Morgunblaðið - 14.07.1999, Qupperneq 4
4 MIÐVIKUDAGUR 14. JÚLÍ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Vöxtur í Tungufljóti síðustu daga í lítilsháttar rénun
Stíflugarður minna
skemmdur en dttast var
LÍTILLEGA hefur rénað í
Tungufljóti, eða um 6 sentímetra,
en enn er þessi fyrrum bergvatnsá
eins og beljandi jökulfljót á að líta,
að sögn Margeirs Ingólfssonar, for-
manns hreppsráðs í Biskupstung-
um. Hann segir þá sem skoðað hafa
aðstæður óttast enn að Hagafells-
jökull rjúfi haft við affallið frá
Hagavatni, sem gæti leitt til þess
að vatnið tæmdist.
„A meðan jökullinn er á skriði er
þessi hætta til staðar. Við viljum
trúa því að hann fari ekki svo langt,
en miðað við hvað farið hefur sein-
ustu tvo mánuði getur allt gerst,“
segir Margeir.
Viðgerð eftir
vatnavexti
Sveinn Runólfsson landgræðslu-
stjóri segir að við seinustu könnun
á vegum Landgræðslunnar á svæð-
inu hafí komið í ljós að stíflugarður-
inn í Sandvatni sé minna skemmd-
ur en menn hafi óttast. „Það er
erfitt að komast að þessu, en við
höldum að skemmdir á garðinum
við útfall Asbrandsár séu minni en
við héldum. Eitthvað hefur þó farið
ofan af honum og hann lækkað með
þeim afleiðingum að lækkað hefur í
Sandvatni," segir Sveinn. „Ef það
reynist rétt vera reiknum við með
að gera við garðinn þegar þessum
vatnavöxtum linnir, enda hefur ár-
angurinn af að stækka Sandvatnið
verið mjög góður. Það hefur dregið
geysilega mikið úr sandfoki af
þessu vatnasvæði Sandvatns niður
á Haukadalsheiðina, en áður fauk
mikið þangað.“
Margeir segir heimamenn telja
koma vel til greina að búa til stíflu
þar sem affallið er úr Hagavatni í
dag og hækka yfirborð vatnsins,
þannig að affallið verði á ný það
Morgunblaðið/Ragnar Th. Sigurðsson
GÖNGUBRÚIN við affallið úr Hagavatni, Parið, stóð enn í gær en myndarlegir isjakar gerðu að henni atlögu.
sem það var fyrir 1939, þegar fyrir-
staða brast í Hagavatni og Nýifoss
myndaðist. „Þá myndum við geta
sökkt gömlum vatnsbotni sem hef-
ur staðið upp úr síðan 1939, en úr
honum hefur verið mikið moldrok
og fok yfir okkur hér á Suðurlandi.
Þær hugmyndir strönduðu á sínum
tíma hjá umhverfisráðherra eftir
umhverfismat, en þessir atburðir
nú ýta þeim hugmyndum af stað
aftur,“ segir Margeir.
Stífla fyrir 20 milljónir?
Sveinn segir að stíflugerð við af-
fallið frá Hagavatni komi vel til
greina, en slík framkvæmd myndi
kosta liðlega 20 milljónir króna að
hans mati. „Þessi möguleiki er í at-
hugun og ef að hann yrði að veru-
leika kæmi til greina að Land-
græðslan legði því verkefni lið enda
mikil landgræðsla í því að koma í
veg fyrir moldarfok og landeyðingu
á þessum slóðum."
Skólahald í Skógum lagt niður eftir 50 ára starfsemi
Of fáar umsóknir bárust
SKÓLANEFND Framhaldsskólans
í Skógum hefur ákveðið að skóla-
hald verði lagt þar niður í núver-
andi mynd vegna lítillar aðsóknar
nemenda. I fyrra var hestadeild í
skólanum og framhaldsnám að
sögn Drífu Hjartardóttur for-
manns skólanefndar. „í vetur
gekk þokkalega vel en nemendum
fækkaði um áramót og þeir sem
luku prófí í vor, 31 talsins, gerðu
það með glæsibrag," segir Drífa.
Tíu manns hafa starfað við
skólann í vetur, þar af fímm kenn-
arar. I vor auglýsti skólinn eftir
umsóknum og bárust aðeins 18
umsóknir, og þar af staðfestu ein-
ungis 11 skólavist sína. „Það var
úr vöndu að ráða og þýddi ekki að
halda áfram með skólann í þessu
formi," segir Drífa.
Tíðarandanum um að kenna
„Eins og gerst hefur með alla
héraðsskóla hefur nemendum
fækkað ár frá ári. Ég held að
þetta sé tíðarandinn, unglingamir
vilja vera þar sem fjöldinn er og
ég held að það þýði ekkert að
berjast á móti því. Þegar nemend-
ur em alltof fáir fellur félagslífíð
um sjálft sig og það skiptir nem-
endur miklu máli. Mér fínnst af-
skaplega sorglegt á 50 ára afmæli
skólans að það þurfi að hætta með
framhaldsnám, en ég lít samt sem
áður björtum augum fram í tím-
ann og bind vonir við að þama
verði mikil menningarstarfsemi
áfram.“
Á seinasta ári tóku heimamenn
við rekstri skólans og var hann
gerður að sjálfseignarstofnun í
SKÓGASKÓLI hefur lokið hlutverki sínu sem framhaldsskóli.
eigu héraðsnefndar Rangárvallar-
sýslu og héraðsnefndar Vestur-
Skaftafellssýslu. Gerður var samn-
ingur við menntamálaráðuneytið
um að það greiddi kostnað vegna
þeirra nemenda sem luku prófum
frá skólanum í haust, auk þess
sem húsnæðið er i eigu ríkisins.
Hótelrekstur hefur verið um
langt árabil í húsnæði skólans að
sumarlagi og verður áfram, að
sögn Drífu. „Við getum gert
margt þó svo að ekki verði um
framhaidsskóia að ræða og í því
sambandi hefur m.a. verið rætt
um að bjóða upp á námskeið á
staðnum. Húsnæði býður upp á
kennslustofur og fundaaðstöðu,
matsal og ágætis herbergi, heitan
pott og sundlaug, svo eitthvað sé
nefnt, þannig að um ákjósanlega
aðstöðu er að ræða.“
Nýtt í þágu
byggðasafns
í liðinni viku gengu forsvars-
menn skólanefndar Framhalds-
skólans í Skógum á fund mennta-
málaráðherra og ræddu ýmsa
kosti sem til greina kæmu, ef
skólahald héldi ekki áfram. „Við
ræddum um málefni skólans og
komumst að þeirri sameiginlegu
niðurstöðu um að nýta skólahús-
næðið sem best í þágu Byggða-
safnsins á Skógum," segir Björn.
Auglýsir eft-
ir aðstoð
lögfræðinga
GENNADIY Karmanov, skip-
stjóri á togaranum Odincova,
segir að útgerðarmaður skips-
ins, Sæmundur Arelíusson,
neiti að reikna skipverjum laun
frá 1. júlí sl„ enda líti hann svo
á að þeir hafi verið í verkfalli
frá þeim tíma.
Sæmundur kom til fundar við
skipverja á Odincova í gær, en
Karmanov segir að ekkert hafi
verið greitt upp í launakröfur
þeirra, sem eru á annan tug
milljóna.
Ahöfn Odincova hefur að und-
anförnu vakið athygli á stöðu
sinni. Karmanov segir þó fráleitt
að það jafngildi verkfalli, skip-
verjamir séu innlyksa af völdum
útgerðarmannsins, og á meðan
svo er skuli þeim reiknast laun.
Karmanov segist ekki sjá aðra
leið en að höfða mál gegn Sæ-
mundi. Hann auglýsir því eftir
aðstoð íslenskra lögfræðinga.
Nýjar kartöflur
markað í ágúst
Sprettu-
tíðin er
misjöfn á
landinu
KARTÖFLUBÆNDUR í Þykkva-
bænum munu ekki endurtaka leik-
inn frá í fyrra, þegar þeir tóku
fyrstu kartöflurnar upp fyrir miðj-
an júlí. „Skaparinn hefur gefið okk-
ur lítið annað en rigningu," segir
Sigurbjartur Pálsson, kartöflu-
bóndi á Skarði í Þykkvabæ, um
sprettutíðina í sumar. Hann segir
veðrið næsta mánuðinn skipta
sköpum og býst við að nýjar kart-
öflur frá Þykkvabænum komi í
búðir um næstu mánaðamót.
„Sumarið í fyrra var sérstaklega
gott, en nú kemur nýjasta upp-
skeran í búðir á vanlegum tíma,“
segir hann en það munu vera kart-
öflur sem settar voru niður
snemma í vor og ræktaðar undii’
plasti. I byrjun september er áætl-
að að taka upp til geymslu í
Þykkvabænum.
Uppskera í meðallagi í Eyjafírði
í Eyjafírðinum er útlit fyrir að
kartöfluuppskeran verði í meðal-
lagi segir Sveinberg Laxdal kart-
öflubóndi á Túnsbergi en bendir á
að margt sé enn óljóst. „Vorið fór
vel af stað en í lok maí kom hins-
vegar mikill kuldakafli og því settu
bændur nokkurn hluta af sinni
ræktun niður með seinna móti,“
segir hann. Uppskeran frá þeim
gæti því komið nokkru seinna en í
fyrra, þ.e.a.s. eftir miðjan ágúst.
Á Fljótdalshéraði eru kartöflu-
bændur ákaflega bjartsýnir í blíð-
unni. „Þetta lítur mjög vel út,“ seg-
ir Bragi Gunnlaugsson á Setbergi.
„I svona góðu árferði gætu kartöfl-
urnar komið í búðir hér fyrir aust-
an um 20. ágúst,“ segir Bragi og
segir undirvöxtinn í kartöflunni
byrja þegar dimma fer af nótt.
Bondevik til
Islands
FORSÆTISRÁÐHE RRA Noregs
Kjell Magne Bondevik og frú
Björg Bondevik koma í opinbera
heimsókn til landsins dagana 9. til
11. ágúst næstkomandi.
í heimsókninni mun Bondevik
eiga viðræður við Davíð Oddsson
forsætisráðherra og fund með ut-
anríkismálanefnd Alþingis.
Andlát
STEIN GERÐUR
GUÐMUNDSDÓTTIR
STEINGERÐUR Guð-
mundsdóttir, skáld og
leikkona, lést á Sjúkra-
húsi Reykjavíkur í
fyrradag. Hún var 86
ára.
Steingerður fæddist
12. október 1912 á ísa-
firði og voru foreldrar
hennar Guðmundur
Guðmundsson skóla-
skáld og Ólína Þor-
steinsdóttir. Hún bjó í
Reykjavík frá árinu
1913 og nam högg-
myndalist hjá Einari
Jónssyni myndhöggv-
ara árin 1931 til 1933 eftir að hafa
sótt einkatíma í íslensku og erlend-
um málum. Steingerður vai- í leik-
skóla Lárusar Pálssonar frá 1940
til 1942 og hélt síðan í framhalds-
nám í leiklist í Banda-
ríkjunum þar sem
hún dvaldi frá 1943 til
1946. Fyrsta árið þar
nam hún við The
American Academy
of Dramatic Arts og
tvö síðari árin ballett
og látbragðsleik í
rússneskum einka-
skóla. Síðar kynnti
hún sér einnig leiklist
í Svíþjóð og Bret-
landi. Sérgrein henn-
ar var einleikur og las
hún upp og lék einleik
í útvarpi í um þrjá
áratugi. Þá skrifaði hún einnig
bæði leikrit og ljóð og var um skeið
leiklistargagnrýnandi.
Steingerður var ógift og barn-
laus.