Morgunblaðið - 14.07.1999, Page 8

Morgunblaðið - 14.07.1999, Page 8
8 MIÐVIKUDAGUR 14. JÚLÍ 1999 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Haldór í Seðlabankann STILLTU þig gríbban þín, það er auðséð á farangrinum að hér er maður sem á mikið undir sér og má mikið vera ef töskurnar eru ekki bara úr ekta svínsleðri, góða. Morgunblaðið/Stefán Á. Magnússon GARÐAR Benedikt Sigurjónsson með Maríulaxinn sinn úr Elliðaánum á sunnudaginn, 5 punda. Að veiðimannasið er veiðiugginn nagaður af og étinn. Maríulaxar barnana ÞRJÁTÍU félagsmenn SVFR á aldr- inum 3 til 15 ára mættu á barna- og unglingaveiðidag félagsins í Elliða- ánum á sunnudaginn. Tveir laxar og tuttugu urriðar veiddust og heppn- aðist uppákoman með miklum ágæt- um, að sögn Stefáns Á Magnússonar umsjónarmanns barna- og unglinga- starfs SVFR í samtali við Morgun- blaðið. Báðir laxarnir voru svokallað- ir Maríulaxar, eða fyrstu laxar við- komandi veiðimanna. Garðar Benedikt Sigurjónsson, 6 ára, veiddi annan laxinn, 5 punda hrygnu, á maðk á Hrauninu. Hinn laxinn veiddi Andri Ólafsson, 12 ára, en lax hans var rúmlega 7 punda hængur, veiddur í Fljótinu á Black Brahan númer 10. Elsa Rut Gylfa- dóttir og Hilmar Ólafsson fengu stærstu urriðana, 2 punda físka. „Seinni barna- og unglingadagurinn verður síðla í ágúst og svo fylgjum við því eftir eins og venjulega með veglegri uppskeruhátíð á haustdög- um,“ sagði Stefán. Bráðum hálfnað Laxveiðivertíðin er bráðum hálfn- uð, en þó er víða erfitt að ráða í hvað muni gerast. Þegar þetta er ritað er örstutt í stærsta júlístrauminn sem er jafnan mikill laxastraumur, ekki síst norðanlands, þar sem laxveiðin fer jafnan seinna í gang en sunnan heiða. Eftir viku til tíu daga verða línur því skýrari. Athygli vekur þó mikil veiði í Þverá og Kjarrá í Borg- arfírði og einnig er mikill og vaxandi slagkraftur í Grímsá, Norðurá og Langá. Tíu efstu árnar 1) Þverá/Kjarrá 1100 2) Norðurá 875 3) Grímsá 660 4) Blanda 590 5) Laxá í Kjós 520 6) Langá 440 7) Víðidalsá 285 8) Laxá í Aðaldal 220 9-10) Miðfjarðará 200 9-10) Haukadalsá 200 Talan úr Blöndu er áætluð og tal- an úr Laxá í Aðaldal er aðeins fyrir svæði Laxárfélagsins. Vantar þar inn reytingsveiði af Nes-, Árnes- og Núpasvæðum, sem þó er ekki nægi- leg til að koma ánni upp um sæti. Aðrar tölur sem upp komu voru Eystri-Rangá með u.þ.b. 130 laxa, Ytri-Rangá með 165, Vatnsdalsá með 170, Laxá í Leirársveit með 175, Laxá í Dölum með rúmlega 100, Hofsá 130 laxa, Selá 91 lax, Haffjarð- ará með 150 laxa á sunnudagskvöld, Straumfjarðará með rúmlega 60 laxa á sama tíma og Alftá á Mýrum var með milli 20 og 30 í helgarlok. Stórlaxar Það hefur bæst í lítinn en vaxandi hóp stórlaxa sem veiðst hafa í sumar. Nýverið veiddi Norðmaðurinn Karl Marius Lillevik 22 punda hæng á Suðurhólma í Laxá í Aðaldal á flug- una Draumadís númer 8. Þá veidd- ust nýverið tveir 20 punda laxar í Víðidalsá, báðir á flugu. Annar kom úr Stekkjarfljóti, hinn úr Harðeyrar- streng. 8 STANGIR ■BVi W fást í sportvöruverslunum um allt land —— DREIFINGARAÐIU I.GUÐMUNDSSON ehf. Sími: 533-1999, Fax: 533-1995 Biðlistar á sumarnámskeið ÍTR Foreldrar þurfa heilsdagsvistun fyrir 6-9 ára börn AÐSOKNIN að námskeiðum sem íþrótta- og tóm- stundaráð Reykjavíkur- borgar bjóða í sumar er það mikil að biðlistar voru í júní og hafa þegar myndast fyrir ágúst- mánuð. Soffía Pálsdóttir er æskulýðsfulltrúi ÍTR. „Það eru rúmlega 650 krakkar á aldrinum 6-9 ára sem vikulega taka þátt í sumarstarfi ITR. Biðlistar eru í sumum til- fellum orðnir langir." Soffía segist finna að böm séu í minna mæli skilin eftir ein heima og hún segir Ijóst að for- eldrar þurfí heilsdags- vistun fyrir böm sín yfir sumarmánuðina. - Hvers konar nám- skeið eruð þið með? „Við emm með alhliða nám- skeið í félagsmiðstöðvum og við- fangsefnin em fjölbreytt. Þar sem mörg bömin em hjá okkur meira og minna allt sumarið skiptum við námskeiðunum niður í þemavikur. Við emm þá með íþróttaviku, aðra sem er helguð fjömnni, þá sveitinni og dýmm og svo framvegis. Við viljum að námskeiðin séu skemmtileg og bömin læri gegnum leik. Ef veðr- ið er gott leggjum við síðan mikla áherslu á að vera sem mest ut- andyra.“ -Hvað eru margir leiðbein- endurá þessum námskeiðum? „Að þessu sinni em leiðbein- endur á annað hundrað talsins. I mörgum tilfellum er um að ræða áhugasamt skólafólk sem er orðið tvítugt og í ár em óvenju margir kennaramenntaðir einstaklingar að starfa með okkur.“ Soffía segir að allir leiðbein- endumir fari í viku á undirbún- ingsnámskeið áður en þeir hefja störf. „Þar er farið í atriði eins og skyndihjálp, öryggismál og mikið lagt upp úr því að kenna verðandi starfsfólki leiki og söngva.“ -Leggið þið mjög mikið upp úr söng? „Já, krakkar hafa mjög gaman af söng. Við emm því með tvo tónmenntakennara sem fara á milli félagsmiðstöðvanna og virkja bæði leiðbeinendur og bömin í söng.“ - Eru þetta allt heilsdags nám- skeið? „Nei. Námskeiðin sem taka viku em í boði bæði hálfan dag- inn og allan daginn. Margir for- eldrar virðast þó þurfa heilsdags- vistun fyrir bömin sín og við höf- um góða reynslu af því að skipta upp deginum. Stofnað hefur verið tU samstarfs við nokkur íþrótta- félög, tölvufyrirtæki og sund- laugar um samstarf og það hefur gefíst vel. Bömin hafa þá verið hálfan dag hjá okkur og hálfan dag á knattspymunám- skeiði, á tölvunám- skeiði eða lokið degin- um á sundnámskeiði. Líklegt er að meira verði gert af þessu í framtíðinni." - Hvar er eftirspumin mest eftir námskeiðum ? „í rauninni er hún nokkuð jöfn um alla borgina en það er áþer- andi að við höfum ekki getað ann- að eftirspum í Vesturbænum, Laugameshverfí, Bústaðahverfí og Breiðholti." - Verður námskeiðum þá fjölg- að næsta sumar? ►Soffía Pálsdóttir fæddist á Akranesi árið 1962. Hún lauk kennaranámi frá Kennarahá- skóla Islands árið 1986 og kenndi siðan um árabil. Hún varð forstöðumaður í félags- miðstöðinni Fjörgyn árið 1988 og gegndi þeirri stöðu uns hún tók við starfí æskulýðsfulltrúa ÍTR árið 1997. Eiginmaður hennar er Hall- dór Jónsson, framkvæmdastjóri rannsóknarsviðs Háskóla Is- lands, og eiga þau tvær dætur, átta og þriggja ára. „Það verður skoðað vel eftir sumarið. I Vesturbænum höíúm við t.d. verið í Frostaskjóli og er- um komin með aðstöðu í Granda- skóla. I ár fengum við líka inni í Vesturbæjarskóla en emm samt með biðlista í þessum bæjar- hluta. Það er spuming hvort við þurfum að skoða þann mögu- leika að fá frekara húsnæði í Grandaskóla og Vesturbæjar- skóla.að ári.“ - Hafíð þið veríð með nám- skeið fyrir eldrí krakka h'ka? „Já, og í ár hafa siglinga-, og fjallahjólanámskeið slegið í gegn hjá þeim aldurshópi. Á hinn bóg- inn höfum við í sumar verið með námskeið í samstarfi við skátafé- lög í nokkram hverfum og að- sóknin hefur verið minni en við áttum von á. Það er spuming hvar þessi aldurshópur heldur til á sumrin. Kannski er þessi ald- urshópur farinn að vera einn heima á daginn." - Eruð þið ekki líka með nám- skeið fyrir fötluð böm ? „Jú, og námskeiðin í félags- miðstöðvunum era auðvitað líka fyrir fotluð böm svo framarlega sem hönnun húsnæðis býður upp á það. I Langholtsskóla er boðið upp á námskeið fyrir einhverf böm og í Öskjuhlíðarskóla era námskeið í boði fyrir nemendur þar. Þá stendur fötluðum ungmennum til boða að sækja námskeið eftir að vinnudegi lýkur hjá þeim.“ - Hvemig sérðufyrir þér þró- un námskeiða hjá ÍTR? „Það er Ijóst að þörfín fyrir þessi námskeið er mikil. Á með- an skólar em ekki starfandi á sumrín þurfa foreldrar rístunar- úrræði fyrir börnin sín. Þeir þurfa að geta treyst þrí að börn- unum líði vel og séu ömgg hjá okkur. Á það munum ríð leggja áherslu. Vikulega eru 650 börn á aldrinum 6-9 ára á nám- skeiði hjá ÍTR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.