Morgunblaðið - 14.07.1999, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 14. JÚLÍ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Fjölmenni var við setningu 23. landsmóts skáta á Úlfljótsvatni í gærkvöldi
HELGI Grímsson, fræðslustjóri Bandalags íslenskra skáta, á mótsstað
við Ulfljótsvatn. Pyrir aftan hann má sjá skáta koma sér fyrir á svæðinu.
Morgunblaðið/Jim Smart
EKKI skal fjölyrt um hvort þetta sé nýjasta tíska í skátabúningum, en þessi glaðbeitti hópur sá engu að síð-
ur um að bjóða mótsgesti velkomna að Ulfljótsvatni.
Búist við
5.000 þátt-
takendum
Landsmót skáta var sett á Ulfljótsvatni í
gærkvöldi. Þar munu hátt í 5.000 skátar,
þar af um 1.000 erlendis frá, dvelja við leik
og störf næstu vikuna. Finnur Friðriksson
og Jim Smart fóru að Ulfljótsvatni í gær og
ræddu við aðstandendur mótsins og móts-
gesti sem voru að gera sig klára til leiks.
HELGI Grímsson, fræðslustjóri
Bandalags íslenskra skáta, segir
undirbúning fyrir mótið hafa staðið
yfir í 2 ár og mun hann einkum hafa
fcsiiiBi' sð því sð -gera ifiótssysðið
sem best úr garði hvað varðar t.d.
hreinlætis- og tjaldaðstöðu. Þá var,
að sögn Helga, mikil vinna lögð í að
útbúa dagskrá mótsins.
„Við sendum valdagskrá út um
allan heim til allra þeirra sem
skráðu sig á mótið, en þar var hægt
að velja úr einum 70 dagskrárliðum.
Við höfum síðan unnið úr svörunum
og dagskráin fer í gang á fimmtu-
daginn. Það sem virðist vera vinsæl-
ast er klifur og sig, en einnig má
nefna kanósiglingar, hellaferðir,
vatnasafarí og gönguferðir. Útilíf af
ýmsum toga er því efst á baugi,
enda er það okkar mottó að skátalíf
sé útilíf."
Heilu bæjarfélagi
komið á laggirnar
Landsmótið verður mjög um-
fangsmikið að þessu sinni og segist
Helgi eiga von á því að hátt í 5.000
manns taki þátt í því um lengri eða
skemmri tíma. Það er því ekki að
undra þótt Helgi tali um að heilt
bæjarfélag muni rísa á Úlfljóts-
vatni, ekki síst ef haft er í huga að
þar verður boðið upp á megnið af
þeirri þjónustu sem fáanleg er í rót-
grónari bæjum. Þannig verða starf-
rækt pósthús og banki á mótssvæð-
inu, þar verða verslun og kaffihús
og útvarpsstöð og daglegt mótsblað
munu sjá um að fræða mótsgesti
STÖLLURNAR Wang Chung Yee (neðst t.v.) og Tam Lai Yee og þeir
Lau Chi Chuen (efst t.v.) og Fok Kwai Wing komu alla leið frá Hong
Kong til að vinna við dreifingu matarbirgða á landsmótinu. Er ekki
annað að sjá en þeim líki vel við starfið.
um gang mála. Einnig verður starf-
rækt sjúkragæsla á mótinu og er
hún í höndum Hjálparsveitar skáta í
Reykjavík.
Ekki verður annað sagt en að
mjög alþjóðlegur blær verði á hinu
nýja bæjarfélagi þar sem um 1.000
erlendir skátar frá 22 löndum mæta
til leiks og eru 120 þeirra starfs-
menn mótsins. Segir Helgi það mik-
ið ævintýri fyrir íslenska skáta að fá
að kynnast erlendum félögum sín-
um. Eru þau kynni raunar einn af
meginþáttum mótsins og er dag-
skráin í dag gerð með það í huga að
koma þeim á. „Eitt það mikilvæg-
asta við skátamót er að kynnast
sjálfum sér og öðrum og finna þau
alþjóðatengsl sem skátahreyfingin
kemur á. Hér gefum við lítið fyrir
landamæri og fólk af öllum trúar-
brögðum skemmtir sér saman í sátt
og samlyndi," sagði Helgi.
Mótsgestir fullir tilhlökkunar
Þegar Morgunblaðið bar að garði
voru mótsgestir í óða önn að koma
sér fyrir á svæðinu. Þeir John Grim,
Eric Stevenson og Eric Lind frá
Neyv York £ Bandaríkjunum sátu þó
hinir rölegustu á bekk við nýreist
tjald sitt og fylgdust með mannlíf-
inu. „Við erum mjög ánægðir með
að ver'a komnir til Islands og landið
er mjög fallegt. Við hefðum þó
gjaman viljað vera lausir við
flugnagerið hér við vatnið," sögðu
þeir félagar. Sögðust þeir hlakka
mjög til að hitta gamla vini sem þeir
höfðu kynnst á fyrri alþjóðlegum
skátamótum og töldu slík mót bráð-
nauðsynleg til að efla skátahreyf-
inguna á heimsvísu.
Skammt frá tjaldi Bandaríkja-
mannanna hafði hress hópur ung-
linga úr skátafélaginu Landnemum
í Reykjavík komið sér fyrir. Sögð-
ust þeir einkum hlakka til að kynn-
ast erlendum félögum sínum og
vonuðust til að stofna til varanlegra
kynna við þá. „Eg ætla líka að
reyna að ná í nokkur símanúmer,"
varð einum piltanna á orði. „Það
hljóta að vera einhverjar sætar
steJnm’-f nllum bessum. fiölda." I
búðum Landnema var þó þegar
einn erlendur skáti tií staðar;
Kanadamaður sem náð hefur hæsta
skátamerkinu og voru íslensku ung-
mennin afar ánægð með félagsskap
hans.
Erlendir starfsmenn mótsins
komu mislangt að. Fáir munu þó
hafa lagt lengri leið að baki en þau
Wang Chung Yee, Tam Lai Yee,
Lau Chi Chuen og Fok Kwai Wing
frá Hong Kong. Verkefni þeirra
mun vera að dreifa mat til móts-
gesta og grípa í önnur verk eins og
með þarf. „Við efumst því um að við
fáum mikinn tíma til að taka þátt í
dagskrá mótsins, en við ætlum hins
vegar að skoða okkur aðeins um að
því loknu og fara t.d. í Bláa lónið.“
Sögðu þau það afar spennandi tæki-
færi að fá að koma til íslands og
taka þátt í landsmótinu, enda hafði
ekkert þeirra komið hingað fyrr.
EKKI þýðir að slá slöku við þótt búið sé að tjalda og þessi hópur danskra skáta tók því létta æfingu til að
hita upp fyrir mótið. Um þúsund erlendir skátar taka þátt í mótinu.
ÞEIR Eric Lind (lengst t.v.), Eric Stevenson og John Grim, frá New
York í Bandaríkjunum sitja hér fyrir framan tjaldborg sína.
I