Morgunblaðið - 14.07.1999, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 14.07.1999, Qupperneq 12
12 MIÐVIKUDAGUR 14. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Viðamikil Evrópurannsókn íslenskra mannfræðinga Rannsaka umræðu um viðskipti með lífeindir FJÓRIR íslenskir mannfræðingar, í samstarfi við fjölda erlendra fræðimanna, hafa hrundið af stað viðamikilli rannsókn á meðferð og vörslu líffæra, lífsýna og upplýs- inga um líkamseinkenni á Islandi og nokkrum öðrum löndum. Peir hafa í þessum tilgangi sótt um hátt í hundrað milljóna króna styrk til fimmtu rammaáætlunar Evrópu- sambandsins. Rannsóknarverkefnið nefnist „Lík- amlegur varningur". Það hefui- hlotið styrki frá Rannís og Rannsóknarsjóði Háskólans og sótt hefur verið um nor- ræna styrki, auk styrks frá Evrópu- sambandinu. Að verkefninu vinna mannfræðingar frá ýmsum löndum, heimspekingar og einn lögfræðingur. Rannsóknin hófst í fyrra og ráðgert er að henni ljúki árið 2003. Deilt um samspil markaðar og líftækni „Við erum að bera saman deilur um meðferð líkamseinda, líffæra og erfðaupplýsinga á Norðurlöndum, Bretlandi, Israel, Þýskalandi og Grikklandi," segir Gísli Pálsson, for- stöðumaður Mannfræðistofnunar, og stjómandi Evrópuverkefnisins. „Ökkur leikur hugur á að grafast fyrir um ástæður þess að fólk deilir á mismunandi hátt um samspil mark- aðar og líftækni. íslenska verkefnið snýst meðal annars um það að kort- leggja öll viðskipti með lífseindir í landinu. Að hve miklu leyti er um gjafir að ræða, að hve miklu leyti annars konar „viðskipti“? Deilurnar um miðlægan gagnagrunn í heil- brigðismálum eru aðeins hluti af þessu verkefni." Gísli segir að rannsóknin sé að mestu leyti mannfræðileg en að hluta til þverfræðileg. „Við erum meðal annars með lögfræðing í verkefninu sem mun skoða lagaramma gagna- grunnsins á íslandi og jafnframt lagaumhverfið í Evi-ópusambandinu. Við erum líka með tvo rússneska heimspekinga, en aðrir sem starfa að verkefninu eru mannfræðingar frá íslandi, ísrael, Sviþjóð, Danmörku, Noregi og Bretlandi." Fjórir Islendingar vinna að rann- sókninni, allt mannfræðingar, Auk Gísla eru það Agnar Helgason, dokt- orsnemi við Oxford-háskóla, Halldór Stefánsson, sem starfar við evrópska rannsóknarstofnun í Heidelberg í Þýskalandi, og Sigríður Dúna Krist- mundsdóttir, dósent við Háskóla Is- lands. Rannsókninni verður stýrt frá Vilja búa til vettvang upplýstrar umræðu MANNFRÆÐISTOFNUN Háskóla íslands og Mannfræðideild Kali- fornfuháskóla í Berkeley, hafa í sameiningu komið upp viðamikilli heimasiðu á ensku, www.sunsite.berkeley.edu/biot- ech/iceland, þar sem eru upplýs- ingar og tengingar við aðrar heimasiður og blaðagreinar sem fjalla um miðlægan gagnagrunn á heilbrigðissviði á Islandi. Að sögn Gísla Pálssonar, for- stöðumanns Mannfræðistofnunar, hefur tímaritið Science látið vita að í næstu viku verði hún í hópi ör- fárra vefsíðna sem tímaritið velur sem „Hotpicks", eða „heitustu" síð- Mannfræðistofnun, og meginhluti styrktarfjárins kemur til Islands. Gísli segist vera vongóður um að rannsóknin fái styrk frá Evrópu- sambandinu. „Þetta er efni sem er ákaflega miðlægt um alla Evrópu og allan heim. Fólk er að deila um meðferð erfðaupplýsinga og mögu- leika í líftækni og um klónun og sið- ferðileg álitamál sem þessu tengj- ast. í fimmtu rammaáætlun Evr- ópusambandsins er meðal annars lögð áhersla á að kanna félagslega og siðferðislega þætti í þessu sam- bandi.“ Gísli segir að rannsóknin standi þó ekki og faili með styrkveitingunni ur hverrar viku. Gísli, og bandaríski mannfræðingurinn Paul Rabinow, sem staddur er hér á landi á Ful- bright-styrk, segjast vonast til þess að síðan verði vettvangur ítarlegrar og upplýstrar umræðu um gagna- grunninn. LANDSVIRKJUN hefur dustað rykið af gömlum áætlunum um miðlunarmöguleika fyrir Fljóts- dalsvirkjun, í skýrslu sem fyrir- tækið vinnur að um mat á um- hverfisáhrifum virkjunarinnar, eins og fram kom í Morgunblað- inu sl. föstudag. Helstu tillögur að breytingum á lóninu sem skoðaðar hafa verið eru þrjár, og miða að því að minnka Eyjabakkalón og fá miðlun sem því svarar annars staðar frá. Þótt ekki sé litið á breytingarnar sem raunverulega kosti að svo stöddu er vert að skoða hvort slíkar breytingar á miðlunartilhögun virkjunarinnar eru umhverfis- matsskyldar. Samkvæmt lögum um raforku- ver frá 1. júní 1981 er Lands- virkjun veitt heimild Alþingis til að virkja Jökulsá í Fljótsdal með allt að 330 MW afli. í þeirri heim- ild til Fljótsdalsvirkjunar er gert ráð fyrir nánast öllum þeim veit- um og lónum sem Landsvirkjun tiltekur sem hugsanlega kosti í skýrslunni um mat á umhverfisá- hrifum og rúmast þau lón því inn- nú, heldur muni gefast önnur tæki- færi á styrkveitingum síðar. Islenski hluti rannsóknarinnar skiptist í fimm þætti. I fyrsta lagi á að kortleggja alla meðferð líffæra og líkamsefna, í öðru lagi að gera grein fyrir sögu viðhorfa Islendinga til lík- amans og líkamseinda, í þriðja lagi að greina umræðuna sem átt hefur sér stað um miðlægan gagnagrunn á heilbrigðissviði, í fjórða lagi að rita „etnógrafiu" Islenskrar erfðagreining- ar og bera hana saman við rannsóknir á skyldum stofnunum erlendis, og í fimmta lagi að gera grein íyrh- þýð- ingu kynferðis í erfðatækni og vörslu og meðferð líkamseinda manna. Rabinow, sem skrifað hefur þrjár bækur um samspil viðskipta og lff- tækni- og erfðarannsókna, er í sam- starfi við Mannfræðistofnun um rannsókn á þeirri umræðu sem vaknað hefur um þessi málefni í ýmsum löndum. an heimildar Alþingis. Undanskil- in er þó hugmyndin að 10 G1 lóni með tengingu við Hálslón við Kárahnúka og yrði sú breyting að veruleika væri hún að öllum líkind- um umhverfismatsskyld, sam- kvæmt upplýsingum frá Lands- virkjun, iðnaðarráðuneytinu og umhverfisráðuneytinu. I framkvæmdaleyfí sem iðnað- arráðherra veitti Landsvirkjun ár- ið 1991 er hins vegar veitt leyfi fyrir Fljótsdalsvirkjun, 210 MW virkjun ásamt aðalorkuveitum. Að sögn Jóns Ingimarssonar, skrif- stofustjóra í iðnaðar- og viðskipta- ráðuneytinu, er heimild Alþingis mun víðari og sterkari en heimild ráðherra. Samkvæmt upplýsingum frá Skipulagsstofnun ber að meta hvort breytingar séu umhverfis- matsskyldar eftir þeim forsendum sem lágu fyrir þegar leyfí til virkj- unarinnar var veitt. Leiki einhver vafi á því hverjar forsendurnar voru gæti komið til þess að um- hverfisráðherra úrskurðaði um hvort breyting væri umhverfis- matsskyld. Vann 18,6 milljónir í Gullpottinum Pottur- inn aldrei verið hærri STÆRSTI vinningur frá upp- hafi Gullnámu Happdrættis Háskóla Islands gekk út á laugardaginn að sögn Guð- mundar Sigurbergssonar, rekstrarstjóra Gullnámunnar. Það var á Sportbarnum Ölveri í Glæsibæ sem sá heppni spil- aði á spilakassann og vann gullpottinn að upphæð 18.592.245 krónur. Vinningshafinn hafði ekki gefið sig fram við Happdrætti Háskólans í gær og sagðist Guðmundur ekki hafa lent í því áður. „Menn eru vanir að koma hingað svo fljótt sem auðið er til að sækja vinning- inn.“ Baldur Hólmsteinsson, starfsmaður Ölvers, sagði að vinningshafinn vildi ekki láta nafns síns getið, en bætti við að hann væri vel að vinningn- um kominn. „Hann er iðnað- armaður úr Reykjavík, sem stundum rekur hér inn nefið, en spilar ekki oft.“ Þátttaka í Gullpottinum var mjög mikil síðustu dagana áð- ur en vinningurinn féll enda er það vaninn þegar upphæðir eru orðnar mjög háar. „I síð- ustu viku var alveg rosaleg örtröð í spilakassana og við höfðum á tilfinningunni að potturinn dytti hér,“ sagði Baldur en þetta er í áttunda skipti sem gullpotturinn dett- ur í Ölveri. Fjórir handteknir vegna gruns um fíkniefnabrot Tengsl fundin við Hell’s Angels FJÓRIR voru handteknir vegna gnms um fíkniefnabrot í húsi í Grindavík um síðustu helgi. Tveimur þeirra var sleppt lausum strax og hinir tveir voru í haldi fram eftir nóttu uns þeim var sleppt að loknum yfirheyrslum. Lagt var hald á um 20 grömm af hassi og 7 grömm af efni sem talið er amfetamín og efni sem talið er vera LSD. Lögreglan lítur málið mjög alvarlegum augum í ljósi þess að við leit í húsinu fundust tengsl við danska bifhjóla- klúbbinn Hell’s Angels. Er lögreglan nú að skoða þau tengsl alvarlega. Að aðgerðunum stóðu lög- regluembættin í Grindavík, Keflavík og Reykjavík, ríkis- lögreglustjóri og Tollgæslan. Að sögn lögreglunnar í Keflavík hafði verið fylgst með umræddu húsi, sem stendur við Hafnargötu, í nokkurn tíma, ekki síst þar sem fólk bjó með ung börn í því. Höfðu ennfremur borist upplýsingar um fíkniefna- neyslu í húsinu. Barnavernd- aryfirvöld hafa mál barnanna til meðferðar. BEAUTJfU § m rr-rr r~ EZD 1 rr l j- \UÐER Þúsund blóma angan Sumartilboð á Beautiful frá Estée Lauder Ef keypt er fyrir 3.600 kr. eða meira fylgir þessi glæsilegi kaupauki: Beautiful húðmjólk 50 ml, Beautiful sturtugel 50 ml ásamt sturtusvampi. Estée Lauder verslanir Ný heimasíða um gagnagrunninn sett upp á ensku Morgunblaðið/Ámi Sæberg GISLI Pálsson, forstöðumaður Mannfræðistofnunar Háskóla Islands, og bandaríski mannfræðingurinn Paul Rabinow. Eru breytingar á miðlun Fljótsdals- virkjunar umhverfísmatsskyldar? Rúmast flestar innan heim- ildar Alþingis

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.