók sjálfur
á móti bömum sínum og annarra
manna börnum í strjálbýlinu á
Homströndum.
II
Vitur maður á einhvemtíma að
hafa sagt að ekkert væri óguðlegra
en illa unnið verk, og þá ekkert guð-
dómlegra en vel unnið, hverju nafni
sem það nefndist. Allt frá bams-
aldri hafði ég heillast af snjöllu
verklagi. Og þama í návist rafvirkj-
ans varð ég nú vitni að glæsilegasta
dæmi þess.
Guðbjartur var ekki margmáll
maður, en nærvera hans var ein-
staklega notaleg og hann var
örvandi hlustandi, með brosi sínu
einu, því að hann sat ekki aðgerðar-
laus framan í mönnum. Hann gerði
aldrei hlé á vinnu sinni. Hann var
einnig prýðilegur sögumaður og lét
sögu koma á móti sögu þegar því
var að skipta, og stuttorðar frá-
sagnir hans vom yljaðar góðlátlegu
skopi. Hann vann lengi sem verk-
taki við endurbætur á raflögnum í
gömlum húsum, m.a. húsi Bryndís-
ar Schram og Jóns Baldvins á Vest-
urgötunni. Svo háttaði til þar á bæ
að Guðbjartur varð að komast að
raflögnum á lágreistu myrkvuðu
háalofti hússins og þurfti handlang-
ara til að skríða með sér þar uppi og
halda á Ijóskeri fyrir sig. Bryndís
var ekki að tvínóna við hlutina
fremur en fyrri daginn og bauð sig
fram til verksins, og þar með fékk
Guðbjartur sér til aðstoðar eina feg-
urstu konu landsins og hafði lúmskt
gaman af. Þegar þau komu niður að
verki loknu var Bi-yndís orðin svört
yfirlitum. En hún var alveg jafn fal-
leg samt, bætti Guðbjartur við kími-
leitur. Eitt sinn var Guðbjartur að
störfum í húsi hér í borg og kona
hans hringdi til að ná tali af honum,
en fékk þau svör hjá unglingsstúlku
að Guðbjartur væri uppi í rúmi með
frúnni. Skýringin var vitaskuld sú
að frúin stóð sem handlangari uppi í
rúminu vegna ljósastæðis fyrir ofan
rúmstæðið.
Guðbjartur starfaði að raflögnum
fyrir okkur í einum fjórum húsum.
Eitt sinn sló í brýnu milli okkar
hjóna og þegar hvessti fyrir alvöru
heyrðum við Guðbjart, sem staddur
var í forstofunni, segja góðlátlega
uppúr eins manns hljóði: Ætli þetta
sé nú ekki orðið nóg?
Fleiri voru orðin ekki, en setning-
in og hæversk tóntegundin var með
þeim hætti að ég snögghætti rexinu
og varð nú í þess stað hlátur í hug.
III
Gjaldtaka Guðbjarts fyrir vinnu
sína var svo hófsöm að maður hafði
á tilfinningunni að hún væri fjarri
sannvirði og verkið öðrum þræði
unnið í guðsþakkarskyni. Hann
vann eins og áður er að vikið fyrir
fjölda listamanna og þegar fé þeirra
þraut var ekkert því til fyrirstöðu
að taka bækur eða myndir uppí
vinnulaunin. Eitt sinn þraut mér fé,
en ég átti hinsvegar óvænt tvo sjón-
varpshægindastóla úr leðri og bauð
Guðbjarti nú annan þeirra uppí
skuldina og var það auðsótt mál.
Sem bónus bauð ég honum að koma
stólnum inní litla bflinn hans. Þó
það nú væri. Guðbjartur brosti
breitt og ég skildi ekki fyrr en við
bflinn hverju það bros sætti. Mér
var sem sé ómögulegt að troða
þessum stóra armstóli inn í bifreið-
ina. Eigum við ekki að reyna svona,
sagði Guðbjartur góðlátlega, og inn
smaug stóllinn fyrirhafnarlaust.
Hann hvfldist svo í þessum stól til
ævfloka, sagði mér dóttir hans, og
þar tók hann við kortum frá mér
sem ég hripaði tfl hans á flandri
mínu um önnur lönd í tæpan áratug,
kveðjur sem hann endurgalt sam-
viskusamlega, og fyrstu jólakortin
sem okkur bárust voru ætíð frá
Guðbjarti.
1986 þegar ég og fjölskylda mín
vorum búsett í Bergen fengum við
símhringingu frá Kaupmannahöfn.
Þar voru á ferð Guðbjartur, dóttir
hans Jóna Lísa, tengdasonurinn
Pálmar og dóttir þeirra Gerður.
Pálmar var í símanum og tjáði mér
að Guðbjartur hefði sagt stutt og
laggott þegar ráðin voru lögð á um
Danmerkurferðina að hann þekkti
aðeins eina fjölskyldu í útlöndum og
hún væri í Bergen og hana vOdi
hann þá hitta í leiðinni. Talsverð
lykkja á leiðina það. Og tO okkar
komu þessir aufúsugestir og Guð-
bjartur hefur þá veitt því athygli að
gestaíbúð háskólans sem við bjugg-
um í var aðeins kynt að hluta með
rafmagni og kolaofn tO vara. I fram-
haldi af heimsókninni barst okkur
frá honum og fjölskyldunni stór
pakki með ullarfötum. SMk var nú
tryggð og hugulsemi þessa látna
heiðursmanns við fjölskyldu mína.
IV
Margar sögur fóru af fæmi Guð-
bjarts. Hann var eitt sinn kallaður
tO að gera við dyrabjöllu Krist-
manns heitins Guðmundssonar og
konu hans vestur á Melum. Bjallan
leiddi svo hressOega út að nánast
var lífshættulegt að styðja á hana.
Að þeirri viðgerð lokinni bað frúin
Guðbjart að líta fyrir sig á bökun-
arofninn; það væri ekki hægt að
baka í honum þrátt fyrir að tveir
rafvirkjar hefðu litið á hann og sagt
að ekkert væri að ofninum, frúin
kynni bara ekki að baka. Guðbjart-
ur brá litlu skrúfjárni á tvo raf-
þræði og sagði: Nú geturðu bakað.
Frúin og Kristmann voru meira
en lítið vantrúuð á að þetta snarlega
handtak hefði gert gæfumuninn og
vildu að Guðbjartur stæði við með-
an kaka væri bökuð. Út kom dýr-
indiskaka. Þetta mun hafa verið
íbúð sú sem Kristmann gat um í
ævisögu sinni og kvað hafa verið
þannig, að allt sem losnað hefði í tíð
fyrri eiganda hefði verið hnýtt upp
með ókjörum af axlaböndum.
Það mun hafa verið þetta sama
skrúfjárn sem Guðbjartur hafði
meðferðis heim tO mín til viðgerðar
fyrir þremur árum, þá kominn hátt
á níræðisaldur, og hefur sennilega
verið síðasta verk hans í þágu
óvandabundinna hér í heimi. Við
hjónin vorum þá stödd í boði heima
hjá honum og Pálmari og Lísu og
vorum við þá flutt í enn eina íbúð-
ina. Guðbjartur spurði um raf-
magnsmál. Ég kvaðst vera í vand-
ræðum með Ijósið í búrinu, og þá