Morgunblaðið - 27.06.1999, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 27. JÚNÍ 1999 39
MINNINGAR
var ekki annað við komandi en að
Guðbjartur liti á þetta vandamál.
Hann stakk á sig litla skrúfjáminu
og hann og Lísa fylgdu okkur eftir á
bíl sínum heim til okkai’. Guðbjart-
ur stökk umsvifalaust uppá stól í
búrinu með skrúfjámið og mínútu
síðar skein þar ljós.
„Fjarst í eilífðar útsæ vakir ey-
lendan þín: nóttlaus voraldar ver-
öld, þar sem víðsýnið skín“ orti
Klettafjallaskáldið. Norðar varð
ekki komist í þá nóttlausu voraldar
veröld þar sem Guðbjartur sá fyrst
dagsins ljós. Það var við hæfi að
drengurinn var skírður Guðbjartur.
Nöfn iyrirfinnast ekki stærri og
bjartari. Guðbjartur bar það með
þokka og reisn. Það varð einmitt
hlutskipti hans í lífinu að bera ljós
og yl í híbýli manna - í tvennum
skilningi.
Blessuð sé minning vinai' okkar,
Guðbjarts Betúelssonar.
Jóhannes Helgi.
Mánudaginn 28. júní verður til
moldar borinn tengdafaðir minn,
Guðbjartur Betúelsson frá Höfn í
Homvík. Ég vil með þessum línum
minnast hans og þakka honum fyrir
öll árin sem við höfum átt saman, en
líf okkar er þannig samtvinnað að
við höfum áratugum saman búið
undir sama þaki. Sambandið hefur
verið mjög náið, meiri og minni
samskipti daglega. Þar bar aldrei
skugga á, enda var Guðbjartur mik-
ið ljúfmenni, glaðlyndur, ævinlega
bjartsýnn og hafði ríka kímnigáfu.
Sannfæring trúarinnar var Guð-
bjarti ávallt mikiis virði. Hann trúði
á og sannreyndi mátt bænarinnar
og veitti öðram oft styrk á erfiðum
stundum. Hann var hjálpsamur og
gjafmildur með afbrigðum og pen-
ingar skipuðu ekki háan sess í lífí
hans. Honum fannst þeir reyndar
oft betur komnir hjá öðrum en sér.
Guðbjartur fann það fljótt, að land-
búnaður og sjósókn höfðuðu ekki til
hans. Hann sagðist oft hafa verið
sjóveikur þegar hann fór á sjó með
bræðram sínum og best sagðist
hann hafa sofið þær nætur sem
stormurinn ýlfraði og hristi húsið í
Höfn, því þá var hann nokkuð ör-
uggur um að ekki yrði róið næsta
dag. Þess vegna ákvað hann ungur
að mennta sig og árið 1931 fór hann
alfarinn til Reykjavíkur. Hann lauk
sveinsprófi í rafvirkjun frá Iðnskól-
anum í Reykjavík árið 1936 og hélt
sama ár til Danmerkur tií frekara
náms. I Óðinsvéum á Fjóni kynntist
hann danskri stúlku, Gerdu Sophie
Rasmussen. Hún vai’ð svo lífsföra-
nautur hans og lifðu þau í farsælu
hjónabandi þar til hún lést árið
1985. Danska tengdafjölskyldan
hafði víst ekki kynnst íslendingi
fyrr, en Guðbjartur vann skjótt
hugi og hjörtu þessa fólks sem
nefndi hann ævinlega „onkel Bjart-
ur“. Sambandið við dönsku fjöl-
skylduna hefur alla tíð verið mjög
gott og það voru miklar gleðistundir
í lífi Guðbjarts þegar danska fólkið
kom í heimsókn.
Guðbjartur var ákaflega vinnu-
samur maður og vann oft langan
vinnudag. Fyrstu árin ferðaðist
hann með rafvirkjatöskuna sína og
rörin á reiðhjóli um borgina, alltaf í
góðu skapi hvemig sem viðraði og
vakti þessi lífsgleði undran og aðdá-
un vinnufélaganna. Svo tók við hjá
honum áratugur þar sem lagerinn
var fluttur á skellinöðru en hann
var kominn fast að sextugu þegar
hann loksins tók bílpróf. Guðbjartur
starfaði sem rafvirki í meira en sex-
tíu ár eða þar til hann varð áttatíu
og fimm ára.
Sumarið 1987 heimsótti fjölskyld-
an Hornstrandir og dvaldi tæpa
viku í tjaldi á túninu í Höfn. Guð-
bjartur naut þess að sýna okkur
æskuslóðir sínar. Hann gekk hratt
um Tröllakamb á leið út í Rekavík
og þótti okkur ferðafélögum hans
þetta ferðalag ekki án áhættu því
stundum lá einstigið frammi á
klettabrúnum. Þá brosti nú Guð-
bjartur og sagði að þeir bræður
hefðu oftast hlaupið eftir einstiginu.
Einn daginn óðum við yfir Ósinn og
gengum upp í Kýrskarð. Þó opnað-
ist útsýnið til austurs og hann benti
okkur á fjöll og skörð og fleira í
landslaginu, sem hann þekkti svo
vel. Það var eins og hann hefði farið
þarna um deginum áður, svo vel
þekkti hann sig. Guðbjartur var alla
tíð heilsuhraustur en fyrir rúmu ári
veiktist hann. Heilsu hans að hrak-
aði mikið seinni hluta vetrar og síð-
ustu vikurnar dvaldi hann á hjúkr-
unarheimilinu Kumbaravogi. Þar
lést hann 10. júní.
Að leiðarlokum kveð ég tengda-
föður minn og þakka fyrir samver-
una. Blessuð sé minning hans.
Pálmar Magnússon.
Nú er hann dóinn, hann Guð-
bjartur frændi, aðeins fimm dögum
eftir andlát Önnu systur sinnar.
„Bjartur bróðir “, var pabbi van-
ur að kalla hann og var það sann-
kallað réttnefni, því birta, hlýja og
glaðværð er það, sem kemur ávallt
upp í huga minn er ég hugsa um
hann. Þeir vora þrír yngstir systk-
inanna úr Höfn í Hornvík, Guð-
bjartur, Sigurður og Ólafur, faðir
minn. Um tveimur áratugum eftir
að þeir fluttust úr Homvíkinni hög-
uðu örlögin því þannig til að þeir
bjuggu allir í sama húsinu við Lang-
holtsveg í Reykjavík ásamt fjöl-
skyldum sínum. Siggi og pabbi
byggðu húsið saman og bjuggu í því
til dauðadags. Guðbjartur, Gerða,
konan hans, og Jóna Lísa, dóttir
þeirra, bjuggu í kjallaranum um
skeið á meðan þau reistu sér hús í
Njörvasundi.
Bemskuminningin úr þessu sam-
býli er einkar ljúf og stendur þar
hátt minning um dillandi hlátur,
glaðværð og kímni, sem einkenndist
af hógværð þegar Guðbjartur varð
á vegi. Samgangur miili systkin-
anna hefur ætíð verið fremur lítill,
en gagnkvæm væntumþykja því
meiri. Ekki þurfti mörg orð eða
málalengingar til að koma málefn-
um til skila. Stutt símtöl eða bréf
nægðu fullkomlega.
Það var ekki fyrr en eftir að
pabbi og Siggi vora fallnir frá, sem
leiðir mínar lágu í Homvíkina.
Margar spurningar vöknuðu þá,
sem auðvelt hefði verið að fá svör
við ef fyrr hefði verið spurt.
En Guðbjartur frændi gat ýmsar
upplýsingar veitt og skýr svör gefið,
þá kominnfast að níræðu.
Ekki vildi hann meina að þeir
hefðu verið til mikils gagns við sjó-
sókn Hafnarheimilisins, þeir þrír
yngstu bræðumir. Hló hann létt við
þegar hann minntist þess. Þeir
höfðu þó verið brúklegir til að slá
engjarnar í botni víkurinnar og lágu
þá við í tjöldum. Systur þeirra
færðu þeim kostinn. Bjartur talaði
með lotningu um eldri bræður sína,
hversu eljusamir og dugmiklir þeir
hefðu verið.
Guðbjartur sagði mér frá ferð,
sem hann sem unglingur var sendur
í yfir að Hombjargsvita að vetrar-
lagi frá Höfn. Veður var ágætt þar
til á bakaleiðinni er hann var kom-
inn í Kýrskarð, þar sem leiðin ligg-
ur hæst. Var þá kominn skafbylur
svo að ekki sá út úr augum og slóðin
horfin. Þarna á brán snjóhengjunn-
ar skipti öllu máli að fara á réttum
stað niður, því annars var hætta á
að skondra niður alla hjami lagða
hlíðina. Eftir nokkra árangurslausa
bið eftir að til rofaði lét hann sig
gossa fram af þar sem tilfinningin
sagði honum, sem reyndist rétt vera
og komst hann þannig heill heim.
Hann var alla tíð viss um hver
hefði stýrt förinni, því tráin á Guð
almáttugan var geysisterk í lífi Guð-
bjarts sem og allra systkina hans.
Einkum má þar nefna Jón, sem hélt
kristilegar samkomur á heimili sínu
á Bræðraborgarstíg. Þar hittust
systkinin alloft. Guðbjartur hafði
ungur verið sendur úr Homvíkinni
til Reykjavíkur til að annast um Jón
bróður sinn, er átti við veikindi að
stríða, og fór hvorugur þeirra aftur
í víkina. Guðbjartur hóf rafvirkja-
nám sitt upp úr því og fór síðan til
Danmerkur, þar sem leiðir þeirra
Gerðu lágu saman.
Ég sendi mínar innOegustu sam-
úðarkveðjur til Jónu Lísu og fjöl-
skyldu, sem bjó Guðbjarti svo hlýtt
og fallegt heimili allt til æviloka
hans. Blessuð sé minning Bjarts
frænda.
Kristján S. Ólafsson.
Þegar menn eru að verða hundrað ára
ævina fara að klára.
Ævin þín var löng og fm,
við munum alltaf minnast þín.
(Pálmar Sveinsson.)
Elsku langafi, nú ertu dáinn. Nú
ertu kominn til Guðs. Þú sem talað-
ir svo mikið um Guð og Jesú. Nú
vitum við að þú ert hjá Guði og þér
líður vel. Guð geymi þig, elsku
langafi.
Pálmar og Arnar.
GUÐRÚN
ÞÓRHILDUR BJÖRG
JÓNASDÓTTIR
+ Guðrún Þórhildur Björg Jón-
asdóttir fæddist á Borg í
Skötufirði við Isafiarðardjúp
hinn 26. júní 1930. Hún lést á
Sjúkrahúsi Reykjavíkur 6. júní
siðastliðinn og fór útför liennar
fram frá Innri-Njarðvíkurkirkju
ll.júní. ____________
Þegar manni era gerð orð, og þau
höfð tvítekin að boði, til þess að
bæta manns veg, af þeim sem veit
dauðann nálgast, þá eru vinir að
kveðja. Guðrán gerði mér þau orð.
Enn gaf Guðrún, enn veitti hún
eins og hún vissi best. Guðrán var
fastur punktur í tilverunni í Innri
Njarðvík frá fyrstu minnum mín-
um sem barns. Það tekur í, þegar
slíkar konur hverfa af sjónarsvið-
inu. Það tekur í að átta sig á
breyttri heimsmynd þeirra sem
eftir lifa. Ég var síðbúinn til útfar-
arinnar, kom úr útlöndum, síðbúin
er því þessi kveðja. En í síðasta
sinn, sem ég þáði veitingar hjá
Guðrúnu, þá var það eins og hún
hefði reitt þær fram sjálf. Ekkert
látið vanta. Ég vil þakka vinum
Guðránar í Systrafélaginu fyrir.
Ég kveð Guðránu með söknuði
og trega. Vinum mínum, eigin-
manni og börnum Guðrúnar, votta
ég hluttekningu við sviplegt fráfall
Guðránar og ég veit að hún er
komin til betri byggða.
Þorsteinn Hákonarson.
+
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar og tengdafaðir,
Hjálmar Húnfjörð Eyþórsson,
frá Blönduósi,
Heiðarbóli 10, Keflavík,
sem lést þann 21. júní sl. verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju
fimmtudaginn 1. júlí kl. 13.30.
Kristín Helgadóttir,
Eygló Hjálmarsdóttir, Sigurður Hólm Sigurðsson,
Pétur H. Hjálmarsson, Dagrún Hjaltadóttir,
Magnús H. Hjálmarsson, Margit Hafsteinsdóttir.
London
1.-5. júlí
Ótrúlegir tónleikar í Hyde Park!
Boyzone
Corrs
Culture Club
Madness
Roxette
Shania Twain
Texas
UB40
«*^rtoVö
trtW-9'"'
Samvinnuferðir
Landsýn
Á varði fyrir þig!
/f.
ff^n FASTEIGNA rf
fjd\ MARKAÐURINN
s
ÓÐINSGÖTU 4. SÍMAR 551-1540, 552-1700, FAX 562-0540
OPIÐ VIRKA DAGA FRÁ KL. 9-17. Netfang: http://habil.is/fmark/
AÐALSTRÆTI 9
il sölu 81 fm glæsiíbúð á
4. hæð í þessu fallega
lyftuhúsi í hjarta borgar-
innar. Stór stofa. Suður-
svalir. Góðar innréttingar.
Þvottaherbergi í íbúð.
Útsýni. Áhv. húsbr. 5,7
millj. Laus strax.
%
FALLEG IBUÐ MIÐSVÆOIS
í REYKJAVÍK.
J)
Sími 568 2444 - Fax 568 2446
GÓÐUR KOSTUR FYRIR FJÁRFESTA
SKÚLAGATA 13
Til sölu mjög gott verslunarhúsnæði sem byggt var árið 1996. Stærð
hússins er skv. mælingum FMR 258,4 fm. Húsið er fullbúið að öllu
leyti og allur frágangur mjög vandaður. Húsið er nær viðhaldsfrítt að
utan. Lóð er fullfrágengin. Mjög góð staðsetning í miðbænum með
mikla uppbyggingu í nágrenninu. Langtímaleigusamningur með
traustum leigjendum. Einkasala.
FUNALIND 2 - KÓPAVOGI
Til sölu nýtt verslunarhúsnæði sem byggt var árið 1997. Stærð
hússins er skv. mælingum FMR 232,1 fm. Húsið er fullbúið að öllu
leyti með vönduðum innréttingum og nær viðhaldslaust að utan.
Lóð frágengin. Húsið er mjög vel staðsett í nýju stóru íbúðahverfi.
Langtímaleigusamningur við traustan leigjanda. Einkasala.